Morgunblaðið - 31.01.1950, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 31.01.1950, Blaðsíða 16
VEÐURÚTLITIÐ. FAXAFLÓI: SV-kaldi og stinningskaldi. — Jeljaveður. $flor£tmS>Iaí>ió 25. tbl. — Þriðjudagur 37 janúar 1959. EFTIRMINNILEGUR______siguc Sjálfstæðisflokksins í Reykja- • , vík. Sjá grein á bls. 9.___j BæjarfulBtrúar Sjálfstæðisflokksins f»ESSI ljósmynd var tekin í gær af bæjarfulltrúum Sjálfstæðismanna og varamönm|m þeirra, sem kosningu hlutu á sunnudaginn. — Talið frá vinstri, fremri röð: Guðmundur H. Guðmundsson, Hallgrímur Benediktsson, frú Auður Auðuns, Gunnar Thoroddsen horgarstjóri, Guðmundur Ásbjörnsson, Jóharm Hafstein, Sigurður Sigurðsson og Pjetur Sigurðsson. Varafulltrúar í aftari röð, talið frá vinstri: Ragnar Lárusson, Ólafur Björnsson, Friðrik Ein- nrsson, frú Guðrún Jónasson, frú Guðrún Guðlaugsdóttir, Birgir Kjaran, Sveinbjörn Hannesson og síra Jón Thorarensen. (Ljósm. Ól. K. Magnússon). Er Hnlldór Kiljun urgusti Titóisti44? Hugieiðingar Kaupmannahafnarbiaðs 9? Einkaskeyti til Morgunblaðsins. KAUPMANNAHÖFN, 30. jan. — „Verður Halldór Kiljan Lax- tiess bannfærður sem Titosinni?“ spyr blaðið Socialdemokraten. Blaðið segir: „Árum saman hefur Laxness verið tryggur komm- vmisti og hefur farið eftir Moskvalínunni með trúmennsku og gegnum þykt og þunt. Hingað til hefur hann aldrei efast um forsjá Stalins og hans óskeikulleik. Efasemdir vakna. „En nú hafa vaknað alvar- légar efasémdir um að Laxness £je Titoisti. Eftir síðustu för hans til Rússlands hafa Tito- istiskar tilhneigingar komið fram í grein, sem hann skrifaði fj.rir tímaritið „Mál og menn- ing“. Vitnað í Tímaritsgrcin. Tekur Socialdemokraten upp nokkrar setningar, þar sem Laxness segir, að faglærðir V'erkamenn í Bandarikjunum hafi hærri laun on greitt er fyr- ir sambærilega vinnu í Rúss- landi og þar sem hann segir, að rússnesk iðnaðarframleiðsla „sje ekki komin Iengra“, en svo, að flestar rússneskar iðnaðar- vörur sjeu svipaðar að gæðum cg íslensk framleiðsla. Hvað geiir rannsóknarrjettur kommúnista? F ^cialdemokraten segir að I&kum: „Það er greinilegt, að á æðri stöðum innan kommúnjsta- flokksins verður annaðhvort, að samþykkja lýsingu Laxnfess á hinum ljelegu kjörum rúss- neskra verkamanna og Gyðinga ofsóknum kommúnista í Rúss- iandi, eða bannlæra hann sem argasta Titoista.“ Hvora leiðina hinn komm- únistiski rannsóknarrjcttur vel ur mun vekja athygli einnig utan Islands. — Páll. Fimm skipsmenn á ísólfi meiðasl SIGLUFIRÐI, 30. jan. — í gær- dag, sunnudag, kom hingað til Siglufjarðar togarinn Isólfur frá Seyðisfirði. Fimm menn af áhöfn hans höfðu hlotið meiri og minni meiðsl og gerði íækn- irinn hjer að þeim. Einn þeirra handleggsbrotnaði. og framan tók af fingri á öðrum manni_ Isólfur hafði verið að veiðum út af Vestfjörðum, er stórsjór reið yfir skipið og meiddust þá mennirnir fimm allir í sömu andránni. Er læknirinn hafði gert að meiðslum mannanna fóru þeir með togaranum út aftur. Var hann með sæmilegan afla og ætlaði að halda áfram veiðum í tvo daga, en fara þá til Seyðis fjarðar með mennina fimm er slösuðust og skilja þá þar eftir. Flugslys í Noregi — 3 fórusl ÞRÁNDHEIMI, 30. janúar. — Tveggja hreyfla Oxford-flug- vjel var að taka sig upp af Vernes-flugvellinum í dag, er hún steyptist til jarðar úr 100 metra hæð. Áhöfn flugvjelat- innar, 3 menn, fórst öll, og ó- nj ttist flugan með öllu. — NTB Yfir 30 verkamenn særasi á Itaiíu BÁR, 30. jan. — í Barletta á Ítalíu kom til óeirða í dag. — Komu þar saman 10,000 verka manna til að andmæla því, að vínverksmiðjum þar hafði ver- ið lokað. Óttaðist lögreglan, að verkamennirnir mundu ráðast á verksmiðjurnar og skaut því viðvörunarskotum í loft upp. Verkamennirnir svöruðu með grjótkasti, og sundraði lögregl an þá mannfjöldanum með kylfum. — Tveir verkamanna særðust illa, en 30 minna. Um 20 bílar skemd- ust á kosninoa- daginn MIKIL umferð var um allan bæ inn á kosningadaginn, bæði bíla og gangandi fólks enda hið besta veður franr á kvöld. Lítilsháttar ísing var á göt- unum og göturnar því varhuga verðar, fyrir þá er óku bílum. Árekstrar urðu allmargir og skemdust um 20 bílar í þeim meira og minna. Ekkert slys varð á fólki í árekstrunum og hefur ekki heyrst um slys á fólki í sambandi við kosning- arnar. Klukkan að ganga níu um kvöldið tók að rigna og sk"mmu síðar var kumin stórrigning og fór veður vaxandi eftir þvi sem leið á kvöldið. Elgurinn gerir usla í Noregi LILLEHAMMER, 30. jan. — Menn óttast nú orðið, að í vet- ur muni Elgir vinna nokkur spjöll á íuruskógum og högum sumsstaðai í Noregi Viða í Guð brandsdalnum hafa dýrin sótt niður i byggð að undanförnu vegna fannkyngi Á einum stað hafa þegar verið skotnir 3 og enn fleiri hafa orðið fvrir járn- brautarlestum. — NTB. Fífldjarfur þiófur LONDON, 30. jan. — Um helg- ina var framið innbrot í Lúnd- unum, eitthvert fífldjarfasta tiltæki, sem haft hefur verið þar í frammi árum saman •— Stolið var úrum og öðrum verð mætum fyrir 140,000 króna. Þjófarnir höfðu klifrað upp vinnupall, farið yfir þakið á járnbrautarstöð nokkurri og svo niður um þakið á birgða- skemmu, rjett yfir aðalsaka- máladómstóli Lundúna Megnið af þýfinu átti að flytja út, og sumir telja jafn- ,vel, að verðmæti þess 1 hafi verið allt að 400,000 kr. — NTB.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.