Morgunblaðið - 03.01.1950, Side 10
10
MORCVNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 3. janúar 1950.
— Úfvegsmál
Frh. af bls. 6.
Minningarorð:
Jísisdéftir
,,Sje vilji jiinn sterkur, er vegurinn
beinn
og vonirnar innra svo þýðar.
Þó niyrk sýnist brautin og tnargur
sje steinn
þess meiri er ljósbirtan síðar“
ÞANN 8. des. s.l. ljest að Eystri-Hól
í Vestur-Landeyjum, ekkjan Anna
Jónsdóttir, er fædd var í Stöðulkoti
i Þykkvabæ þ 15. maí 1855 og var
því 94 ára á síðastliðnu vori. Foreldr-
ar hennar voru Jón Einarsson og Guð
rún Jónsdóttir, voru börn þeirra 3.
Fóru til Ameríku 2 þeirra, Jón og
Sigríður, er hann dáinn, en hún var
þar lifandi háöldruð og blind, þá
síðast er af henni frjettist. Var hún
nokkrum árum yngri en Anna.
FVá foreld'um sinum fór Anna
uppkomin í vinnumennsku að Ægis-
siðu til hjónanna Felixar og Helgu,
er þá bjuggu þar, undi hún var vel
hag sínum, og töldu þau hjón, að
ekki hefðu þau haft betra hjú en
hana, í sínum búskap.
Hinn 14. okt. 1882 giftist Anna
Brynjólfi Baldvinssyni frá Lindar-
bae, þar byrjuðu þau búskap og síðar
bjuggu þau í Bjálmholti og Pulu í
Holtum, þar andaðist Brynjólfur 18.
ágúst 1897 eftir margra ára vanlíðan.
Þeim varð 5 bama auðið. 3 þeirra
dóu í bemsku, en 2 eru á lifi, Guð-
rún búandi kona að Vatnskoti í
Þykkvabæ, og Ársæll búandi maður
í Reykjavík.
Eftir lát manns sins bjó Anna
áfram í Pulu i 4 ár við mjög þröng-
an hag og erfiðar á-tæðuy. Hætti svo
húskap og fór með börn sín i vinnu-
mennsku að Lýtingsstöðum, og var
þar í 3 ár. F’ór hún svo árið 1905
að Litlu-Tungu til hjónanna Guðrún-
ar Ölafdóttur og Þórðar Tómassonar
er þar bjuggu og með þeim svo að
Eystri-Hól er þau fluttu þangað árið
1916. Þórður hætti búskap 1946 og
tók Helga dcttir hans og Stefán
Guðmundsson maður hennar, þá við
búi og hjá þeim, í því ágæta skjóli,
dvaldi Anna síðustu æfiárin. Hafði
hún því, þegar hún dó, lifað með
þessu sama fólki í 44*4 ár. Taldi
hún líka það jafnan hafa verið gæfu
sina að komast í kynni við það, þar
með var hrakningum lifs hennar
lokið. Og hennar heitasta bæn og eina
ósk var jafnan sú að mega deyja í
rúmi sínu heima i Hól. Nú er sú bæn
heyrð, sú ósk uppfyllt. —
Lifsbraut þessarar konu var fram
á miðja æfi oft skuggaleg og bratt-
geng, en hún var að upplagi vilja-
sterk og vongóð og hamaði í hverri
raun, sem henni mætti. — Hún var
sístarfandi meðan likamskraftar
leyfðu, ósjerh’.ífin, viljug og hús-
bændaholl. Var hún mjög elskuð af
bömum þeim, sem ólust upp með
henni á Hól, og sýndu þau henni
líka ætið mikla ræktarsemi.
1 Reykjavík býr bróðurdóttir önnu
sál. sem Þorbjörg heitir. Þessi færnd
kona sýndi hinni öldruðu föðursyst-
ur sinni jafnan hina mestu trygð
og ræktarsemi, þessa skal hjer getið
og fyrir þakkað.
Anna var heilsuhraust kona,mun
hún aðeins legið 2 rúmlegur a sinni
löngu æfi, vegna veikinda, en á síð-
ari árum tók sjón hennar að daprast,
og fyrir 7 árum síðan slokknaði ljós
augna hennar og Jiún varð alblind,
en Drottinn leggur jafnan likn með
hverri þraut, hann gaf henni þá ein-
stöku þolinmæði og hugarró að aldrei
heyrðist af hennar vörum umkvört-
iui yfir þessu hlutskipti, en var ætíð
lítillát og þakklát fyrir allt, sem
henni var gott gjört, því hún var
orðin aftur bam. — Anna var greind
og hafði skemmtun af öllum fróðleik
og fram til síðustu æfidaga fylgdist
hún með því, sem var að gerast um-
hverfis hana, spurði um margt t. d.
veður o. fl. F.ftir að hún missti sjón-
ina, mun hún oft hafa haft ánægju
af ýmsu því, sem útvarpið flutti, þó
alveg sjerstaklega flutningi guðs orðs
og fögrum söng, sjálf hafði hún á
yngri árum átt fagra söngrödd. Og
Þótt hún svo lengi væri í myrkri,
mun ljós guðstrúarinnar > hjarta
hennar hafa jafnan skinið skært. Og
mun ekki sú hirta hafa líka orðið
henni til blessunar og lýst kenni
best, þegar æfin var skuggalegust.
