Morgunblaðið - 21.03.1950, Qupperneq 7
Þriðjudagur 21. mars 1950.
MORGUNBLAÐ19
7
Þjóðnýfingin skapar ný og
háttlaunuð opinber störf
I HINUM nýafstöðnu kosning-
um í Bretlandi, kom í ljós, að
fylgi Verkamnnaflokksins fer
hart minnkandi þar í landi, og
máttu jafnaðarmenn, að margra
áliti, hrósa happi yfir að halda
meirihluta í þinginu. Þær á-
stæður, sem kunna að liggja
til grundvallar þessari fylgis-
sukningu jafnaðarmanna, eru
eflaust margar og misjafnar að
eðli, — en ein er þó sú, er
mestu hefir' valdið fylgishrun-
inu, og hún er hin vægðarlausa
þjóðnýtingarstefna breska
Verkamannaflokksins. Viðvíkj
andi hinu takmarkalausa þjóð-
nýtingarbrölti bresku jafnaðar-
mannanna, hefir margt komið
fram í framkvæmdinni, sem
almenningur í landinu, og ekki
síst innan vjebanda Verka-
mannaflokksins, hefir ekki get
að sætt sig við, og kemur ein
hlið þeirrar óánægju fram í
grein þeirri er fer hjer á eftir
í lauslegri þýðingu, en hún er
skrifuð stuttu fyrir kosningarn
ar, og er eftir Robert Brown,
frjettaritara Reuters.
London:
Ritdeilur.
Sú ákvörðun 52ja ára gamals
námumannaleiðtoga, að leggja
niður starfa sinn í stjettasam-
bandi sínu, til þess að taka við
stöðu á vegum stjórnarinnar, er
færði honum 4000 sterlingsp.
árstekjur, með því að taka sæti
í stjórn hinna þjóðnýttu kola-
náma, hefir vakið upp löngu
linðar ritdeilur.
.,Sto!ið of mörgum
leiðtogum“.
Gagnrýnendurnir halda því
fram, að stjórnin hafi þegar
„stolið“ allt of mörgum af mik-
ilhæfustu leiðtogum verkalýðs-
samtakanna, með því að setja
þá í stöður, í ráðum þeim er
hafa verið stofnuð, til þess að
hafa á hendi stjórn kolanám-
anna, járnbrautanna, raforku-
veranna og allskonar annarra
iðnaðarfyrirtækja, sem hafa ver
íð þjóðnýtt af stjórninni, siðan
Verkamannaflokurinn tók við
stjórn 1945.
Alvarleg aðvörun til
verkalýðssamtakanna.
Það var skipan James Bow-
man, sem framkvæmdarstjóra
hjeraðsráðsins, sem hefir á
hendi framkvæmdastjórn kola-
námuiðnaðarins í norð-vestur-
hluta Englands, sem varð til
þess að vekja upp þetta mál.
Bowman var varaforseti námu-
mannasambandsins breska, og
var fulltrúi þess í T. U. C. A
síðustu árum hefir Bowman ver
ið talinn og það af meðlimum
innan allra pólitískra flokka,
sem einn af allra hæfustu mönn
um meðal forustumanna verka-
lýðssamtakanna. Hefur það
jafnframt verið álit manna, að
Bowman komi til með að standa
framarlega í alþjóðamálum,
sem talsmaður fyrir skipulagn-
ingu vinnunnar. Sú ákvörðun
hans að láta af störfum í þjón-
ustu námumannasambandsins,
kom því öllum á óvart. Dag
blaðið „Machester Guardian“
Breskir
ýðsleiStoi
Eftirsjá — en stolt.
Verkalýðssamtökin hafa fylgst
með hvörfum þessara leiðtoga
sinna, frá störfum innan vje-
banda sinna með eftirsjá, sem
þó hefir verið blandin stolti.
Verkalýðssamtökin börðust fyr-
ir þjóðnýtingu og vonuðUst eft-
ir viðurkenningu á þýðingu
þeirra viðvíkjandi efnahagsmál
um þjóðarinnar, með því að
vera beðin um að leggja fram
krafta, til þess að skapa henni
árangur.
