Morgunblaðið - 19.02.1950, Side 8

Morgunblaðið - 19.02.1950, Side 8
8 MO*HrLtynLAÐ2& Sunnudagur 19. febrúar 1950 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Rltstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðana.jj Frjettaritstjóri: ívar Guðmunasson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ristjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Áskriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlands, 1 lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók, kr. 15.00 utanlands. Hægt andlát hótelmálsins HÓTELMÁLIÐ, svokallaða, þ. e. hugmyndin um byggingu stórs og glæsilegs hótels í Reykjavík, hefur fengið hægt og yfirlætislaust andlát. Það hefur komið í Ijós að bygging gistihúss af þeirri stærð, sem um var rætt, mundi verða svo dýr að það yrði okkur fjárhagslega ofviða. Saga þessa máls hefur áður verið rakin hjer og er því óþarft að rifja hana upp á ný, enda er hún engan veginn ánægjuleg. Megindrættir hennar eru þeir að nokkrir ein- staklingar höfðu hafið undirbúning að byggingu gistihúss í Reykjavík. Þá kom sú hugmynd skyndilega upp að ríkið mætti til með að láta það mál til sín taka. Var rætt um að samvinna yrði milli þess, Reykjavíkurbæjar og Eimskipa- fjelags íslands um framkvæmdina. Það er nú komið í ljós að kostnaðurinn við byggingu hótels af þeirri stærð, sem um var rætt yrði þessum aðilum ofviða. ★ Hvemig stendur á því að allar áætlanir um aukinn gisti- húsakost hjer í Reykjavík virðast gufa upp? Er það vegna þess að hjer sje e. t. v. nóg slíkra stofnana? Nei, því er ekki þannig varið. Hjer er mikill skortur gisti- húsa. Um það skal ekki fullyrt, hve ríkan þátt undirbúningur og bollaleggingar um ríkishótel hafi átt í því að ekkert varð úr þeirri hótelbyggingu, sem einstaklingar höfðu á prjón- unum. Miklar líkur benda þó til að hin volduga ríkishótel- hugmynd hafi stuðlað að því að einstaklingarnir hættu við ★ Að öðru leyti virðast orsakir kyrrstöðunnar í þessum mál- um vera fyrst og fremst tvær. Fyrri ástæðan er sú að sumir virðast ekki geta hugsað sjer nýtt hótel í Reykjavík nema í hallarstíl. Það virðist þurfa að kosta milljónatugi og gnæfa yfir alla byggð. Ut af fyrir sig væri mjóg æskilegt að slík bygging gæti risið og bætt úr þeim tilfinnanlega skorti, sem hjer er á gistihúsum, bæði fyrir erlenda i'erðamenn og íslendinga sjálfa. En staðreyndin er bara sú að milljónatugina vantar til byggingar slíks bákns. Hvað lengi á að bíða eftir að þeir gefi sig fram? Hvað lengi á skynsamleg lausn í þessu nauðsynjamáli að bíða eftir því að hugmyndinni um luxushótel verði komið í fram- kvæmd? Biðin er þegar orðin of löng. Það á að skipta um stefnu í þessum málum. Hjer verður fyrst og fremst að byggja gistihús, sem fullnægja þörfum þjóðarinnar sjálfrar, notalega staði ?f viðráðanlegri stærð. Hallarstíllinn má bíða, hann verður að bíða eftir milljónatugunum, sem ekki eru til í bili til þessara þarfa. Önnur meginástæðan fyrir gistihúsaskortinum hjer og kyrrstöðunni í þessum málum er hin fáránlega veitingalög- gjöf, sem þessi þjóð býr við og haldið er dauðahaldi í af íólki, sem hefur mjög takmarkaðan skilning á eðli slíkra mála, að ekki sje meira sagt. í öllum löndum eru vínveitingar einn megintekjuliður betri veitingastaða og gistihúsa. Hjer ó íslandi er þessu allt öðru vísi fyrir komið. Eitt gistihús í Reykjavík er látið hafa einkarjett á slíkum veitingum. Hefur svo verið í tvo áratugi. Þetta fyrirkomulag hefur mjög staðið í vegi þess að einkaframtakið rjeðist í byggingu góðra veit- ingahúsa og gistihúsa. Afleiðingin er tilfinnanlegur skortur á slíkum stofnunum og margskonar ómenning og yfirborðs- háttur. ★ Rökræður um þessi mál eru erfiðar. Svo mjög hefur tekist að slæva heilbrigða dómgreind nokkurs hluta þjóðarinnar á þau. Jafnvel löggjafarsamkoman stendur úrræðalaus