Morgunblaðið - 05.01.1950, Blaðsíða 7
, Fimmtudagur 5. janúar 1950
MORCUNBLAÐIÐ
7.
Umræður um tunnu-
verksmiðjuna á Akureyri
Áki vanrækfi að úfvega nauðsynlegf
lánsfje fil hennar
í GÆR var fundur í sameinuðu Alþingi. Á dagskrá var m. a.
þingsályktunartillaga um rekstur tunnuverksmiðju á Akur-
eyri. — Jóhann í». Jósefsson, sjávarútvegsmálaráðherra flutti
ræðu við það tækifæri, þar sem hann rakti forsögu þessa
máls og benti á ýmsa erfiðleika, sem tunnuverksmiðjurnar
á Akureyri og Siglufirði ættu við að etja, einkum vegna
fyrirhyggjuleysis Áka Jakobssonar, sem hann sýndi þegar
hann var sjávarútvegsmálaráðherra.
Svaraði ekki
Ráðherra benti á, að hann
hafi á sínum tíma, er hann sat
í síldarútvegsnefnd, beitt sjer
mjög fyrir því að hjer yrði
framleitt sem mest af síldar-
tunnum. Hefði síldarútvegs-
nefnd hugsað sjer að gera
samning til nokkurra ára um
tunnukaup við tunnuverk-
smiðjurnar á Akureyri og
Siglufirði.
í því skyni var Áka Jak-
obssyni, þáverandi sjávarút-
vegsmálaráðherra, ritað brjef
og farið fram á, að síldarút-
vegsnefnd yrði veitt nauðsyn-
leg heimild til þessara tunnu-
kaupa.
En svar frá Áka barst aldrei.
Áki gleymdi að útvega fje
Hinsvegar lagði hann fram
frumvarp 1945 um ríkisrekst-
ur á þessum tunnuverksmiðj-
um.
Þetta frumvarp var lögfest
á Alþingi og stjórn fyrir»verk-
smiðjurnar skipuð. Voru strax
hafnar ýmsar framkvæmdir,
t.d. pöntuð tvö tilbúin stál-
hús í Englandi.
En eins og svo oft endra-
nær vanrækti Áki algjörlega að
sjá fyrir nokkru fje til þessara
framkvæmda.
Þegar svo jeg tók við sjávar
útvegsmálunum var búið að
gera margskonar fjárfrekar
skudbindingar fyrir ríkið, en
engir peningar til. Hef jeg
síðan staðið í stappi við láns-
stofnanir, til að fá þær til að
leggja fram bæði rekstrarfje
og stofnfje.
Árangurinn hefur orðið sá
að fengist hefur lán íil að eign-
ast annað stálhúsið, en við hitt
sluppum við án skaðabóta.
Þá hefur ríkið lagt fram
stórfje til efniskaupa.
4—5 falt dýrar
Fram hefur farið athugun á
útkomunni á þessari tunnu-
gerð og komið í ljós að inn-
lendu tunnurnar eru 4—5
sinnum dýrari en erlendar
tunnur.
Um gæði skal jeg ekki segja, en
margar kvartanir hafa komið
fram. Ekki skal jeg þó fullyrða
að þær sjeu allar á rökum
reistar, en eithvað hlýtur að
vera til í því.
Verða að vera
samkeppnisfærar
Um samning þann er stjórn
verksmiðjunnar gerði við Ak-
ureyrarbæ um „verulegan ár-
legan rekstur“ mun jeg ekki
ræða. — Auðvitað verður
samningsrjettur að vera í
heiðri haldinn, en einnig verð-
ur að sjá fyrir fjárreiðunum.
Má og benda á að í 1. gr.
laganna um tunnusmíði, er það
greinlega gert að skilyrði að
tunnurnar verði að vera sam-
keppnisfærar hvað verð og
gæði snertir.
Ráðherra endaði ræðu sína
með því að segja að nauðsyn-
legt væri að hjer yrði nokkur
tunnusmíði, en líta yrði í því
sambandi bæði á hagsmuni
framleiðendanna og þeirra,
sem taka eiga við framleiðsl-
unni.
