Morgunblaðið - 05.01.1950, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.01.1950, Blaðsíða 6
6 MORGUNPLAÐIÐ Fimmtudagur 5. janúar 1950 Útg.: H.f. Árvakur, Keykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Kitstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlands, í lausasölu 50 aura eintakið, 75 auxa með LesbóK. kr. 15.00 utanlands. Fólkið á að ráða FÓLKIÐ á að ráða. Sjálfstæðisflokkurinn hefur einn allra ílokka haft pá aðferð við uppstilhngu lista að' láta fólkið sjálft ráða. Hann hefur nú tvívegis látið fram fara próf- kosningu við kjör til bæjarstjórnar í Reykjavík. Enginn flokkur annar hefur treyst sjer til prófkosningar. Aðrir fiokkar hafa látið hin innri ráð ákveða framboðin. Fólkið sjálft var ekki látið koma þar nærri. ★ Sjálfstæðisflokkurinn hefur túlkað með þessum starfs- háttum viðhorf sitt til lýðræðis. Hann vill láta vilja fólksins ráða. Allir geta stungið upp á þeim konum og körlum, er þau helst vilja óska. Hjer ríkir ekki einn vilji einræðisherra, heldur fólksins vilji. Allir fjelagsmenn í Sjálfstæðisfjelögum áttu þess kost að kjósa. Auk þess máttu þeir aðrir njóta kosningarjettar, sem flokknum fylgja. . Niðurstaða prófkosningar var sú, að hæst urðu að at- kvæðatölu þau, er skipað höfðu efstu sæti í bæjarstjórn á síðasta kjörtímabili. Var það ótvíræð traustslýsing til þeirra, tr stjórnað hófðu. ★ Um leið og Sjálfstæðisflokkurinn Ijet prófkosningu ráða um fyrstu fimmtán sæti, vjek hann' frá um eitt sæti, og það var sæti sjómanns. í prófkosningunni hafði hinn vin- sæli fulltrúi sjómanna, Friðrik Ólafsson, hlotið örugt sæti. Iíann skoraðist eindregið undan endurkjöri. Að tilnefning hans og annarra ágætra fulltrúa sjómanna var Pjetur Sig- urðsson, kennari í Sjómananskólanum, tilnefndur í hans stað. Birgir Kjaran, sem eftir atkvæðum átti að færast upp i efra sæti, gerði þá hið drengilega boð að fulltrúi sjómanna tæki nans sæti. ★ Sjáifstæðisilokkurinn berst nú fyrir því, að áfram verði haldið öruggri fjármála- og framfarastjórn. Við Reykvíking- ar þurfum samheldni, en ekki sundrung, öryggi í stað glundroða. Eingöngu bráðabirgðalausn ÖLLUM er ljóst, að úrlausn þeirra vandamála, sem nú bíða islensku þjóðarinnar, verður að byggjast á vandlegum undir- búningi. Skjót úrlausn er að vísu nauðsynleg, en engu að sí<5ur má ekki hraða svo afgreiðslu heildartillagna um lausn vandamálanna, að tillögurnar verði ekki þeim vanda vaxnar að ráða bót á ástandinu. Vegna þessa og svo hins, að það er Ijóst, að Alþingi hlýtur að þurfa nokkrar vikur til að athuga heildartillögurnar, eftir að þær koma fram, þá hefur ríkis- stjórnin talið nauðsynlegt að bera fram bráðabirgðatillögur, sem eiga að koma í veg fyrir, að hinn glæsilegi bátafloti landsmanna liggi við festar í byrjun vertíðar. ★ Ríkisstjórnin leggur á það höfuðáherslu, að hjer er aðeins um bráðabirgðaúrlausn að ræða, enda er það skýrt tekið íram, að bráðabirgðatillögur þessar gilda ekki, ef stjórnin má ráða, nema til 1. mars, og því skemur, sem Alþingi samþ. heildartillögur fyrr, en framlengjast hins vegar eftir 1. mars, þar til Alþingi samþykkir allsherjarlausn vandamálanna, en þó aldrei lengur en til vertíðarloka, 15. maí. Síðastnefnda ákvæðið byggist á því, að útvegsmenn töldu sjer ekki fært c ð hefja útgerð á þessari vertíð, ef ábyrgðarverðið gilti ekki nema til 1. mars, og Alþingi hefði ekki samþykkt heildar- lausn málanna. Öllum mönnum ætti að vera ljóst að styrkjaleiðin er ófær til lengdar, og sú stáðreynd ætti að sameina landsmenn til stuðnings þeirri heildarlausn vandamálanna, sem ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins mun leggja fram. XJdwerji ólznfatr: ÚR DAGLEGA LÍFINU Norræn