Morgunblaðið - 03.01.1950, Qupperneq 9
Þriðjudagur 3. janúar 1950.
MORCUNBLAÐIÐ
9
ÍSLENDINGSEÐLINU MEGUM VJER SÍST GLATA
ENN er eitt árið liðið í aldanna
skaut. Það hefir um sumt ver-
ið oss íslendingum erfitt. —
Vorharðindi, aflabrestur og
stirð heyskapartíð víða um
land hafa skert að mun þjóð-
artekjurnar og valdið mörgum
landsmönnum miklum örðug-
leikum. En eigi dugir um slíkt
að fást, enda erum við Islend-
ingar misærinu vanastir. Ber
oss að herða því fastar róður-
inn sem óbyrlegar blæs og stæl
ast við hverja raun. Það er ís-
lendingaeðlið. Því megum vjer
síst af öllu glata, eínfaldlega
vegna þess, að þá er oss ekki
Hfs auðið í landi voru.
.,Fjör kenni’ oss eldurinn,
frostið oss herði,
fjöll sýni torsóttum
gæðum að ná,
bægi sem kerúb
með sveipanda sverði
silfurblár ægir oss kveifarskap
frá.“
Þetta er heilræði skáldsins.
Það ber oss í heiðri að hafa. Líf
íslendinga er barátta við óblíða
náttúru um brigðul og torsótt,
en mikil gæði. í þeirri baráttu
verður vjer að treysta á dug
vorn og dáð, þótt bróðurhugur
og velvild annarra sje í öðrum
efnum mikils virði.
Hvað sem öðru líður, vjer
munum ekki láta þessa nje
aðra örðugleika líðandi stund-
ar gefa hinum forna fjanda
íslendinga, bölsýninni, byr und
ir vængi, heldur munum vjer
halda gleði vorri.
Vjer eigum þá einnig fyrir
mikið að þakka nú, er árið
kveður, því að margt hefir geng
ið oss í haginn, en eftir því taka
menn venjulega minna, og
minnst þó eftir því, er án
efa varðar oss mestu, en það
er, að svo virðist sem heldur
hafi birt yfir í heímsmálunum,
svo að fremur horfi þar frið-
vænlegar en fyrr. Engum ber
fremur að fagna því og þakka,
en einmitt oss, sem smæstir er-
um og síst færir til sjálfsvarn-
ar. Skal jeg eigi orðlengja um
það, nje aðrar þakkarskuldir
vorar. Þó minni jeg á, að enn
á þessu ári hafa Íslendíngar átt
við betri kjör að búa en flest-
ar aðrar þjóðir. Sú staðreynd
talar sínu máli, þótt það sje
að vísu rjett, að vjer höfum
lifað um efni fram.
Vil jeg nú leyfa mjer að
víkja að þeim vanda, sem við
er að etja og þjóðin hugsar um
flestu öðru meir um þessar
mundir.
„Orsök dýrtíðarinnar er sú,
að fjárfesting og hallarekstur
annarsvegar eru stærri en
aukning sparifjár, afskriftir og
óúthlutaður arður hinsvegar,
að óbreyttum þjóðartekjum“.
Þessi orð standa á fyrstu blað
síðu í langri, ítarlegri og merki
legri skýrslu um efnahagsþró-
unina á íslandi síðustu árin
sem Benjamín Eiríksson, hag-
fræðingur, samdi síðastliðið
sumar, að tilhlutan fyrrverandi
ríkisstjórnar. Er Benjamín
starfsmaður alþjóða-gjaldeyris-
Gegn örðugleikum vorum næg-
ir uð beitu skynsemdinni
íkisst|órnin mun gera skyldu sína
Áramólaávarp Ólafs Thors forsælisráðh.
Ólafur Thors forsætisráðherra.
sjóðsins, lærður hagfræði'ngur
og nýtur óvenjumikils álits
þeirra, er hann þekkja og dóm
bærir eru um fræðigrein hans.
Jeg ætla enga tilraun að gera
til þess að færa sönnur á þessa
staðhæfingu Benjamíns Eiríks
sonar, heldur aðeins að leiða
athygli háttvirtra hlustenda að
því, að í henni felst sannleik-
ur, sem auðvelt er að sannprófa
og því verður eigi vjefengdur,
enda viðurkenndur af fræði-
mönnum á sviði hagvísindanna.