★
TILLAGA Gísla Jónssonar um
ábyrgð ríkissjóðs á láni handa
Flateyjarhreppi til þess að full-
gera hraðfrystihús og fiskiðju-
ver í Flatey á Breiðafirði var
samþykkt á Alþingi í gær sem
ályktun Alþingis með 26 sam-
hljóða atkvæðum.
Söfnunin til barnahjálpar
S.Þ.namkr.3,7 miljónum
Yörur voru sendar hjeðan til sjö landa
SÖFNUNIN iil barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, sem hófst
hjer á landi fyrir tveimur árum, nam samtals kr. 3.683.300.92.
Þar af 3.2 millj. kr. í peningum. Voru vörur keyptar hjer á
landi fyrir peningana og sendar til 7 landa. Söfnuninni er nú
lokið og hefur fjelagsmálaráðuneytið gefið út eftirfarandi frjett
um söfnunina:
í janúarmánuði 1948 var efnt
til-fjársöfnunar hjer á landi til
ágóða fyrir hinn alþjóðlega
barnahjálparsjóð Sameinuðu
þjóðanna. Nefnd var kjörin af
8 stórum fjelögum og fjelaga-
samböndum til að standá :fyrir
fjársöfnuninni og var Þorsteinn
Sch. Thorsteinsson lyfsali, for-
maður Rauða kross íslands,
kjörinn formaður nefndarinnar.
Alls safnaðist í peningum kr.
3.210.028,24, en auk þess bár-
ust söfnuninni ýmsar vörur,
matvæli, lýsi, fatnaður o. fl, að
verðmæti kr. 455.296.16. Vaxta-
tekjur námu kr. 17.976.52. —
Frh. á bls. 12.
— Brdðabirg ðalausn
(Framh. af bls. 2)
framlag ríkissjóðs samkvæmt
5. gr. um 2.5 millj. króna. Um
aths. við þessa grein vísast að
öðru leyti til þess, sem sagt er
í aths. við 14. gr.
14. gr. segir: „Komi ákvæði
12. gr. til framkvæmda, er rík-
isstjórninni heimilt að inn-
heimta söluskatt samkvæmt 21.
gr. laga nr. 100/1948 með allt
að 30% af tollverði allrar inn-
fluttrar vöru, að viðbættum að
flutningsgjöldúm áætlaðri
álagningu 10% — tíu af
hundraði.“
Sú greinargerð fylgir, að rík-
isstjórnin væntir þess, að Al-
þingi samþykki varanlegar ráð-
stafanir í dýrtíðarmálunum fyr
ir 1. mars, svo að ákvæði 12.
gr. komi ekki til framkvæmda
og þá ekki heldur ákvæði 14.
gr. En þrátt fyrir þetta hefur
ríkisstjórnin þó talið sjer skvlt
að benda á tekjustofna til að
standa undir fiskábyrgðinni til
15. maí, ef Alþingi gegn von-
um stjórnarinnar neitar að fall
ast á þær úrlausnir, er stjórnin
mun bera fram varðandi dvr-
tíðarmálin, til þess þannig að
forðast að það hendi, að ríkis-
sjóði verði bundnir baggar fisk-
ábyrgðarinnar, án þess að
tryggðar sjeu tekjur til að
standa undir þeim.
Komi ákvæði 12. gr. laganna
til framkvæmda, þarf ríkissjóð
ur að fá tryggðar tekjur vegna
ábyrgðarinnar, er nemi 42 millj.
kr. Lagt er til að söluskattur-
inn samkv. 21. gr. laga nr. 100/
1948 hækki mjög verulega,
þannig að í stað þess að þessi
skattur er nú innheimtur með
6% þá sje hann frá 1. mars
innheimtur með allt að 30%.
Nokkrar undanþágur eru frá
skattinum í 23. gr. nefndra laga
og má áætla að undanþágurnar
nái til um 50—60 millj. kr. af
heildarinnflutningi.
