Morgunblaðið - 05.02.1950, Side 12
12
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 5. febrúar 1950.
Heklukvikmynd Stein-
þórs Signrðssonar, inll-
gerð og sýnd bróðlega
KVIKMYND Heklurannsókn-
anna, sem Steinþór heitinn Sig
urðsson vann að, til hinstu
stundar, er nú fullgerð, og verð
ur sýnd í Gamla Bíó eftir
nokkra daga.
Þessi kvikmynd hefir áður
verið sýnd, bæði erlendis og
hjerlendis. en ekki eins full-
komin og hún er nú. — Árni
Stefánsson vann með Stein-
þóri heitnum að myndatök-
unni, og ýmsir náttúrufræðing
anna, sem voru við rannsóknir
á gosinu, munu hafa lagt þar
hönd að verki.
Frá upphafi til enda
Kvikmyr.din sýnir alla þætti
gbssins, allt frá því að náttúru-
fræðingarnir flugu austur að
Heklu fyrsta gosdaginn og gos-
ið var að hefjast, hraunstraum
arnir ekki komnir nema spöl
korn niður eftir hlíðunum, og
þangað til ,,eldelfan“ var að
stöðvast, sem mánuðum og
misirum saman rann niður frá
Axlargígnum.
Síðasti þáttur myndarinnar
er frá sumrmu 1948, þegar kol
sýrustraumurinn kom undan
hraunjaðrinum skammt frá
Næfurholti, og kæfði dýr og
gróður, sem fyrir var. En á
kvikmyndinni verða áhorfend-
ur kolsýrunnar varir, með því
að sjá hvernig sloknar á blys-
um, sem bprin eru að kolsýru-
tjörnunum, er söfnuðust í lægð
ir og lautir_
Stórfenglegiir sjónleikur
nóttúruaHs hná
Með köflum er þessi fræga
Heklumynd, þessi fyrsta kvik-
mynd af eldgosi hjer á landi,
svo stórkostreg, að menn eiga
erfitt m ð að trúa sínum eigin
augum. Að nokkrir menn, af
rannsóknaráhúga og hollri for-
vitni vísir.d; manna, skuli hafa
hætt svo lífi sínu, sem þar oft
hefir verið gert. Svo sem þegar
þeir klifra niður í glóðheita
gígana, 'ða standa í stórgrýtis
hríðum í ránd við gjósandi
gíga. y
Þessi stóríenglegi sjónleikur
náttúruaflanna getur stundum
nærri þ\'í tekið á sig spaugi-
legar myndir, eins og t.d. þegar
gígirnir þeyta upp úr sjer, eða
hósta frá sjer reykjarhringjum,
sem i lögu r og háttum eru
nauðalíkir þeim tóbaksreykjar
hringjum, cr vindlareykjandi
menn anda frá sjer, sjer og á-
horfendum til augnagamans.
Þessir „Hekluhringir" eru bara
nokkrum þúsund sinnum stærri
■en hinir sem eru úr tóbaki.
Kennslumyud í framtíðinni
Frummvnd þessarar kvik-
ar verðr.r að sjálfsögðu vand-
lega geymd i öruggum stað, til
þess að íakast-fram til saman-
burðar þega* Hekla hreyfir sig
í næsta inr. En allan tímann
þangað ‘il vefða eftirmyndirn-
ar kærk imi m stuðningur öll-
um þeim, s«m fræða vilja al-
menning hj ;r á landi, og ann-
arsstaðax, u.n hvernig umhorfs
er, þegar eitt af merkustu eld-
fjöllum heims gýs.
Þær myndir, sem lengst og
gleggst geymast í minni manna
úr kvikmynd þessari, hygg jeg
að muni vera myndirnar frá
eldmóðunni miklu, og mynd-
irnar frá því, þegar skurnað
hraunið sígur áfram og gló-
andi björgin velta fram af
skríðandi hraunkambinum. En
allsstaðar glittir í glóðýia, sem
á bak við býr.
—O—
Að sjálfsögðu heldur mynd-
in á lofti, á meðan hún verður
við líði, nafni þess manns, sem
illu heilli eitt sinn varð of nær-
staddur eldskeytum þeim, sem
Hekluhraun sendir frá sjer við
slík tækifæri, nafni Steinþórs
Sigurðssonar, sem var aðal-
höfundur myndarinnar, meðan
honum entist aldur.
— Búskapur — Sfór-
íbúðarskatfur
Frh. af bls. 10.
P. á sögu, sem gerðist vestur í
Ameríku fyrir nokkrum árum.
Ferðamaður gekk eftir þjóðveg
inum, en villtist. Hann fór því
heim á bóndabæ og spurði til
vegar. Bóndi varð fyrir svör-
um og sagði: „Gakk þú lítið eitt
lengra vestur eftir veginum og
þá muntu hitta prestinn og
hann vísar þjer veginn“. Ferða-
manninum þótti þetta furðu
gegna, ef presturinn stæði dag
og nótt á veginum og vísaði
ferðamönnum til vegar, Bóndi
sagði honum þá brosandi, að
merkja staurarnir á krossgöt-
um í þessu byggðalagi væru
kallaðir „prestar“, vegna þess
að þeir vísuðu veginn, en færu
hann ekki sjálfir.
