Morgunblaðið - 05.01.1950, Side 1
Flóllafólk til Hong Kong
KOMMÚNISTAHERSVEITIRNAR í KÍNA eru nú skammt
frá Hong Kong, bresku nýlendunni við Kínastrendur, en fyrir
utan Hong Kong, sjálfa eyjuna er nýlendan einnig á megin-
landinu. Sjest hjer landamærastöðin á myndinni og flóttafólks-
straumur, sem er á flótta undan kommúnistum.
Segja Rússar upp vináttu-
samningnum við Finna?
Mikil eflirvænting ríkjandi í Finnlandi
vegna mólmælaorðsendingar Rússa
Einkaskeyti til Mbl. frá NTB.
HELSINGFORS, 2. jan. — Eftirvænting manna vegna orðsend-
ingar Rússa, þar sem þeir saka Finna um að halda hlífiski'di
yfir 300 rússneskum stríðsglæpamönnum, er gífurleg og fer
síst þverrandi. Sumir stjórnmálamenn í Helsingfors óttast, að
Rússar ,muni segja upp vináttu- og hjálparsamningnum.
Rússneski sendiherrann
Helsingfors, Savonenkov, héfur
verið í leyfi í heimalandi sínu
að undanförnu. Bíða menn
komu hans og viðræðna við
finnsk stjórnarvöld með feiki-
legri eftirvæntingu.
Röng þýðing.
Svar finnsku stjórnarinnar
við orðsendingu Rússa verður
ekki samið fyrr en sendiboði
stjórnarinnar hefur fært henni
orðsendinguna rússnesku óbrjál
aða. Hefur komið í ljós, að
finnski sendifulltr. í Moskvu
Sundström, hefur sent ófull-
komna þýðingu á mótmælunum
lieim til ættlands síns. Sund-
ström er kommúnisti.
Launakröfur.
Á sama tíma og þessi mál eru
óútkljáð, krefjast ýmis verka-
lýðssamtök hærri launa. Fara
þau jafnvel fram á meira en
10% hækkun þá, sem verka-
lýðssambandið hefur lagt til að
menn fái..
Áframhaldandi við-
ræður um efna-
hagsmál
STOKKHÓLMI, 4. jan. —
Umræður milli Breta og Dan-
merkur, Noregs og Svíþjóðar
fóru fram í Stokkhólmi í des-
ember s.l. Viðræðunum, er
voru um nánari efnahagssam-
vinnu milli Bretlands og
Skandinavíu, var þá frestað. —
Nú hefur borist boð frá Bret-
um um áframhaldandi viðræð-
ur í Lundúnum milli sömu að-
ila. Er lagt til að þær hefjist
hinn 16. jan. n.k. — NTB.
Delhi. — Stjórnlagaþingið í
Indlandi mun kjósa fyrsta for-
seta Indlands hinn 24. jan. n.k.,
eða tveimur dögum áður en hið
nýja lýðveldi verður stofnað
formlega.
Truman forseti flutti dra-
mótaboðskap sinn í gær
Wafdisfar langfjöl- Atlantshafssáttmálinn
mennasfir örugt skref í friðarátt
KAIRO, 4. jan. — Kosningar
fóru fram í Egyptalandi í gær.
Er nú sem óðast verið að telja.
Alls' eru 319 þingmenn kösnir
á þing. Hefur wafdistaflokkur-
inn fengið yfir helming þeirra
atkvæða, sem talin éru og 120
þingmenn. saadistaflokkurinn
átti 10 sæti, frjálslyndir 9, þjóð
érnissinnar, 4, sósíalistai' 1 og
óháðir 13.
Einkaskeyti til Mbl. frá Re.uter.
WASHINGTON, 4. jan. —1 Truman, forseti Bandaríkjanna, flutti
i dag hina áriegu ræðu sína um hag ríkisins og horfur. Ræð-
unnar, sem forsetinn flutti í sameinuðu þingi, hafði verið beðið
með mikilli eftirvæntingu um heim allan.
í boðskap sínum sagði forsetinn, að hagur Bandaríkjanna
stæði nú með miklum blóma, enda þótt öðrum þjóðum hefði
verið miðlað miklu af auðlegð þjóðarinnar. Mundu Bandaríkin
halda áfram að vinna að bættri efnahagsafkomu í heiminum
eins og hingað til.
Hreinsun í kommun-
istuðlokki V-Þýskul.
Stendur fyrir dyrum
Einkaskeyti til Mbl. frá NTB.