Eingöngu bráðabirgðalausn
í almennum athugasemdum
ríkisstjórnarinnar við lagafrum
varpið segir svo:
Eins og fram hefur komið í
yfirlýsingum þeim, er forsæt-
isráðherra hefur gefið f. h. rík-
isstjórnarinnar, er nú unnið að
því á hennar vegum að undir-
búa heildartillögur, sem að því
miða m. a. að gera bátaútveg-
inum fært að starfa á heilbrigð-
um grundvelli, í stað þess að
framleiðslu þessari sje haldið
uppi með styrkjum úr ríkis-
sjóði.
Á það hefur jafnan verið lögð
höfuðáhersla af fulltrúum báta-
útvegsins, síðan verðbólgan
færðist í aukana, að gerðar
væru ráðstafanir af hálfu bings
og stjórnar til þess að þeim
yrði kleift að byggja atvinnu
sína á viðunandi starfsgrund-
velli.
í samþykktum aðalfundar
Landssambands íslenskra út-
vegsmanna undanfarið hefur
þetta sjónarmið jafnan verið
haft á oddi, þótt um leið hafi
verið gerðar aðrar kröfur, svo
sem um ábyrgðarverð o. fl.,
meðan öðrum ráðum yrði ekki
við komið.
Framleiðslukostnaður flestra
sjávarafurða er nú svo sem
kunnugt er miklu hærri en ér-
lent markaðsverð þeirra. Við
þetta bætist fallandi verðlag á
sumum þessum afurðum, og er
því ljóst að stórt átak þarf til
þess að fá þessum málum kom-
ið í það horf hjer heima fyrir,
að unnt sje að halda áfram fram
leiðslu sjávarafurðanna, án með
gjafar úr ríkissjóði, og þar með
tryggja atvinnu almennings á
hagkvæman hátt.
Það er lausn þessa vanda-
máls, sem ríkisstjórnin leitar
nú eftir með ráði bestu manna.
Mun hún kappkosta að leggja
niðurstöður sínar fyrir Alþingi
svo fljótt sem þess er kostur.
Vitanlega er hjer um slíkt stór-
mál að ræða, að ríkisstjórnin
verður að vanda sem best til
undirbúrtings þess, áður en það'
er lagt fyrir Alþingi. Þessum
undirbúningi miðar nú vel á-
fram.
Þótt allur hæfilegur hraði
verði við hafður á meðferð
aessa máls, bæði hjá ríkisstjórn
inni og Alþingi, þykir sýnt að
verja þurfi svo miklum tíma
í athugun og afgreiðslu þess,
að ekki tjái að láta hjá líða
að gera til bráðabirgða nauð-*
synlegar ráðstafanir til að gera
bátaflotanum fært að hefja vcið
ar nú þegar, í Stað þess að hann
bíði þeirrar heildarúrlausnar,
sem að er stefnt. Af þessum
ástæðum er þetta frumvarp
fram komið.
í frumvarpinu er i fyrsta lagi
lagt til, að til febrúarmánaðar-
loka sje tekin ábyrgð á blaut-
fisksverði bátaflotans og hlið-
stæðar ráðstafanir gerðar vegna
hraðfrystihúsanna og saltfisk-
verkunar, þeim, er áður hafa
tíðkast, síðan farið var út á þá
braut að veita stuðning rikisins
til þess reksturs, er hjer um
ræðir, með því að tryggja aðil-
um ákveðið verð fyrir fiskinn.
Verðbreytingar þær, sem í
frumvarpinu greinir, frá því
sem ákveðið var í lögum s.l. ár,
byggjast á breyttum aðstæðum
við þennan rekstur, hvað kaup-
gjald og rekstrarvöruverðlag
snertir. Er þar gengið svo langt
til móts við kröfur útvegs-
manna sem fært þykir.
