Morgunblaðið - 31.01.1950, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 31.01.1950, Blaðsíða 14
14 MORGZJNBLAÐIÐ Þriðjudagur 31. janúar 1950 .. Framhaldssagan 24 —— ———— BASTIONS-FÓLKIÐ Eítir Margaret Ferguson Litla eplablóm og langa svarta reykjarpípan „Jeg hjelt að það dygði ekki að i hlæja að þjer, og jeg hjelt að þú mundir gera út af við þig með áhyggjum.í kvöld, ef jeg færi. Jeg er svo viðkvæm fyrir því.“ „Já, ef til vill var það til of mikils mælst af mjer að þú skildir mig,“ sagði Leah. ,,En það skiptir ekki máli. Mjer finnst bara hræðilegt að þurfa að kenna mjer um að þú ferð ekki með Simon.“ Hún tók. um aðra hönd Jane og strauk henni blíðlega um vanga sjer, og um leið fór einhver undarlegur titr- ingur um Jane. „Jæja, eftir þetta glappaskot mitt, þá gerði jeg samt mitt besta til að út- skýra þetta fyrir Simon." Hlýjan hvarf allt í einu úr hönd Jane og hún reyndi að draga hana til sín. „Fyrir Simon? En hvernig þá? Það þurfti ekki að útskýra neitt.“ „Jane, vina mín, þú átt eftir að læra margt og rnikið um unga menn.“ Leah brosti til hennar og sleppti hendinni. — „Simon hlaut að komast að því, að þessi tannpínusaga þín var uppspuni, og jeg býst við að hann hefði ekki beinlínis orðið hrifinn af því að vera neitað á síðustu stundu með svo ljelegri sögu. Jeg sagði honum eins og satt var um það, hvers vegna þú vildir ekki fara og hann skildi það.“ „Nú, já.“ Jane gekk yfir að glugganum og horfði út annars hugar. Hún var reið, en það var ekkert við því að gera. Hún gat vel ímyndað sjer Leah tala við Simon, útskýra það fyrir hon- um, full umönnunar og skiln- ings, svo að þegar hann hafði farið út aftur, þá hafði hann ekki hugsað sjer Jane sem full- orðna stúlku heldur hlægilegan og duttlungafullan krakka, sem þurfti að fara gætilega með. Líklega var hann feginn að hafa losnað við að eyða kvöldstund með þessari óþroskuðu og kjána legu stúlku. „Jane, hvað áttu við með þessu tvíræða: Nú, já? Mis- líkar þjer, að jeg skyldi hafa sagt Simoni eins og var?“ „Jeg.... mjer fannst engin ástæða til þess,“ sagði Jane. „Það gerir mjer erfiðara seinna.“ En hana langaði til að segja: „Því ggturðu ekki látið mig eina um þetta, sem kemur mjer einni við? Og þó að mjer farist illa? Hvers vegna lofarðu mjer ekki að eiga minn eigin persónuleika? Jeg vil heldur að Simon Crowdy álíti mig ókurt- eisa, vegna einhvers sem jeg hef sjálf gert, heldur en að hon- um finnist jeg barnaleg og dutl- ungafull, vegna einhvers sem þú hefur sagt honum.“ „Jané mín, jeg skil ekki að það þurfi að vera neinir erfið- leikar fyrir þig í sambandi við þetta“, sagði Leah sannfærandi. „Simon er mjög skilningsgóður maður og hann veit alveg hvern ig J)jer leið Hann verður á- byggilega ekki svo ónærgætinn að fara að tala um það við þig“. „Þú hefir náttúrlega beðið hann um að gera það ekki?“, sagði Jane svo kuldalega, að Leah leit á hana og linyklaði i brúnir. „Jæja, það skiptir víst heldur ekki máli, eða hvað? Á jeg að koma með ný blóm í vas ann fyrir þig? Jeg ætla að fara út og sækja blóm í borðstof- una“. Sherida kom inn með brjefa- bunka og lagði hann á borðið fyrir framan Leah. „Það virðist ekki vera neitt áríðandi af þessu, frú St. Au- byn, en „Faith Hope“-kvæðin fyrir næsta mánuð verða að vera til á morgun, ef hægt er. Jeg get vjelritað þau í kvöld, ef þau eru til. Jeg er búin að vel.ia nokkrar skemmtileear spurningar fyrir spurningadálk inn og ieg get skrifað niður svörin. Svörin þurfa að vera komin í prentsmiðjuna á fimtu daginn“. „Hvað? Ó, já. Jeg hefi hjerna tvær vísur einhversstaðar og bær verða að duga. Segðu þeim að jeg sendi meira seinna í vik- unni Og svo voru bað snurn- ingarnar .... sagðirðu að bær væru skemmtilegar, Sh»rida?