Morgunblaðið - 03.01.1950, Page 12
12
MORGVNBLAÐ I Ð
Þriðjudagur 3. janúar 1950.
— Ávarp forseta
— Ávarp forsætisráðherra
Framhald af bls. 2
byggja alveg á vísindalegum
grundvelli. Það sama hlýtur að
eiga við oss íslendinga, ef tækni
nútímans á að koma að fullu
gagni.
Jeg vildi óska þess, að unga
fólkið hjer á landi mætti koma
auga á það, hve mikið bíður
þess í þessu góða landi, sem
hefur haiíiið lífinu í íslensku
þjóðinni i meira en þúsund ár,
þrátt fyrir allar þær hörmung-
ar, sem yfir hafa dunið á mörg-
um og löngum öldum. íslenska
gróðurmoldin hefur beðið þess
í þúsund ár að vel væri með
hana farið. Nú er kostur á
þekkingu vísindanna og góðri
tækni til þess að gera þetta
vel. Betur, eins og breski vís-
indamaðurinn benti á. Jeg hygg
að margir mundu öfunda yður
af að eiga slíka fósturmold.
★
í bók fyrir danska bændur
ritar danskur háskólakennari,
að það sje einn af kostum land-
búnaðarins, að varla sje hægt
að tala um stjettarmun milli
launþega og vinnuveitenda í
landbúnaðinum. Hann segir:
„Það hefur verið mjög mikils
virði fyrir innri þróun þjóðfje-
lagsins að slíkt fjelagsmálasam-
ræmi hefur verið í öðrum aðal-
atvinnuvegi Dana.“ Hann bend-
ir á það, að danskir bændur
hafi jafnan haft sjálfstæða
stjórnmálasannfæringu; að
vagga frjálslyndisins hafi verið
í sveitum; að sveitamennirnir
sem stundi þá atvinnu, er í
flestum löndum sje upprunaleg
ur atvinnuvegur þjóðarinnar,
hafi haldi.ð uppi ræktinni við
menningararf forfeðranna, og
loks, að sveitafólkið sje yfir-
leitt þjóð æknara en borgarbú-
ar.
Margt það sama mætti segja
um íslenska bændur og sveita-
menningu. Það ætti að vera
frekari örvun til þess að halda
uppi veg cg virðingu landbún-
aðarins.
Eitt aðalsmerki jarðræktar-
innar á ^ð vera það, að þeir
sem ræktu jörðina eru engu síð-
ur að búa í hendur komandi
kynslóða en sjálfum sjer. Sá
áhugi, sem góðu heilli er vakn-
aður fyrii skógrækt hjer á landi
ber sama aðalsmerkið. Fæstir
þeir, sem nú planta skóg, gera
ráð fyrir því, að þeir fái sjálfir
að njóta hagnýtra ávaxta af
skógræktinni, heldur þeir, sem
á eftir þeim koma.
★
Og jeg vil bæta þessu við.
Jeg þekki ekki neina atvinnu-
grein, sem gefur mönnum betri
tækifæri til samlífs með móður-
moldinni og náttúrunni en land
búnaðurinn. Þeir, sem við hann
vinna, eiga þess betri kost en
aðrir að kynnast dásemdum
skaparans. Þeir sjá störfin í
moldinni að sköpun nýs lífs;
sjá grös, jurtir og blóm spretta
úr skauti móðurmoldarinnar
eins og í ævintýri, læra að meta
samlífið með blessuðum skepn-
unum; njóta unaðar af fugl-
um himinsins og öðrum lífver-
um. Þetta hlýtur m. a. að skapa
hjá hverri heilbrigðri mann-
eskju aðdáun og lotningu fyrir
höfundi tilverunnar. Hvert get-
ur verið stjórnandi afl alls
þessa, nema sá, sem er uppruni
alls lífs heimsins? Ef til vill á
þetta ekki minnstan þátt í því,
að skapa sveitamenninguna og
gera bændurna að þeim mátt-
arstoðum þjóðfjelagsins, sem
þeir eru.
Jeg óska öllum þeim, sem
heyra mál mitt og öllum ís-
lendingum árnaðar og farsæld-
ar á þessu nýbyrjaða ári, sem
er síðasta ár fyrra helmings
tuttugustu aldarinnar.
Flugvirkjar
í verkfalli
FLÚGVIRKJAR hafa nú gert
verkfall hjá flugfjelögunum,
þar sem samningar tókust ekki
milli þessara aðila nú um
áramótin.
Gera má því ráð fyrir að all
ar flugsamgöngur leggist mjög
fljótlega niður, en flogið verð-
ur í dag og á morgun. Eftir það
er allt í óvissu með flug.
Allt til íþróltaiðkana
og ferða’aga.
