Morgunblaðið - 07.02.1950, Blaðsíða 12
12
MORGVNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 7. febrúar 1950.
Noregsbrjef
Frh. af bls. 5.
sen heitir hann, og er frá Þránd
heimi — skaraði svo vel fram
úr, að hann er nú talinn í hópi
„stóru meistaranna' ‘frá fornu
fari, þeirra Oscar Mathiesen og
Ivars Ballangruds. Mótið var
haldið í Þráhdheimi og varð
Hjálmur fyrstur í öllum hlaup-
unum nema einu og hljóp þær
vegalengdir sem hann sigraði í
á skemmri tíma, en nokkur ann
ar maður í veröldinni hefir gert
í ár. 1500 metra hljóp hann á
2 mín. 21.6 sek., 5000 m. á 8-
22,1 og 10.000 á 17-06,6. í stig-
um var frammistaða hans talin
193.676 og er það nýtt meistara
met í Noregi. —Vitanlega verð-
ur hann einn af þeim fjórum,
sem Norðmenn senda til Hel-
sinki til að keppa um Evrópu-
meistaratignina þar eftir viku,
og til samkeppni um heims-
meistaratignina, sem háð verð-
ur í Eskiltuna í lok febrúar.
-------— Tíðarfarið hefir ver-
ið óvenju milt hjer í s.unnan-
verðum Noregi í allan vetur;
fyrir jól bagaði snjóleysið trjá-
flutninga i skógunum, en nú er
þó orðinn nægur snjór. En
skógarhoggið verður ekki eins
mikið í vetur og það hefir ver-
ið undanfarið og þýðir það
hvortveggia í senn, að ekki
verður eins mikið af timbri til
notkunar í landinu nje eins
mikið framleitt af trjeni eða
pappír til útflutnings, sem ver-
ið hefir að undanförnu. Samt
hefir stjórnin þó ákveðið að
hætta að skammta dagblöðun-
um pappír, svo sem gert hefir
verið síðan í stríðslok, og má
þegar sjá merki þess, því að
ýms blöð hafa aukið síðufjölda
sinn undanfarnar vikur. Papp-
írsspamaðu^inn hafði m. a. þau
áhrif að ýms blöð, einkum þau
stærri, fóru að nota smáletur
meira en áður, og „Aftenpost-
en“, sem er stærsta og útbreidd
asta blað Noregs, notar nú nær
eingöngu það sem við köllum
„lúsaletur“ á allt blaðið. Það
er hálfilla þokkað hjá gömlu
fólkl, sem er farið að tapa sjón,
en hinsvegar sparar það mik-
inn pappír.
Menninfru. .vg afskipli
Eitt af þeim lagafrumvörpum,
sem lögð verða fyrir Stórþing-
ið nú, er urn stofnun sjerstakr-
ar stofu, er annist menningar-
leg samskipti við aðrar þjóðir,
í líkingu við það sem „British
Council“ gerir. Bæði Danir og
Svíar hafa lagt grundvöllinn að
þesskonar starfsemi og byggt
hana á hvorutveggja í senn:
stoð ríkisins og einstakra fyrir-
tækja. ísland væri þörf á slíkri
stofnun líka, sniðinni við fjár-
hagsgetu og stærð þjóðarinnar.
Það er menningarleg kynning,
í samræmi við starfsemi UNES
CO, sem er efst á blaði í þess-
ari viðleitni Norðmanna til þess
að sýna öðrum þjóðum getu
sína, hugsunarhátt og andlega
og verklega menningu. Norð-
menn spara ekkert til slíks. Und
anfarið hafa þeir haft sýningu
á málverkum norskra lista-
manna í Hollandi og í því sam-
bandi hafa verið haldnir norsk-
ir hljómleikar og norsk leikrit
sýnd. Væri ekki hægt að efna
til íslenskra hljómleika og jafn
vel leiklistarfarar í höfuðborg-
um frændþjóðanna hjer eystra?
Það væri kynning, sem kæmi
sjer vel. Því að hjer í Skandi-
navíu þekkir fólk miklu minna
til íslands en íslendingar sjálf-
ir halda.
1. febr. 1950.
Skúli Skúlason.
Skolið á þýskan
togara úr lofli
CUXHAVEN, 6. febrúar. —
S. 1. föstudag skaut f jögurra
hreyfla sprengjuflugvjel á 6
þýska togara við Helgoland. Af
þessum atburði hafa bresku yf-
irvöldin í Cuxhaven fyrirskipað
rannsókn. Flugvjel þessi er ó-
þekkt, áhafnir togaranna halda
því fram, að einkennismerki
hennar hafi verið hvít stjarna
á bláum grunni. — Reuter.
