Morgunblaðið - 29.01.1950, Blaðsíða 1
37. árgangur
24. tbl. — Sunnudagur 29, janúar 1950.
Prentsmiðja Morgunbla'ísins
16 síðnr og Lesbók
eykvíkingar hafa um tvent að velia:
ORUGGA FORYSTU SJALFSTÆÐIS-
FLOKKSINS, - EDA GLUNDROÐA
í DAG er sótt að Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík úr þrem áttum. —
Andstöðuflokkarnir þrír einbeita kröftum sínum á þessum degi til að
lmekkja meirihluta Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Reykjavíkur.
Á fjögurra ára fresti síðustu 20 árin liafa þeir lagt til slíkrar orustu,
en í hvert sinn hefir árásinni verið hrundið.
Greinargerðin fyrir starli og stefniunálum
Sjálfsiæðisfiokksins. Bláa bókin.
SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN hefir gefið út bók um störf sín og
stefnu í bæjarmálum Reykjavíkur. Þar er gerð grein fyrir hinum stór-
stígu framkvæmdum á síðasta kjörtímabili, öruggum fjárhag bæjarins,
og sýnt með óyggjandi rökum, hve vel flokkurinn hefir lialdið heit sín
frá síðustu bæjarstjómarkosningum. Hann endurprentar í þessari nýju
bók stefnuskrá sína og fyrirheit frá 1946, til þess að hver reykvískur
kjósandi geti sjálfur dæmt um orð og efndir. En jafnframt birtir þessi
bók stefniunál flokksins á næstu árum. Sú stefnuskrá er ítarleg og
ákveðin umbótastefnuskrá í öllum meginmálefnum borgaranna. Hún
sýnir, að Sjálfstæðisfl. er víðsýnn og frjálslyndur umbótaflokkur.
Á þessum fjórum árum hefir þetta áunnist meðal annars:
Það, setii áunnis' hefur á síðasla kjörffmabili.
FJÁRHAG BÆJARINS hefir verið haldið í traustum skorðum, fjár-
hagsáætlun fylgt nákvæmlega, mikill rekstrarafgangur, skuldlaus eign
tvöfölduð, greiðslujöfnuður hagstæður. Skipastóll Reykvíkinga þre-
faldast, miklar framkvæmdir í hafnarmálum, tveim síldarverksmiðjum
komið upp. Byggðar yfir 2000 nýjar íbúðir í bænum og bæjarstjórnin
greitt fyrir íbúðarbyggingum á margvíslegan hátt. Bæjarsjóður sjálfur
hefir byggt á annað hundrað íbúðir og byggir nú 230 íbúðir með sam-
einuðu framtaki bæjarins og borgaranna. Stórt raforkuver hefir verið
reisí og undirbúningi lokið að hinni miklu nýju Sogsvirkjun, sem
verður hafin eftir tvo mánuði. Ný hitaveita fullgerð. Miklar umbætur
í gatnagerð og lokið við malbikun 75 prós. allra gatna innan Hring-
brautar. 30 nýir strætisvagnar keyptir á þrem árum. Starfað af kappi
að skipulagsmálum bæjarins. Unnið að byggingu nýrra barnaskóla og
gagnfræðaskóla. Húsmæðraskólinn stórum endurbættur. Fjölgað leik-
skólum og barnaheimilum, nýrri vöggustofu komið upp, barnaleikvellir
fjórfaldast, tekin upp merk nýmæli í uppeldismálum, svo sem skóla-
garðar og unglingavinna. Skilyrði íþróttaæskunnar bætt stórum og
hafnar framkvæmdir á íþróttasvæðinu í Laugardal. Nýr sjóbaðstaður
gerður í Nauthólsvík. Heiðmörk, friðland Reykvíkinga, afgirt, og hafin
þar vegagerð og trjáplöntun. Hafin bygging glæsilegrar heilsuverndar-
stöðvar og unnið á annað ár að undirbúningi bæjarsjúkrahúss. Miklar
umbætur í heilbrigðiseftirliti og sorphreinsun og lokið undirbúningi að
nýtísku sorpvinnslusíöð. Vatnsveitan meira en tvöfölduð.
Reykvíkingar! Hvort kjósið þið heldur!
REYKVÍKINGAR, í dag eigið þið að velja um, hvort þið viljið að
ábyrg og örugg stjórn Sjálfstæðismanna haldi áfram í næstu fjögur ár
að vinna jafnt og þjett að sívaxandi lífsþægindum ykkar, framförxmi á
öllum sviðum og traustum fjárhag, — eða hvort þið viljið varpa bæn-
um okkar út í glundroða og óstjórn þriggja sunduríeitra flokka. And-
stöðuflokkar Sjálfstæðismanna hafa sjálfir lýst því yfir, að þeir hafi
engu samkomulagi getað náð sín á milli um stjórn bæjarins, ef þeir
fengju meirihluta saman. Ef Sjálfstæðisflokkurinn fær ekki hreinan
meirihluta, blasir ekkert við annað en fullkomin upplausn. Fjármálum
bæjarins myndi stefnt í algert öngþveiti. Framkvæmdir stöðvast, at-
vimsuleysi og örbirgð hefja innreið sína. Dæmin eru deginum ljósari.
Flokkasundrungin á Alþingi hefir stefnt fjárhag ríkisins og atvinnu-
veganna í voða.
Oerið ykkur grein fyrir hæltunni.
ÞIÐ, sem ekki hafið áður fylgt Sjálfstæðisflokknum! Gerið ykkur
ljósa þá hættu, sem vofir yfir bænum okkar, ef andstöðuflokkamir þrír
ættu að taka við stjórninni, sjálfum sjer sundurþykkir, fullir af fjand-
skap hver í annars garð, og enginn flokkur bæri fulla ábyrgð á fram-
kvæmdum og f járhag. Gerið ykkur grein fyrir þeirri ábyrgð, sem hvílir
á hverjmn þeim kjósanda, sem með atkvæði sínu steypir okkar blóm-
lega bæjarfjelagi í slíka ógæfu.
ASeins um tvennt að velja.
REYKVÍKINGAR, í dag er aðeins um tvennt að velja: Hreinan meiri-
hluta Sjálfstæðisflokksins eða upplausn. Þið kjósið um þetta tvennt"
Sjálfsíæðisflokkinn eða glundroða. Valið verður ekki erfitt neinum
sem ann borg sinni og vill veg hennar sem mestan.
Enginn ’SjáHslæðismaðiir mé sifja helma!
SJÁLFSTÆÐISMENN, ungir sem eldri, konur sem karl r: Sjáið um
það í dag, að enginn fylgismaður Sjálfstæðisflokksins sitji heima á
kjördegi. Ljettið undir kosningastaifið rneð öllu hugsanlegu móti. —■
Sjaið um að sem allra flestir kjósi snemrna í dag