Morgunblaðið - 06.04.1950, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.04.1950, Blaðsíða 8
8 W O K i, tJ I\ ti L Att I Ð Fimmtudagur 6. apríl 1950 í JHttgimHaMfe CTtg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Siefús JóT’*'«'v" Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ristjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Áskriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlands, í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók, í i Páskahelgi PÁSKAHELGIN er framundan, kyrrlátir dagar, sem al- menningur i þessu landi helgar ýmist fjallaferðum og útivist feða kirkjurækni og kristindómi. Fáskahelgin veitir íbúum kaupstaðanna lengri hvíld frá daglegum störfum en nokkur önnur stórhátíð ársins. Þess vcgna leitar mikill fjöldi fólks þaðan upp til fjalla til iðk- unar skíðaíþróttinni. Hinn víði fjallahringur íslands, sem nm þetta leyti er venjulegast snævi þakinn, veitir kaup- stað abúanum, sem oftast býr við þröngan sjóndeildarhring við önn dagsins, dásamlega tilbreytni, hvíld og hressingu. Aðstaða almennings til þess að njóta þessarar tilbreytni er þó ekki eins góð og skyldi. Hinir fjölmörgu skíðaskálar, sem risið hafa upp í nágrenni höfuðborgarinnar og flestra annara kaupstaða landsins hafa að vísu bætt hana mjög. En flestir þeirra, ef ekki allir, eru fyrst og fremst miðaðir við þarfir unga fólksins, sem fer á skíði og gengur á fjöll. Eullorðið fólk eða roskið á þess lítinn kost að fara út úr bæj- unum og njóta kyrrlátra hvíldardaga á noatlegum stöðum upp til heiða og fjalla, enda þótt margt þeirra kysi það, bæði r etur og sumar. Vegna efnahagserfiðleika okkar íslendinga um þessar rnunclir eru ekki líkur til þess að eins margt fólk geti á r.æstunni varið sumarleyfum sínum til utanfara á þessu sumri og undanfarin ár. Er það að vísu illa farið því slíkar utanfarir eru ekki luxus, heldur nauðsynleg viðrun hugsana sem skapar aukna víðsýni fólksins og er í raun og veru merkur þáttur í menningarlegu uppeldi þess. En efnahags- erfiðleikarnir eru staðreynd, sem við um skeið verðum að beygja okkur fyrir. Þess vegna væri æskilegt að þjóðin sneri sjer nú að því að bæta aðstöðu sína til þess að njóta náttúrufegurðar síns eigin lands, skapa möguleika til þess að sem flestir geti notið hvíldar og tilbreytingar í faðmi íslenskra fjalla. Það kostar ekki mikla gjaldeyriseyðslu. En til þess þarf að koma upp fleiri kyrrlátum og ódýrum gististöðum á fögrum stöðum víðsvegar um land. Við höfum undanfarin ár miðað of margt við mikla eyðslu, jafmÆl óhóf. Til þess er löngu kominn tími að við gætum hófs og leitum tilbreytingar, holl- i'stu og skemmtana í sparsemi og hógværð. Það er hollt íhugunarefni yfir páskahelgina, hvernig sem við verjum henni. Fráleit framkoma skömmtunaryfirvalda ÞAÐ FÁHEYRÐA uppátæki skömmtunaryfirvaldanna að tilkynna s. 1. fimmtudag að skömmtunarmiðar ársins 1949 fyrir vefnaðarvöru væru úr gildi fallnir 1. apríl en tilkynna svo degi síðar að þeir haldi gildi, sýnir að eitthvað muni vera bogið við stjórn þessara mála. Þessi hringlandaháttur er svo einstæður að full ástæða er til þess að viðkomandi yfirvöld gefi almenningi skýringu á frumhlaupi sínu. Það rálgast raunar hreina ósvífni að sú skýring skuli ekki hafa verið gefin samtímis því, sem yfirlýsingin um áframhald- andi gildi umræddra skömmtunarmiða var birt. í þessu sambandi er ástæða til þess að geta þess að við- skiptamálaráðuneytið ber enga ábyrgð á þessum mistök- um. Stjóm þessara mála er í hóndum skömmtunarstjóra og Fjárhagsráðs, sem ekki heyrir heldur undir neitt sjerstakt íáðuneyti, heldur ríkisstjórnina í heild, sem auðvitað hafði engin afskipti af þessu tilkynningafálmi. Reynslan a fþessu skipulagi er ekki