Morgunblaðið - 05.02.1950, Qupperneq 16
REYKJAVÍKURBRJEFIÐ er á
VEBURLTLITTO. FAXAFLÓI;
S og SV kaldi stundum stinn-
itngskaldi. skýjað^_________
blaðsiðu 9.
Fiskveiðirjettindi Færeyinga
við Island f ramlengd af Álpngi
Bráðabirgðaákyæði meðan aS samningar
við Ðani standa yfir
f VRIR skömmu voru samþykkt á Alþingi lög um framlengingu
f - kveiðirjettinda Færeyinga hjer við land. Var frumvarp um
J í.3 flutt af fyrrverandi ríkisstjórn.
Aðalefni laganna felst í fyrstu grein þeirra, sem er á þessa leið:
,.Méáían eigi er lokið samningum ■ þeim, er nú standa yfir
vegna niðurfellingar dansk-íslenska sambandslagasamningsins
3ö. nóvember 1918, heimilast rikisstjórn íslands að gera pær
(ráðstafanir, sem þörf er á. til að láta Færeyinga halda þeim
y;> tti, er þeir hafa haft til fiskveiða með handfæri á þilskipum
jcr 3 eða án gangvjelar og opnum bátum hjer við land fyrst um
i,. n, þó eigi lengur en til ársloka 1950.“
jSamningar við Dani
£tanda yfir
Síðan skilnaður fór fram milli
%:■ ands og Danmerkur hafa
jþtssi lög verið framlengd ár-
lega. Mun þessum málum verða
/endanlega skipað þegar lokið er
eamningum milli landanna um
ýrns atriði í sambandi við skiln-
aðinn. En eins og kunnugt er
yinna nefndir að þessum samn-
|ugum og er Jakob Möller sendi
It.erra foi'maður íslensku nefnd
arinnar. Ékki er fullvíst hvenær
þessum samningum lýkur.
Meðal Færeyinga ríkir mikill
éhugi fyrir því að halda þessum
fiskveiðirjettindum við ísland
áfram. En ákvæði þessara laga,
eem Alþingi hefur nýlega sam-
jþykkt eru að sjálfsögðu bráða-
b* gðaákX'æði. Komu fram and-
fnaeli gegn framlengingu þeirra
jþ'egár |>au voru rædd á Alþingi.
Voru þau engu að síður sam-
l'ykkt’ nær einróma.
St'ldát varl vi5
Garðsskaga
£TÖÐUGT er reynt að fylgjast
*j eð því, hvort síldargöngur
■jjrotni hjer inn í Faxaflóa og
•I fi ■ síldarleitarskipið Fanney,
verið á stöðugu varðbergi við
Æ íið skilyrði og þrátt fyrir
J,: agvarandi storma.
Aðfaranótt laugardags urðu
fskipverjar á Fanney varir við
jf kigöngu um 18 siómílur vest
,ti af Garðskaga. Lögðu þeir
jú net, en fengu enga síld. —
jE nnig renndu þeir út færum
s'num og fengu á þau nokkra
jþe-rska, svo þarna hefir verið
sennilega um þorskgöngu að
jríeða.
Þessa sömu nótt hjelt Fann-
«. sig á svipuðum slóðum. Var
fr - vart við síídartorfur, en eigi
fítórar. Stóð síldin á sjö til 15
/aðma dýpi. Tveim netum var
tagt, en aðeins örfíar síldar
yeiddust í þau, og var þeim þá
*;ökkt niður á 15 faðma dýpi og
>ý;m~liggja”í*«ína klukkustund.
Þegar draga átti netin rifnuðu
fcau bæði og telja skipsmenn að
evo mikil síld hafi verið í þeim
að þau hafi eigi þolað þungann,
eins var óhagstætt veður er
t ..n voru dregin upp. i
•---------------------------
ioísvert ðf Laxness að
vekja athygli á Oyðinga-
andúð Rússa
Einkaskeyti til Mbl,
KAUPMANNAHÖFN, 4. febr.
— í forystugrein í „Social-
Demokrateh“ segir í dag, að
kommúnistablaðið „Land og
Folk“ hafi skyndilega mist all-
an áhuga á Kiljan, og upp-
ljóstrunum hans, viðvíkjandi
gyðingaandúð Rússa. Kommún-
istablaðið kysi að minnast ekki
á þetta mál, eftir að „Social-
Demokraten“ hafi skýrt frá því
hve Rússar sýndu lítið umburð-
arlyndi og hvernig tilhneiging
þeirra væri til gyðingaandúðar.
Nú finnist kommúnistablaðinu
mál þetta vera orðið óþægilegt.
„Social-Demokraten" bætir
við ' frásögn Laxness, ýmsum
dæmum um gyðingaandúð
Rússa. Og segir, að það sje lofs-
vert af honum, að vekja athygli
á gyðingaandúðinni, í því landi.
Því sanntrúaðir kommúmstar
haldi því hiklaust fram, að
Rússar sjeu hinir einu og sönnu
andstæðingar allra kynþátta-
fordóma. — Páll.
Jófl Sæmundsson
skipslj. kynnir sjer
veiðinýungar
á Norðurlöndum
NEFND sú: er skipuð hefir ver-
ið til þess að hafa forgöngu um
tilraunir með nýjum veiðiað-
ferðum og kynna sjer nýjung-
ar á því sviði, hefir ráðið í sína
þjónustu einn kunnasta skip-
stjóra vjelbátaflotans, Jón Sæ-
mundsson skipstjóra á vjelskip
inu „Fagriklettur“, frá Hafn-
arfirði.
