Morgunblaðið - 03.03.1950, Page 6

Morgunblaðið - 03.03.1950, Page 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 3. mars 1950. Otg.: H.f. Árvakur, Reykjavflc. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. SUtstjórl: Valtýr Stefánsson (ábyrgOarHl.jj ^ Frjettaritstjóri: ívar Guðmunusson A.uglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ristjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Asknftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlands, t laiosasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók, kr. 15.00 utanlands. • • Omurleg mynd SÍJ MYND, sem íslenska þjóðin sá af löggjafarsamkomu sinni í fyrrakvöld, er útvarpað var útvarpsumræðum um van- trauststillögu Framsóknarflokksins, er einhver hin ömur- legasta, sem um getur. Stjórnmálaflokkur, sem lýst hefur yfir fylgi við viðreisnartillögur, sem vitað er að eru eina leiðin til að afstýra efnahagslegu öngþveiti og voða, flytur vantraust á ríkisstjórn er undirbúið hefur málið og lagt það fyrir Alþingi. Framsóknarflokkurinn segist gera þetta til þess að greiða fyrir myndun ríkisstjórnar á breiðari grund- vejli, enda þótt því sje margyfirlýst af forsætisráðherra nú- verandi ríkisstjórnar að stjórn hans muni segja af sjer sama daginn og samkomulag hafi tekist um nýja stjórn. Sjer ekki þjóðin hvílíkan loddaraleik var hjer verið að leika? Þarf ísland að verða stjórnlaust til þess að Fram- sóknarflokkurinn taki það í mál að ræða samstarf um mál, sem alþjóðarheill krefst að ráðið sje til lykta með samhentum vinnubrögðum allra ábyrgra afla? Það virðist vera ófrá- víkjanleg krafa Framsóknarflokksins. Þáttur Alþýðuflokksins er ekki síður aumlegur í þessu máli. Formaður hans ster.dur upp og krossar sig í bak og fyrir með ábyrgðartilfinningarhjali. En hver er afstaða hans til málanna? Hún skiptir meira máli en málskrúðið. Formaður Alþýðuflokksins lýsir því yfir, augljóslega gegn sannfæringu sinni, að hann og flokkur hans verði á móti viðreisnartillögunum og greiði atkvæði með vantraustinu. Eina jákvæða yfirlýsing hans er sú að flokkur hans ætli ekki að taka þátt í neinni ríkisstjórn um óákveðinn tíma enda þótt það sje fyrsta skylda ábyrgra stjórnmálaflokka að stuðla að því að starfhæf ríkisstjór'n fari með völd í landinu. Er hægt að hugsa sjer öllu aumlegri afstöðu? í sambandi við gengisbreytinguna, sem Alþýðuflokkurinn hefur nú að yfirvarpi eymdar sinnar, er það að segja að flokkurinn hefur tvívegis áður greitt atkvæði með gengis- lækkun, árið 1939 meira að segja með lögbindingu kaup- gjalds jafnhliða. Á s.l. hausti stóð svo ríkisstjórn Stefáns Jóhanns að því að fella gengi íslensku krónunnar um 30% gagnvart dollar eftir að flokksbræður hans í Bretlandi höfðu fellt gengi sterlingspundsins um sömu hundraðstölu. Og nú kemur Alþýðuflokkurinn og segist gera það af umhyggju fyrir hagsmunum launþega að vera á móti gengis- breytingu ,sem allir skynibornir menn vita að er óumflýjan- leg og lífnauðsynleg til þess að koma í veg fyrir stórfellt atvinnuleysi, upplausn og öngþveiti!! Hvenær heldur þessi flokkur að honum takist að sigra kommúnista og vinna sjer traust og álit með slíku framferði? En meðan Framsókn og Alþýðuflokkurinn ljeku loddara- leik sinn á Alþingi sat púkinn á kirkjubitanum og skemmti sjer kostulega. Þetta er það sem kommúnistar vilja. Stjórn- léysi. Það fá þeir með vantrauststillögu Framsóknar. En þeir hafa fengið meira. Þeim hefur nú svo að segja tekist að hræða líftóruna úr Alþýðuflokknum. Hvern undrar svo þótt púkinn á kirkjubitanum skemmti sjer og fitni? Sjálfstæðisflokkurinn og ríkisstjómin hafa í þessum mál- um sýnt fyllstu ábyrgðartilfinningu. Ríkisstjórnin hefur haft manndóm til þess að leggja fram vel undirbúnar og gjör- hugsaðar tillógur um lausn vandamála þjóðarinnar. Hún hefur í einu og öllu sett þjóðarhag ofar flokkssjónarmiðum