Morgunblaðið - 03.01.1950, Page 16
VEÐURUTLITIÐ. FAXAFLOI;
SUNNAN oð s-a gola eða kaldi.
Skýjafl en víðast úrkomulaust.
oratm
ÁRAMÓTAÁVARP forscta ís-
lands á bls. 2 og forsætisráS-
herra á fels. 9.
1. tbl. — Þriðjudagur 3. janúar 1950.
lin rólegustu úramói, sem um
getur í sögu höiuðborgurinnur
Yonandi veldur fiugarfars-
breyfing gagnvarf óspektum
áramófabrennurnar þéttu iakasl vei
og voru fjöísótfar
CAMLÁRSKVÖLDS 1949 mun vafalaust lengi verða minnst
serr. eins hins i ólegasta í tugi ára. Almenningsálitið átti sinn
f.nara þátt í þessu. Það hefur nú með öllu fordæmt skríls- og
skemmdaræði það, er gripið hefur um sig hjer við áramótin og
komið hefur hinu mesta óorði á höfuðborgina út um byggðir
landsins.
Eitthvað á þessa leið sagðisí'
þeim frá yfirmönnum götulög-
reglunnar, Erlingi Pálssyni og
Guðbirni Hanssyni, en báðir
hafa þeir í fjölda mörg ár tekið
fceinan þátt í stÖrfum lögreglu-
tnannanna á götum bæjarins á
gamlárskvöldum.
Á.ramótabrennurnar.
Það var líka tvennt annað,
sem olli þessum rólegheitum. —
Stórrigning var framundir
miðnætti og svo brennurnar,
sem kveikí voru í úthverfum
bæjarins. Sýnt er að þær vöktu
ánægju fólks, því þær drógu til
sír hundruð bæjarbúa, en flest
m.un þó hafa verið við þær á
vellinum fyrir neðan Sjómnnna
skólann. Mest voru það ung-
lingar, sem við brennurnar
voru, en einnig fullorðið fólk.
I Miðbænum.
í Miðbænum safnaðist saman
talsverður mannfjöldi í Aust-
urstræti og svo minni hópar
víðar í Miðbænum. Var það
’fnjög áberandi hve mikið var
tþar af börnum innan við ferm-
ingaraldur, og jafnvel innan við
10 ára aldur og er leitt til þess
að vita, að börn sjeu að þvælast
á.götunum um og framyfir mið-
nætti, eftirlitslaus af foreldr-
anna hálfu.
Sprengingar.
Nokkrar heimatilbúnar sprengj
ur voru sprengdar á víð og
dreif um bæinn. T. d. var ein
mjög stór sprengja sprengd við
Lækjartorg. Var það heimatil-
búin sprengja. Pundsniðursuðu
d.ós er fyllt hafði verið með
sprengiefni, en vafið síðan utan
um hana snæri. Ekkert slys
varð á fólki við sprengingu
þessa, eða aðrar þetta kvöld.
Atburður við höfnina.
Gamlárskvöld leið svo án
þess að til neinna verulegra
tíðinda drægi. Einu sinni var
lögreglumönnum þó skipjð að
grípa til kylfna sinna, ef þörf
krefði. Þetta var niður við höfn,
cn þangað fóru nokkrir lög-
reglumenn á eftir manni, er
þeir höfðu frjett um að myndi
æcia að stytta sjer aldur, í öl-
æði. Tókst lögreglumönnum að
n'> manni þessum á síðasta
auraabliki, en .um leið ætiaði
skríllinn, sem á eftir hafði kom-
ið að ráðast á lögreglumennina
og virtist hafa helst í huga að
hrekja þá í sjóinn. Gaf þá einn.
yfirmannanna í lögreglunni fyr
irskipun um að lögreglumenn
skyldu verjast með kylfum, en
eftir nokkra stund dró úr lát-
unum, en hann kallaði síðan
yfir mannfjöldann og skýrði
honum frá því hvað þarna
hefði verið að gerast.
Dró þá verulega úr aðförinni
að lögreglumönnunum, en sýnt
var að þessi skríll, sem í vofu
um 200 manns, hefði ella reynt
að hrekja lögreglumennina
fram af bryggjunni.