★
Jeg býst við, að sóknarhug-
ur margra á hendur þeim auð-
æfum, sem falin eru í skauti
náttúrunnar, hafi skyggt á sann
leiksgildi þessa boðorðs. Mjer
þykir líklegt, að þörfin til þess
að sjá þessa þjóð, •— sem fá-
tæktin öldum saman hefir kval
ið, þrátt fyrir aflið í elfum
landsins og iðrum jarðar, rik-
ustu fiskimið og frjóa gróður-
mold, — taka tæknina i sína
þjónustu, brjóta af sjer hlekk-
ina og ryðjast áfram áleiðis íil
bjargálna og mannsæmandi
viðurværis, hafi leitt oss til
þess að syndga gegn þessu lög-
máli. Jeg iðrast ekki þessara
synda. Þvert á móti fagna jeg
flestu, sem gert hefir verið á
sviði nýsköpunar og fram-
kvæmda síðustu árin. Án efa
væri þó sumt betur ógert. En
margt myndi líka ógert, sem
til farsældar veit, ef hvert fót-
mál hefði verið grannskoðað og
sjerhvert nýtt framtak vegið á
gullvog vísindalegra lögmála.
En hjer sjá menn þá eina
höfuðorsök hinnar sívaxandi
verðbólgu, og nú vita menn, að
dýrtíðin verður ekki stöðvuð,
nema þjóðin fáist til að sætta
sig við það, að dregið verði úr
fjárfestingunni í bili, jafnt
hins opinbera sem einstaklinga
þannig, , að fjárfestingin og
hallarekstur samanlagt verði
ekki meiri en það, sem þjóðin
eykur sparfje sitt á sama tíma,
að viðbættum afskriftum og ó-
úthlutuðum arði.
Þetta er aðeins eitt af mörg
um boðorðum, sem íslendingar
verða að læra, skilja og hlýða,
eigi þeim að auðnast að kom-
ast klakklaust út úr þeim
vanda, sem allir viðurkenna að
við blasir og vex með hverju
árinu sem líður. Þannig verða
menn t.d. að hætta hinum hörðu
kröfum á hendur atvinnurekstri
sem rekinn er með halla. Kröf-
urnar voru eðlilegar meðan at-
vinnureksturinn stórgræddi. Nú
eru þær feluleikur. Hver stjett
in hefir siglt í kjölfar annarr-
ar um kauphækkanir. Af þeim
aukna framleiðslukostnaði, sem
af þessu leiðir, sprettur ný þörf
framleiðslustarfseminnar fyrir
aukinn ríkisstyrk. Fjár til
þeirra útgjalda aflar ríkissjóð-
ur með nýjum álögum á þá, sem
kauphækkanirnar hafa fengið.
Þetta er í höfuðefnum hingrás-
in. Síðustu árin hafa menn því
engar raunverulegar kjarabæt-
ur fengið, en hinsvegar hefir
í stöðugt vaxandi mæli skapast
jafnvægisleysi í efnahagsstarf-
semi þjóðarinnar, sem færa
verður í lag, ef auðið á að verða
að veita verðbólgunni viðnám
og skapa skilyrði til heilbrigðs
atvinnurekstrar og aukinnar
atvinnu almenningi til handa í
stað þess atvinnuleysis, sem
ella ógnar.
Þetta er því hættulegur leik-
ur sem þjóðinni er vorkunnar-
laust að hætta.
En eins og nú er komið næg-
ir það ekki.
Undanfarin ár hefir þjóðin
varið meiru til daglegra þarfa
en hún gat leyft sjer samfara
hinni miklu fjárfestingu þessa
tímabils. Við þetta bætist nú,
að horfur eru á varanlegu verð
falli, a. m. k. nokkurs hluta
útflutningsafurðanna og raunar
einnig sölutregðu sumra þeirra.
Af þessu leiðir, að vjer höfum
minnu að skipta, þ. e. a. s. hlut
ur hvers og eins verður að
öðru óbreyttu að minnka.
Þetta er sannleikurinn um-
búðalaus. Undan honum fær
þjóðin ekki flúið, en afar mikið
veltur á, að menn taki skynsam
■ lega þeim ráðstöfunum, sem
þetta viðhorf kallar á, enda er
það staðreynd, að með skynsam
legum aðgerðumm má á vissum
sviðum bæta almenningi upp
a.m.k. nokkurn hluta þess, sem
hann missir í á öðrum.
Jeg skal ekki orðlengja um
á troðnar slóðir alt næst ár,
verður að tryggja ríkissjóði
nýja skattstofna, er nema alt
að 100 miljónum króna á ári,
ef hindra á stöðvun bátaútvegs
ins. Er þá óleystur vandi eldri
togaranna og jafnvel hinna
nýju.