og komið fram af festu og fullkominni ábyrgðartilfinningu. TJm það blandaðist engum hugur, sem hlýddi á útvarps- umræðurnar. Þar bar málflutningur Bjarna Benediktssonar af eins og gull af eiri. En hvað tekur nú við, spyr þjóðin? . Stjórnskipuleg afleiðing af samþykkt vantraustslns og lausnarbeiðni ríkisstjómar Ólafs Thors, ætti að vera sú að þeir flokkar myndi nýja ríkisstjórn, sem felldu hina fráfar- andi. En á því eru engar horfur. Þríflokkarnir eiga ekkert sameiginlegt nema ábyrgðarleysið, glundroðann og lánleysið. , Sjálfstæðisflokkurinn mun hins vegar ekki láta hrekja ^jg af rjettri leið. Hann mun leggja á það allt kapp að koma ^agsmunamálum þjóðarinnar í örugga höfn. Hann mun ekki ílýja á náðir ábyrgðarleysisins þótt meirihluti þingsins hafi ggit það og sett þar með dökkan blett á heiður þess. Líi^íiwiii^fíiiui (iiíiiiniöjt?! nniiuiMisib-iobiÍ ÚR DAGLEGA LÍFINU Sorgarsaga „K“ SENDIR Daglega lífinu eftirfarandi brjef, en efni þess nefnir hann: Sorgarsaga um konu, litlu kommóðuna henn- ar og auglýsingu í Morgun- blaðinu. Heill og sæll, Víkar. Skyldi nqkkuð almennar les- ið í þessari borg en dálkarnir þínir? Að minnsta kosti trúi jeg, að ef þú kemur því, sem hjer er um að ræða, á fram- færi, þá muni miklar líkur til að rætist úr vandamálinu með konuna, litlu kommóðuna henn ar og auglýsinguna í Morgun- blaðinu. — En jeg veit (af reynslu) *að jeg má ekki vera langorður, þú hefir svo margt að gluggg. í. • Sögðust sækja og senda MÁLAVEXTIR eru þeir, að líklega í mars eða apríl í fyrra sá kona, búsett hjer í bæ, aug- lýsingu í Morgunblaðinu frá mönnum, sem tóku að sjer að mála ýmsa hluti og buðust til að sækja þá heim og skila þeim aftur, að vinnunni lokinni. Kon an hafði nýlega fengið senda frá æskuheimili sínu úti á landi, litla kommóðu, sem henni var gefin í æsku og hafði þótt mjög vænt um. • Hvorki haus nje sporður MENNIRNIR komu og sóttu kommóðuna og sögðust skila henni aftur eftir nokkra daga. Þótt einkennilegt megi virðast, grenslaðist konan ekki um, hvar verkið yrði unnið og aug- lýsingin með símanúmerinu glataðist, eins og verða vill um dagblöð. En konan hefir hvorki sjeð haus nje sporð á mönnunum síðan og hún sjer mjög eftir litlu kommóðunni sinni. Nú gæti hugsast, að menn- irnir hefðu gleymt, hvert þeir sóttu kommóðuna, því að ekki er fallegt að trúa því, að þeir hafi ekki ætlað að skila kom- móðunni aftur. Heldurðu, að þú kippir þessu iniiiiiiiiiiuiiiiiiliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMitiimiittiitMiiiMiii ekki í liðinn með því að birta þetta brjef?“ Auðlindir landsins „HEILSUTÆPUR" skrifar mjer á þessa leið: Iðnfrömuðir biðja um aðstoð erlendra sjerfræðinga til þess að kannaðar verði „áúðlindir landsins", leitað verði hjer að fólgnum jarðefnum sem að gagni megi koma o. s frv. — Væri það gott og blessað, ef slík fyndust, sem gætu gert framleiðslu og útflutning lands manna fjölbreyttari en nú er. • Alyktun á Alþingi EN í ÞVÍ sambandi dettur mjer í hug, að fyrir allmörg- um árum var gerð, að mig minnir, ályktun á Alþingi ís- lendinga um það, að gera skyldi gangskör að þvi, að rann saka hver heilsubót gæti orðið að hverum, hveragufu, og leðju hjer á landi, fyrir gigt- veikt fólk og aðra vanheila menn. En allir vita, að við hveri og laugar erlendis safn- ast fólk saman úr ýmsum þjóð löndum, sjer til heilsubótar, undir lækniseftirliti að sjálf- sögðu. En hvað hefir orðið úr hinni fyrirhuguðu rannsókn? — Og hvað segja læknar okkar um þetta mál? Er það útilokað, að við íslenska hveri verði hægt að koma upp heilsuhælum, og sýna fram á að sjúkir og van- heilir úr fjarlægum löndum, eigi hingað erindi? Færandi dýrmætan gjaldeyri í þjóðarbú okkar. • Mætti taka upp þráðinn að nýju OG ENN spyr jeg þig, kæri Vikar. Getur þú ekki komið á framfæri fyrir _mig spurningu um það, hvort íslendingar hafi ekki þegar í