Þetta atvik var það eina, sem
talist getur alvarlegt í sam-
bandi við gamlárskvöld, en það
er þó aðeins smámunir á móts
við ýmsa atburði fyrri ára.
Ein eimpípa.
Við höfnina var annars allt
rólegt. — Mjög fá skip inni og
á aðeins einu skipi var blásið
í eimpípu og var það gamli
Selfoss.-
Eftir því sem leið á nóttina
ágerðist drykkjuskapur á göt-
um úti og var kjaílarinn jafnan
fullskipaður og vel það.
Enginn eldur,
Slökkviliðið var ekki kallað
út í eitt einasta skipti í sam-
bandi við eldsvoða eða íkveikj-
ur. Tók Karl Ó. Bjarnason vara
slökkviliðsstj. undir orð lög-
reglunnar, um að gamlárskvöld
hefði verið óvenju rólegt.
Áramótin.
Afar miklu af flugeldum var
skotið um miðnætti og var
bjarminn frá þeim, blysum og
öðrum skrautljósum stundum
svo mikil að þarna sló á
himininn. Dansleikir voru
að venju í öllum samkomuhús-
um bæjarins, en mjög víða í
heimahúsum skemmti fólk sjer
með vinum og kunningjum og
það jafnvel betur en fólkið sem
á dansleikina fór. Á miðnætti
fór fólk víða út úr húsum s'án-
um, út á götu, og söng nýja
árið inn í líf sitt með áramóta-
sálminum: Nú árið er liðið í
aldanna skaut.
ur uri framboís-
lista SjálfslæiS’
manna
Á FUNDI Fulltrúaráðs
Sjálfstæðisfjelaganna í
Reykjavík, sem haídinn
verður í Sjálfstæðishús-
inu í kvöld, verða lagð-
ar fram tillögur kjörnefnd
ar um framboðslista Sjálf
stæðismanna í bæjarstjórn
arkosningunum.
Fulltrúaráðið samþykk
ir listann endanlega og er
mjög áríðandi að fulltrú-
ar mæti vel á fundinum.
Blaðamannafélagið
segir sig úr alþjóða-
sambandinu
ALLSHER J AR ATK V ÆÐ A-
GREIÐSLA hefur farið fram
innan Blaðamannafjelags ís-
lands um það, hvort fjelagið
skyldi vera áfram í alþjóða-
blaðamannasambandinu, sem
stofnað var í Kaupmannahöfn
1945, eða segja sig úr því, eins
og blaðamannafjelög margra
þjóða hafa þegar gert.
Atkvæðí voru talin á gaml-
ársdag og reyndust 26 vera
með því að B.í. segði sig úr
alþ j óðablaðamannasamband-
inu, en 15 voru á móti og
einn seðill var auður. Atkvæði
bárust ekki frá tveimur fje-
lögurn í tæka tíð.
Áður hafa sagt sig úr al-
þjóðasambandinu danskir,
norskir, sænskir, breskir, amer
ískir og belgiskir blaðamenn og
var búist við að fleiri segðu
sig úr sambandinu.
Rólegl gamiárs-
kvöld á ákureyri
AKUREYRI, 2. jan.: — Gaml-
árskvöld leið hjer á Akureyri
|án þess að nokkuð bæri til sjer
stakra tíðinda. Lögreglan hafði
því kyrrlát áramót.
Margir dansleikir voru þá
um kvöldið, svo sem á Hótel
Norðurland og í samkomuhúsi
bæjarins, en þar efnir Rauða
krossdeild Akureyrar jafnan til
mikils dansleiks á gamlárs-
kvöld. Víðar voru og dans-
skemmtanir í bænum.
Veður var hið fegursta um
kvöldið og á nýársdag svo á
betra varð ekki kosið.
Þýskir fangar í Tjekkóslóvakíu
Berlín. — í Tjekkóslóvakíu
eru enn um 42,000 þýskir stríðs-
fangar. Er aðbúð þeirra og ævi
hin versta.
Þórhallur Frímannsson var*
sonur bóndans að Austara-Hóli
og var hann einn 15 eða 16 syst-
kina. Þórhallur var aðeins 23
ára gamall. Röskleikamenni tal
inn af þeim er til þekktu.