“ Hún renndi augunum yfir vjel- ritað blað, þar sem Sherida hafði raðað upp spurningunum með löngu millibili. „Jeg held næstum að það mundi nægja að ieg semdi sex mismunandi svör og Ijeti þig um að raða beim við viðeigandi spurning- ar. Ef lesendurnir mínir lesa spurningadálkinn á hverri viku, eins og þeir segjast gera, þá skyldi maður halda að þeir væru farnir að kunna svörin utanbókar. Stundum....“. — Hún þagnaði skyndilega með blvantinn á milli varanna. — „Guð minn góður“, sagði hún og hló við. „Það er eins gott að þeir heyra ekki til mín, annars mundu hinar háfleygu hug- myndir þeirra um mig hverfa eins og reykur út í loftið. Ekki svo að skilja, Sherida, að mjer leiðist þessar spurningar, jeg er bara ekki búin að ná mjer vel ennþá eftir veikindin og jeg hefi haft svo margt annað að hugsa um í dag. Það eru nógu mörg vandamál, sem steðja að innan fjölskyldunnar, þó að jeg fari ekki að hjálpa öðrum í vandræðum þeirra. Það er ekki einu sinni svo vel að fólk fari nokkurn tímann eftir mín- um ákaflega skynsamlegu ráð- um. Stundum langar mig til að gefa einhverjum ráðleggingu sem er þvert á móti því að vera skynsamleg eða móðurleg. Mig langar til að ráðleggja bara einni af hinum mörgu lítilsvirtu húsmæðrum að sitja ekki þolin móð heima og ausa út mann- gæsku og fórnfýsi, heldur eyða öllum heimilispeningunum í nýjan kjól og snyrtingu. og eyða svo því sem eftir verður í kvöld stund á Hammersmith alais de Danse. Svona áhrif getur þessi eilífa skynsemi haft á mig — Fáðu þjer sígarettu, Sherida og segðu mjer hvort Jane er mjög óánægð yfir því að fara ekki á þennan dansleik í kvöld“. Þessi skyndilega breyting á umræðuefninu kom Sheridu ekki á óvart. Hún fann að Leah hafði verið að undirbúa jarð- veginn fyrir hana með hinni mestu kostgæfni, svo að hún var við henni búin. Eitt var að tala um Jane við Mallory, ann- að að tala um hana við Leah. „Jeg býst við, að hún hafi orðið fyrir vonbrigðum", sagði hún áherslulaust. „En það er ekki mikið gaman að því að fara á dansleik með óþolandi tannpínu. Eru þetta kvæðin, frú St. Aubyn?“ Hún benti á blað þ*r sem eitthvað var hripað niður og Leah drap . í sígarettunni sem hún var nýbúin að kveikja í. „Já. Það fyrra er um naris- sur og hitt er um það, þegar fólk gerir ráð fyrir einu barni en fær tvíbura. Þau eru ekki beinlínis frumleg, en sem þetur fer hugsa allir meira og minna um blóm og börn á vorin. — Hvernig finnst þjer þau, Sher- ida? Finnst þjer mjer vera að fara aftur?“ Sherida renndi augunum yf- ir línurnar, en engar svipbreyt- ingar sáust á andliti hennar. „Mjer sýnist þau ágæt“, sagði hún fremur þurrlega „Mier líkar vel hvað þú ert orðvör, Sherida“, sagði Leah og hló glaðlega. „Þú ert að verða fyrirmyndar skrifstofustúlka. Taktu þau fyrir mig og vjel- ritaðu þau, á meðan jeg veð í gegnum þessi brjef.“ „Hún er sjerkennileg kona“, hugsaði Sherida með sjálfri sjer, um leið og hún setti blað- ið í ritvielina. „Hvaða fróun getur henni verið í því að fyrir líta starf sitt svona, eða af starfinu sjálfu? Ekki er það vegna peninganna, sem hún er að þessu. Mallory getur veitt henni allt, sem hjarta hennar girnist. Líklega er það til að viðhalda persónulegu gildi sínu“. Henni datt allt í einu í hug hendurnar á Leah, brúnar af sólinni, breiðar og sterkar, eins og karlmannshendur. Allur sá kraftur, sem ekki fjekk útrás frá líkama Leah kom fram í þessum höndum, og hinir part- ar líkama hennar hlutu að hafa þær, vegna þess að þær voru það eina, sem var frjálst og eðlilegt. Það fór hrollur um Sheridu. Þessar hraustlegu og sólbrenndu hendur voru ennbá óhugnanlegri en þær allra gegnsæjustu oog fíngerðustu j hendur, sem gátu tilheyrt; veikluðum líkama. | Þeir sein hafa hugsað sjer að | : innrita sig í hinn nýstofnaða i I frjálsa Fríkirkjusöfnuð 1 geta skrifað sig á lista er liggja | \ frammi á eftirtöldum stöðuin, \ , | þar til nánar verður ákveðið: | i I Klæðaverslun Andrjesar Andrjes : I : sonar, Laugaveg 3, Isleifur Þor- ; i steinsson Hverfisgötu 50, Jón : j | Arason, Hverfisgötu 32 B, frú | : Dagmar Gunnarsson Öðinsgötu i I 7, Haukur Ársælsson, Grettis- : J | götu 52, Tryggvi Gislason Urð- | i arstíg 14, Filippus Ámundason i j | Brautarholti, Stefán Árnason i : Fálkagötu 9. Bráðabirgðastjórnin. : EF LOFTUR GETUR ÞAÐ EKKI ÞÁ HVER? Saga frá Kína. — Eftir DOROTHY ROWE 6. Hann hafði augsjáanlega saknað reykjarpípunnar og leit- aði hennar. Hann gægðist niður í skuggann við borðstokk- inn. Ekki var pípan þar. Hann tók ekki eftir að foreldrarnir höfðu farið á fætur, en nú sá hann stöngina. Hann kom að- eins nær Litla eplablómi og sá, að hún var sofandi. Svo beygði hann sig niður til þess að taka pípuna. En þá stökk Litla eplablóm á fætur og gerði manninum svo bylt við, að hann var næstum því dottinn kylliflatur. Hún togaði í fra^tkalafið hans og hrópaði upphátt: Ef þú hefur tekið myndina hans pabba míns, þá skaltu skila henni undir eins. Jeg skal ekki sleppa þjer og jeg skal 'verkja alla sem eru um borð í skipinu og segja þeim, hvað þú ert vond- ur maður. Maðurinn var bæði hissa og hræddur og þetta kom honum svo á óvart að umhugsunarlaust smeygði hann hendinni í boðung sinn, dró fram strangann dýrmæta og ljet Litla eplablóm fá hann. Þá sleppti hún honum, svo að hann gat hlaupið brott með pípuna sína rjett áður en pabbi og mamma komu til baka. En pabbi var svo glaður yfir því að fá myndina sína aftur óskemmda, að hann fór ekkert að leita hann uppi og eftir- málin urðu engin. Litla eplablóm sagði foreldrum sínum, hvernig hún hefði náð myndinni af manninum og var þá orðin svo glaðvakandi, að hún gat ekki sofnað það sem eftir var morguns, heldur stóð hún út við borðstokkinn á skipinu og horfði á froðuna og loftbólurnar, sem komu í vatnið. Og Litla eplablóm trúði því, að froðan kæmi af því, að fljótsguðimir væru að þvo sjer um hendurnar niðri í djúpum fljótsins. SÖGULOK. ^tflfhbcy wnj&*iqumíafpsrLu, — Skrattans hundur! ★ Ná8i öllu — næstum. Nýr hraðritari (hlustar á eldhrað- an upplestur): „Já, skrifstofustjóri, en hvað var það, sem þjer sögðuð á milli „Kæri herra“ og „verið þjer sælir“.?“ ★ Ástúðlegir viðskiptavinir „Ungfrú Jóna. í hvert skipti sem jeg þarf að tala við yður, eruð þjer í simanum.“ „Það voru viðskiptasamtöl, herra forstjóri.“ „Jæja. Þjer skuluð ekki kalla við- skiptavini mina „elskan“ í framtíð- inni.“ ★ Góð vitneskja. Falleg kona: „Haldið þjer að skrif- stofustjórinn hafi tima til að tala við mig?“ Afgreiðslumaður: „Vissulega, skrif- stofustjórinn hefir alltaf tima til að tala við fallegar stúlkur." Konan: „Hemm, einmitt það. Viljið þjer segja honum, að konan hans sje hjei-na.“ ★ Hún þekkti þær. „Ójá, konan mín sagði skrifstofu- stúlkunni minni upp, strax þegar við vorum gift.“ „Hversvegna gerði hún það? Jeg hjelt, að hún hefði verið skrifstofu- stúlka sjálf.“ „Já, það var nú þessvegna, sem hún gerði það.“ Óþörf árcynsla. Gömul kona (horfir á reiptog í fyrsta sinn): „Myndi ekki vera auð- veldara fyrir þá að fá sjer hníf og skera á reipið?" ★ I 1 kirkjugarði nokkrum hangir skilti með þessari áletrun. — Mönnum er harðbannað að tina blóm af neinum leiðum nema sínum eigýi. ★ Auglýsing. — Týnst hefir hvítur úlfhimdur með brúnu höfði á norður- svæðinu. ■iiiiiMiiiiiiiiiaiuiiiniijMiiiilia«l«l,ili,iitili|ll|l||l|l||lllll| Góð gleraugu eru fyrir öllu. Afgreiðum flest gleraugnarecept og gérum við gleraugu. : Augun þjer hvilið með gler- i augu frá T Ý L I H. F. Austurstræti 20. r a •Miiiiiiiiiiiiiiiiiimai,i«iiiiiiiiiiiitiiiiin<>iiiiiii,ii,ttiit,i|it| .............................................. BERGUR JÓNSSON Málflutningsskrifslofa Laugaveg 65, sími 5*133. •Mlilliiiiuim ••••,••••■•••111111,■■§ VHliiiiiiiiiiiMiuiimMiiiiiiMimmimiiiimiMiiKiiiiiiiiii HÖRÐUR ÓLAFSSON hdl. Laugaveg 10. — Sími 80332. Málflutningur — fasteignasala UllllltUIUIUIUUl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.