Enn leita þeir ráða hjá Bevin.
sagði um þetta vnál, „að það
væri alvarleg aðvörun til verka
lýðssamtakanna í heild“.
Fyrsta tjónið.
Fyrsta stóra tjónið fyrir
verkalýðssamtokin, var það er
Ernest Bevin gerðist alþingis-
maður. En þann dag í dag, þótt
nærfellt 10 ár sjeu liðin frá því
að hann tók sæti í stjórninni,
koma verkalýðsleiðtogar til
hans til þess að leita ráða og
stuðnings, er sjerstaklega erfið
vandamál steðja að þeim.
George Isaacs,
atvinnumálaráðherra.
Árið 1945 varð samband
starfandi prentara og aðstoðar-
jnanna þeirra, að sjá af aðal-
ritara sínum, George Isaacs,
þegar hann var gerður að at-
vinnumálaráðh. í bresku jafn-
aðarmannastjórninni.
Lord Citrine — 8500
punda árstekjur. —
Árið 1946 hvarf Sir Walter
Citrine (nú Lord Citrine) frá
starfa sínum sem aðalritari
T. U. C., en þar hafði hann
starfað í 20 ár, og tók við stöðu
í framkvæmdaráði hinna þjóð-
nýttu kolanáma.
Nú hefur hann verið gerður
að framkvæmdastjóra Raforku-
málaráðuneytisins, en það gef-
ur honum 8500 strlingspund í
árstekjur.
Eby Edwards, Jack Benstead,
Sir Joseph Hallsworth.
EBBY Edwards lauk sínum 15
ára starfsferli, sem leiðtogi
breskra námumanna, er hann
árið 1946 var skipaður í fram-
kvæmdaráð kolanámanna. Árið
eftir hætti Jack Benstead störf-
um, sem aðalritari sambands
járnbrautarmanna, og tók við
stöðu í framkvæmdaráði sam-
göngumála, og sama ár hætti
Sir Joseph Hallsworth, sem er
einn með glæsilegri þingmanns-
efnum breska verkalýðssamtak-
anna, störfum fyrir flutninga-
sambandið, en þar hafði hann
starfað í 30 ár, og var skipað-
ur í framkvæmdaráð kolanám-
anna. Síðan var hann færður
í raforkumálaráðuneytið, sem
framkvæmdastjóri fyrir norð-
vestur England. jjiins
Fómirnar veikja
samböndin.
Mönnum er nú orðið ljóst að
hvörf hinna mikilhæfu manna,
frá störfum innan verkalýðs-
hreyfingarinnar, leiðir til þess
að veikja hana. Ellegar eins og
stórblaðið Manchester Guardian
orðaði það, að hinar stöðugu
fórnir á leiðtogum verkalýðs-
samtakanna, ,,er einskonar vjel
ræn ofþensla, sem hlýtur að
leiða að Ijelegri framleiðslu“.
Hvað gera Verkalýðs-
samtökin?
„Gera verkalýðssamtökin
nokkuð til þess að örfa unga,
efnilega menn til þess að undir-
búa sig til þess að geta verið
hæfir til þess að gerast eftir-
menn Mr. Bowman og þeirra
annarra, sem eins og hann, hafa
horfið frá störfum innan verka-
lýðssamtakanna, til þess að
taka við stöðum í hinum ýmsu
í’áðum hins þjóðnýtta iðnaðar?“
bætir blaðið við: „Það eitt er
að vísu alvarlegt málefni, að
Mr. Bowman getur sjeð sjer
fært að hverfa frá störfum fyr
ir námumannasambandið,
jafn viðsjárverðum tímum, en
það sem enn alvarlegra er, ér
það, að hvarf eins manns, geti
orðið þess valdandi að veikja
öfluga hreyfingu“
Verkalýðssamböndin svara
þessu á þá leið, að samböndin
veiti skólastyrki til efnilegra
ungra manna innan verkalýðs-
samtakanna, til þess að þeim
geti verið fært að stunda nám
í hinum ýmsu verklegu skólum
samtakanna og jafnframt í Ox-
fordháskólanum. Einnig hafa
þau í undirbúningi að stofna til
námskeiða í öllum stórborgum
landsins, þar sem mönnum
gefst kostur á að læra allskon-
ar skipulagsstarfsemi og frjetta
þjónustu.