Þeir eru ekki hrifnir
af Franco
SOFIA, 6. febrúar. — Spænsk-
búlgarska fjelagið í Sofíu kjöri
í dag nýjan forseta, Constantin
Mitchev, sem barðist við her-
sveitir Francos í borgarastyrj-
öldinnj á Spáni. Segir í yfirliti
fjelagsins yfir stcrf þess á sein-
asta ári, að ,murgsinnis hafa
verið færðar sönnur á heilindi
búlgarskra verkamanna í garð
spænsku þjóðarinnar og baráttu
hennar gegn frönsku hættunni
og þeim háska, sem stafar af
því, að land hennar verði að
styrjaldarvettvangi“.
Þjóðverjnm ekki leyft
að koma sjer upp her
Nazisfahreyfingin fær ekki að rísa upp á ný.
STUTTGART, 6. febr. — Mc-
Cloy er kominn til Þýskalands
aftur frá Washington fyrir 3 dög
um. Hjelt hemámsstjórinn ræðu
í Stuttgart í dag. Sagði hann,
að Bandaríkjamenn vildu Þjóð-
verjum vel, og mundu standa
að endurreisn landsins, sem og
að því, að það tæki eðlilegan
sess í samfjelagi þjóðanna jafn
skjótt og þjóðin væri þess al-
búin og hefði til þe%s ábyrgðar-
tilfinningu. Hvatti hann Þjóð-
verja til að einbeita sjer að við-
fangsefnunum, sem væri mest
aðkallandi, atvinnuleysinu og
flóttamannavandamálinu,
Bandaríkjamenn mundu hjálpa
þeim til að leysa þau.
Hinsvegar mun Þjóðverjum
ekki verða leyft að koma sjer
upp her nje flota í náinni fram-
tíð, og hver minnsti vísir til
nasisma verður barinn niður af
alefli, svo að öruggt verði, að
nasisminn rísi ekki upp á ný.
Um Saarhjeraðið, sagði Mc-
Cloy, að reynt yrði að koma í
veg fyrir langvarandi deilu
Frakka og Þjóðverjá um það.
Indonesar ætla að koma
sjer upp herskipaflota
Ráða yfir mjög fulikominni fiofasföð
Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter.
LONDON — Indonesar hafa ákveðið að koma sjer upp her-
skipaflota. Hafa þeir nú þegar hafist handa í málinu, enda
standa þeir að ýmsu leyti vel að vígi. Þannig er flotastöðin
í Surabaya, sem hefur yfir 7.000 starfsmenn, og talin er ein sú
fullkomnasta í Suðaustur-Asíu, undir algerum yfirráðum beirra.
<s>-----------------------------
Pólitík
Erfiðasta vandamál Indonesa
í sambandi við flotahugmynd-
ina, er skortur á þjálfuðum sjó-
liðsforingjum. Einnig hefur það
vilja brenna við, að þeir, sem
komist hafa í áhrifaembætti hjá
„flotamálaráðuneytinu", hafa
fremur mátt þakka það póli-
tískri aðstöðu en kunnáttu.
í flotastöðinni í Surabaya eru
þrjár þurrkvíar, sem tekið geta
allt að 8.000 tonna skip og gert
við sex kafbáta í einu.
Verndargæslufið á leið
fil Sómafilands
NEAPEL, 6. febrúar. — í dag
heldu 2 skip frá Neapel með lið
það innan borðs, sem fyrst á að
taka við vemdargæslu í Sómalí
landi. Fóru þau til Sikileyjar og
munu halda þar kyrru fyrir,
uns öldungadeild ítalska þings-
ins hefir samþykkt frumvarp
það, sem gerir ráð fyrir vernd-
argæslu ítala í Sómalilandi.
Mun deildin greiða atkvæði um
það á morgun (þriðjudag) eða
miðvikudag. — Reuter.
Litkvikmynd Kjarfans
Ó. Bjarnasonar
KJARTAN Ó. Bjarnason hefur
sýnt litkvikmyndir sýnar und-
anfarið í Nýja-Bíó við mjög
mikla aðsókn. Ákveðið hafði
verið að hætta sýna þær nú
eftir helgina, en vegna mikill-
ar aðsóknar, verða myndirnar
enn sýndar í dag.
Bevin gengur á fund
forsætisráðherra
LONDON 6. íebrúar. — Bevin,
utanríkisráðherra Bretlands,
fór á fúnd Attlees forsætisráð-
herra í dag í fyrsta skifti eftir
heimkomu sína af ráðstefnu
samveldislandanna í Colombo á
Ceyloon. Fyrr í dag hafði Be-
vin komið í utanríkisráðuneyt-
ið.
Búist er við, að skýrsla hans
um ráðstefnuna muni verða
eina viðfangsefni stjómarinn-
ar, er hún kemur saman til
fundar á morgun (þriðjudag).
[
M»rS-£*
Eftir Ed Dodð
imifltlltlllfKIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIMIIUIIIIH
THE Æy-BIG SAftAE HUNTER,
REMINGTON CALHOUW, TME. ) CHERRV... .HE'3 SUDDENLV
MILLIONAIRE BIG GAME 'T TURNED ARDENT <
HUNTER? WHAT'5 HE COMING k ^ VATIONIST'
torr
HERE r-OP'.
