Morgunblaðið - 21.03.1950, Side 10

Morgunblaðið - 21.03.1950, Side 10
1 10 MORGU N BLAÐ19 Þriðjudagur 21 mars 1950. Framhaldssagan 66 BASTIONS-FOLKIÐ Eftir Margaret Ferguson HMtitimiioM ■iniifiemii Hún hafði hallað sjer aftur á bak á koddana og hendur henn ar lágu máttlausar á ábreið- unni. Hún hrökk við, þegar Logan kom inn, og hún starði á hann. Á broti úr sekúndu mátti lesa ofsalegan ótta úr augum hennar, en svo náði hún stjórn á sjer og brosti til hans. Rauðu deplarnir voru horfnir úr vöngum hennar. „Sæll vertu, Logan. Lestinni hlýtur að hafa seinkað. — Jeg var farin að hafa áhyggjur af þjer. Hefurðu fengið nokkuð að borða?“ „Nei“. Harn gekk alveg upp að háa rúm nu og hreyfingar haife voru andarlega fjaður- mafnaðar. Augu hans glömpuðu óveþjulega (‘g hárið var úfið. „JTeg kem frá Catherinu“. |f,Nú, já“. Leah hreyfði loks hendurnar og tók upp sauma sína. „Hún var á fótum í dag. Hvernig líðu : henni?“. „Vel. Leah, hvar fjekkstu þéssar mynd r af Önnu Butler, sem þú sýnd: r henni?“. „Myndir? íú þú átt við blaða úrklippurnai ?“. Hún þræddi nálina með mikilli gaumgæfni. „Logan, mjer hefur liðið hræði- lega vegna þessa, og jeg vonaði að þú fengir aldrei að vita það. Hún hefur auðvitáð sagt þjer það, vesalirgs barnið. Scott Tracy ljet nig fá þær þegar .... þegar ’ið vorum að tala um Catherin u“. „Nei, hann gerði það ekki“, ~§ágði Logan ,ægt. „Þú gleymd- ir því að je;; borðaði hádegis- verð með Scott Tracy í dag, Leah. Hann mfir aldrei geymt neinar blaða irklippur frá Nor- vill Butler-r. álínu. Þú geymd- ir þær eftir að þú hafð- ir fundið þær einhvers- staðar. — Þú hefir ákaf- lega frjótt hi gmyndaflug, og þú gast búið til ágætan reyfára í kring um myndirnar og blaða- úrklippurnar. Þú sagðir Cather inu söguna og þú vissir að hún mundi reym að fremja sjálfs- tnorð. Var þrð ekki?“. .Leah lagði aftur frá sjer saumana og 'eit á hann. Andlit . hennar var afmyndað og ná- fölt og varir hennar titruðu. „Logan, rryndu að skilja, hvernig mjei leið. Jeg .... jeg hjelt að það væri satt, að Cat- herina væri barn Butlers-hjón- anna. Cathe; ina var svo ákaf- lega lík frú iutler og lík barn- ins fannst akirei“. „Jú, það fannst“, sagði Log- an. „Þú hefur ekki lesið blöðin vandlega m cguninn 10. des- ember, árið 1916, Leah. Þar stóð að lík b/ :nsins hefði fund- ist og að þa 5 hefði sannast að það var b, -n Butlers-hjón- anna“. „Nei, jeg \ issí það ekki“. Le- ah reis upp Íð dogg í rúminu. „En getur þ i ekki skilið mig? Jeg hugsaði kki um annað en þig og Mall iry og hvað gæti skeð, Logan, ef þú giftist Cat- herinu og þ.ii eignuðust börn. Logan, það var vegna þess, hve mjer þykir ’ ænt um þig .... Þú gætir vei i 5 minn eigin son- ur“. Og þess v gna reyndirðu að myrða Cath< -inu“, sagði hann enn með sön.u undarlegu blíðu röddinni. „Þú hefðir alveg eins vel getað synt út að flata klett- inum með henni og haldið henni niðri í kafi. Og það var ekki, végna þess, hvað þjer þykir vænt um mig, Leah. Það var vegna þess að þjer var skemmt og þú gast sjeð á því, hvað orð þín hafa mikil áhrif. Þú ert örkumla í hjólastól, en þú get- ur samt framið morð og stjórn- að lífi mínu fyrir mig. Þú hjelst „Hvað ertu að segja, Logan?