8500 pund eða 1500 pund.
Meðal almennings hefir mik-
ið verið gert af því að gera
samanburð á kaupi því er verka
lýðssamtökin greiða leiðtogum
sínum, og kaupi, sem greitt er
til starfsmanna hinna nýskip-
uðu ráða hins þjóðnýtta iðnað-
ar. .
Hinar 8500 sterlingspunda
árstekjur Lord Citrine, eru
næstum því átta sinnum meiri,
heldur en hann hafði sem aðal-
Framh. á bls. 8.
Svar fll ÞorvaEd
ar Arnasonar
ÞORVALDUR ÁRNASON skatt
-stjóri í Hafnarfirði hefir nú
tvívegis tekið sjer penna í hönd
til þess að rita um kirkjumál.
Hann er fullur vandlætingar og
gremju við óháða Fríkirkju-
söfnuðinn í Reykjavík. Ekki er
það til þess að bera hönd fyrir
höfuð safnaðarins að jeg svara
Þorvaldi nokkrum orðum. Veit
jeg að þessi söfnuður þótt ung-
ur sje og fámennur, hefir nóg
ráð til þess sjált'ur, ef honum
þykir ástæða til. En Þorvaldur
ræðst líka að mjer og Kirkju-
blaðinu í þessum skrifum sin-
um og þykir mjer þessvegna
rjett að gera grein fyrir afstöðu
minni í þessum rhálum. þótt jeg
hinsvegar viti að lesendur
greina Þorvaldar finni að hann
skortir rökín fyrir þeim sakar-
giftum, sem hann ber á mig.
Það er ekki úr vegi að kynna
sjer eðli mála og málavöxtu
alla, áður en farið er að skrifa
opinberlega um viðkvæm mál.
Þetta virðist mjer Þorvaldur
ekki hafa gjört. I grein sinni
í Mbl. 25. febr., þ. á., virðist
hann bera mjer á brýn að jég
hafi brugðist skyldum mínum
sem biskup landsins. Það er í
næstu málsgrein eftir að hann
hefir lýst því yfir að sjer virð-
ist vanta „kristilegan streng“
í sjera Emil Björnsson, sem
nauðsynlegur sje í öllum við-
skiptum manna á milli.
Þorvaldu’’ segir: ,,Og á ekki
biskup landsins — yfirmaður
kirkjunnar að taka í taumana,
þegar slíkt á sjer stað (stofnun
óháða fríkirkjusafnaðarins)?
Og síðar ... „biskup verður
þó að vera húsbóndi á sínu
heimili" ....
Þorvaldur hefði átt að vita,
að biskup landsins, hefir ekki
skyldur og ekki rjett til þess
að skifta sjer af málum Frí-
kirkjusafnaðarins. Veit ekki
Þorvaldur að fríkirkjusöfnuð-
urinn hefir sagt sig úr lögum
við þjóðkirkjuna og þá auð-
vitað um leið biskup hennar.
Þessi sakaigift Þorvaldar fell-
ur því um sjálfa sig. Jeg er
enginn húsbóndi á heimili frí-
kirkjusafnaðarins.
I grein sinni í Mbl. 17. þ. m.,
sem hann nefnir „Greinin í
Kirkjublaðinu" — skrifar Þor-
valdur af óskiljanlegri fljót-
færni þó ekki sje meira sagt.
Kirkjublaðsgrein sú sem hann
talar um er skrifuð af fjdlstu
hógværð og rjettsýni á þessum
málum. Hann segir að þar sje
dreginn taumur annars aðilj-
ans. Greinin heldur fram þeim
málstað sem að dómi blaðsins
er rjettastur og sannastur.