BONN, 4. jan. — Leiðtogar kommúnistaflokksins í Vestur-
Þýskalandi hafa gefið öllum flokksdeildum fyrirmæli um að
afnema ,,Titoi.3mann“ í flokknum á næstu vikum. Framkvæmda-
nefnd flokksins hefur samþykkt, að víðtæk rannsókn skuli fara
fram á allri starfsemi hans í því skyni að efla hann gegn Titó-
istum.
Nýskipan í flokknum. *
Nú verða flokksforsprakk-
arnir í gervöllu V-Þýskalandi
sendir á sjerstök æfinganám-
skeið. Það er fyrsta skrefið. —
Leitað verður að nýjum kröft-
um í flokknum. Frá þessu -var
skýrt í flokkssamþykkt, er birt
var í dag.
Ennfremur verða - settar á
stofn ýmsar nefndir og ráð eft-
ir fyrirmynd frá Rússlandi.
Er Reimann í ónáð?
Kommúnistaleiðtogar í Bonn
hafa lýst því yfir, að sú frjett
sje með öllu tilhæfulaus, að
aðalforsprakkinn, Reimann, sje
í ónáð, af því að hann sje nán-
ast Titoisti. Fylgdi það frjett-
inni um Reimann, að honum
yrði vikið til hliðar um miðjan
mánuðinn.
Belgrad. — Málsvari albanska
sendiráðsins í Belgrad hefur
skýrt frá því, að forsætisráð-
herra Albaníu, Enver Hoxta, sje
nýkominn úr orlofi til Moskvu.
Ausur-þýski
ráðherrann
Rússlands til
BERLÍN, 4. jan. — Forsæt-
isráðherra A.-Þýskalands,
Otto Grotevvohl, hefur ver-
ið vcikur síðan í öndverðum
desember og legið á her-
sjúkrahúsi á hernámssvæði
Rússa í Þýskalandi. Hefur
strangur vörður gætt hans.
Nú er ráðherrann farinn
til Sovjet-Rússlands sjer til
heilsubótar að sögn frjetta-
stofu einnar í A.-Þýskalandi.
Menn, sem standa í sam-
bandi við sósíalistiska ein-
ingarflokkinn (kommún-
forsætis-
farinn til
yheilsubótar4
ista) skýrðu frá því í kvöld,
að ekki sje hægt að búast
við því, að Grotewohl geti
aftur tekið í sínar hendur
allar skyldur sínar sem for-
sætisráðherra.
í fjarveru Grotewohl
gégnir varaforsætisráðherr-
ann, Walter Ulbriclit, störf-
um hans. Ulbricht er alment
talinn vera hinn „sterki mað
ur austur-þýska lýðveldis-
ins“, og því ,,ógallaður“
kommúnisti. — NTB.
'Atlantshafsbandalagið.
Kvað forsetinn Bandaríkin
hafa unnið að því að bægja frá
hinni yfirvofandi styrjaldar-
hættu, og hefði verið stigið
mikilvægt skref í friðarátt, er
samband Atlantshafsríkjanna
var stofnað. Muni þjóð hans og
halda áfram fullum stuðningi
sínum við S. Þ.
Forðaðist átök.
Forsetinn kom mönnum ann-
ars hvergi á óvart í ræðu sinni,
hvorki um þá þætti hennar, er
fjölluðu um innan- nje utan-
ríkismál. Virtist mönnum, að
hann vildi forðast að vekja
stjórnmálaerjur. Hann vjek
ekki einu sinni að sigri kín-
verskra kommúnista nje að
þeim styr, sem stendur um til-
lögur republikana um að veita
aðstoð til varnar eynni For-
mósu, þar sem er lokavígi kín-
verskra þjóðernissinna.
Viðreisnaráætlunin.
Hinsvegar fjallaði sá þáttur
ræðunnar, er að uiianríkismál-
um laut, aðallega um bann ár-
angur, er orðið hefði af Mars-
hallhjálpinni og nauðsyn þess
að halda henni áfram til enda.
Umbætur í f jelagsmálum.
í innanlandsmálum sneiddi
hann og hjá þrætuefnunum.
Gladdist yfir efnahagsafkomu
þjóðarinnar og bað þingið að
styðja þá áætlun. sem hann
lagði fyrir það, eftir að hann
var endurkjörinn, um umbæt-
ur á sviði fjelagsmála.
í ræðunni vjek forsetinn að
kommúnistum og fordæmdi
stefnu þeiira.
Heræfingar á
. LuneborgarheiSi
KAUPMANNAHÖFN, 4. jan.
— Dagana 9. til 15. janúar tek-
ur herafli Dana í Þýskalandi
þátt í heræfingum á Luneborg-
arheiði, ásamt norsku og
bresku herliði. — NTB.