Hellat Hafnarstr. 22
lis. „Coðafoss“
hleður til Patreksfjarðar, Bíldudals,
Flateyrar, Súgandafjarðar, Bolunga-
víkur og Isafjarðar. Vörumóttaka í
dag og á morgun. Sími 80590 og
7023.
Eldur í vjelbáti
ELDSNEMMA á nýársdags-
morgun kviknaði í Ólafsfjarð-
arbátnum Hafdísin, sem er til
viðgerðar í skipasmíðastöð
Daníels Þorsteinssonar hjer í
bænum. Tveir menn voru í
bátnum er eldurinn kom upp
og björguðust báðir nauðulega.
Skipverjarnir sváfu í háseta
klefa og vöknuðu þeir ekki fyrr
en byrjað var að loga í þiljum.
Urðu þeir báðir að stökkva út,
á nærklæðunum einum og fór
annar þeirra langan veg í
brunaboða. Þegar slökkviliðið
kom, var nokkur eldur í klef-
anum, og hann hafði komist
í rúmföt mannanna. Greiðlega
gekk að ráða niðurlögum hans
og urðu skemmdir ekki á öðru
en lítilsháttar á þiljum og svo
fúmfötum. Út frá olíukyndingu
kviknaði.
Drukkinn matfur reynir
að sfela sjúkrabíl
AÐFARANÓTT nýársdags, var
gerð tilraun til að stela einum
af bílum Rauðakrossins.
Vegna plássleysis í Slökkvi-
stöðinni, verða sjúkrabílarnir,
illu heilli, að standa úti í Tjarn
argötunni, fyrir utan stöðina.
Um nóttina heyra slökkvi-
liðsmennirnir að verið er að
reyna að setja einn sjúkrabíl-
anna í gang. Bregða þeir skjótt
við og koma að ungum manni,
dauða drukknum undir stýri
bílsins. Hann gat ekki sett
vjelina í gang vegna þess að
lyklarnir voru ekki í bílnum.
Mann þennan tók lögreglan
höndum.
Manni hrlnl
í gepum glugp
UM kl. 6 á nýársdagsmorg-
un, er drukkinn maður var á
gangi hjá sýningargluggum í
verslun Haraldar Árnásonar í
Austurstræti, gekk maður að
honum og hrinti honum á stóra
rúðu í glugganum, með þeim
afleiðingum að hann fór í gegn
um hana. Ekki sakaði mann-
inn, en sá er valdur var að
þessu mun hafa komist undan.
Þrettán ára ríkisstjórn
London. — Fyrir skömmu átti
Georg Bretakonungur 13 ára
ríkisstjórnarafmæli. Kom hann
til ríkis hinn 11. des. 1936.
Framh. af bls. 9.
hindra stöðvun útvegsins. Mætti
þá e.t.v. segja, að meiru varði
að frambúðarlausn dýrtíðarmál
anna verði sem best athuguð en
hitt, hvort frumvörp eru lögð
fram á Alþingi vikunni fyrr eða
seinna. En að sjálfsögðu kalla
einstakir þættir þessara mála
á gaumgæfilega athugun, enda
þótt höfuðdrættirnir liggi ljóst
fyrir.
Ríkisstjórnin mun því:
1) Leggja fyrir Alþingi þeg-
ar í stað, er það kemur saman
jtil funda af nýju, tillögur, er
,miða að því að hindra stöðvun
útvegsins, og ætlaðar eru ein-
göngu til bráðabirgða.
2) Leggja fyrir Alþingi, svo
skjótt sem auðið er, að loknum
nauðsynlegum undirbúningi
málsins, tillögur um varanlega
lausn á vandamálum atvinnu-
og viðskiptalífsins, sem byggj-
ast á afnámi uppbótarleiðarinn
ar og stefna að hallalausum
rekstri framleiðslustarfsemi
landsmanna í meðalárferði, af-
námi hafta og banna og versl-
unarfrelsi.
Vjer íslendingar höfum á und
anförnum áratugum unnið mörg
afrek og stór. Þrátt fyrir fá-
menni, fátækt og aldalangar
þrengingar, hefir frelsisþráin
altaf lifað í hjörtum vorum. ■—
Vjer höfum altaf alið í brjósti
löngun, sem aldrei ljet bugast,
til þess að fá stofnsett í voru
fagra landi öllum óháð menn-
ingarríki, þar sem rjettur þegn
anna var einn og skyldan ein
og hin sama.
Þetta hefir oss nú auðnast.
Á mörgum sviðum höfum vjer
sett oss merk lög. Þannig höf-
um vjer t.d. tryggt æsku lands
ins hin bestu skilyrði til þess
að ávaxta sitt pund, svo að
hvorki fátækt nje aðrir örðug-
leikar fái kæft gróður og vöxt
hins unga frækorns. Og vjer
höfum boðið sjúku, örkumla og
öldruðu fólki betra skjól en
flestar ríkari þjóðir veita þegn
um sínum.