“. Mallory hafði komið inn í her- bergið án þess að þau yrðu þess vör. „Leah, hvað er að?“. Hún rjetti fram hendurnar í áttina til hans og tárin runnu niður andlit hennar. „Mallory, í guðanna bænum láttu hann hætta að segja þessi hræðilegu orð við mig .... Láttu hann skilja að jeg vildi ekkert nema gott eitt. Mjer datt aldrei í hug að hún mundi reyna að fremja sjálfsmorð. Jeg hjelt að hún mundi finna sjer eitthvað til að slíta trúlofun- inni og fara burtu hjeðan“. „Þú vissir, að það var aðeins ein leið, sem kom til greina, og þú treystir því að hún mundi fara hana“. Logan opnaði dyrn- ar. „Vertu sæll, pabbi. Jeg verð á prestsetrinu næstu daga, þang að til Catherina og jeg flytjum í litla húsið. Jeg bið Jane um að senda mjer dótið mitt“. Hann lokaði dyrunum hægt á eftir sjer, og þau heyrðu for- stofudyrnar skellast á eftir hon- um, með svo miklum ofsa að húsið hristist. Síðan varð allt hljótt. „Mallory, þú mátt ekki trúa honum. Jeg, sem bjargaði lífi Logans, og hef alið hann upp öll þessi ár. ... “. „Það er farið að kólna“, sagði Mallory. „Jeg held að það sje best að jeg loki glugganum“. Hann lokaði gluggunum vand lega og dró gluggatjöldin fyrir. „Mallory, í guðanna bænum segðu eitthvað. Þú vilt ekki einu sinni hlusta á málið frá minni hlið. Jeg skal viðurkenna að þetta var illa gert af mjer að nokkru leyti, en Catherina átti rjett á að fá að vita sann- leikann og ákveða síðan sjálf, hvað gera skyldi. Jeg reyndi ekki á nokkurn hátt að hafa á- hrif á hana. Jeg.. . .“. Hún þagnaði skyndilega. — Andardráttur hennar var stutt- ur og snöggur. Mallory opnaði dyrnar fram í stofuna og leit snöggvast við um leið og hann sagði: „Góða nótt, Leah. Christine kemur sjálfsagt inn til þín, ef þú þarfnast einhvers“. Leah teygði sig og slökkti á lampanum á náttborðinu. Það varð kolsvarta myrkur í her- * berginu. Nokkra stund heyrði hún ekkert hljóð, nema andar- I drátt sjálfrar sín. Hún lá enn í sömu stellingum, þegar dyrn- ar opnuðust og einhver læddist yfir gólfið og að rúminu. „Þú þarft ekki að kveikja ljós“, sagði Christine. „Jeg skal vera hjá þjer, Leah“. Hún lagð- ist upp á rúmbríkina og vafði Leah örmum, eins og hún vildi gefa henni eitthvað af hlýju ■iiiaiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiuMiiiiiiiiiÁ sinni. „Jeg veit, hvað er að. Það er pabbi, er það ekki .... og Sherida. Jeg hef vitað það lengi. Það er viðbjóðslegt, en jeg skal .... jeg skal hjálpa þjer ein- hvernveginn, Leah“. „Jeg held að enginn geti hjálpað mjer“, sagði Leah þurr- lega. „Vertu hjá mjer svolitla stund, Christine. Það er þægi- legt að vita af þjer hjerna“. „Jeg skal vera hjá þjer í alla nótt, ef þú vilt. Vertu róleg og reyndu að sofna. Jeg skal sjá um að allt komist aftur í lag“. Hún studdi hönd undir kinn og strauk með hinni hendinni um enni Leah, eins og móðir strýkur sjúku barni sínu. Augu Leah lokuðust hægt. 30. Mallory og Jane vildu bæði senda eftir Simon fyrir Sheridu en hún þvertók fyrir að ónáða hann, þótt hún væri með smá- vegis kvef. Hún hafði lítinn hita, en beinverki, og hún sagði að sjer mundi batna, ef nún lægi nokkra daga í rúminu. Hún gat ekki hugsað sjer að leggja það á Simon að koma til Bastions, af hvaða ástæðum sem það nú var, sem honum var það svo erfitt. Kate færði henni morgun- verð í rúmið, og stuttu síðar kom Jane inn til hennar und- arlega föl og áhyggjufull á svip- inn. Hún færði henni blómvönd og raðaði blómunum í stóra skál á borðinu, en Sherida sá, að hún var annars hugar. „Kom Logan heim í gær- kveldi?