Morgunblaðið - 07.02.1950, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 7. febrúar 1950.
... Framhaidssagan 30
BASTIONS-FÓLKIÐ
Eftir Margaret Ferguson
Svartar hanafjaðrir
Eftir AMELIE GODIN
6.
„Jæja, er þetta nógu stór-
fenglegt fyrir þig“, spurði
Mallory. Hún kinkaði kolli.
„Jeg hef aldrei sjeð neitt
þessu líkt. Utsýnið út um
gluggann minn er fallegt, en
þetta .. þetta er næstum ó-
trúlegt".
„Það er ekki oft eins stór-
kostlegt eins og nú. En þú mátt
ekki fara að temja þjer að
reika ein út um klettana eftir
myrkur, Sherida. Mjer mundi
líka það mjög illa, að vita af
þjer einni. Þú verður að lofa
najer því a ðfara ekki ein. —
Gættu þín. Þarna er hola eftir
kanínu“.
Vindhviða skelltist á bak
hennar, svo að hún missti
snöggvast jafnvægið, en Mall-
ory rjetti hana við aftur Hún
fann að hann greip um hand-
legg hennar og undir hann, svo
að vindurinn þrýsti henni upp
að honum. Snöggvast var hún-
einskis annars meðvitandi en
að hann hjelt handleggnum um
hana, sterkur og stöðugur á
milli hennar og klettabrúnar-
innar. Hún hafði ekki svarað
spurningu hans, og hann hristi
hana lítið eitt.
„Jeg veit að þú hefur ævin-
týraþrá, Sherida, en það er
alls ekki hættulaust fyrir þig
að fara hingað ein, jafnvel þó
að tungsljós sje. Ætlarðu að
lofa mjer að gera það ekki?“.
„Já, auðvitað lofa jeg því.
Mig langar sannarlega ekki til
að bæta því á herðar þínar að
detta fram af klettunum í
myrkrinu. Og þó að það sje
fallegt hjerna, held jeg að
maður geti orðið blátt áfram
hræddur að vera hjer einn. Jeg
er ekki orðin nógu vön Corn-
wall ennþá“.
„Já, Cornwall getur verið
nokkuð kuldalegt“, sagði Mall-
ory lágt. „En ertu ekki hrædd
við einveru, Sherida? Ef til
vill veistu hvernig hún getur
verið og hefur unnið sigur á
henni. En jeg vona samt að þú
hafir ekki þurft að þola það“.
5»Jú, jeg held að jeg hafi
gert það“, sagði hún og henni
fannst hönd hans grípa dálítið
þjettar um handlegg hennar
„Já, auðvitað hlýturðu að
hafa gert það. Þjer hlýtur að
hafa fundist þú einmana, þeg-
ar þú komst fyrst til Bastions.
Mjer fannst jeg sjá það strax
og þú komst inn í anddyrið um
kvöldið og þurftir að standa
augliti til auglits við okkur
öll. Við vorum þjer öll ókunn-
ugt og eins og óráðin gáta. Það
hlýtur að hafa verið erfið
stund fyrir þig“.
„En það stóð ekki lengi. Þið
voruð öll svo vingjarnleg.
Jafnvel sjálft húsið var vina-
legt“.
„Fannst þjer húsið vina-
legt?“, spurði hann. „Já, jeg
held að það sje það þrátt fyrir
dökka bletti á fortíð þess. Ros-
anna sagði einhvern tímann að
húsið hefði komist óspillt út úr
öllum ógöngum fólksins, sem
var í sambandi við það. Það
undarlega er að Leah hefur
aldrei fundist það_ Hún segir
að andrúmsloftið í húsinu hafi
vond áhrif á hana. Þess vegna'
’t"* { ; ; \ s ; I 'i %! | í j'f jj t'Íftíl'1
hefur hún látið umbreyta her-
bergjunum sínum svona gersam
lega. Það er nokkurs konar
ögrun frá hennar hálfu gagn-
vart húsinu, býst jeg við. Mjer
hefur alltaf fundist það best
fyrir hana að við flyttum frá
Bastions, en hún hefur aldrei
viljað taka það í mál. Samt
finnst mjer leiðinlegt til þess
að vita að hún getur ekki fellt
við húsið. En hún er ekki fædd
og uppalin hjer á Cornwall
eins og Rosanna, og það þarf
meira en hjátrú okkar og hug-
myndaflug til að hafa áhrif á
hana“.
Þetta var í fyrsta sinn, sem
hann hafði minnst á Rosönnu
við Sheridu. Henni fannst líka
hann frekar vera að tala við
sjálfan sig en hana. Hann hjelt
enn um handlegg hennar, en
horfði út yfir sjóinn. Allt í einu
var eins og hann hrykki upp
úr hugleiðingum sínum og vildi
hrinda þeim frá sjer.
„Þjer hlýtur að vera orðið
kalt. Við skulum koma inn og
fá okkur eitthvað heitt að
drekka, ef við getum það án
þess að vekja alla í húsinu“.
