Morgunblaðið - 07.01.1950, Qupperneq 1
37. árgangur.
Örðsending Riissa til athugunar
Mun auka á þjóðareininguna
Einkaskeyti til Mbl. rfá Reuter.
HELSINGFORS, 6. jan. — Finnska utanríkisráðuneytið fjallaði
1 dag um orðsendingu Rússa, þar sem þeir saka Finna um að
lialda hlífiskyldi yfir 300 rússneskum stríðsglæpamönnum. A
sama tíma barðist stjórn sósíaldemókrat^ fyrir stjórnmálalifi
smu.
Launahækkun
' Stjórnin mun eiga í vök að
verjast, er þingið kemur sam-
an á þriðjudaginn kemur til á’ð
ræða launahækkanir, 7,5%, sem
stjórnin hefur veitt ríkisstarfs-
mönnum og fleirum frá 15.
febrúar. Telja sumir að fjár-
aukalaga sje brýn nauðsyn, en
Fagerholm hefur lýst þvl yfir,
að þessi gerð stjórnarinnar
\ærði ekki aftur tekin.
Skapar þjóðareiningu
Knefi sá, er Rússar reiða nú
að Finnum til að hafa áhrif á
forsetakosningarnar, sem fara
fram í janúar eða febrúar,
kann að valda stuðningi stjórn-
arandstöðunnar við stjórnina og
kbma henni þann veg að haldi.
Santiago. — Stjórnin í Chile
hefur skýrt frá því, að 4 hafi
farist í landskjálftum þeim, er
ufðu í landinu .fyrir áramótin,
lögregluþjónn og móðir ásamt
2 börnum sínum.
Stórfelldfjár
svik í Belgíu
BRUSSEL, 6. jan. — Komist
hefir upp um fjársvik í Belgíu
og nema þau um 10 milljónum
belgiskra franka.
í hópi þeirra, sem handtekn-
ir hafa verið vegna svikanna
eru 2 helstu bankamenn lands-
ins. Er annar þeirra banka-
stjóri Verslunarbankans, Emila
Mallien, en hinn hattsettur
starfsmaður við bilgiska þjóð-
bankann.
Eyskens forsætisráðherra
átti í morgun tveggja tíma fund
með lögreglufulltrúum, dóms-
mála- utanríkis- og landvarna-
ráðherranum. Sagði forsætis-
ráðherrann að fundinum lokn-
um, að þessi umfangsmiklu svik
stæðu í sambandi við hluta- og
skuldabrjef. — NTB.
Danskir kommar falsa
nöfn undir „friðarávarpi“
Einkaskeyti til Mbl.
K.HÖFN, 6. jan. — Komm-
únistablaðið „Land og FoIk“
birti í dag svokallað friðar-
ávarp, sem undirritað er af
25 meira og minna kunnum
mönnum. Þar af er helming-
ur ekki kommúnistar. I „frið
arávarpinu“ er haldið fram
stefnu Rússa og almenningur
er þar hvattur til að berjast
gegn Atlantshafssáttmálan-
um og vígbúnaði. Segir m. a.
í ávarpinu: „Við erum seld
á mála og land okkar á að
verða vígvöllur.
Falsaðar undirskriftir.
KVÖLDBLAÐ „BERLING
SKE TIDENDE“ HEFIR
KYNT SJEF, AÐ MARGIR
ÞEIRRA SEM SAGT ER AD
HAFI SKPIFAÐ UNDIR
PLAGG ÞETTA, HÖFÐU
EKKI HUGMYND UM AÐ
NAFN ÞEIRRA STÆÐI ÞAR
ÉNDA HÖFÐU ÞEIR AL-
DREI UNDIR ÞAÐ SKRIF-
AÐ.
HÖFÐU KOMMÚNIST-
ARNIR FALSAÐ NÖFN
ÞEIRRA ÚNDIR ÁVARPIÐ.
Nota sje-r friðarvilja fólksins.
