Morgunblaðið - 18.01.1950, Blaðsíða 8
8
MORGCNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 18. janúar 1950.
Friðrika Friðgeirsdótfir
Minningarorð
LANGT æviskeið er á enda runn
ið. —
í dag verður Friðrika Friðgeirs
dóttir til moldar borin.
Hún var fædd að Garði í
Fnjóskadal 23. apríl 1866 og and-
aðist að heimili Geirs sonar síns
í Eskihlíð A 8. janúar síðastlið-
inn. Foreldrar Friðriku voru Frið
geir Olgeirsson bóndi í Garði og
kona hans Anna Ásmundsdóttir,
systir Einars alþingismanns í
Nesi og Gísla bónda á Þverá,
föður Ingólfs læknis og þeirra
nafnkenndu systkina. Voru þau
og Friðrika systkinabörn í báð-
ar ættir. Foreldrar Friðriku ljet-
ust bæði á miðjum aldri, og voru
þá sjö börn þeirra, sem lifðu,
flest á æskualdri, er heimili
þeirra leystist upp. Ekki voru á
þeim árum margar leiðir opnar
til frama eða menntunar, en þó
komst Friðrika í kvennaskólann
á Laugalandi, en honum veitti
forstöðu Valgerður dóttir sjera
Þorsteins á Hálsi. Var Friðrika þá
seytján ára. Af systkinum henn-
ar skulu hjer aðeins nefndir sjera
Einar prófastur á Borg á Mýrum
og Olgeir kaupmaður á Vopna-
firði.
19. júlí 1886 giftist Friðrika
Gunnlaugi Einarssyni frá Vatns-
enda í Ljósavatnsskarði. Hún
var þá tvítug að aldri, en hann
allmiklu eldri, ekkjumaður og
átti eina dóttur barna af fyrra
hjónabandi. Hófu þau búskap á
Víðivöllum í Fnjóskadal og
bjuggu þar fjögur ár og önnur
fjögur ár í Fjósatungu, en þá
fluttu þau suður í Borgarfjörð,
keyptu Einarsnes og bjuggu þar
í 12 ár, en síðan um tuttugu ára
skeið í Suðurríki, en það nýbýli
reistu þau í Borgarlandi á Mýr-
um.
Má af þessu sjá, að starfatím-
inn var langur, en önn og erill
ómælt, eins og lengst af hefur
Verið hjá íslenskum sveitakon-
um. Var búskapur þeirra hjóna
og umsvifamikill, einkum í Ein-
arsnesi, en Friðrika var hjúasæl
og mikill vinur fólks þess, er
vann hjá þeim hjónum. Þeim
Friðriku og Gunnlaugi varð
fimm barna auðið, en eitt andað-
ist í bernsku. Þau, sem upp kom
ust, eru: Ingibjörg. gift Bjarna
Guðmundssyni kaiipfjelagsstjóia
í Hornafirði, Björn læknir í Rvík,
Anna, ógift, bjó með móður sinni
og Geir bóndi í Eskihlíð í Reykja
vík. Dóttur manns síns frá fyrra
hjónabandi gekk Friðrika í móð-
urstað, en auk þess fóstraði hún
upp að meira eða minna leyti
fimm börn önnur.
Fljótlega eftir að þau hjónin
brugðu búi, fluttust þau til Geirs
sonar síns og dvöldu hjá honum
í ellinni. Gunnlaugur, maður Frið
riku, dó árið 1940 nær 87 ára að
aldri. Hann var þrekmenni mik-
ið og fjörmaður og bar aldurinn
aðdáanlega vel. Er jeg þekkti
hann í hárri elli, var hann kátur
og glaður sem unglingur, og hafði
þann sjaldgæfa eiginleika, að hon
um fannst heimurinn sífellt fara
batnandi. Hann fagnaði hverjum
degi með slíkri bjartsýni og
kvaddi heiminn með slíku þakk-
læti og trúnaðartrausti, að segja
mátti, að hann gengi að Elli kerl-
ingu sigraðri.
Friðriku kynntist jeg ekki fyrri
en á efri árum hennar. Hún var
fríð kona sýnum og fyrirmann-
leg eins og hún átti kyn til, aug-
un dökk og snör, svipur hennar
var alltaf heiður og mildur, eins
og ætíð er um þá, sem vinna sjald
gæfustu og dýrmætustu sigrana á
orustuvelli lífsins, þá sigra oð
fórna sjálfum sjer fyrir aðra í
þögn og þolinmæði 'í hversdags-
baráttu, sem litlar sögur fara af.
Eftir starfsdag slíkan sem Frið-
riku, er hvíld og næði kærkom-
ið, og þess naut hún í ellinni.
Hún hafði barnalán, og henni
voru vel goldin fósturlaunin með
umhyggju, ást og virðingu barna
sinna, fósturbarna og barna-
barna. Til síðasta dags var gest-
kvæmt í stofunni hennar bæði af
skyldum og vandalausum, og öll-
um var hún jafn góð og ráðholl,
enda finnst nú ættingjum henn-
ar og vinum skarð fyrir skildi og
þeir fátækari en áður við lát
hennar. Dauða hennar bar skyndi
lega að höndum, og sálarkröftum
hjelt hún óskertum til hins síð-
asta. Blessuð sje minning henn-
ar.