Ætlaði til rjúpna.
Um kl. 9,30 um morguninn
cr þetta hörmulega og jafn-
framt sjaldgæfa slys varð. fór
Þórhallur að heiman frá sjer
og ætlaði hann til rjúpna í fjall-
íð Austarahólstraðir, sem er fyr
ir ofan bæinn. Snjóþungt var í
fjallinu þennan dag og farið að
bleyta snjóinn. Þórhallur var á
skíðum, en hann hafði farið á
rjúpnaveiðar í fjallinu undan-
gengna daga og var vanur
rjúpnaveiðimaður.
Af ferðum Þórhalls heitins
segir ekki frekar.
Sjá skíði í snjóskriðu.
Um miðaftan var heimilis-
fólkið að Austara-Hóli farið að
óttast um Þórhall og var
skömmu síðar hafin skipuleg
leit að Þórhalli.
Þetta kvöld var veður hið
besta og er leitarmenn höfðu
íarið um fjallið í nær fimm
klukkustundir, komu þeir þar
sem snjóskriða hafði fallið og
riett á eftir sjá þeir hvar skíði
stendur upp úr snjónum. Þarna
íundu þeir Þórhall örendan. —
Hann var strax fluttur heim til
sín. Hjeraðslækninum að Hofs-
ósi hafði verið gert aðvart og
kom hann að Austara-Hóli um
kl. fimm á gamlársdagsmorg-
un, eftir níu eða tíu klst. ferða-
lag. Læknirinn skýrði þá frá
því, að undangenginni rann-
sókn, að Þórhallur myndi hafa
látið lífið skömmu eftir að snjó
flóðið fjell yfir hann.
Sex metra breitt.
Snjóflóðið sem Þórhalli varð
oð bana, var aðeins sex metra
breitt. Það mun hafa fallið um
kl. 11.15 um morguninr,. Úr á
handlegg Þórhalls hafði stöðv-
ast á þessum tíma.
Fjórir sækju
Fríkirkjuna
A þriðja þús.
bílar skemdusl
NOKKUÐ á þriðja þús-
und bíla lentu í árekstr-
um á árinu 1949. Bílar
þessir skemmdust því nær
allir að meira eða minna
leyti og fjöldi þeirra mjög
mikið. Er tala árekstr-
anna svipuð og hún var á
fyrra ári. Kunnugir telja
að tjónið á þessum bílum
öllum muni nema nokkr-
um milljónum króna alls.
Rannsóknarlögreglan
skýrði Mbl. frá þessu, en
kærur þær, sem alls bár-
ust til hennar vegna bíla-
árekstranna voru 1,091.
í árekstrunum biðu sex
manns bana, en meiri og
minni meiðsl hlutu 100
manns.
Þrír hestar og tvö lömb
voru ekin niður.
Síðasti dagur sýn-
ingarinnar á gömlu
erf. málverkumun
SÍÐASTI dagur málverkasýn-
ingarinnar í íþróttahúsi Jóns
Þorsteinssonar er í dag, en
þarna eru sýnd gömul erlend
málverk eftir kunna meistara.
Aðsókn að sýningunni hefur
verið góð og farið ört vax-
andi, enda ekki daglegur við-
burður að sýning sem þessi sje
haldin hjer.
í dag, síðasta dag sýning-
arinnar, er hún opin kl. 2—11
eftir hádegi.
r'
Maður ferst í snjóflóði
er hann ætlaði til rjúpna
Flóðið sem lók hann var aðeins 6 m. breill
I
j ÞAÐ SVIPLEGA slys vildi til norður í Fljótum, daginn fyrir
j gamlársdag, að ungur maður, Þórhallur Frímannsson frá bænurry
Austara-Hóli, fórst í snjóflóði skammt að heiman frá sjer.
NÚNA um áramótin var út-
runninn frestur til að senda
umsóknir um prestsembættið
við Fríkirkjuna í Reykjavík.
Fjórir menn hafa sótt um
embættið, Emil Björnsson,
cand. theol., sr. Þorsteinn
Björnsson, prestur á Þingeyri,
sr. Árelíus Níelsson og sr.
Ragnar Benediktsson.
Kosning fer fram 22. þ. m.