samvinn á rjettri braut. í JANÚARMÁNUÐI í fyrra- vetur var sagt frá því í þessum dálkum, að tvö af stærstu frí- merkjafirmum Norðurlanda, danskt og sænskt, hefðu þá ný- verið gefið út bækur, sem fjöll- uðu um frímerki Norðurlanda- þjóða, en að íslands væri þar að engu getið. Þótti þetta bera lítinn vott um vilja til norrænnar samvinnu, sem svo oft ber á góma í skála- ræðum. ' Nú hefur hins vegar frí- merkjafirma Harry Wennbergs í Stokkhólmi bætt úr þessari ársgömlu vanrækslu með því að gefa út snotra bók, sem eink- um er helguð íslenskum frí- merkjum.' • Mikill fróðleikur. í ÞESSARI bók, sem áhugamað ur um frímerkjasöfnun benti mjer á, er mikill fróðleikur um íslensk frímerki. Myndir eru birtar af frímerkjum af ýmsum gerðum, gömlum og nýjum. — Höfundur greinarinnar um ís- lensku frímerkin heitir Nils Strandell og virðist vera fróður maður á þessu sviði. Það kann að vera, að margir láti sjer fátt um finnast hvort skrifað er um íslensk frímerki á erlendum vettvangi eða ekki. Nær væri að koma einhverjum gagnlegri upplýsingum um land og þjóð á prent erlendis. — En það er rangt að hugsa svo, því fjölda margir hafa á- 'huga fyrir frímerkjasöfnun, ungir sem gamlir og ef þeir kynnast einhverju í sambandi við land og þjóð, sem vekur á- huga þeirra, þá vaknar forvitni til að vita meira. Lygasaga ársins. FRÆGUR er orðinn fjelagsskap ur sá, sem kemur saman einu sinni á ári vestur í Ameríku til að velja mestu lygasögu ársins. Aðalfundur var haldinn í þess- um fjelagsskap núna fyrir ára- mótin og lygasaga ársins fyrir árið 1949 valin. Engum þarf að koma á óvart, að það var fiskisaga, sem hlaut verðlaunin að þessu sinni. Þær þykja jafnan lygilegar. Og þótt betri lygasögur hafi verið sagðar, þá er kannski ekki úr vegi að hafa verðlaunasög- una eftir hjer. Því það er þó að minnsta kosti einn kostur við þessa lygasögu, að tekið er I fram að hún sje ekki sönn! Er ; það meira, en sagt verður um margar lygisögur, sem eru í um ferð. • Fiskisagan. LYGASAGA ársins 1949 er á þessa leið (og segir höfundur sjálfur frá): „Jeg var á silungsveiðum í á nokkurri. Allt í einu beit stærð- ar fiskur á hjá mjer. Jeg var lengi að þreyta hann, en loks dróg jeg inn línuna. Ákafinn var svo mikill, að jeg dróg lín- una, og þar með fiskinn, alveg upp að stangaroddi. Og nú var úr vöndu að ráða. Hvernig átti jeg að ná fiskinum af stönginni? Ekki þorði jeg að gefa eftir á línunni af ótta við að missa fiskinn.“ • Snjallræðið. „ÞÁ DATT mjer snjallræði í hug,“ heldur sögumaður áfram. „Jeg lyfti stönginni varlega lóð rjett upp í loft. Stakk henni á kaf niður í árbakkann. Klifraði síðan upp eftir henni, tók upp veiðihnífinn minn og stakk fisk inn i gegn til bana!“ Hinn góði ásetningur. SUMIR menn hafa þann sið um áramót að strengja þess heit að lifa nú betra og heilbrigðara lífi, en þeir gerðu á gamla ár- inu. Sumir lofa sjer bindindi, aðrir að vera góðir menn og koma ekki seint til vinnu eða í matinn. Fara snemma á fætur eða hætta að reykja o. s. frv. Aðrir heita því að nú skuli þeir skrifa dagbók á hverju kvöldi. Þessi góði ásetningur endist misjafnlega eins og kunnugt er. Dagbókin er góð hugmynd. í GÆR, er jeg var staddur í bókaverslun, og sá þar snotra dagbók var nærri komið að mjer að efna gamalt nýársheit og byrja að skrifa dagbók. Bók þessi heitir bara „Dagbók“ og það er ekkert í henni nema dagatal og málshættir við hvern dag, sem Sigurður Skúlason magister hefur tekið saman. Þetta þótti mjer góð bók og hugsaði með mjer, að sennilega yrðu allir, sem eignuðust þessa bók ánægðir með hana', þar sem þeir rjeðu því sjálfir þvað þeir skrifuðu í hana. • Tillaga Kjarvals. ÞETTA minnir mig aftur á ráð, sem Jóhannes