Morgunblaðið - 03.01.1950, Page 6

Morgunblaðið - 03.01.1950, Page 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 3. janúar 1950. Útvegsmál og gengislækkun JEG skrifaði um þetta efni tvær greinar í Morgunblaðið 20./lb. og 7./12. 1946 og þriðju greinina 26. jan. þ.á., en merg- urinn málsins í þessum grein- um vár sá, að jeg lagði til að vísitalan yrði fest í 300 stigum óg að gengi krónunnar yrði lækkafS um 30 af hundraði. — Vísitalan hefir verið fest í 300 stigum, en gengið er skráð ó- breytt, að dollar undanskild- um. Hefði genginu verið breytt þá, eins og jeg lagði til, væri ríkissjóður ekki nú með 175 miljónir króna greiðsluhalla á fjárlögum og útgerðin ekki eins illa stödd og raun ber vitni o. s. frv. í stað þess að breyta geng- inu var valin sú óhappaleið, að verðbæta fisk og aðrar afurð- ir, (ábyrgðarverð) úr ríkis- sjóði, en á móti þessu komu hækkaðir tollar og ábætir í nýjum sköttum, í stað þess að lækka tolla og skatta. Nú er svo komið þessum málum, að ennþá erfiðara er að lagfæra þau, heldur en fyrir þrem ár- um og jeg efast um að 30 prós. lækkun á genginu nú, sje full- nægjandi, þó að það hafi verið það um áramótin 1946 og ’47, og því lengur sem dregst að breyta genginu, því óhagstæð- ara verður það. Flestir sem vinna fyrir tíma mánaðar- eða árskaupi. sem miðast við fasta vísitölu og sem greitt er í krónum, eru tregir til að viðurkenna nauð- svn á gengislækkun, en eins og jeg berfti á í fyrri greinum mínum, þá verður ekki lengi greitt kaupgjald almennt, ef útgerðin stöðvast með öllu. Við megum ekki taka Strútinn til fyrirmyndar og stinga höfðinu ofan í sandinn, þegar hættan steðjar að. Það verður jafnhliða lækkun krónunnar, að vinna markvisst að því, að lækka tolla «g skatta og okurvexti bank- anna — og ekki síst að vinna ýifnhliða að lækkun hins óheil- IngtSa verðlags í landinu og útiloka svarta markaðinn. Það getur líka farið svo, að nauð- synlegt verði eftir gengisbreyt inguna, að bæta þeim upp að einhverju leyti, sem harðast verða úti af þessum orsökum, en það er eins og öllum er Ijóst, ómögulegt að gera nokkra róttæka úrbót án sársauka, fyr- ir einhverja þegna þjóðarinnar. Það er líka eins og jeg áður hefi bent á, búið að samræma kaup og kjör flestra lands- manna, að sjómönnunum ein- nra undanskildum, sem vinna fyrir hlut af afla á mótorbát- unum, með 1830 króna mán- aðatryggingu, en þessir menn eiga síst skilið, að vera hafðir sem hornrekur, því þeir eiga að rjettu lagi, að bera mikið meira frá borði fyrir störf sín, heldur en hinir, sem starfa í landi við að mun hagstæðari kjör. Felst allir eru á einu máli um það, að eitthvað verði að aðhafast, til þess að útgerðin geti haldið áfram, að vinna fyrir land og lýð og afla út- lends gjaideyris, til kaupa á nauðsynjum landsmanna frá Effir Harald Böðvarsson útlöndum og jeg er sannfærður um, að þeir, sem mest hafa barist á móti gengislækkun fyrr og síðar, eru nú farnir að sjá, að þetta er eina færa leið- in, þó að þeir vilji ekki við- urkenna það opinberlega, sum- part vegna þess, að þeir hafa talað og skrifað á móti henni. Nýsköpunartogarar og mótor- bátar hafa verið gerðir út með stóru tapi og gömlu togararnir liggja við festar aðgerðalaus- ír, fyrst og fremst vegna þess, að