Morgunblaðið - 03.01.1950, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 03.01.1950, Qupperneq 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 3. janúar 1950. Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlands, í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með LesbóK, kr. 15.00 utanlands. Ef þjóðin vill FORSÆTISRAÐHERRA benti á það í útvarpsræðu sinni á gamlársdag, að mikil og alvarleg vandamál væru okkur á höndum. Þessi vandamál væru hins vegar ekki óleys- anleg, ef þjóðin sjálfs sín vegna tæki tillögunum til úrbóta með skilningi og velvilja. Það væri engin ástæða fyrir okkur íslendinga að aumka sjálfa okkur umfram það, sem efni standa til Bæði hefðu íslendingar áður átt við erfiðari við- íangsefni að etja og aðrar þjóðir glímdu nú við það, sem meira er og verra viðureignar en vandamál okkar. Eftir að Alþingi kemur saman á morgun munu verða lagðar fyiir það tillögur, sem miða að því að hindra stöðvun útvegsins og ætlaðar eru eingöngu til bráðabirgða, meðan Alþingi hefur varanlegri úrræði til meðferðar. Sjálfstæðis- ílokknum er ljóst, að ekki verður gengið lengur á sömu braut og verið hefur. Til þess þyrfti 100 millj. kr. nýjar álögur að minnsta kosti, eftir að skattar hafa aukist um 150 millj. kr. á síðustu 4—5 árum, og auk þess sem standa þarf skil á 175 millj. króna greiðsluhalla síðustu 3 ára. Forsætis- ráðherra lýsti því þess vegna yfir, að ríkisstjórn Sjálfstæðis- ílokksins mundi leggja fyrir Alþingi svo skjótt sem auðið er, „tillögur um varanlega lausn á vandamálum atvinnu- og viðskiptalífsins, sem byggjast á afnámi uppbótarieiðar- innar og stefna að hallalausum rekstri framleiðslustarfsemi landsmanna í meðalárferði, afnámi hafta og banna og versl- unarfrelsi.“ ★ Sjálfstæðisflokkurinn hefur boðið og býður enn öðrum lýðræðisflokkum samstarf um varanlega úrlausn vandamál- anna. Sjálfstæðisflokknum er ljóst, að einn, án stuðnings annarra flokka, fær hann ekki tillögur sínar sam- þykktar á Alþingi. Ef andstöðuflokkar Sjálfstæðismanna virða nú ráð Sjálfstæðisflokksins og samstarfsboð hans enn að vettugi, þá hvílir sú skylda á þeim að koma með önnur ráð og betri og mynda starfhæfa ríkisstjórn. Til þessa er vissulega hæpið, að þeir sjeu færir, ekki síst ef dæma má af áramótahugleiðingum foringja þeirra. Hermann Jónasson hvetur t. d. til samstarfs við kommúnista berum orðum og segir: „Þeir flokkar, sem stæði það næst að rjetta þjóðfjelagið við á þeim grundvelli, sem jeg markaði hjer að framan, eru fyrst og fremst Framsóknarflokkurinn og Alþýðuflokkurinn og SósíaIistafIokkurinn“ (leturbr. Mbl.). Það kann að vera, að Hermann Jónasson sje þeirrar skoðunar, að það sje þjón- um Moskvuvaldsins á íslandi næst að leysa vandamál þjóð- arinnar, ef þeir fleyta honum sjálfum í sárþráðan valdastól, en þjóðin sjálf trúir ekki og treystir ekki þeim mönnum, sem meta ávallt hagsmuni erlendrar einræðis- og ofbeldiskliku meir en hagsmuni föðurlandsins, að „rjetta þjóðina við“. Það fer ekki hjá því, að slík yfirlýsing formanns Framsókn- arflokksins vekji athygli, og verði til þess, að ýmsir kjós- endur Framsóknarflokksins, sem hafa öruggir haldið, að flokkur þeirra ljeði ekki kommúnistum stuðning sinn, endur- skoði afstöðu sína í þjóðmálunum. ★ Þótt vitað sje, að kommúnista og aðra, sem undir þeirra áhrifum eru, skiptir það litlu máli, hverjar tillögur ríkis- stjórnarinnar verða, þar sem þessir menn munu fyrirfram vera á móti flestu því, sem ríkisstjórnin vill gera, þá ber þess að óreyndu að vænta, að meirihluti Alþingis og þjóðin í heild taki tillögum Sjálfstæðisflokksins vel. Sjerstaklega hljóta verkalýðs- og önnur launþegasamtök í landinu að líta með velvild og ljá stuðning þeim tillögum, sem miða að því að atvinnuvegirnir beri sig, dýrtíðin sje heft og unninn á henni bugur. Engum frekar en verkamönnum og laun- þegum almennt ætti að vera ljósar, að sívaxandi dýrtíð verð- ur aldrei bætt með launahækkunum, ef um áframhaldandi taprekstur atvinnuveganna er að ræða. Bilið milli vöruverðs annars vegar og kaupmáttar launanna hins vegar breikkar sífellt örar í stærri og stærri stökkum Iaunþegum í óhag. Hállalaus rekstur framleiðslustarfseminnar í Iandinu er eina' trygga undirstaða velferðar og hagsældar launþega og verkamanna í landinu og þjóðarinnar í heild. Þessa undir- síöðú skortir nú, en undirstöðuna er hægt að gera, ef þjóðin vill sjálf. \Jdzverji ólrifar: ÚR DAGLEGA LÍFINU „Engin hlaut meiðsli. . . .