Vjer höfum margt annað á-
gætlega unnið. Og með einu
mesta afreki á sviði íslenskra
stjórnmála, þeirri nýsköpun at-
vinnulífsins, sem framkvæmd
hefir verið síðustu fimm árin,
höfum vjer skapað oss skilyrði
til þess að fá risið undir kostn-
aði af voru fámenna menningar
ríki. — Af þessu megum vjer
miklast, en ekki ofmetnast,
heldur láta ást vora til lands
og þjóðar lýsa sjer í samhug,
samstarfi og samheldni um
verndun þessara verðmæta.
Aðrir fórna lífinu fyrir land
sitt, þegar kallið kemur. — Af
oss krefst fósturjörðin engra
slíkra fórna, heldur þess eins,
að vjer sjeum þess nú minn-
ugir, að:
„Lands vors tjón var afur
eigin synda.
Öld, sem kynnti heiftúð sína
blinda,
dauða-fjötur knýtti sjálfri sér“,
og að vjer látum nú ekki inn-
byrðis erjur og úlfúð og eigin-
gjarnar, óskynsamlegar sjer-
hagsmunakröfur glata heill
hennar, velferð og frelsi.v
„Þjer íslands synir muna megið
eitt,
að móðir vor á rjett, sem ei má
hrjá“.
Jeg ber fram þá nýársósk til
þjóðarinnar, að henni auðnist
að sigrast á sjálfri sjer.
Þá mun oss vel farnast.
„Hátt ber að stefna,
von við traust að tvinna.
Takmark og heit og efndir
saman þrinna“.
Gleðilegt ár!
OrðuveKingar
um áramóiin
FORSETI ÍSLANDS sæmdi á
nýársdag eftirtalda menn heið
ursmerkjum fálkaorðunnar,
svo sem hjer segir:
i
Stór ri ddarakrossi:
Guðmund Ásbjörnsson, kaup
mann, forseta bæjarstjórnar
Reykjavíkur s.l. aldarfjórðung,
Jón Maríusson, bankastjóra
Landsbankans, Magnús Gísla-
son, skrifstofustjóra í fjármála
ráðuneytinu, og Sigurð Hall-
dórsson, trjesmíðameistara.
Riddarakrossi:
Bjarna Jónsson, skipstjóra,
Reykjavík, Davíð Jónsson, fyr-
verandi hreppstjóra, Kroppi,
Eyjafirði, og Sigurð Sigurðs-
son, sjómann, Kaplaskjólsvegi
5, sem stundað hefur sjó-
mennsku undanfarin 60 ár, á
öllum tegundum fiskiskipa og
er ennþá við sjómennsku.
Baldur Cuðmutidsson.
[MmiiiiiiimniMifiifiiiiiiHimuiiiimiiiiiHiiiiiitiiiiiiiimiiiiiiimimiiiiiiiiiitiiiiiiimiKiiitiiimiiiiiiiiiimninmiiimiiiiiiiiiimiiimmiHiitmi) ll■lmmmmlllllmmmmmmmmmmmlmmmmmmmmmmmmlllmllmmmlII*
£
| Markús
g|{iiiiiimiiiiiiiiiiiiimmmmmmmmmmmmmiiiiiimimmmiii
£k &
Eftir Ed Dodd
lllmllml■lmmmmmlllllllllllmmllllm■llllll■llllllll■llla:
— Ef jeg bara gæti fundið
mannfýluna, sena hefur lagt
þessar gildrur, þá skyldi jeg...
— Þá skyldirðu hvað? ungi
xnaður.
— Heyrðu manni minn, varst
það þú, sem lagðir þessar gildr-
ur?
— Já, það var jeg sem gerði
það. Og er eitthvað meira með
það?
— Líttu á þetta! Einn bjór-
inn hefur festst í gildrunni, en
inn til þess að ná aftur frels-
inu.
— Og þetta skaltu hafa, fant
urinn þinn!
hann hefur nagað af sjer fót-
— Aldrei gleymisl
Frh. af bls. 6
tölulega stuttri stund. Svo að
segja úr hvaða landshluta sem
er.
Jeg hafði mikla ánægju af að
líta gegn um þessa bók og þótti
þar víða anga vel úr jörðu. —
Það yrði of langt mál að til-
færa hjer nokkur dæmi um
slyngan kveðskap, þó að það
væri freistandi.
Helgi Valtýsson safnaði kvæð
unum saman og ritaði snjallan
formála að bókinni. Hafi höf-
undarnir þökk fvrir Ijóð sín.
Benjamín Kristjánsson.