Ríkisstjórnin telur það fært
og vill le«gja á það höiuð-
áherslu, að Alþingi lögfesti fyr-
ir lok febrúarmánaðar þau úr-
ræði til frambúðar í þessu efni,
sem hún mun bera fram og
ætlast þar af leiðandi ek>i til
að þörf verði fyrir bráðabirgða-
ráðstafanir þær, er hjer um :æð
ir, lengur en til 1. mai’s.
Ef Alþingi hins vegar gegn
vonum ríkisstjórnarinnar hefur
ekki fallist á tillögur hennar
eða samþykkt aðra fi’ambúðar-
lausn fyrir 1. mai’s, hefur rík-
isstjórnin til öryggis gert ráð
fyrir framlengingu þessa fcráða
birgðaástands til vetrarvertiðar
loka, enda falli bráðabirgðaráð-
stafanir úr gildi hvenær sem er
á þessu tímabili, þegar heildar-
löggjöf verður sett um þessi
efni, sem gerir þær ráðstafanir
ónauðsynlegar.
Sá varnagli er hjer sleginn,
að fiskábyrgðin framlengist til
vetrarvertíðarloka, ef heildar-
ráðstafanirnar fást ekki lög-
festar í tæka tíð. í viðræðuxn,
er fram hafa farið milli ríkis-
stjórnarinnar og fulltrúa út-
vegsmanna að undanförnu, heí
ur það komið greinilega fram,
að þeir telja sjer engan veginn
fært að hefja útgerð rneð
tveggja mánaða ábyrgð eira að
bakhjalli, án þess að um leið
sje gert ráð fyrir framhaldi á-
byi’gðarinnar til loka vertíðar,
ef heildarlöggjöf um þessi efni
hefur ekki verið sett fyi’ir lok
febrúai’mánaðar eða síðar í»
þessu tímabili.
Þessar bráðabirgðatiTlögur
hníga aðeins að því að leysa
vanda bátaútvegsins. Er þó svo
komið hag togaraútvegsins a'ð
flestir hinna eldi’i togara hafa
nú um langt skeið verið bundp-
ir við festar sakir undangeng-
ins hallai’eksturs, en nýju tog-
ararnir berjast nú í bökkum,
þeir, sem skársta hafa afkom-
una. En svo sem að framan
greinir, væntir ríkisstjórnin
þess, að Alþingi samþykki hið
allra bráðasta endanlega skipan
þessara mála er rjetti hlut a'Jlr-
ar útflutningsframleiðslu landa
manna.
,Á bökkum Bolafljóts4 fær
góða dóma í Danmörku
SKÁLDSAGA GUÐMUNDAR DANIELSSONAR, „Á bökkum
Bolafljóts“, sem nýlega kom út á dönsku hjá Gyldendalsícrlag-
inu og sem nefnist „Jorden er min“ á því máli, hefur fengið
góða dóma í dónskum blöðum.
„Engin tilgerð“. <
Bernhard Jensen segir t. d.
um skáldsöguna í blaðinu Köb-
enhavn, „að hún sje mjög læsi-
leg saga, sem sje laus við allar
pólitískar tilhneigingar, heim-
spekilegar hugleiðingar, og
þrauthugsaða tilgerð. Sagan sje
lífið sjálft.“
Telur gagnrýnandinn, að hún
lýsi mjög vel lífi íslensks sveita
fólks og hælir mjög náttúru-
lýsingum og mannlýsingum
sögunnar.
Jensen bendir einnig á, ao
skemmtileg kímni komi fram
hjá höfundi, t. d. þar sem því
er lýst er gamla konan íær
sendibrjef í fyrsta sinni á æv-
inni og er hrædd um að húft
hafi bi’otið eitthvað af sjer úr
því að þessi ósköp dundu yfir
hana!
„Þetta er góð bók, sú fyrsta
á dönskum bókamarkaði, eftir
þenna unga íslending. Það á að
taka henni vel og ætti ekki að
verða síðasta bókin eftir hann
á dönsku“, segir gagnrýnancl-
inn að lokum.
í sama streng taka gagnrýn-
endur flestra annara danskra
blaða.