verðgildi peninganna % er ekki rjett skráð. Það er meira en athyglis- vert, að útflutningsverðmæti yfirstandandi árs, lækkaði um 100 miljónir króna, eða er 25 prósent lægra en á síðasta ári. Þetta ástand lagast aðeins með gengislækkun, vegna þess að hún örfar framleiðsluna og af- leiðingarnar verða mikið hækkað útflutningsverðgildi. Þegar menn ræða þessi mál almennt sín á milli, þá er þess oft getið til, að stjórnmála- flokkarnir þori ekki opinber- lega, að viðurkenna rjettmæti gengislækkunar, vegna hræðslu við háttvirta kjósendur, nú fyrir sveitastjórnakosningarn- ar, sem fram eiga að fara síð- ast í janúar n.k. Það er þess vegna almennt reiknað með því, að ekkert verði aðhafst fyrr en þær sjeu afstaðnar, en það þýðir stöðvun útgerðar- innar fram í febrúar, eða hver veit hve lengi. Reynist þessi tilgáta rjett, að stjórnmála- flokkarnir geti ekki komið sjer saman um þetta vandamál fyr ir kosningar, þá verður enn einu sinni að finna leið til bráðabirgða, svo að ekki komi til stöðvunar, og mætti þá hafa sama hátt á þessu og gert var fyrir síldveiðarnar hjer í haust, þ.e. að útgerðin fái um- ráðarjett yfir gjaldeyrinum fyrir fiskafurðirnar á sama grundvelli eins og lofað var fyrir síldina. En loforð ríkis- stjórnarinnar um framkvæmd þessara mála, mega ekki rnæta slíku úrræða- og skilnings- leysi er raun ber vitni hvað gjaldeyrinn snertir fyrir síld- arafurðirnar. Hefði ekkert ver ið gert í haust fyrir síldarút- gerðina, þá hefði engin síld verið veidd til söltunar, en þessi síldveiði skapaði mikla atvinnu og bætti mikið af- komu margra útgerðar- og sjó- manna og hins vinnandi fólks í landi. — Umrædd bráða- birða lausn á fullan rjett á sjer, undir framangreindum kring- umstæðum, en aðeins á meðan verið er að finna örugga leið til frambúðar og til þess að fyrirbyggja stöðvun útgerðar- innar. Hjer duga engin vetl- ingatök, heldur verður að láta hendur standa fram úr erm- um og vinna röggsamlega, því hver dagurinn, sem tapast eft- ir áramótin, er dýrmætur og við megum ekki missa nokk- urn vinnudag fyrir slóðaskap eða ósamlyndi. Hjer verða all- ir flokkar að taka höndum saman og vinna í bróðerni til þess að fyrirbyggja hrun og vandræði. Ríkissjóðurinn er ekki ótæm andi og hann getur ekki staðið undir uppbótum ár eftir ár, á aðalframleiðslu landsmanna og við ættum almennt að sýna meiri þegnskap en raun ber vitni, og gera fyrst kröfur til okkar sjálfra, en heimta minna af þingi og stjórn eða öðrum. — En við sem höfum atvinnu af fiskveiðum, verðum þó að krefjast þess af því opinbera, að það arðræni okkur ekki, með órjettlátu gengi pening- anna, svo að við neyðumst til að setja fleytur okkar í naust. Við verðum að vænta meiri skilnings úr þeirri átt, heldur en undanfarið, til þess að gera okkur kleift, að bátar og skip geti stundað veiðar af meira kappi og fleiri daga árlega, heldur en almennt hefur átt sjer stað síðustu árin. Það er svo margt ef að er gáð. Það mun vera algild regla, þegar um íþróttir er að ræða, að verðlauna afrekin á því sviði, en hjer hjá oss er blaðinu snúið við, þegar um frammistöðu við fiskveiðar er að ræða. Þeir, sem geta sýnt og sannað, sem allra aumasta útkomu á starfrækslu sinni, fá hæstu verðlaun, t.d. ódýr lán, styrki, eftirgjöf