Að baki þeirra stóð húsið,
sterkt og örugglega lokað fyrir
vindi og myrkri En sú undar-
lega tilfinning greip Sheridu
að það væru ekki allir í hús-
inu sofandi værum blundi,
þrátt fyrir það að það sást ekki
ljós í neinum glugga.
Þau læddust hljóðlega fram
hjá berbergjum Leah. hituðu
sjer mjólk frammi í eldhúsinu
og fóru síðan hljóðlega upp á
efri hæðina. Seinna, þegar
Sherida fór að hugsa um það,
fannst henni þessi yfirdrifna
leg. Það var ástæðulaust að
varkárni blátt áfram kjána-
breiða einhvern leyndardóms-
fullan ævintýrablæ yfir jafn
hversdagslegan hlut og að líta
eftir veikri tík. Enda þótt þau
gengu varlega, brakaði sums
staðar í stiganum. Það var
ekert, sem benti til þess að Le-
ah væri ekki steinsofandi. En
Sherida vissi að hún var vak-
andi. Það var einhver á verði
á bak við lokaðar dyrnar.
„Góða nótt, Sherida, og
þakka þjer fyrir hjálpina, og
göngutúrinn. Ef þig langar
einhvern tímann aftur til að
virða fyrir þjer eitthvað stór-
kostlegt frammi á klettunum,
þá láttu mig vita. — Jeg skal
koma með þjer .... en
gleymdu ekki loforðinu. Engar
gönguferðir í myrkri“.
Hann snerti hana ekki, en
benni fannst hann taka um
hönd sína og henni fannst eins
og undarlegan straum leggja
á milli þeirra
„Nei, jeg skal ekki gleyma
því“, sagði hún. „Góða nótt“.
14. KAFLI.
Leah hafði frá því fyrsta neit
að að láta færa sjer morgun-
verð í rúmið. í rauninni var
henni ákaflega illa við allt, sem
minnti hana sjálfa og aðra á
áð það þyrfti að meðhöndla
hana varlega eins og sjúkling.
Þegar vinir hennar og -kunn-
ingjar sendu henni dýrindis
silkinátttreyjur og slæður,
herðaklúta, spil og getraunir,
bækur og blöð, þá kom á hana
harnðeskjulegur svipur og hún
sagði við Mallory: „Það er eins
og fólki sje ekki nóg að fæt-
urnir á mjer sjeu máttlausir,
það vill gera mig alla mátt-
lausa að heilanum meðtöldum".
Allar gjafirnar voru sendar
á kirkjubasarinn. Leah notað-
ist enn við háa rúmið, sem
minnti á spítalarúm, en klukk-
an átta á hverjupi morgni var
hún komin í stólinn með rauða
áklæðinu fyrir endanum á
borðstofuborðinu, með silfur-
kaffi- og te-könnuna fyrir
framan sig.
Sherida var fyrst af hinu
fólkinu niður til morgunverð-
ar þennan morgun. Leah sat
ein við borðið og blaðaði raul-
andi í litlum brjefabunka, sem
var fyrir framan hana. Hún
bauð góðan daginn og hjelt á-
fram að opna brjefin. Sherida
gekk út að glugganum og teyg
aði svalt morgunloftið_
„Það er fallegt veður eftir
rokið í nótt“, sagði hún. „Það
var hræðilega hvasst, en út-
sýnið frá klettunum var dá-
samlegt. Jeg fór snöggvast
þangað með Major St. Aubyn,
þegar við vorum búin að ganga
frá Judy og hvolpunum henn-
ar. Jeg vona að við höfum ekki
vakið þig, frú St. Aubyn. Jeg
fór út með heitt vatn og annað
smávegis“.
„Jæja“, sagði Leah og brosti
lítið eitt. „Nei, þú gerðir mjer
ekkert ónæði. En jeg heyrði
einhvern umgang, og jeg var
hálf hrædd um að innbrots-
þjófar hefðu komist inn og
ætluðu að hnupla dósunum
hans Mallory".
„Mjer þykir það leitt“, sagði
Sherida. „Jeg hefði kannske
átt að koma inn, en jeg hjelt að
þú værir sofandi, af því að við
heyrðum ekkert hljóð innan
úr herbergjunum þínum“.
„Jeg er ekki vön að æpa, þó
að jeg heyri umgang á næt-
urna“, sagði Leah þurrlega
„Þetta skiptir engu máli. —
Mallory var hvort er eð kom-
inn með Judy á heilann og
hann hefur auðvitað ekki get-
að ráðið við áhyggjurnar. Jeg
vona að hann hafi ekki haldið
þjer vakandi lengi. Góðan dag
inn, vina mín“.
Christine hafði það fyrir sið
að koma hljóðlega inn og gera
ekki vart við sig, fyrr en ein-
hver tók eftir henni. Hún
kyssti Leah, en þegar Sherida
bauð henni góðan daginn, virti
hún hana ekki svars, en leit
illúðlega á hana. Hún var föl
yfirlitum með dökka bauga í
kring um augun.