og þorir í hvorugan fótinn að stíga þegar þau ber á góma. Á meðan versnar ástandið stöðugt og verður þjóðinni meira og meira til minnkunar og óhagræðis. Einnig hjer þárf áð verða stefnubrcyting ef við eigum ekki að verða að viðundri í augum okkar siálfra og um- heimsins. Eggjaframleið- endur svara VEGNA brjefsins frá „Húsmóð ur“, sem birt var í þessum dálk um síðastliðinn þriðjudag, hef- ir Landssamband eggjafram- leiðenda beðið Daglega lífið fyr ir eftirfarandi: „Vegna ummæla „Húsmóð- ur“ í dálkum þinum þann 14. þ. ni_, vill Landssamband eggjaframleiðenda gefa henni og öðrum, er áhuga hafa á mál- inu, umbeðnar upplýsingar. • Mikill eggjainn- flutningur „ÞAÐ er satt, að eggin eru þrungin bætiefnum, sem allir ættu að neyta, helst daglega, og þá ekki hvað síst börnin í okkar ávaxtalausa landi. Enda er það þessvegna, sem Englend ingar flytja inn egg í stórum stíl og greiða verðið niður, til þess að almenningur geti not- ið þeirra. Sama gera Frakkar. Og það er þessvegna, sem’Heil- brigðismálastofnun Sameinuðu þjóðanna telur egg mikilvæg- ust af heilsuverndandi fæðu- tegundum. En það er á misskiln ingi byggt, að hjer sje offram- leiðsla á eggjum, því að mikinn tíma af árinu vantar mikið á, að hægt sje að fullnægja eftir- spurninni. • Það er satt. ... ,.ÞAÐ má vel vera, að fleirum finnist sem „Húsmóður", að það sje „skárra fyrir hænsnaeigend ur að fá minna fyrir eggin en ekki neitt“, en jeg fullyrði, að fyrr munu flestir hætta að fram leiða egg, heldur en að taka slíku rausnarboði. Það er satt, að eggin eru dýr, en hvað er það, sem ekki er dýrt hjer á okkar góða landi? Ef við gerum samanburð á •^ggjaverði hjer og egeiaverði iá öðrum þjóðum, miðað við verðlag á hliðstæðum fæðuteg- undum, þá verður útkoman sú, að egg eru ódýrust á íslandi — ótrúlegt en satt þó. Egg eru yfirleitt metin og verðlögð 11 sinnum hærra en mjólk, og svipað því hefir verðhlutfallið verið milli þessara vörutegunda á Norðurlöndum og víðar, en hjer er eggjaverðið aðeins sjö sinnum hærra en mjólkurverð- ið, enda hefir það ekki hækkað hjer á landi síðastliðin tvö ár. • Þörf áminning „EN HVAÐ hafa þá aðrar land búnaðarvörur og kaupejaldið oft hækkað á þeim tíma? Þá má og geta þess hjer, að stiórn- skipuð nefnd. sem sett var til að finna grundvöll, sem verðlaa á eggjum gæti miðast við, hefir nýlega komist að þeirri niður- stöðu, að eggin verði að stór- hækka, ef meðalhænsnabú á að geta borið sig. Að endingu vil jeg minna all ar húsmæður á, að þe^ar þær kaupa eitt kíló af eggjum, þá borga þær 18 krónur og bar með eru eggin að fullu greidd. En þegar þær kaupa einn líter af mjólk, þá taka bær um leið 30 aura úr ríkissjóði — Þesar bær kauoa eitt kg. af ísl. smjöri á fimm krónur, þá taka þær um leið út úr ríkissjóði kr. 29,80. Og þegar bær kaupa eitt kg. af kiöti, þá fá bær um leið úr ríkis sjóði tvær krónur, en auk þess greiðir sá góði óg gjöfuli sjóð- ur um 10 miljónir króna í kjöt- uppbætur beint til neytenda“. Brjefið er örlítið lengra, en betta ætti að næeia. Það er und írritað af Pietri M. Sigurðssyni, fyrir hönd Landssambands eggjaframleiðenda. Fvrirmyndar dagatal FLUGFJELAG íslands hefir sent frá sjer óvenjusmekklegt dagatal, sem víða ætti að vekja verðskuldaða athygli. Það er prýtt tólf stórum og fallegum ljósmyndum og frágangur og prentun hefir hvorutveggja tek ist með ágætum. H. Malmberg hefir tekið all- .ai’ myndirnar, hjerlendis og ut- anlands, og sumar úr lofti Mun óhætt að slá því föstu, að þetta sjeu einhverjar bestu „flug- myndixnar", sem hjer hafá sjest. Dagatalið er fyrsta flokks auglýsing — bæði fyrir landið og Flugf jelag íslands. • Bækur og menn JEG hefi það úr smáfi'jett, sem í janúar síðastliðnum birtist í breska blaðinu „Times“, að hjer á landi sje að meðaltali gefin út ein bók á hverja 466 íbúa. í Bretlandi kemur ein