Berlingske Tidende segja,
að kommúnistar hafi notfært
sjer eðlilegan friðarvilja
fólksins og reyni að fá sak-
laust fólk og hrekklaust til
að vinna gegn Vesturveld-
unum og einkum, að gera
Atlantshafssáttmálann og
Marshallhjálpina tortryggi-
lega í augum almennings. En
þetta tvent sje Rússum mest-
ur þyrnir í augum. ,
Dagblaðið ,.Information“
segir, að Kommúnistar hafi
sínar eigih liugmyndir um
frið. Það eigi að vera alræði
öreiganna, en vissulega sje
ekki hægt að hugsa sjer, að
það einræði komist á á frið-
samlegan hátt.
„Vjer berum virðingu fyr-
ir einlægum friðarvinum“,
segir blaðið, „en ekki fyrir
mönnum, sem láta nota sig
til að sverta lýðræðið til hags
bóta fyrir einræðisríki.
Einstaka hrekklausir og
einfaldir menn skilja ekki,
að kommúnistarnir eru
fimmta herdeild friðarhreyf-
ingarinnar.
En nú virðist svo sem ref-
urinn sjc að fara úr hárun-
um“.
—Páll.
Stjórn kommúnista í Kína
hlýtur viðurkenningu
Timosjenko
SEMION TIMOSJENKO mar-
skálkur í Rauða hernum er nú
nefndur í frjettum, sem líkleg-
asti eftirmaður Rosskossovskis
sem yfirmaður vesturhers
Rússa. — Rosskossovski var
gerður landstjóri Rússa í Pól-
landi fyrir nokkru.
Síjósa Bretar í
endaðan febr. ?
LONDON, 6. jan. —r Starfs-
mönnum breska verkamanna-
flokksins hefir verið sagt, að
vera undir kosningar búnir í
endaðan febrúar, samkvæmt
tilkynningu sem frjálslyndi
flokkui’inn í Bretlandi hefir
sent fjelogum sínum. Starfs-
mönnum frjálslynda' flokksins
hefir því verið gefin skipun
um, að vera undir kósninga-
hríðina búnir, hvenaér sem er
úr því janúar er liðinn. Hefir
verið talað um, að 23. febrúar
væi'i líklegastur kosningadag-
ur. — Reuter.
Bretar slíta stjórnmálasambandi
við þjóðernissinnastjórnina
LONDON, 6. jan. — Bi'eska stjórnin lýsti því yfir í morgun að
hún hefði afráðið að viðurkenna miðstjórn kommúnista í Kína
sem stjórn landsins að lögum. Sendimaður Breta í Peping fór
í gær á fund utanríkisráðherra stjórnai'innar þar og tilkynnti
honum, að Bi'etar óskuðu eftir að taka upp stjórnmálasamband
við kommúnistastjórnina. Jafnframt þessu tilkynntu Bretar kín-
verska sendiherranum í Lundúnum, að þeir viðurkenndu ekki
framar stjórn kinversku þjóðernissinnastjóx'narinnar.
FrjeBamönnum vísað
frá Tjekkóslóvakíu
PRAG. 6. jan. — Frá því
var skýrt í kvöld, að 4
erlendum frjettamönnum
í Prag hefði verið vísað
úr landi. Þessir frjetta-
menn, sem lijer um ræðir,
hafa starfað fyrir 2 banda
rískar frjettastofur, breska
og franska.
Hafa þessir menn feng-
ið tilkynningu um, að dval
arleyfi þeirra verði ekki
framlengd. Ekkert eitt
blað í Vesturlöndum á .nú
lengur frjettamann í Prag,
Á undanförnum G mán-
uðum hefir 10 frjettamönn
um verið vísað úr landi.
—Reuter.
Reknir burtu.