AFTER OVER-HUNTING FOR I OH, OAO, DON’l
YEARS. HE'5 CONCERNED ) ASK Mt TC
ABOUT SAVING WHAT GAME G GO Wl VH /Oi, *
THERE 15 LEET...ANO HE'5 \ TO SOMt
COMING HERE NEXT WEEK.' j BEASTt.V
/ UHi ir tK* TUl"
BLH, TON' í
OAOt inG,
VCrtJ MiCH r
íke i.osr
— Rögnvaldur Calhoun, mill-
jónamæringurinn, sem áður var
frægur veiðimaður. Hvað ætlar
hann að gera hingað?
— Já, hann var áður frægur
veiðimaður, en nú hefur hann
or^jð mjög áhugasamur um
náttúrufriðun.
— Þegar hann hafði rænt
náttúruna ár eftir ár, veitt,
drepið, svo að sums staðar nálg-
aðist gereyðingu, þá sá hann
loks að sjer og vill nú vernda
og friða náttúruna. Hann kem-
ur hingað í næstu viku.
Heima í skrauthýsi milljóna-
mæringsins Rögnvalds Cal-
houn:
—r* Ó, farðu nú ekki að biðja
mig um að fara í ferðalag upp í
þessar leiðinlegu fjallauðnir.
— En Tona mín, jeg er viss
um, að þjer myndi líka við
veruna í Týndu skógum.
Fjelagsmenn
í Hreyfli á 8. hundraS
Aöalfundur fjelagsins var
síðastl. þriðjudag
AÐALFUNDUR Bifreiðastjóra
fjelagsins Hreyfill var haldinn
þriðjudaginn 31. jan.
Á fundinum var lýst úrslit-
um allsherjaratkvæðagreiðslu
þeirrar er fram fór um kosn-
ingu stjórnar og annara trúnað
armanna.
Stjórn fjelagsins skipa nú:
Ingimundur Gestsson, form.,
Bergsteinn Guðjónsson, vara
formaður, Birgir Helgason,
gjaldkeri, Reynir Hannesson,
ritari, Haukur A. Bogason,
Guðbjartur Kristjánsson og
Bjarni Guðmundsson, meðstj.
Tala fjelagsmanna var um
síðustu áramót 762. Hrein eign
fjelagsins var 291.000 kr. Ár-
gjald fjelagsmanna er krónur
125.00.
Samið var um kauphækkun
fyrir alla launþega í fjelaginu á
s. 1. ári og ökutaxti hækkaður
fyrir leigubifreiðar.
í eigu fjelagsmanna Hreyfils
eru nú um 400 fólksflutnings-
bifreiðar. Meirihluti þessara
bifreiða eru nú yfir 7 ára gaml-
ir, þar sem íjeiagsmenn hafa
ekki fengið leyfi fyrir bifreið-
um síðan 1946, og þá aðeins
leyfður influtningur 36 bifreiða.
Hinsvegar hafa fjelagsmenn
orðið að sæta því að kaupa um
100 nýjar bifreiðar á „svörtum
markaði“
Alls hafa verið flu.ttir inn
400 gjaldmælar í leigubifreið-.
ar. Enn vantar 150 mæla til
þess að hægt sje að setja gjald
mæla í allar leigubifreiðar. —
Þessir mælar eru nú fullsmíð-
aðir í Svíþjóð, en gjaldeyris-
leyfi enn ekk: fengist.
- Nigeria
Frh. af bls. 7
vekur alltaf geysieftirtekt þeg-
ar hann kemur til Enugu til’
að sitja á þinginu. Konurnar
hans fá aldrei að koma með
honum, ekki einu sinni mestu.
eftirlætin.
40 eiginkonur hafa yfirgefið
hann.
Höfðinginn af Bikom er fyr-
ir löngu búinn að slíta barns-
sóknum. Síðan Sameinuðu þjóð
irnar gerðu honum fyrirspurn
um kvennaf.jölda hans, hefir
hann gefið konunum sínum
leyfi til að hveri'a aftur til föð-
urhúsanna.
Sagt er að fjörutíu hafi yfir--
gefið hann og um það bil 70
sjeu eftir í kvertnabúrinu. Þær-
eru tákn um ríkidæmi hans og
virðingu, fremur en siðleysi.
Þó að fjölkvæni sje viðurkent:
í Nigeríu, fer því aftur sem
öðru í þessum heimi.
Aðalástæðan fyrir því, er þó
ekki viljaskortur, heldur sú, að
ekki er nægilegt kvenfólk fyr-
ir hendi. Þar sem villimenskan
fer óðum þverrandi, svo sem
mannfórnir og ófriður á milli
j þorpa, e/kst stöðugt f jöldi
Jungra manna í landinu. — Og
kunnugir segja, að brátt verði
ekki til meira en ein kona á
’mann í Nigeríu.