Jón Sæmundsson á að kynna
sjer helstu nýjungar á sviði
síldveiða hjá Dönum, Norð-
mönnum og Svíum. — í þessum
tilgangi er hann farinn utan. —
Fór hann síðastl. þriðjudag
með flugvjel, til Kaupmanna-
hafnar.
I þessu ferðalagi mun Jón
verða i scx til átta vikur.
Þegar herskipið „Hijsouri" slrandaði
BANDARÍSKA herskipið „Missouri“ náðist út síðastliðinn miðvikudag, en það strandaði við
Virginía fyrir nær þremur vikum. Skipið er 45,000 tonn, og um skeið óttuðust menn, að ekki
tækist að ná því af grunninu. Myndin er tckin eftir að það strandaði.
Þrjár kvöldskemmfanir
fyrir D-listastarfsfólk
SJÁLFSTÆÐISFJELÖGIN i Reykjavík efna til þriggja
kvöldskemmtana fyrir þá, sem störfuðu fyrir D-listann
við bæjarstjórnarkosningarnar.
Tvær kvöldskemmtanirnar verða haldnar samtímis
annað kvöld í Tjarnarcafé og Sjálfstæðishúsinu, en
þriðja kvöldskemmtunin verður haldin mánudaginn 13.
febrúar 1 Sjálfstæðishúsinu.
Á þessum kvöldskemmtunum verða fluttar stuttar
ræður og ávörp, en Bláa Stjarnan annast skemmtiatriði.
Starfslið D-listans er vinsamlega beðið að vitja að-
göngumiða sinna í skrifstofu Sjálfstæðisflokksins á
morgun.
Lítill afli er hjá
línubátunum
AT.T.T er tíðindalaust af ver-
tíðinni, enda óvenju erfið
veðrátta, og þegar gefið hefur,
þá hafa bátarnir ekki fengið
mikinn afla.
Almennt er, að bátar úr
Keflavík, Hafnarfirði og Reykja
vík, sjeu með þetta fjögur til
fimm skippund í róðri, en
hæstu bátar með frá 10 til 12
skippund eftir róðurinn.
Óvenju margir Ijetu
skrá sig
SKRÁNING atvinnulausra
manna hjer í Reykjavík lauk
síðastl. föstudagskvöld í Ráðn-
ingaskrifstofu Reykjavíkurbæj-
ar. —
Þar eð skrifstofan hafði ekki
í gærdag lokið við að vinna úr
öllum gögnum í sambandi við
skráninguna, gat skrifstofan
ekki gefið Mbl. upp neina tölu
atvinnulausra manna. En þess
var getið að óvenju margir
menn hefðu látið skrá sig.
Skrifstotan leitaðist við, að fá
sem gleggstar upplýsingar um
hina atvinnulausu menn, m.a.
tungæisgesi[iuirei[ ;?t?uuAí[ ge
Þjóðvegirnir eru
flestir greiðfærir
ÞJÓÐVEGIRNIR eru allflestir
vel greiðfærir bílum um þess-
ar mundir, vegna hinnar mildu
veðráttu.
Hjeðan úr Reykjavik er t.d. |
fært alla leið norður á Húsa- I
vík, en til Austurlandsins er
ófært vegna snjóa á fjallveg-
um. Hinsvegar er hægt að
komast inn á Fljótsdalsh’erað
frá Reyðarfirði. Fært er vestur
í Stykkishólm og Dali. — Um
Suðurland eru vegir allir greið
færir, nema austur undir Vík
í Mýrdal, en vegurinn væntan-
le.ga ruddur einhvern næstu
daga.
Yfirlýsing
Á FJÖLMENNUM fundi, sem
stuðningsmenn sjera Árelíusar
Níelsonar í perstkosningunum
til Fríkirkjunnar, hjeldu 1.
febrúar s.l., var eftirfarandi til
laga samþykkt með atkvæðum
allra fundarmanna.
„Að gefnu tilefni skal það
skýrt tekið fram, að við viljum
vinna að einingu Fríkirkjusafn
aðarins í nútíð og framtíð eftir
bestu getu samkvæmt óskum
þeim, er sjera Árelíus bar fram
í lok ræðu sinnar 15. janúar
síc5astliðinn“. - |
Fjelag hjúkrunar-
kvenna opnar
basar í dag
FJELAG íslenskra hjúkrunar-
kvenna efnir til mikils basars
í dag í hinum nýju húsakynn-
um ,,Málarans“, Bankastræti 7.
Sýnishornum af basarvörun-
um var stillt út í glugga versl-
unarinnar í gær, og þá gafst
vegfarendum góður kostur á að
kynna sjer nokkuð af þeim
fjölbreytta varningi, sem þarna
er á boðstólum.
Á basarnum verður mikið af
fatnaði ýmiskonar og eiguleg-
um skrautmunum. Þarna verða
barnakjólar og vinnusloppar,
ísaumaðir dúkar margra teg-
unda, púðar o.fl. o.fl.
Basar hjúkrunarkvennanna
verður opnaður kl. 2.
WASHINGTON, 3. febrúar. — í
dag gengu Rússar af fundi nefnd
ar þeirrar, er fjallar um málefni
Austurlanda, af þvl að fulltrúi
þjóðernissinnanna kínversku átti
þar sæti.