VÍNARBORG — Rússar skip-
uðu nýlega starfsmönnum fje-
lagsskapar nokkurs, sem hefur
að aðalmáli vináttu Austurrík-
is og Júgóslafíu, að hafa sig á
brott af hernámshluta þeirra í
Vínarborg. Skrifstofu f jelagsins
þar hefur verið lokað, en það
hefur ákveðið að starfa
áfram á hernámssvæði Vest-
urveldanna.
Feikikuldar i N-Evrópu
Hitar miklir í Ástralíu
Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter.
LONDON, 6. jan. — í N-Evrópu er nú alveg óvenjulega mikill
kuldi, og varð hann mestur í Svíþjóð í fyri'inótt, eða sá mesti,
sem þar hefur verið mældur. í Ástralíu er . hitinn hins vegar
svo mikill þessa dagana, að til vandræða horfir.
Á norðurhjara
Helst lítur út fyrir, að í þessu
kuldakasti, sem nú gengur yfir
N-Evi’ópu, mælist frostið að
jafnaði meira en nokkru sinni
fyi’r. í Noregi eru járnbrautar-
lestirnar marga tíma á eftir á-
ætlun vegna kuldans. Strand-
ferðaskipin liggja víða um
kyrrt. Fannfergi og stórviðri
hafa dregið úr allri umferð og
er flutningur matvæla torveld-
ur. í Danmörku er hi'íðarveður
og hafa flugferðir tafist.
Bctra minna, en jafnara
Allt er málum öði'u vísi íarið
í Ástralíu, þar sem hitinn er
víða yfir 100 stig á Farenheit..
í Sidney var hann 103 stig í
dag. Er annasamt á sjúkrahús-
unum, því að menn velta um
sjálfa sig á götunum, bugaðir
af hitanum.
Brást illa við
Sendiherrann brást illa við,
sagði, að sig hefði síst várað,
að rothöggið kæmi frá vinum
stjórnar sinnar og fyrrverandi
samherjum. Taldi hann stjórn
sína eiga ánnað skilið af Bret-
um en þeir brygðust, er mest á
reyndi. Kvað stjórn sína enn
heyja markvísa baráttu, og
væri ekki enn örvænt um, að
hún stæðist atlögur kommún-
ista.
Vilja vinsamlega sambúð.
Bretar segja, að þessi viður-
kenning þurfi ekki endilega að
merkja viðurkenningu á að-
ferðum og stefnu kínversku
kommúnistastjórnarinnar, en
þessi leið hefði verið farin, þar
eð hún væri í bestu samræmi
við staðreyndirnar. Kommún-
istar ráða nú mest öllu kín-
versku landi. Noel Baker sam-
veldisráðherra komst svo að
orði í dag, að Kínaveldi væri
svo mikið, að fram hjá því yrði
ekki gengið, og Bretar vilja vin
samlega sambúð við Kina.
Engin sundurþykkja.
Embættismenn í Washington
ljetu svo um mælt í dag, að
þeir byggjust við, að Banda*
ríkin mundu með tímanum
fylgja dæmi Breta og viður-
kenna kínversku kommúnista-
stjórnina, en væntaniega ekki á
næstu mánuðum. Skýrt var frá
því jafnframt, að fullkominn
skilningur hefði verið með
stjórnum Breta og Bandaríkj-
anna um þessi mál og viðhorfi
hvorrar þeirrar um sig aLlt frá
því utanríkisráðherrarnir Bevin
og Acheson ræddust við í Was-
hington í september s.l.
Aðrir koma á eftir.
Almennt er litið sVo á, að
ríkisstjórnir ýmissa samveldis-
landanna bresku svo og Vest-
ui’landa muni veita kommún-
istastjórninni viðurkennin^u
einhvern næstu daga. Ceylon,
Indland og Pakistan hafa þegar
veitt henni viðurkenningu.
Helsingfors. — Sósí'1;'-*
stjórnin í Finnlandi he'- • i
lagt fyrir óðal þær áætl»ir r n
þjóðnýtingu, sem fráfarar-’i
stjórn kommúnista hafði lagt
drög að.