fórum sínum ein- hverja reynslu, um heilnæmi fyrir sjúka og vanheila, í nánd við hveri og laugar hjer á landi? Ef einhverjir hafa um þetta sögu að segja, þá gæti svo farið að tekinn yrði upp þráðurinn að nýju, sem fallið hefir niður Mlltl'ltttlMltlllltllllllllMIIMIIIIIIIIIIMItlltltltllllllllllllllMI um skeið, og hafist yrði handa, við að rannsaka hve miklar „auðlindir“ við eigum í hver- unum okkar, til þess að bæta heilsu manna, bæði hjerlendra og erlendra. Ljóðasvar við „Pennastriksvísum“ BÚI KARL hefir sent mjer nokkrar vísur, sem hann segir að sjeu svar við „Baðstofuvís- um“ þeim, er Tímastarkaður sankaði saman fyrir nokkru og áttu að vera Ó'afi Thors til á- virðingar, og viðleitni hans til að bera fram biargráð gegn verðbólgu og dýrtíð. Þær eru svona: Lasta vikult lítið peð lygi og svikin málar. Teiknar strikin Tímans með tjöru biki sálar. Ekki er Halldúr heilagur hrasar fyrir vikið. Altaf heldur Ólafur áfram rjetta strikið. Þar sem sterki Starkaður stundum hefir vikið. Ötull heldur Ólafur áfram rjetta strikið. ---I Þó að rætinn rógburður ráði Dóra mikið. Ennþá heldnr Olafur áfram rjetta strikið. Oft er maðnr ofsóttur ef hann genr mikið. Altaf heldnr Ólafur áfram rjetta strikið. Svona er að vera sjálfstæður sýna hvergi hikið. Eins og heldur Ólafur aðeins rjetta strikið. Illt er að vera átt-villtur ef að blindar rvkið. Alltaf ratar Óiqfur alveg rjetta strikið. Einn er dmnmir ódeigur þó aðra blindi rvkið. Þetta er hann Ólafur sem átti. „penna-strikið“. Búi. IIIIIMIMIMIMtlinlllMIIIIMII'MMIIIIItllllllMMIII III11111111 MEÐAL ANNARA ORÐA . . . . Nú þoia menn aflut að gera aí gamni sínu Eftir frjettamann Reuters. BELGRAD: — Segja má, að öll kímni og gamansemi hafi ver- ið hneppt í fjötra í Júgóslavíu, meðan ríkið fyllti flokk hjá- landa Rússa. Nú er hinsvegar eins og kímni manna sje leyst úr læðingi. • • KÍMNI í FJÖTRUM ÁÐUR en sambandi við kom- inform rofnaði, var öll fyndni og gamanmyndir skopblaðanna einstrengdar við tiltekna braut, þar sem Wall-stræti var endamarkið, sem öllum skeyt- um var stefnt að. Nú eru Júgóslavar ekki leng- ur hræddir við að skopast að sjálfum sjer og því síður skirr- ast þeir við að gamna sjer á kostnað Rússa eða hjálanda þeirra. • • DULBÚIÐ SKOP FYRIR skömmu birti blaðið „Kerempuh“ heilsíðuskopmynd sem kallaðist: „Stjórn borgara flokkanna í reynd“. Myndina hefði annars alveg eins vel mátt skoða sem árás á ríkis- rekstur kommúnista yfirleitt. Sú var nú samt ekki ætlunin, eða að minnsta kosti var ekki svo látið í veðri vaka. í einu horni myndarinnar er mynd af fjórum fjölskyldum, sem öllum hefir verið úthlutað sömu íbúðinni. Konurnar og börnin sáust bjástra við að troða húsgögnum, útvarpsvið- tækjum og öðrum húsmunum inn um dyr og glugga, meðan bændurnir veifuðu eignarheim ild sinni hver að öðrum og þrátt uðu um, hver ætti íbúðina í raun og veru. Ein fjölskyldan er þó sýnu slyngust. Hefir bóndinn bund- ið reipi um reykháfinn og síð- an eru húsgögnin látin síga nið ur frá þakinu niður á svalir fyrir neðan. „Hugkvæmni borgaraflokk- anna við vörudreifingu“ kallast fáránlegar gluggasýningar, þar sem gert er gys að verslunar- háttum vesturlanda. • • RÚSSAR HIRÐA EKKERT skopblað í Júgóslavíu lætur nú undir höfuð leggjast að víkjast að kominform. Til að mynda birti blaðið „Jez“ nýlega skopmynd, er sýndi litla menn, sem báru nöfn rússnesku hjá- landanna, skynda för sinni með ferðatösku og stóra böggla í hendi inn um dyr, sem á var letrað: Kominform. Á næstu mynd sjest stór, flatnefja kúluvambi með sjálf- umglatt smjörbros ganga rogg- inn út um dyrnar. Þessi karl, sem bar nafnið Sovjet-Rúss- land, hjelt á hafurtaski hinna, sem fyrir stimdu hurfu inn úr gættinni. • • VIKIST AÐ ROKOSSOV SKY EIN skopmynd í „Kex-empuh“ sýndi tvo ferðalanga í járn- Framh. á bls. 12,

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.