“ spurði hún, til að, rjúfa þögnina. „Jeg heyrði hann aldrei koma upp í herbergið sitt“. „Logan?“ Hún stakk síðasta- blóminu í skálina og flutti hana’ út í gluggann. „Jú, hann kom skömmu eftir kvöldmatinn en; hann fór strax aftur“. „Fór hann aftur? Til Lon-: don?“ „Nei, hann fór til Maitlands-;:: hjónanna á prestsetrinu. Hana- ætlar að vera þar“. Jane sett->- ist skyndilega niður með tár- in í augunum. „Sherida, eitt^' hvað hræðilegt hefur skeð. E»- jeg skil ekki vel hvað það ere Logan hringdi til mín í morg-F un og bað mig að taka saman allt dótið sitt og koma með það niður að prestsetrinu. Hann ætlar að vera þar þangað til í næstu viku, en þá ætla þau aj£. gifta sig í kyrrþey. Hann ætl'=. ar alls ekki að koma hingað aftur“. - „En Jane .... hvers vegna? Hann hlýtur að hafa gefið þjer einhverja skýringu". - „Já. Það er Leah .... haná kemur ekki aftur hingað svo lengi sem hún er hjer. Hann segir að Leah hefði sagt Cath.- erinu eitthvað sem var ekki,. satt, eitthvað sem hún hafðí j búið til, og það var eitthvað , svo hræðilegt, að hún vissi, apú Catherina mundi .... reyna af£i- drekkja sjer. Það var einhver... saga, sem hún hafði fundið t|þ: um foreldra Catherinu“. Húgi. stóð á fætur og gekk yfir a.% glugganum. „Jeg hefði ekki tr-4',; að því að það gæti verið satÞ- nema af því að jeg þekkti rödd-" Logans. Það var hræðilegt .... Garðar Gísloson Trading Corporation, 52 VValI Street, New York, 5, N. Y. annast sölu á ýmsum íslc-nskum afurðum,. svo sem: Hraðfrystum fiski af öllum tegundum. Niðursoðnum vörum. Fiskimjöli. Síldarmjöli. Lýsi. Tilboð óskast með ákveðnu verði og magni ásamt nauð- synlegum lýsingum og athendinga tíma. Tónlisfarblaðið Musica, 2. tbl. 3. árg. er komið út. Viðtal við Guðmund '•cnsson Bláa Kápan Grein eftir Björgvin Guðmundsson Viðsjá Saga tónlistarinnar Salóme eftír Heimsókn Henryk Sztompka Rich. Strauss Lag á nótum: Draumvinur fagri. Lag: Stephan Fostei Texti: Steindór Sigurðsson. Munið! að blaðið kostar aðeins kr. 3,20 hvert eintak til áskrifenda Tónlisfarblaðí Afgreiðsla Laugaveg 58. Símar 3311 og 3896. 4ra herbergja ibúð ti! sölu. Nánari upplýsingar gefur Málflutningsskrifstofa Einars B. Guðmunds sonar og Guðlaugs Þorlákssonar, Austurstræti 7. Símar 2002 og 3202. Vjelskófla Höfum verið beðnir að útvega vjelskóflu til kaups e£a leigu. Þarf að hafa 8—10 m. bómu og gripskóflu. ^Oímennci Hi^^in^ajeia^i^ li.j Borgartúni 7. — Sími 7490. Hjálporvjel Ný 10 hestaf’a hjálparvjel, til sölu nú þegar. Komplett * með dynamo (32 volta stennu), loftþjöppu og sjódælu. I ■ Kf ■i Oiajar f^roppé L.j i Sími 3479 i Saltfiskframleiðendur Útvega með stuttum fyrirvara FISKSALT í smærri og stærri förmum. Sýninghorn og efnagreining fyrir hendi. Verðið mjög hagstætt. Vinsamlegast leitið tilboða. MAGNUS O. ÓLAFSSON, Hafnarhvoli, sími 80773.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.