“ REYKVÍKINGAR urðu sjer ekki til skammar á gamlárs- kvöid. Erlingur Pálsson yfir- lögregluþjónn segir, að hann muni ekki eftir jafn rólegu gamlárskvöld í 30 ár. — Að vísu þakka margir það slæmu veðri, aðrir telja, að margir hafi verið hræddir við hinar hættulegu heimatilbúnu sprengj ur, sem vitað var að voru í umferð. En flestir gera sjer von ir um, að þeir tímar sjeu liðn- ir, er skrílsæðið rjeði á gamlárs kvöld í þessum bæ. Það væri óskandi. Það er sannarlega hart, að það skuli teljast til frjetta „að enginn hafi hlotið meiðsli“ á einum mesta gleðidegi ársins. • Heppileg nýbreytni ENGINN vafi er á, að nýbreytni lögreglustjórans, að leyfa brenn ur á nokkrum stöðum í úthverf um bæjarins á gamlárskvöld, hafði þau áhrif, að unglingar neituðu sjer um, að stofna til elda sjálfir, eins og svo oft hef- ir komið fyrir á gamlárskvöld- um. — Þeir fengu að sjá elda loga og þurftu ekki að hafa neitt fyrir því sjálfir. Þetta sýnir m.a., að betra er að hafa frjálsræðið í stað banna og hafta. Vafalaust verður þessum sið haldið áfram næstu gamlárskvöld. • Leiðinlegt virðingarleysi VIRÐINGARVERT er það, þótt raunar megi teljast sjálfsagt, er menn draga fána að hún á nýársdagsmorgun. Flöggin setja hátíðasvip á bæinn. En hátíðarsvipurinn fer af þegar flöggin eru ekki dregin niður á tilsettum tíma — um sólarlag. Það er virðingarleysi við fánann, að láta hann hanga fram í myrkur. Og mönnum ætti að vera vorkunarlaust, að draga flaggið niður, áður en dimma tekur. Sje þess ekki gætt, er betra að flagga alls ekki. • Liðlegir aðstoðarmenn Á NÝÁRSDAG hittist svoleiðis á, að jeg þurfti að fá aðstoð viðgerðarmanns frá Rafveitu Reykjavíkur vegna smávegis bilunar. Rafveitan hefir altaf mann á vakt til að annast við- gerðir, á helgidögum, ef með þarf. Viðgerðarmaðurinn var hinn liðlegasti, eins og þeirraf- veitumenn kváðu vera, þegar til þeirra er leitað. • Ovenjulegt atvik RAFVEITUMAÐURINN sagði mjer sögu af einkennilegu at- viki, sem kom fyrir á nýárs- dag. — Unglingar voru að leika sjer með rakettu. Þegar rakett an þaut upp, vildi svo til, að hún lenti í raftaug, sem lá milli staurs og húss. Var kraft- urinn svo mikill á rekettunni, að hún sleit taugina, bæði frá húsinu og staurnum. Fólkið, sem í húsinu bjó, sagði svo frá, að alt hefði leik- ið á reiðiskjálfi við þessi átök. „Annað eins hefir aldrei fyr- ir mig komið í þau 15 ár, sem jeg er búinn að starfa hjá Raf- veitunni", sagði sögumaður. • Saga ársins Á GAMLÁRSKVÖLD hringdi kunningi minn til mín og spurði hvort jeg vildi heyra sögu, sem væri svo einkennandi fyrir ár- ið, sem væri að líða, að vel mætti kalla hana „sögu ársins“. Vitanlega vildi jeg heyra söguna og hún er á þessa leið: Togaraútgerðarmann vantaði á dögunum skipverja — báts- mann, — á skip sitt. Hann leit aði lengi án árangurs, en loks frjetti hann af duglegum og reyndum sjómanni, sem hann bauð atvinnuna. Maður þessi vann að leik- fangagerð, en þó samdist svo með þeim, að hann færi í skips- rúmið. Leikfangagerðin hafði betur TOGARAEIGANDINN bauð góð kjör — sennilega nokkuð betri en alment gerist, þar sem hann vissi, að maðurinn var vel hæfur í starfið og auk þess vantaði hann tilfinnanlega manninn um borð í skipið og vildi því mikið til vinna. En þegar hjer var komið bauð leikfangagerðin mannin- um sömu kjör og hann átti að fá á togaranum og þá vildi sjó- maðurinn heldur vinna í landi fyrir sama kaup og hann átti að fá til sjós. Varð því ekkert úr ráðningu. • Öfugstreymi „ÞETTA