Kjarval listmál- ari gaf mjer fyrir mörgum ár- um. Hann sagði eitthvað á þessa leið: Þið eigið ekki að vera að prenta blöðin, blaðamenn. Þið eigið að senda pappírinn heim til áskrifendanna auðann. Þá getur hver maður skrifað það, sem honum sýnist í blöðin og þá hljóta allir að verða á- nægðir með blöðin ykkar. ^111111111111111111111111111111111111111111111111« 11111111111111111111111 ifi ii ii 111111 ii 1111111111 iii iiii ii ii iii ntviii ii llllllllllllllllll■llltllll■lllll■ll■l■Jllllllll•> 111111111111111111111 iiiirmiuir | MEÐAL ANNARA ORÐA .... j ■i . (■■1111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111 iii 111,11 niiiinimnS > Vaxandi umf e rða re rf iðleikar í París Frá frjettaritara Reuters. PARÍS: — Ákveðið hefir ver- ið að fækka leigubílunum í París úr 14,000 í 10,000. Var nýverið skýrt opinberlega frá þessu í „Journal Officiel". Ekki þarf að taka það fram, að þessi ákvörðun borgaryfir- valdanna á eftir að valda jafnt Parísarbúum sem ferðamönn- um miklum erfiðleikum. Sann- leikurinn er sá, að jafnvel þessa dagana er erfitt að hafa upp á leigubílstjóra, sem er reiðubú- inn til að aka í umbeðna átt. • • UMFERÐARÖRÐ- UGLEIKAR ÁSTÆÐUNA fyrir fækkun leigubílanna má fyrst og fremst rekja til sívaxandi umferðar- örðugleika. Yfirvöldin hafa nú til athugunar ýmiskonar úr- bótatillögur, en hafa þó ekki komist hjá að reyna að finna einhverja bráðabirgðalausn. — Þannig hefir umferð strætis- vagna um ákveðnar götur mjög verið takmörkuð, og þá að sjálf sögðu einkum um þær, þar sem bílamergðin er hvað mest. • • FÁIR GÖTUBÍLAR Á MÖRGUM strætum hefir einstefnuakstur verið fyrirskip aður. Þó hefir ekki með öllu verið komist hjá „umferðar- hnútum“. Það er fátt um götu öita í París og iðulega eríitt að koma auga á lögregluþjón- ana, sem stjórna umferðinni. Þetta á ekki síst við um þau gatnamót, þár sem breiðar göt ur mætast úr fimm eða sex átt um og bílarnir aka margir sam an hlið við hlið. Alt veldur þetta stöðvunum á umferðinni, sem geta tafið bifreiðar um alt að því heila klukkustund. • • ÞRÖNGAR GÖTUR AÐ nýjustu strætunum undan- skildum, eru götur í miðri París flestar hverjar mjög þröngar. Það er ekki hægt að breikka þær, því fyrst þyrfti að ryðja í burt.u fjölda húsa — til lítilla bóta á húsnæðis- vandræðunum. Tillögur hafa komið fram um að gera umferðina greið- ari með jarðgöngum, þar sem miklar umferðargötur skerast, en slíkt verk yrði ákaflega kostnaðarsamt og seinunnið. • • í BANDARÍKJUN- UM BORGARSTJÓRNIN í París hefir því ákveðið til bráða- birgða að fækka þeim bifreið- um, sem ekki teljast alveg nauð synlegar, en fjölga aftur á móti götúm með einstefnuakst- ur. Heyrst hefir jafnvel, að ýmsir fulltrúar í borgarstjórn- inni sjeu því fylgjandi, að líkt verði farið að í frönsku höf- uðborginni og víða í Banda- ríkjunum, þar sem bannað er að aka einkabifreiðum um á- kveðna borgarhluta. Ráðherrar á leið á sam- veldisráðsfefnuna LONDON. 4. ian. — Noel Bak- er, samveldismálaráðherra Breta, fór frá London í dag á samveldismálaráðstefnuna, sem hefst í Colombo á Ceylon hinn 9. jan. n. k. Á leið þangað eru margir ráðherrar samveldisland anna. Fyrir Indlands hönd sæk ir ráðstefnuna fjárrnálaráðherr ann, þar eð utanr'kisváðherra landsins er nú í Lake Success, en S. Þ. fjalla nú um deilumál Indlands og Pakistan — Kash- mírdeiluna. — Reuter Spaak í fyrirlesfraferð fil Bandaríkjanna CHERBURG, 4. jan. — Paul Henri Spaak fór um borð í haf- skipið Queen Elizabeth í Cher- burg í dag og hyggst sigla til New York. Spaak, sem er for- seti ráðgjafarþings Evrópu, mun halda fyrirlestra við há- skólann í Pittsburjr í Pennsyl- vania. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.