á skuldum og allskonar fríðindi, en hinir eru smánaðir. Mjer finnst að þessi íslenska aðferð, eigi stundum lítinn rjett á sjer, og að hún hvetji ekki til dáða, heldur geti hún leitt til kæruleysis og slóðaskapar. Til eru menn enn- þá, sem hafa vilja og mögu- leika til að framkvæma ýmis- legt, meira en almennt gerist, en þeim er beint og óbeint varnað þess, allt nefnda og ráða farganið sjer fyrir því. Við skulum hugsa okkur, að einhver einstaklingur geti selt 5000 tunnur af síld til útlanda, fyrir sæmilegt verð, hann faer ekki að gera það, en verður að ráðfæra sig við síldarútvegs- nefnd og sem lofar að athuga málið, en viðkomandi fær aldrei svar. Við feðgarnir gátum fengið geyptar 6000 tómar síldartunn ur í haust frá útlöndum, fyrir 25 krónur stykkið hingað komn ar, en fengum ekki að gera þessi kaup og jafnframt vor- um við neyddir til að kaupa frá Norðurlandi, umrætt magn af tunnum, þó mikið lakari vöru, sem kostuðu okkur hjer við bryggju, 45 krónur stykkið eða 20 krónum meira hver tunna, og þar að auki urðum við að kosta viðgerð á 4000 af þessum tunnum,. sem komu frá Akureyri, en tíunda hver tunna þaðan var ýmist staf- brotin eða gölluð á annan hátt. Verðmunur á þessum 6000 tunnum frá útlöndum, saman- borið við þær íslensku, fyrir utan viðgerðarkostnaðinn, nem ur því 120 þúsUnd krónúm og er það laglegur skattur til at- Frh. á bls. 10. Fyrirspum fil sfjómar Aiþýðu- r samb. Isiands frá siéi ÞEGAR togaradeilan stóð yfir á s. 1. vetri, leituðu nokkrir matsveinar á togurum til stjórn ar Matsveina- og veitingaþjóna fjelags íslands, um hvort mögu leikar væri til þess að stofnuð væri innan þess fjelags sjer- deild fyrir togaramatsveina. Formaður Matsveinafjelags- ins, Böðvar Steinþórsson, mun hafa rætt þetta mál innan fje- lagsins, en í marzmánuði s. 1. var af hendi okkar togaramat- sveina boðað til fundar í bað- stofu iðnaðarmanna til þess að ræða þetta mál.. Voru til fund- arins boðaðir stjórnarmeðlimir Sjómannafjelags Reykjavíkur og Matsveina- og veitingaþjóna fjelags íslands og matreiðslu- deildar Matsveinafjelagsins. Á þeim fundi skýrði Sigurjón Á. Ólafsson, formaður Sjómanna- fjelags Reykjavíkur, afstöðu sína til þessa máls, en var hann mótfallin þessari ráðagerð okk- ar togaramatsveina, en Böðvar Steinþórsson var því frekar hlyntur. Þessu var haldið vakandi í sumar, og í sept. s. 1. samþykkti Matsveina- og veitingaþjóna- fjel. íslands lagabreytingu, þar sem þessi sjerdeild okkar var stofnuð. Samkvæmt lögum Al- þýðusambandsins ber sam- bandsstjórn að staðfesta laga- breytingar sambandsfjelaga, svo þær öðlist gildi. Þar sem næst allir togara- matsveinar á öllum togaraflot- anum eru því fylgjandi að þessi deildarstofnun verði að veru- leika, voru það því mikil gleði- tíðindi er við frjettum að Mat- sveina- og veitingaþjónafjelag- ið hefði samþykkt þessa laga- breytingu, en hinsvegar urðu það okkur mikil vonbrigði er við' frjettum að miðstjórn Al- þýðusambands íslands hefði hafnað staðfestingu hennar, og ;eftir því sem virðist, þá telur jmiðstjórnin að við togaramat- j sveinar eigum fremur sam- ! stöðu með öðrum skipverjum jfiskiskipa, en með faglærðum j matsveinum á gisti- og veit- , ingastöðum. Hvernig Alþýðusambands- stjórn hefur aflað sjer