góð, hvorki að því er snertir skömmtunar- nje fjárfestingarmálin. Þar er allt á kafi í skriffinnsku. Einstaklingarnir geta ekki snúið sjer svo við að ekki þurfi að bíða mánuði og jafnvel ár eftir leyfi til þess frá ráðum og nefndum. Þjóðin veit að hún Verður að takmarka framkvæmdir sínar í samræmi við fjráhagslega getu sína. En hún krefst þess að henni sje ekki gert erfiðara um vik en nauðsyn ber til með hringlanda- hætti og skrifstofuseinagangi þeirra yfirvalda, sem með yfir- stjórn þessara mála fara. \JíLar Árifar lg|| '% íL|á*Í JSiÍJW j ÚR DAGLEGA LÍFINU Engin Úblöð í fimm daga FH\!M daga ■ h-l-je verður nú á allri blaðautgáfu á Islandi. Morgunblaðrð kemur ekki út fyrr en miðvikudaginn 12 þessa mánaðar; blaðið í dag er síð- asta blaðiði til þess tíma. Vinna í prentsmiðjum hefst næstkomandi þriðjudag, og þá verður byrjað að ganga frá miðvikudagsblaði Morgunblaðs -ins, sem færa mun lesendum sínum meðal annars það mark- verðasta, sem gerst hefur und- anfarna helgidaga. Þar með er lokið llengsta hlje ársins á blaðaútgáfu hjer á landi; frjettamennirnir, prent- ararnir og aðrir starfsmenn dagblaðanna taka á ný til ó- spiltra málanna, og að morgni miðvikudagsins 12 þ m. fá les- endurnir aftur Morgunblaðið með morgunkaffinu • Það veltur á miklu. VEÐRIÐ — það er að segja veðrið yfir helgidagana — hef- ur hjá ýmsum orðið aðalum- ræðuefnið að undanförnu. Það veltur á miklu að það verði gott skíðamennirnir hugsa sjer til hreyfings uppi á fjöllum og minni hetjur hafa hug á að fara í gönguferðir með nesti og nýja skó og enn minni hetjur vilja gjarnan geta spókað sig eitt- hvað á götum Rtg-kjavíkur, nið- ur við höfnina og í nánd við Tjörnina. Því hefur sú spurning verið algengust undanfarna daga: Hvernig heldurðu að veðrið verði um páskana? • Húsmóðir skrifar um páskaegg HÚSMÓÐIR skrifar Daglega lífinu brjef, sem barst of seint til að hægt yrði að birta það í gær, en þó getur enn komið að nokkru gagni. Hún segir: ,.Vikar góður — Mjer datt í hug að senda þjer nokkrar lín- txr út af máli, sem margir hafa áhyggjur af, en það er skort- urinn á páskaeggjunum. Nú fara páskarnir : hönd, og þá langar okkur húsmæðurnar að gera fólki okkar einhvern dagamun í mat, enda er það gamall og góður siður um há- tíðar. • Lítil fjölbreytni ,,EN fjölbreytnin er ekki mikil í okkar mataræði, og nú fáum við engin páskaegg — sem þó hafa þótt svo sjálfsögð á und- anförnum árum. Nú datt mjer í hug, að við gætum farið líkt að og t. d. danskar húsmæður, og notuð- um að þessu sinni hænuegg í staðinn fyrir súkkulaðiegg. • Allavega lit egg „í DANMÖRKU er það víða siður að bera inn á borðið stórt fat með eggjum — oft fallega skreyttum — og borðar hver þar af eins og hann orkar og ffetur. Til þess að gera eggin fjölbreytileg og falleg í út- liti, eru þau lituð á ýmsa vegu, t. d. rauð, blá eða græn, eða raunar hvernig sem vill, eftir smekkvísi og hugkvæmni hús- móðurinnar. Eggin má lita með því að setja t. d. ávaxtalit í vatnið, sem þau eru soðin í, eða þá silkipappír, en hann gefur frá sjer lit þegar hann blotn- ar . . . .“ — Þetta er hugmynd hús- móðurinnar, og fari þeir nú eft- ir, sem vilja. • Verðlaun fyrir heilsulireysti í ENSKU blaði kom nýlega fram tillaga um að verðlauna bá Englendinga, sem ekki byrftu að leita læknisaðstoðar í ár eða lengur. í Englandi eru sjúkratryggingar með líku sniði og hjer. Tillögumaðurinn fullyrðir, að ýmsir hafi misnotað hlunnindin og leitað læknisaðstoðar oftar en skyldi. Því vill hann hvetja menn til að spara Iæknunum óþarfa snúninga, með því að verðlauna þá borgara, sem fijaldnrf't leita læknishjálpar. Og verðlaunin vill hann að komi fram sem endurgreisla á einhverjum hluta tryggingar- gjaldsins. Smásálarháttur í SAMBANDI við hækkun húsa -leiguvísitölunnar um síðastlið- in mánaðarmót, segir svo í brjefi: „Leigutaki nokkur, sem greið -ir 30 krónur í grunnleigu fyr- ir ágætt herbergi og eldunar- pláss, hefur gert svo lítið úr sjer að hafa orð á hækkun, sem nem -ur kr. 1,20 á mánuði! Jeg gæti hugsað mjer, að það sjeu nokkuð margir í þessum bæ, sem fegnir vildu komast í ofangreint húsnæði. Gott her- bergi og eldunarpláss fyrir 49 krónur og 20 aura á mánuði, og þó er leigutakinn óánægð- ur!