Jeg hefi annars ekki neitt
látið í ljós um skoðanir mínar
á prestskosningu fríkirkju-
safnaðarins og afleiðinum henn
-ar. Jeg kom á engan hátt að
þeim málum Jeg hefi vígt sjera
Emil Björnsson til safnaðar
síns eftir að hann hafði af rjett-
um yfirvöldum hlotið staðfest-
ingu sem forstöðumaður safn-
aðarins. Jeg gjörði þáð með
gleði, því að jeg hefi trú á því
að þessi efnilegi og ágæti ungi
maður, reynist góður stárfsmað
-ur kristinnar kirkju.
Kirkjublaðsgreinin er ekki
skrifuð til þess að kljúfa og
súndra, heldur til þess að styðja
að einingu innan fríkirkju-
safnaðarins eins og þessi orð
greinarinnar sanna, en þau eru
höfuðatriði að því er varðar til-
gang þessarar greinar:
„Væri æskilegt, að þær við-
ræður mættu leiða til þess," að,
f ríkirk j usöínuðurinn þyrfii,
ekki að klofna í sundur, held-
ur mætti takast að finna sam-
komulagsgrundvöll á þá lund,
að hinn nýi söfnuður hjeldi á-
fram að vera í fríkirkjusöfn-
uðinum og greiða þannig gjöl 1.
sín eins og áður, en fengi jafn-
framt fullan rjett til afnota sf
Fríkirkjunni á svipaðan hátt og
þeir, sem leysa sóknarband inn,
-an þjóðkirkjunnar halda þrátt
fyrir það rjettinum til sóknar-
kirkju sinnar“. Og síðar ....
„Mætti þar miklu um orka góð-
gjarnir menn og hógværir inn-
an beggja safnaðanna, ef þeir
vildu beita sjer að því að vinna,
að skynsamlegum sáttum tiþ
sóma og gagns báðum aðilum“.
Það er þessi grein, sem Þor-
valdur segir um að sje „full af
fyrnum og blekkingum í garð
hins nýkjörna prests og meiri
hluta safnaðarstjórnar frí-
kirkjusafnaðarins“. — Sjera
Þorsteinn Björnsson er ekki
nefndur á nafn í greininni og
hvergi að honum vikið.
Mjer hefir ævinlega verið
hlýtt til fríkirkjunnar í Reykja
vík og hefir verið hin bróður-
legasta og besta samvinna milli
fríkirkjusafnaðarins og saínaða
þjóðkirkjunnar á liðnum árum.
Það er óhætt að fullyrða að
þjóðkirkjan hefir gleymt en
ekki erft þótt ýmsir af hennar
ágætu meðlimum tækju sig
sarhan og mvnduðu fríkirkju-
söfnuðinn á sínum tima, og
þakkarvert að stjórnarskráin
gefur öllum mönnum frelsi til
þess að stofna söfnuði og dýrka
guð á þann hátt sem þeim best
hentar.
Mjer virðist Þorvarldur líta
of myrkum augum á atburðinn
í fríkirkjusófnuðinum. Fólkið,
sem óskað hefir eftir prests-
þjónustu sjera Emils Björnsson
ar hefir ekki klofið sig út úr
söfnuðinum. Það óskar að vera
þar áfram og vill greiða hin-
um nýkjörna presti safnaðarins
sinn hluta af launum hans eins
og ekkert hefði í skorist. Mjer
virðist það koma úr hörðustu
átt að menn úr fríkirkjusöfn-
uðinum, sem sjálfur er grund-
vallaður á klofningi úr þjöð-
kirkjunni, taka svona hart á
því sem fram hefir farið. Hins-
vegar veit íeg að fjöldi manna
karla og kvenna sem fríkirkju-
söfnuðinum tilheyra líta allt
öðrum augum á þetta mál.
Greinar Þorvaldar Árnason-
ar eru ekki til þess fallnar að,
sameina. ’ Þær eru á meðal
hinna utanaðkomandi afla, sem
óheill og sundrung hafa valdið
í málum fríkirkjúsafnaðarins,
og erin ér tími fyrif góðgj arna
og hógværa menn að miðla
máluml
, Sigurgeir Sigurðsson.