Viðskilnaðurinn við þetta hjervist-
arlif fylgja svo mjög oft sjúkdóms-
legur og þungar þrautir, en þegar
hinn langi æfidagur þessarar konu
var liðinn og hún sátt við guð og
menn beið kvöldsins, kom það með
kyrð og ró og hún fjekk í friði þess
að halla höfði þreyttu, í drottins
skaut í dauðanum, líkt og ljósið á
kertinu dvinar út og deyr, þegar
lifsmagnið er þrotið og á það er
andað.
Anna Jónsdóttir hefur nú verið
kvödd af vandcmönnum og vinum í
þeirri trú, að guð hafi nú bætt allt
hennar böl, hann hefur nú tekið
blinda barnið sitt heim, úr löngu
mvrkri þessa jarðlifs, opnað augu
hennar i æðri og dýrðlegri heimi,
þar sem hún nú hefur hitt ástvinaT
hópinn sinn, 3g fær nú ásamt þeim,
að lifa í eilííu Ijósbirtunni, við þá
himnesku jólagleði, sem aldrei tekur
enda.
Blessuð sje minning hennar.
26. des. 1949.
S. G.
Gamali béndi
og slarfsamur
LONDON, 2. jan. — Moskvu-
útvarpið skýrði frá því í kvöld,
að rússneskur bóndi, sem er á
140. aldursári, stundaði enn
vinnu sína. Heitir hann Mah-
mud Eyvasov og á heima í
fjallaþorpinu Pirasura í fylk-
inu Azerbaijan. Á gamli mað-
urinn 118 barnabörn, barna-
barnabörn, og barnabarna-
barnabörn, sem öll eiga heima
í sama þorpinu og hann. —
Gamli maðurinn „er mjög vel
á sig kominn“, sagði Moskvu-
útvarpið. — Reuter.
— Finnland
Framh. af bls. 5. -
Er það tímarit kommúnista. —
Þar segir hann: „Allt skraf um
lýðræði og einræði er endileysa.
Þarna eru á ferð tvíburabræður
sem leiðast.
Heraflinn, lögreglan, dómstól
arnir og fangelsin eru tákn rík-
isins. Engu máli skiptir til hvers
þessum verkfærum valdsins er
beitt. Það, sem máli skiptir er,
að þau sjeu fyrir hendi til
verndar reglu þjóðfjelagsins og
að þeim sje beitt.“
Hinir flokkarnir hafa ráðist
á skoðanir Lehens, og er því
líklegt, að hann haldi áfram að
vinna bak við tjöldin, uns
kommúnistum tekst að vinna á
í almennum kosningum eða ný
kreppa skapar hæfileikum hans
olnbogarými.
Frú Kuusinen, sem á nána
vini í norska kommúnista-
flokknum, berst fyrir stofnun
norrænna kommúnistasamtaka,
og hefur farið nokkrar ferðir
til Oslo til að vinna að þeim
málum. Náin samvinna er nú
hafin með henni, Strand-Jan-
sen, leiðtoga norskra kommún-
ista og Fritiof Lager, ritara
sænskra kommúnista. Hefur
hann oft verið nefndur „sterk-
asti Moskvumaðurinn í Sví-
þjóð.“
Kommúnistar standa nú höll-
um fæti á Norðurlöndum eins
cg norsku kosningarnar sýna
best. Misstu þeir öll þingsæti
sín í Noregi. Hins vegar eru
þeir manna líklegastir til að
herða róðurinn.
vinnubóta eða óstjórnar á
Norðurlandi. Það mun láta
nærri, að keyptar hafi verið um
45 þúsund síldartunnur frá
Norðurlandi í haust undir
Faxaflóasíldina og nemur því
verðmunur á þeim og þeirra
útlendu, samkvæmt framan-
sögðu, um 900 þúsund krónur.
Við skulum hugsa okkur að
einhver þurfi að biðja Fjár-
hagsráð og Viðskiptanefnd, um
leyfi fyrir línuspili í mótorbát
sinn, svo að hann geti farið til
fiskjar á vertíðinni eða lóðar-
öngla, tauma og línu. Tauma-
beiðninni er svarað á þá leið,
að þeir fáist í Reykjavík — en
þeir eru svo veikir, að allur
stærsti fiksurinn tapast af lín-
unni og þeir eru líka miklu
dýrari en hinir.