Andrjes Björnsson.
Hermdarverkamenn
að verki á Malakka
LONDON, 16. jan. — í dag rjeð
ust ofbeldismenn á Malakka-
skaga að breskum hermönnum
úr launsátri. Ljet einn hermann
anna lífið, en annar særðist.
Skýrt hefir verið frá mannfalli
á þessum slóðum í s. 1. mánuði.
Voru 50 hermdarverkamanna
drepnir og 52 særðir. Á sama
tíma f jellu 63 lögreglumenn, en
70 særðust — Reucer.
Sló knaffspyrnudómar-
ann í rot
PARÍS: — Nýlega fór fram
knattspyrnukeppni í Angoule-
me milli járnbrautarverka-
manna og járniðnaðarmanna.
Varð hitinn og æsingurinn all-
mikill sem sjá má gerst af því,
að einn áhorfendanna tók sig úr
hópnum og sló dómarann til
jarðar.
Keppendur og áhorfendur
veittu manninum þá eftirför
nokkurn spöl, uns hann leitaði
hælis í kjallara nokkrum. Tafði
þetta leikinn um hálftíma.
45,000 fonna herskip
sfrandar
WASHINGTON, 17. jan. —
Bandaríska orustuskipið „Mis-
souri“ (45,000 tonn) strandaði
í dag á sandrifi við Hampton,
Virginía.
Tilraunir tólf dráttarbáta til
að ná skipinu út reyndust ár-
angurslausar, en reynt verður
á ný í kvöld eða nótt. — NTB.
Flugvjel rekst á hús
DUSSELDORF, 17. jan. —
Bresk herflugvjel gereyðilagð-
ist í dag, er hún rakst á hús
í Remscheid í Vestur Þýska-
landi. Allir þeir, sem í flugvjel-
inni voru, ljetu lífið, en eng-
inn meiddist í húsinu.
Ekki er vitað hve margir
voru í flugvjelinni. — Reuter.
Bíóferðum fer fækkandi
LONDON, 17. jan. — Skýrt
var frá því í dag, að aðsókn
að breskum kvikmyndahús-
um hefði minnkað um einn
fimmta á síðastliðnu ári.
— Reuter.
— Áróður
Frh. af bls. 1.
Tjekkar fylgja með
Tjekknesk blöð hafa byrjað
líkan áróður. Birta þau logn-
ar fregnir frá Danmörku og
geta þess um leið, ,.að þjóðin
sje í klóm Marshall-manna“.
í Danmörku sjeu hundruð
þúsund manna atvinnulausir
og margfalda þannig sannleik
ann mörgum sinnum.
— Páll.
Sjálfstæðismenn
á Akranesi og nágrenni
Sjálfstæðisfjelögin á Akranesi halda skemmtifund miðvikudaginn 18. jan.
kl. 8,30 síðd. í Báruhúsinu.
D A G S K R A :
R Æ Ð U R :
Pjetur Ottesen, alþm.
Bjarni Benediktsson, ráðherra
Guðlaugur Einarsson, bæjarstjóri.
SKEMMTIÞÁTT annast hinn þjóðkunni gamanleikari
Haraldur Á. Sigurðsson.
Öskubuskur syngja með guitarundirleik.
Dansað til kl. 1.
Allir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins velkomnir.
SJÁLFSTÆÐISFJELÖGIN AKRANESI
pmifmMn
immmmiiininnniiniiiimiininnvi
■ 111111111111111111111111111111111001
■lomiriiniiiifiiii
Markús
UllliiiiiiiiiMMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniimiiiig
<OW'S rf GOiHG, ]
M*>. C't- ANTr' í
ou ru ii...rv\ ouiwd
AFTER 8EAVER PICTURES
.. . IF I CAN FIND THE
LITTLE RASCALS/
Eftir Ed Dodd
The DISTURBANCE HA5
FORCED MR. CHIPS TO MOVE
HIS FAMILY UPSTREAM...
AND NOW SINISTER EYES
WATCH HIS BABIES AT PLAY
(Vikublaðið
Fálkinn
§ Allur Fálkinn frá byrjun, til
| sölu. Tilboð óskast.
i LTppl. í síma 2001.
«iiiiiuiiim^ 'wimiiMMiiMiiiMMiiiiinnmiiiimniui
Auglýsendur afhugiðl
Seinna sama dag.
— Nú, hvernig gengur það,
herra Stubbur.
— Það er engin heppni með
mjer enn.
— Það tekur auðvitað tíma, — Jæja, jeg vona að þjer
en það borgar sig líka öll fyr- jgangi vel. Jeg ætla að fara að
irhöfnin, ef mjer bara tækist taka myndir. Hvar skyldi jeg
á endanum að veiða svona met- geta fundið bjórana núna.
silung eins og hann Kafara. — Allt það ónæði, sem bjór-
[ arnir hafa orðið fyrir þarna hef
ir neytt þá til að flytja upp með
ánni. En á bakka einum skamt
frá bústað bjóranna liggur ot-
ur í leyni. Hann er alltaf á
vakki í kring, skimandi og bíð-
ur eftir tækifæri.
að ísafold og Vörður er
vinsælasta og fjölbreytt-
asta blaðið í sveitvm
landsins. Kemur út einu
sinni í viku — 16 síður.