Morgunblaðið - 27.01.1950, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.01.1950, Blaðsíða 16
VEÐURUTUTIÐ. FAXAFLOI: SV-átt fyrst, en hægari siðdeg- is. — Jeljaveður. __ mtMa&iö HVERNIG ætlar glundroðalið- ið að sjá Reykjavík fvrir lög- legri stjórn? Sjá grein á bls. 9. 22. tbl. — Föstudagur 27. janúar 1959. Bæðntnenii SjállsSæðismcaiiiiG á Itmdmum í kvéld Guðmundur Ásbjörnsson Birgir Kjaran Hallgrímur Benediktsson Guðrún Guðlaugsdóttir Gunnar Thoroddsen ■■**efm* tí ijálfstæðismenn herða nú loka- áknina í kosningabaráttunni ameigjinlegur lundur lS|állstæðisl|eiaganna i Reykjavík í kvöld í KVÖLD verður síðasíi sameiginlegur fundur allra Sjálf- stæðisfjelaganna í Reykjavík fyrir bæjarstjórnarkosningarnar. -— Fundurinn hefst í Sjálfstæðishúsinu kl. 9 — en Lúðrasveit Eeykjavíkur leikur frá kl. 8.30—9. Ræðumenn á fundinum verða: Guðmundur Ásbjörnsson for- eeti bæjarstjórnar, Birgir Kjaran, hagfræðingur, Hallgrímur Eenediktsson, bæjarfulltrúi, frú Guðrún Guðlaugsdóttir og Gunnar Thoroddsen borgarstjóri. Barátta Sjálfstæðismanna hefir farið stöðugt harðnandi fyrir kosningarnar. Á æskulýðsfundinum í Sjálfstæðishúsinu í fyrrakvöld gjör- stgruðix ungir Sjálfstæðismenn með máiefnalegum yfirburð- wm og þróttmildlli fundarsókn. Útvarpsumræðurnar hafa staðfest hina sterku málefnaaðstöðu Sjálfstæðismanna í bæjarstjórninni — en sýnt rækilega van- inátt andstöðunnar og algjört innbyrðis sundurlyndi, er vísar leiðina til öngþveitis og upplausnar í bæjarmálum, ef áhrifa Jíessara flokka mundu aukast. ,.Bláa bókin“, hin rökfasta greinargerð meirihluta bæjar- ■síjórnar, um x'ramkvæmdir bæjarstjórnir á síðasta kjörtíma- t»iii og stefnu Sjálfstæðismanna í bæjarmálum, hefir aukið á vonleysi andstæðinganna, en opinberað bæjarbúum farsæla forustu Sjálfstæðismanna í sameiginlegum hagsmunamálum Keykvíkinga. Allt Sjálfstæðisfólk — allir stuðningsmenn D-listans — eru velkomnir á fundinn meðan húsrúm leyfir. Borgundarhólmur s í ternaðarkerfi Rússa STOKKHOLMI, 26. jan.: — Hinn gífurlegi vígbúnaður Rússa á strandlengju Þýska- lands og Eystrasaltsland- anna, sem virðist miða að því, að Eystrasaltið verði fyr ir rauða flotann — hans eign, hefir náð hámarki með því, að Rugen er gerð að Gi- braltar Eystrasaltsins. Hafa þeir komið sjer upp órofa kerfi á þessum slóðum. Eftir upplýsingum, sem rússneskur flóttamaður hefir gefið, þá má telja víst, að Rússar skoði Borgundarhólm .i„a rnjög veigamikinn, er til þess kemur, að þeir loka Eystrasaltinu, ef til styrjald- ar skyldi koma. Á þessa leið kemst Afton- bladet að orði í dag. N.T.B. Fyrsti mi!!iríkjas3mning- urinn sfaðfesfur ÍJONN, Í6. jan.: — Þingið í Bonn staðfesti í dag samning- inn um, að sambandslýðveldið skyldi gerast aðili að viðreisn- aráætluninni. Er þetta fyrsti millirík.iasamningurinn. sem sambandsþingið staðfestir. Þeir gleymdu slefuumálunum! Alls staðar eru vesalings kratarnir jafn seinheppn- ir. Þegar þeir birtu bæjar- málastefnuskrá sína a Akranesi, var þar hvergi minnst á ýms menningar- mál, svo sem íþróttamál og heilbrigðismál. — Á þetta bentu Sjálfstæðismenn í blaði sínu „Framtaki“. Þá vöknuðu kratarnir við vondan draum, rjeðust með fúkyrðum að Guð- laugi Einarssyni, bæjar- stjóra, fyrir að le.vfa sjer að minnast ú þessi mikil- vægu mál og sinnuleysi krata um þau — og birtu viðauka við stefnuskrá sína með þesum formála: „Af vangá(!!) fjellu nið- ur fimm greinar úr síðasta 'kafla bæjarmálastefnu- skrár Alþýðuflokksins, er birt var í síðasta tölublaði Skagans". En það mun reynast svo um aumingja kratana á Akranesi, sem flokksbræð ur þeirra hjer í Reykjavík og víða annars staðar, að kjósendurnir munu gleyma þeim við kosnin^- arnar á sama hátt og þeir gleyma hagsmunum kjós- endanna. Þjóðverjar fá að skipa menn Brak úr trjeskipi finnst á fjörum á Barðaströnd Hefur skoskur línuveiðari farist! FRJETTARITARI Mbl. á Patreksfirði símaði í gærkvöldi, að í gær hefði byrjað að reka á Rauðasandsfjöru á Barðaströnd allskonar brak úr skipi. Einnig bárust fregnir um reka á fjöru við Arnórsstaði, sem eru á Barðaströndinni. Óvíst er úr hvaða skipi vogrek þetta er. Giskað er þó á að það muni vera úr línuveiðara fra Aberdeen. BONN, 26. jan.: — Skýrt var frá því í kvöld, að V.-Þýska- land mundi fá aðalræðismann í London, París og Washington, og varð þetta niðurstaða þeirra viðræðna, sem hernámsstjórar Vesturveldanna áttu við Aden- auer forsætisráðherra í dag, þar sem honum var boðið að skipa í þessi embætti þegar í s'tað. Tók ráðherrann boðinu. — Reuter. Vogrekið ^ Frjettaritarinn segir svo frá því braki er rak á Rauðasandi. Var þar hluti úr borðstokki, þilfari og byrðingi og brak úr björgunarbáti. Inn við Arnórsstaði rak hluta úr afturbyrðingi og þar hafa „garneringar“ innan úr skipinu rekið. Eikarplankar úr byrðingnum eru 2V2 þumlungur að þykt og dekkplankarnir eru úr furu 2 þumlungar og loks eru garner- ingarnar 1% þumlungur. Við- irnir eru allir nýir og nýmál- aðir og brotið nýtt í sárið. — Björgunarbáturinn eða öllu heldur brakið úr honum, er ný- málað og hefir þessi bátur ver- ið hvítur og rauður. Af þessu bráki verður ekkert sjeð með vissu, hvert skipið hafi verið. í dag var ráðgert að ganga á fjörur og ganga úr skugga um, hvort ekki myndi eitthvað rek- ið, sem þekkja mætti skipið af. Eldur eða manaljós Morgunblaðið frjetti það í gær, að á laugardagskvöld, milli kl. 8 og 9, hefðu menn í Flatey á Breiðarfirði, sjeð ein- kennilegan roða, langt vestur af eyjunni. Voru menn ekki á einu máli um, hvað það væri. Voru sumir þeirrar skoðunar að það væri sigð mánans, er var þá um það bil að ganga undir. Aðrir hjeldu því fram, að Ijós- ið væri of rauðleitt til þess og töldu það vera eld. Mun þetta furðuljós svo hafa horfið Flat- eyingum sjónum, án þess að á því fengist nokkur skýring. í í svifflup FYRSTA janúar s.l. setti John Robinson frá Californíu, nýtt heimsmet í hæðarflugi í svif- flugi. Náði hann 33,800 feta hæð 1. jan. s.l. Fyrra heimsmetið, sem hlot- ið hafði viðurkenningu F.A.Í., alþjóða flugmálastofnunarinn- ar, var 33,500 fet. — Robinson átti það sjálfur. Hann setti það nákvæmlega ári áður, en þetta síðara met sitt, eða 1. janúar 1949.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.