kalla jeg sögu ársins, sagði -kunningi minn. Það er eirtkennandi fvrir öfugstreymið í þjóðfjelaginu okkar, að dug- legustu menn skuli fá jafnmik- ið kaup fyrir að framleiða leik- föng eins os fyrir að vinna að aðalframleiðslu þjóðarinnar, sem hún stendur og fellur með“. Fleiri munu vera á sömu skoðun. ''iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimniiiuimiiuimiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiitiiuiiuiiiimnuiin.iiwtiiiiiiiiiiiiuiiiiiiuiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiuiii'iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniirmiiiif | MEÐAL ANNARA ORÐA .... | .......................................................................................... Hann bjargaði lífi yfir 200,000 GySinga Frá frjetaritara Reuters PARÍS: — í síðastliðinni viku var skýrt frá því hjer í París, að svissneskur Gyðingur, sem á stríðsárunum bjargaði yfir 200,000 trúbræðrum sínum úr klóm nasista, hefði þá sagt af sjer starfi. sem forstjóri-Sviss- landsdeildar bandarískrar líkn arstofnunar. Líknarstofnunin, sem nefnist The American Joint Distribution Committee, hefir aðalbækistöð í París. • • ÆSANDI REYFARI SVISSLENDINGUR þessi heit- ir Saly Mayer og er 67 ára gam all. Sagan af því, hvernig hon- um tókst að leika á þýsku nas- istana. er líkust æsandi reyf- ara. Hún er í stuttu máli á þessa leið: Árið 1944 voru erfiðleikar Þjóðverja orðnir svo miklir, að leiðtogar þeirra gripu til þess ráðs, að bjóðast til að láta Gyð- inga í fangabúðum lausa gegn peningagreiðslum, vjelum ým- iskonar og matvælum. • • LEIKURINN HEFST BANDARÍSKU stjórnarvöldin þverneituðu að ræða þetta til- boð, en Mayer fjekk stjórnina í Svisslandi til að leggja fimm miljónir dollara inn á banka, undir hans nafni. Er þessi aldraði maður þá hafði gengið þannig frá hnút- unum, að svo leit út á yfir- borðinu, sem hann væri geysi- lega auðugur, komst hann í samband við Gestapo og átti fyrsta fund sinn með nasist- um í varðstöð einni á landa- mærabrú milli Svisslands og Austurríkis. Og nú hófst spilið um manns- lífin. • • TRYGGING í FYRSTU neituðu nasistarnir öllum tilboðum Mayers uifl lausnarpeninga, en hann var harður á móti og ljet í það skína, að hann treysti ekki lof- orðum Þjóðverjanna. Að því kom, að samkomulag varð um, að nasistar skiluðu 590 Gyðing- um úr Belsenfangabúðunum til Svisslands og gæfu auk þess loforð um að hætta Gyðinga- flutningum frá Ungverjalandi til morðfangabúðanna þýsku. Átti þetta að vera trygging fyr ir því, að nasistar hefðu engin brögð í tafli. • • DOLLARA- MILJÓNIRNAR NOKKRU eftir að þetta skeði, tókst Mayer að fá nasistana til að gefa loforð um að hætta fangaflutningum frá útlöndum með öllu. Hahn lýsti og yfir því, að ef Hitlerstjórnin vildi fallást á að hætta Gyðinga- morðunum, mundi hann sjá svo um, að alþjóðlegi Rauðikross- inn sendi Þjóðverjum matvæli. Á þessu gekk alt árið 1944 og fram á vor 1945. Mayer fjekk nasistana til að fallast á ýms- ar tillögur um bætta aðbúð Gyð ingafanga, enda hampaði hann stöðugt dollaramiljónunum sín- um og ljet á sjer skilja að lítið vantaði nú á, að Þjóðverjar væru búnir að vinna fyrir þeim. • • MARGIR SLUPPU í ÁRSBYRJUN 1945 fjekk Mayer 1.673 Belsenfanga lausa og annaðist flutning þeirra til Svisslands. En hann hjelt enn- þá fast við það, að enn yrðu nasistar að gefa fleiri föngum frelsi, áður en þeir gætu gert kröfu til miljónanna. Hvort sem það hefir verið fjegræðgi eða annað, sem rjeði þá fór svo, að Gestapo þorði aldrei að þverneita kröfum svissneska „auðkýfingsins“. — Þannig var það fyrir hans til- stilli, að 3,000 Gyðingabörn í Budapest voru látin laus, heim ilaðar voru matvæla- og fatn- aðarsendingar til 7.000 Gyð- inga í þrælabúðum við Vínar- borg og hætt var við að sénda yfir 200,000 ungverska Gyðinga til Auschwitz morðbúðanna. Og þegar stríðinu lauk, skil- aði Mayer dollaramiljónunum aftur til svissnesku stjórnar- innar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.