Jeg spyr: Hvar endar þetta?
Jeg bið þjóðina sjálfrar sin
vegna að taka með skilningi og
velvilja þeim tillögum, sem nú
verða bornar fram til úrbóta,
svo að þær verði ekki kæfðar
í skilingslausum mótþróa.
Jeg minni þjóðina á þá um-
sögn víðsfrægs erlends stjórn-
málaleiðtoga, sem áður hefir
oft verið sögð af honum óvitrari
íslendingum, að „engin stjórrv
getur skapað þegnum sínum-
þá framtíð, sem þeir skapa sjer
ekki sjálfir“.
Mönnum finnst þetta sjálf-
sagt enginn gleðiboðskapur. —
Svo er víst heldur ekki. En það
er hvorki helfregn nje harm-
saga. íslendingar búa nú við
miklu betri kjör en nær allar
aðrar þjóðir. Æskan kann víst
ekki að meta það. Hún hefir
litlu öðru vanist. En vjer, sem
eldri erum, munum aðra daga,
og áttum þó miklu meiri vel-
sæld að fagna en feður vorir
og mæður.
Oss ætti því flestum að vera
vorkunnarlaust, og ekki síst
þeim, sem best eru stæðir, að
slá einhverju af kröfunum og
leggja að öðru leyti sinn skerf
af mörkum, úr því það er nauð
synlegt til að tryggja afkomu
vora og hagsæld og frelsi kom-
andi kynslóða. Eftir sem áður
eigum vjer gnægð óhagnýttra
landsgæða og auðlinda. Eftir
sem áður getum vjer glaðst yf-
ir því, að á ótrúlega mörgum
sviðum skapar hin nýja tækni
þjóðinni skilyrði til betra af-
komu en margar aðrar þjóðir
geta gert sjer vonir um. — Og
eftir sem áður höldum vjer
áfram sókninni, enda þótt nokk
þetta að þessu sinni, enda er
hvorki staður nje stund til þess, uð dragi úr hraðanum.
þótt rjett sje og raunar skylt,1
að segja þjóðinni afdráttarlaust,
hvað hennar bíður, að svo
miklu leyti sem það virðist
liggja ljóst fyrir. Aðeins vil
jeg endurtaka þau ummæli, er
jeg viðhafði í stuttri áramóta
grein, er birtist í Morgunblað-
inu í dag, að jeg hygg, að árs-
ins 1950 verði síðar getið í
sögu þjóðarinnar vegna þess,
að þá muni annað tveggja ske,
að höllin hrynur eða risið verð
ur lækkað og grunnurinn treyst
ur.
Þeim, til leiðbeiningar, sem
vjefengja, að aðgerða sje
þörf, minni jeg á þær myndir,
sem alþingismenn voru að
virða fyrir sjer fyrir jólin.
Vísitalan hefir stöðugt farið
hækkandi. RaunVeruleg hækk-
un hennar er vafalaust um 35
stig á ári alt frá s.tríðsbyrjun.
Skattar og tollar hafa hækk-
að um yfir 150 miljónir króna
síðustu 4—5 árin. Samt hefir
hallarekstur ríkissjóðs síðustu
þrjú árin verið 175 milljónir
króna.
Og nú kernur í ljós, að e£ fara
Vjer skulum því ekki aumka
sjálfa oss umfram það, sem efni
standa til, en minnast hins, að
nær allar þjóðir veraldar eiga
nú við sína örðugleika að etja
og glíma flestar við það, sem
stærra er og verra viðureignar
en vandamál vor. Gegn vorum
vanda nægir að beita eigin dóm
greind og skynsemi.
Ríkisstjórnin mun að sínu
leyti leitast við að gera skyldu
sina og í engu hirða, hvort bet-
ur mælist fyrir eða verr, í bili.
Hún vinnur nú með sjerfræðing
um og ráðunautum sínum að
rannsókn dýrtíðarmálanna í-
víðtækasta skilningi og undir-
búningi skýrslna og tillagna í
málinu.
Stjórnin mun viðhafa þann
hraða á undirbúningi málsins,
sem frekast er auðið. Sýnt þyk-
ir þó, — einnig vegna þess að
Alþingi mun ætla sjer og þurfa
nokkrar vikur til að fjalla um
frumvörp þessi, — að eigi verði
hjá því komist að gera verði
bráðabirgðaráðstafanir til að
Framh. á bls. 12.