þessarar j vissu, skil jeg ekki, og leyfi mjer að vænta svars af henn- ar hálfu. Jeg vil ekki hafa þessar lín- ur lengri, en jeg vil að lokum i leyfa mjer að spyrjast fyrir í um það hjá háttvirtri sam- ! bandsstjórn, hvort hún sje ! virkilega að gera tilraun til þess að hefta frelsi einstakra (stjetta innan samtakanna, eins j og virðist með framkomu gagn- I vart okkur togaramatsveinum núna, því að þegar við eindreg- , ið óskum eftir að gerast stofn- ! endur sjerdeildar innan Mat- sveina- og veitingaþjónafjelags íslands og það fjelag hefur sam þykkt með lagabreytingum að þessi deild skuli skuli stofnuð, að þá ályktar miðstjórn sam- bandsins, að við höfum ekkert : vit á því, sem við óskum eft- ir, og er það brosleg afstaða Irá þeirri virðingarstofnun, sem miðstjórn Alþýðusambandsins er og á að vera. Jeg endurtek að við togara- matsveinar erum eindr. fylgj- andi þessari deildarstofnun og unum því illa er miðstjórn ASÍ • stendur í vegi þess að þessi stofnun geti orðið að veruleika. Með fyrirfram þökk fyrir birt inguna. Guðmundur Magnússon, togaranum Ingólfi Arnarsyni. „Aldrei gleplst Auslurland" Austfirsk ljóð eftir 73 höf- unda. Bókaútgáfan Norðri. Akureyri 1949. ÞAÐ hefur mikið verið ort á íslandi frá landnámstíð, en h'k- lega aldrei meira eða jafnbetur en nú. Það sanna hinar ýmsu kvæðasyrpur, sem gefnar hafa verið út frá einstökum lands- hlutum eða hjeröðum.Vitanlega hafa alltaf einstök skáld gnæft upp úr skáldahópnum eins og fjallstindar yfir holt og hæðir. En ef safnað hefði verið til bókar eins og þessarar fyrir að- eins fimmtíu til hundrað árum síðan, þá hefði áreiðanlega ekki komið í leitirnar eins mikið af tiltölulega góðum kvæðum og vel kveðnum vísum. Enginn efi leikur á því að kunnáttan og smekkvísin í þessum efnum fer vaxandi og tilfinningin fyrir rjettri kveðandi er almennari. Þess vegna er það skemmti- legt að blaða í þessu ljóðasafni, enda þótt ýmislegt í því hafi ef til vill ekki mikið bókmennta gildi. Það er ekkert í því, sem meiðir eyrað, og jafnvel undra- margt, sem er verulega snjallt og fallegt, enda hafa Austfirð- ingar löngum átt ýms ágæt skáld, og í þessum hóp eru hka allmargir, sem engir aukvisar eru taldir á skáldaþingi. Hitt kemur þó meira á óvart, hvað margir af þeim eru skáld, sem yrkja ekki, það er að segja flíka lítt skáldskap sínum og hafa hann aðeins sjálfum sjer til gamans Og dægrastyttingar. Hygg jeg að varla muni finn- ast með nokkurri þjóð jafnmarg ir menn að tiltölu, sem liðtækir eru í þessari íþrótt, og gera þó fáar þjóðtungur jafnmiklar kröf ur til hagmælsku og orðkynngi sem íslenskan. Segir svo í fornum fræðum. að Óðinn hafi mælt allt í hend- ingum, og eru íslendingar á góðri leið með að líkjast þess- um forna guði sínum. Og vissu- lega er þetta ekki verri íþrótt en að stökkva hæð sína. Sá hug- ur, sem taminn er við ljóða- gerð og bragþrautir verður stæltari og fagurskyggnari en hinn, sem aðeins beinist að afl- raunum eða fótamennt, enda þótt jeg sje ekkert að lasta þær íþróttir heldur. En naumast er um mikla úr- kynjun ennþá að ræða í andlegu lífi Íslendinga og sæmilega er þeim orðlistin töm, meðan enn má grípa slíka bók saman á til- Frh. af bls. 12

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.