Það væri rjett fyrir H. P.
að hugleiða þessa sögu, og vita
að hvaða niðurstöðu hann
kemst. Það þýðir ekki fyrir H.
P. að brýgsla öðrum um að þeir
búi í óhóflega stóru húsnæði, á
meðan hann sjáifur lætur heil-
an bæ standa mannlausan og
það á einni bestu jörð lands-
in.s
Það þýðir ekki fyrir H. P. að
bera það upp á íbúa þessa bæj-
ar, að þeir virði ekki „helg vje
heimilisins“ á meðan hann og
hans flokksmemx reyna af öll-
um mætti að stofna heimilis-
friði Reykvískra heimila í bráð
an voða með stóríbúðaskattin-
um.
Það þýðir ekki fyrir H. P.
að bera Reykvíkinga út fyrir
óhóf á meðan hann sjálfur er
beim engin fyrirmynd í þessu
efni.
Það þýðir ekki fyrir H. P. að
hrópa um friðhelgi eignarjett-
arins á meðan hann og hans
flokkur gengur lengra en komm
únistar í að lítilsvirða og af-
nema eignarjettínn.
E. H.
^renrih (/Ójórnóóon
j MÁLfLUTMIN G S SKRIFSTOFA |
A ubTURSTRÆTI 14 - SÍMI Ql53Ci
Reykjsvíkurmeistarar í sundknattleik 1950
S V E IT Ármanns, sem vann sundknattleiksmótið, talið frá
vinstri: Sigurjón Guðjónsson, Ólafur Diðriksson, Guðjón Þór-
arinsson, Einar Hjartarson, Theódór Diðriksson, Rúnar Hjart-
arson og Ögmundur Guðmundsson. (Ljósm. Ragnar Vignir).
Þökk fyrir
Eftir síra Halldór Jónsson,
Reynivöllum, Kjós.
ÞAÐ VAR siður í sveitinni með-
an húslestrar voru almennt
hafðir um hönd og er vísast
enn, þar sem þeir eru um hönd
hafðir, að heimilisfólkið, er á
hlýddi. sagði hvert fyrir sig að
loknum lestri: Þökk fyrir lest-
urinn.
Þetta var og fögur og sjálf-
sögð kurteisi.
Það er nokkuð annarskonar
lestur, sem mig langar til að
þakka fyrir að þessu sinni og
hefi all-leixgi haft í huga að
stinga niður penna í því skyni
að þakka, þó ekki hafi orðið
af því fyrr enn nú, ■— ágætum
íslenskum rithöfundi, hr. Hend-
rik Ottóssyni í Reykjavík.
Hann hefir samið og gefið út
tvær prýðilegar bækur. Önnur
heitir: Frá Hlíðarhúsum til
Bjarmalands — og hin:
Gvendur Jóns og jeg. — Eru
þessar bækur þannig ritaðar,
að mann fýsir að Iesa þær hvað
eftir annað og er það yfirleitt
fremur fágætt um bækur. svip
aðs efnis. Að mínu viti eru
þessar bækur hvor annari betri.
í fyrri bókinni kemur glöggt
fram stjórnmálaviðhorf höfund
ar og höfum við þar allólíkar
skoðanir.
lesturinn
ar og samgleðst honum með
þann árangur, er hann hefir
þegar náð og hinar hljóðu þakk
ir, sem til hans hefir verið beint
frá fjölda fólks, án efa.
Allabaddarí, biskví, fransí,
vúllevú.
Jón Jónsson verka-
maður sextugur
SEXTUGUR er í dag Jón Jóns-
son, verkamaður, Leifsgötu 4.
Hann er fæddur 5. febrúar
1890 á Flankastöðum á Mið-
nesi. Tveggja ára fluttist hann
austur að Efra-Hvoli í Rang-
árvallasýslu og þaðan 10 ára
að Vestri-Garðsauka til Einars
bónda Einarsonar og var þar
til 1931, er hann fluttist til
Reykjavikur. — Þar kvæntist
hann Maríu Þórðardóttur frá
Lambalæk í Fljótshlíð, en
missti hana eftir góða og far-
sæla sambúð 6. desember 1947.
Þau eignuðust tvö börn, og er
annað á lífi, Ingileif, nú 15
ára. Jón er mikill starfsmað-
ur og fellur aldrei verk úr
hendi á virkum degi. Hann er
skyldurækinn og ljettur í
lund og mjög vinsæll af öllum,
sem til hans þekkja.
Það, sem jeg vil taka fram og
þakka fyrir er þetta.
Báðar bækurnar eru að mínu
viti prýðilega samdar og óvenju
lega skemmtilegar aflestrar.