Spilinu og önglunum er harð
neitað, en engu svarað um
línuna. Vanti þig niðursuðu-
dósir og dósalokunarvjel, til
þess að þú getir soðið niður
fiskafurðir fyrir útlendan og
innlendan markað í niðursuðu
verksmiðju þinni, átt þú vísa
synjun, en vanti þig efni og
umbúðir til sægætis- og gos-
drykkjagerðar, að ógleymdu
áfengi, tóbaki og ilmvötnum,
eða þessháttar, þá standa allar
gættir opnar á gátt.
Það virðist vera tími til
kominn, að ríkisbúskapurinn
byrji á róttækum sparnaði, og
dragi úr útgjöldum sínum svo
um muni. Eitthvað mætti t.d.
gera fyrir þær, nær þrjár
og hálfa miljón króna, sem
fjárhagsráð með tilheyrandi
nefndum kostar ríkið árlega og
mikið mundi þjóðin gleðjast,
ef þessu fári Ijetti af henni, á-
samt ýmsu öðru nefndafargi,
enda mundi þetta spara leyfis-
beiðendum mikið fje og fyrir-
höfn.
Starfsfólk hins opinbera og
skrifstofufólk yfir höfuð, hjá
ýmsum stofnunum og fyrir-
tækjum, ætti að geta afkastað
að mun meira starfi, en það nú
gerir og að skaðlausu mætti
vinnutími þess vera mikið
lengri. Þar af leiðandi mætti
fækka verulega þeim aragrúa,
sem nú er bundinn við þessi
störf til þess að vinna hagnýt
störf við framleiðslu útflutn-
ingsvara.
Að endingu vildi jeg mega
óska, að ríkisstjórn og Alþingi
íslendinga, mætti auðnast gæfa
til þess, með Guðs hjálp, að
ráða viturlega og farsællega,
fram úr yfirstandandi og kom-
andi vandamálum þjóðar sinn-
ar, á friðsamlegan og drengi-
legan hátt.
Svo óska jeg öllum gleðilegra
jóla, farsældar og friðar á kom
andi ári.
Akranesi á Þorláksmessu 1949.
Haraldur Böðvarsson.
Kjöt fjekkst ekki
í Lundúnum í gær
LONDON, 2. jan. — í stórum
hlutum Lundúna fjekst ekkert
kjöt í dag vegna þess, að 300
verkamenn við aðalkjötmarkað
borgarimjar hófu verkfall. —
Gat því ekki orðið um afhend-
ingu að ræða til kjötverlan-
anna. — Reuter.
C^jfeÁiíecjt
n
r
Þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu
Sælgætisgerð Kristins Árnasonar.
I B U Ð
Er kaupandi að 4—5 herbergja íbúð 1
eða hálfri húseign, helsf í vesfur- j
eða suð-vesfur bænum. Tilboð send- j
isf afgreiðslu blaðsins merkf rrsfað- j
greiðsla — 373rr
l\jiðursuðuvörur
Súrsuð síld í glösum, í tómatsósu og mayonnaise. Krydd- ■
síldarmunnbitar í dósum og glösum, í olíu, tómatsósu !
og Newton-vínsósu. — Mayonnaise í glösum. — Forseta- •
■
síld í dósum. — :
■'
■
■
m
PÁLL ÞORGEIRSSON ;
Hamarshúsinu Sími 6412. i
Skrifstofustúlka,
sem kann alla algenga skrifstofuvinnu, svo sem bókhald,
brjefritun, ensku eða fleiri mál ásamt hraðritun etc.,
óskast. — Tilboð ásamt uppl. sendist Mbl., merkt —
„Skrifstofustúlka — 377“.
Jólatrjesskemmtun
j íþróttafjelags Reykjavíkur verður n. k. fimmtudag 5. jan.
I í Tjarnar-cafe. — Aðgöngumiðar fást í Bókaverslun
■ Isafoldar, Ritfangadeild ísafoldar og hjá Magnúsi
I Baldvinssyni. STJÓRN Í.R.
■
Vegna flutnings
verður útsala á húsgögnum, ljósakrónum o. fl.
næstu tvo daga.
LISTVERSLUN G. LAXDAL
Freyjugötu 1. Sími 2902.
“ ■
1 Framtíðar atvinna: !
■ z
2 ■
; Iðnaðarfyrirtæki óskar eftir reglusömum manni, sá *
; sem áður hefur fengist við vjelar, gengur fyrir. ■
■ ■
2 ■
■ Umsókn merkt: „Framtíðar atvinna“, leggist inn ■
■ , B
: a afgreiðslu blaðsins fyrir 6. janúar. :
■ ■