bók í hlut hverra 3.205 íbúa, og í Bandaríkjunum ein á hverja 12.497. í sörnu friet.taklausu er það talið okkur til áftætis, að við höfum enean her, fyrsta flokks fræðslukerfi o<? levfum ekki hundahald í höfuðstaðnum. • Hamineiuóskir GUNNAR AKSvr.sON sendir eftirfarandi frá Noregi: „Sú saea geneur í Osló að Hákon konuneur hafi sent Bireer Ruud. fvrirliða norsku skíðastökkmannanna. sem tóku þátt í heimsmeistarakeppninni í Bandaríkjunum, eftirfarandi skeyti: „Bestu haminejuóskir með hinn góða árangur. — Hákon R“. — Birger Ruud sendi konungin- um svohljóðandi bakkarskeyti: „Kærar bakkir fvrir ham- íngjuóskirnai’. — Birger R.“ En ekki vil jeg þó ábyrgjast, að alveg riett sje með þetta far- ið, segir Gunnar að lokum. • '■•■Bim*v■■1 — - • •**• •* • •M»mnw»m~iiiimiiiHHi»iH*iinnnwnniimiiii<i'''>n'i,iiM«iw*i I MEOAL ANNARA ORÐA . . . . III Hyldýpi sfaðfesf milli a- og v-þýskrar heskólamennfimar Eftir frjettamann Reuters. BERLÍN: — Yfir þýsku háskól unum vofir nú togstreita engu gæfulegri en sú, sem er í efna- hags- og stjórnmálum milli Vestur- og Austur-Þýskalands. Nú er svo komið, að yfirvöld fræðslumálanna í V.-Þýska- landi velta því fyrir sjer í al- vöru, hvort próf, sem teksn eru í A.-Þýskalandi skuli viður- kennd áfram í V.-Þýskalandi. 0 0 SLAKAÐ Á KRÖFUNUM YFIRVÖLDIN segja sem er, að háskólanám í A.-Þýskalandi sje nú orðið miklu fremur stjórnmálalegs en mehningar- legs eðlis. Kröfurnar, sem gerð ar eru til nemenda og kennara í 6 háskólum A.-Þýskalands, Berlín, Leipzig, Jena, Halle, Rostock, og Greifswald, eru miklu minni en tíðkast hefir í skólum landsins. Það er hvorttveggja, að menntun í svojet-menntaskól- unum er miklu ljelegri en í menntaskólum V.-Þýskalands, og svo er nemendum ýmissa á- róðursskóla kommúnista leyfð innganga í háskólana jafnvel án þess að próf sje þreytt. Samtímis hefir farið fram hreinsun í kennaraliði háskól- anna, og nýju kennararnir eru fyrst og fremst dyggir kom- múnistar, sem reiða kostina engan veginn í þverböggum, og er þeim, sem vísindum eiga að þjóna, sjerstakleea visku vant. 0 0 Þ*R VFR.ÐA VERST ÍJTI TEKIN hafa verið upd stutt há- skólsnámskeið í „bjóðfjelags- fræði“, sem eru ekkert annað en hagnýt námskeið í Marx- isma og kennin<?um beirrar stefnu. Einniff hefir orðið gagn f*er brevting á laeanámi og hpimsneki iafnframt bví, sem námcfímírin h°fir verið stórlega styttur. Allt ber þetta að sama brunni, þeir, sem lokið hafa námi í austur-þýskum háskól- um, komast hverei í hálfkvisti við bá, sem menntast hafa í V.-Þvskalandi Svo er nú bað, að háskóla- nemar, sem kommúnistisk yf- irvöld velia með mikilli alúð, eru alltaf undir stjórnmálasmá- siánni og eru knúðir til að hlýða stjórnmálafyrirlestrum á kostnað námsins. 0 0 F™K MEÐ OG MÓTl ÞRTR, Vestur-Þióðverjar, sem vilja að haldið sje áfram að við- urkenna próf, frá a.-þýskum háskólum, segja, að annað mundi leiða til aukinnar ringul reiðar og torvelda eining lands- ins, er þar að kemur. Þeir benda oe á máli sínu til stuðnings, að sumar háskóla- deildir eins og læknisfræði og náttúruvísindi hafi sloppið við breytingarnar að mestu leyti, svo að telia verði, að próf í þeim greinum jafngildi sams- konar prófum frá V.-Þýska- landi. Ef a.-býsku prófin yrðu ekki viðurkannd, segja, að það mundi valda megnri gremju nemenda og kennara í A.- Þýskalandi. og ef til vill valda þeim mótbróa, sem skaðsam- legur yrðj býskri háskólamenn ingu í heild. Þeir, sem ekki vilja viður- kenna a.-býsku háskólaprófin, segja, að eins og málum sje nú komið í A.-Þvskalandi, þá sje með öllu rjettlátt, að hætt sje að viðurkenna laga- og kenn- arapróf þaðan 0 0 LÖGFRÆÐINGAR OG KENNARAR SÍÐAN 1945 hafa þúsundir „nýrra kennara" — svonefndir Neulehrer — sem hafa enga háskólamenntun, verið þjálfað- Framh. á bls. 12,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.