„Kæra barn, en hvað þú ert
fölleit í dag“, sagði Leah full
umhvggju. „Ertu með höfuð-
verk?“.
„Nei. Að minnsta kosti ekki
lengur. Það er ekkert að mjer
annað en það að jeg svaf ekki
vel. Það var svo mikill há-
vaði í nótt, svo að jeg hafði
ekkert næði Þú lást líka lengi
vakandi, var það ekki, Leah?“.
„Hvað eruð þið að segja?
Svaf enginn neitt í nótt, eða
hvað“, sagði Mallory um leíð
Friðrik leit nú til hliðar og sá hann þá afgamla og keng-
bogna kerhngu, sem hjelt á öxi í annarri hendi, en á bakinu
bar hún allstóran brennibagga. Hún skjögraði að honum og
spurði með skærri titrandi rödd:
— Hvað hefur eiginlega gengið hjer á?
Friðrik ætlaði að reyna að svara henni, en áður en hann
gæti það hafði hún skorið sundur böndin á höndum hans
og fótum og sagði: — Já, já, þú þarft ekki að útskýra þetta.
Það eru þorpararnir litlu, skógardjöflarnir, strákarnir mm-
ir, sem hjer hafa verið að verki.
Friðrik vildi fara að segja henni alla söguna, en kerlingin
hristi bara hausinn og sagði: — Jeg veit það allt saman,
veit það allt. Flýttu þjer bara burt út úr skóginum. Jeg
get ekki skilað þjer því sem strákarnir tóku frá þjer, en
jeg get bætt þjer það að nokkru og gefið þjer góð ráð.
Hún leitaði í pilsvasa sínum nokkra stund og tók upp
þrjú pappírsspjöld, eitt gult, eitt flekkótt og eitt hvítt og
rjetti honum þau.
— Gerðu nú svo vel, taktu við þessum spjöldum og týndu
þeim ekki. Taktu nú vel eftir því sem jeg segi. Gakktu
beint áfram, þangað til þú kemur út úr skóginum. Þá sjerðu
fyrir framan þig stóra konungshöll. Þú skalt fara beint inn
um hallarhliðið. Þar fyrir innan sjerðu hænsnakofa sem
hefur sjö dyr. Þú skalt fara inn um miðdyrnar, því að þar
finnurðu þrjá svarta hana. Þú átt að taka upp hvem han-
ann á fætur öðrum og kippa einni fjöður úr stjelinu á
hverjum þeirra. Og nú skaltu leggja á minnið það sem jeg
segi: Með fjöðrinni úr miðhananum geturðu skrifað á flekk-
ótta spjaldið, hvert þú viljir komast.
Með stjelfjöður hanans til vinstri geturðu skrifað á gula
spjaldið, hvað mikils fje þú óskir í hvert skipti og með
stjelfjöður hanans til hægri geturðu óskað þjer að þú verðir
fallegasti maður í heiminum.
, j
TfftfijCT rmj$iGfrkxnnkcxl *
staðreynd, að ekkert slíkt væri til í
Ameríku. „Nei, mikil ósköp,“ sagði
hann, „og það sem meira er Niagara-
fossinn myndi slökkva þetta á
minna en minútu.“
iiiiiiiiiiiiiiiiiiiimaiitint
I»ao, sem hjartanu er kærast,
kemur blýanturinn upp uin.
★
, Eruð þið búin að selja húsið ykk-
ar?“
„Nei, Þegar við vorum búin að
lesa auglýsinguna, sem sölumaðurinn
samdi fyrir okkur, hættum við við
það. „Það virtist vera nákvæmlega
eins og húsið, sem við höfum alltaf
verið að leiía að.“
★
„Ef það væri ekki einn hlutur,
sem kæmi í veg fyrir það, myndi jeg
kalla bróður þinn sköllóttan lygara."
„Hvað er það?“
„Hárið á honum.“
★
„Þjónn, Jeg hef nákvæmlega fyrir
matnum, en því miður ekkert i
drykkjupeninga handa yður.“
„Leyfið mjer að laga reikninginn
ofurlítið, herra."
★
Skrafhreifni ferðamaðurinn: „Það
var svo heitt i Afríku, að hitinn ætl-
aði að gera út af við dýrin. Jeg sá
hund, sem var að elta kött, og þeir
gengu báðir.“
★
Ameríkani sá eitt sinrx Vesúvíus
gjósa, og vai' honum þá bent á þá
Góð gleraugu eru fyrir öllu. |
Afgreiðum flest gleraugnarecept =
og gerum við gleraugu.
•
Augun þjer hvílið með gler- |
augu frá
T Ý L I H. F.
Austurstræti 20.
SÖLL’BíxÐ. VIÐGERÐIK,
VOGIR
I Reykjavik og nágrenni lánnm
við sjálfvxrkar búðarvogir a
meðan á viðgerð stendur.
Hverfisgötu 49. Sími 81370.
Ólafur GUlcoon & Co. h.f.
EF LOFTVR GETVR ÞAÐ EKK
ÞA HVER?