í öðru lagi og það sem eykur
þessum bókum gildi alveg sjer-
staklega er sá drengskapur höf
undar, sem jafnan skín í gegn,
samúð hans við það fólk, sem
hann leiðir fram á sjónarsvið-
ið, hve hann talar vel um fólk-
ið yfirleitt, sitt samferðafólk
og kostar kapps um að láta
njóta sannmælis, eigi síður, að
því er virðist það fólk, sem lít-
ur ólíkum eða allt öðrum augum
en hann á hin pólitísku baráttu
mál.
Þetta er fallegt og til sannrar
fyrirmyndar og hafi hinn mik-
ilsvirti höfundur heiður og
þakkir fyrir.
Jeg trúi ekki öðru en að þess
ar bráðskemmtilegu. bækur
verði fjölda fólks ósvikinn ynd
isauki og fyrir mitt leyti
hlakka jeg til að lesa næstu
bók og bækur höfundar, ef jeg
lifi svo lengi.
Jeg leyfi mjer að óska hinum
mikilsvirta höfundi árs og frið
Kunnugur.
l^cXoA. X.
Jílor^unWaítí
O-Cf ^zcuj^pJurxAxjJiyrúh.
hxrrrux hxxrrruu.
— Reykjavíkurbrjef
Framh. af bls. 9.
hið austræna ægivald, að því
er tilkynt hefur verið frá fund-
um „kominform".
Það hefði þótt ótrúlegt til
frásagnar, að þegar íslenskt
endurreist lýðveldi hefði verið
rúmlega hálfan áratug við líði,
þá væru 7500 Reykvíkingar
með slíku hugarfari. En þetta
er staðreynd. Og henni verður
ekki eytt, nema með því eina
móti, að þetta fólk, sem ánetjað
er kommúnismanum, hugsi sig
betur um, kynnist því, hvað
kommúnisminn er, og snúi frá
villu síns vegar. Af fúsum og
frjálsum vilja.
Erfitt að snúa við
ÞAÐ er alkunnugt, að mörgum
sem hafa ánetjast kommúnista-
flokknum, bæði hjer á landi og
'annarsstaðar, veitist erfitt að
losa sig þaðan. Engu líkara en
flokksstjórninni takist oft að
loka flokksbræður sína eða fje-
lag’a í „sellum", þeim er eigi út-
göngu auðið, hvernig sem þeir
vildu.
Þó þeir sjeu orðnir hund-óá-
nægðir með i’lokkinn, þá er
þeim ómögulegt að koma fram
með nokkra gagnrýni, eða hafa
nokkur áhrif á stjórnmálastarf
semi flokksdeildarinnar. Þegar
þeir einu sinni hafa játast und-
ir hin kommúmstisku vfirráð,
þá verði þeir að lúta flokks-
stjórninni, í einu og öllu. Láti
þeir uppi andúð á flokknum,
eða forystu hans, er það dæmt
sem pólitískur glæpur, þar sem
kommúnistar hafa í sínum hönd
um ákæra- og dómsvaldið, er
þeim efagjörnu, eða þeim sem
hverfa frá , línunni“. hegnt eins
og afbrotamönnum.
Vegna þessara flokksþving-'
ana leitast kommúnistar altaf
við, að ná til óþroskaðra ungl-
inga, fylla þá hatri, á núverandi
þjóðskipulagi, og ljúga þá fulla
með skipulögðum áróðri, á með
an verið er að hefta þá í hugs-
un og framkvæmd.
Afkáraleg
samvinnutilboð
OFBELDISÁFORM kommún-
ista eru öllum hugsandi mönn-
um alveg ljós. Einnig er það
óhrekjanleg staðreynd,:að jafnt
hin íslenska flokksdeild þéirra,
sem deildir kommúnistaflokks-
ins í öðrum löndum, eru ger-
samlega á valdi hinnar rúss-
nesku miðstjórnar í upphafi
var látið svo sem kommúnism-
inn ætti að koma hinum ,.kúg-
uðu stjettum" að gagni um ger-
vallan heim. Hann er fyrir
löngu oiðinn að heimsvalda-
stefnu, einnar harðstjórnar.
Eiga allar deildir flokksins að
þjóna þessu eina takmarki, en
vinna gegn hagsmunum sinnar
eigin þjóðar þegar yfirboðurun-
um býður svo við að horfa.
Það er furðulegt, að menn,
sem hafa á hendi stjórn svo
gersamlega áhriialausra flokks
deilda, skuli endast til að bjóða
öðrum flukkum samvinnu við
sig. Þeir vita. að allir vita, að
orð þeirra og gerðir eru ger-
samlega á valdi ofbeldismanna
í fjarlægu landi. Að samvinna
við slíka flokksdeild sem hinn
íslenska kommúnistaflokk,
væri sama sem að ganga til
samvinnu við erlendan ofbeld-
isflokk, sem hyggst á heimsyfir
ráð, og lætur sig engu skifta hag
íslendinga. ...JÁ