“ Brjefritaranum finnst þetta að vonum óvenjumikill smá- sálarháttur og spyr hversvegna sá óánægði segi ekki upp hiis- næðinu. • Biskupinn og kóngurinn SÚ SAGA er söc»ð af Gústav Svíakonungi og birt í Reader’s Digest, að eitt sinn hafi kunnur biskup leitað á fund hans og látið í Ijós bá ósk, að hann fengi að segja af sjer virðingarem- bættinu og gerast prestur á smáeyju einni undan Svíþjóð- arströndum. Biskupinn lýsti eynni fyrir konungi, litla frið- sæla fiskiborrvinu og hinum rólyndu, lífselöðu íbúum þess. Konungur hlustaði þegjandi á biskup sinn. kinkaði kolli vin- gjarnlega oe brosti með sjálfum sjer. En er biskuninn hafði lok- ið máli sínu, sagði konungur: Og nú ætla jeg að trúa þjer fyrir leyndarmáli, biskup minn góður. Jeg kannast mætavel við eyjuna þína. — Og árum saman hef jég látið mig dreyma um það. að verða þar einhverntíma póstmeistari. • Bíða birtingar HJÁ Dagleea lífinu liggja nú nokkur brief, sem ógerlegt hef- ur verið rúmsins veena að birta fyrir páska. Þau verða því að bíða birtingar fram yfir helgi- dagana. j meðáTannara~orða Almúgafóikið í Sezze lifir píslarsögu Krists. Eftir IIORACE CASTELL, frjettamann Reuters. SEZZE, Ítalíu — Um 2000 af íbúum smáborgarinnar Sezze, sem kúrir sig í Lipinifjöllun- um nálægt 40 mílum suðaustan Rómaborgar, hefir að undan- förnu verið mikill viðbúnaður. Á hverju ári .. er píslarsaga Krists leikin þar. • • FÓLKIÐ SAMGRÓIÐ LEIKIINUM ÞAÐ er ja,fnt á ,komið með íbúum þessarar smáborgar og bræðrum þeirra í Oberammer- gau í Þýskalandi, sem heims- frægir eru fyrir leik sinn, að því leyti, að þeir hafa ekki skor -ið skegg sitt undanfarið. Einnig hárið hefir verið rækt- að á sjerstakan hátt. Konurn- ar reika um og eru hugsi og ef þú kaupir þjer vindlinga, rjett- ir búðarmaðurinn þjer þá með helgibrosi á vör og guðrækni- svip. ÁRLEGIR LEIRÍR j arnir fara fram. Fyrir skömmu DR. Filiberto Gigli er höfund- ól hún 6. barn sitt. ur leiksins. Hann er á ferð og ] Átta barna faðir, atvinnu- flugi og \veitir holl ráð um laus, fer með hlutverk Krists. skeggræktina jafnframt því, Hæruskotið skegg har.s er nú sem hann veitir mönnum varn- j fullvaxið, heldur sítt að vísu, arráð gegn innflúensufaraldr- ! en úr því verður bætt, er þar inum, sem er tíður á þessum ] að kemur. Með hlutverk Júd- slóðum. asar Iseariot fer skóari með íbúar þorpsins Oberammer- j sigggrónar hendur. Og segja gau sýna leik sinn á 10 ára má, að verulegur hluti borgar- fresti. Þar skilur á með þeim búa hafi hlutverki að gegna í og íbúunum í Sezza, því að þeir leikunum. Þeir leika með öll- leika árlega á föstudaginn um þeim ástríðuþunga, sem langa. Og það skyldi enginn ef- þeim er unnt, svo að i meðferð ast um, að þetta sje merkisat- þeirra fær harmleikun'nn um burður í þessari 20-000 manna seinustu daga Krists á jörðu borg. þann áhrifamátt, sem einfeldn- 9 # in ein getur skapað • • AÐALHLUTVERKIN MIKILL er líka undirbúning- urinn. Jeg skal nefna hjer glöggt vitni þess, hve fólkið leggur mikla alúð við leikina. Laura Caldarozzi er þrítug bóndakona. Hún fer með hlut- verk Maríu meyjar Hagar hún því svo til, að hún verður jafn- an ljettari nokkru áður en leik- MIKLAR FRAMFARIR ÁRIÐ 1934 kom hjeraðslækn- irinn Filiberto Gigli, fram með ! hugmyndina um að sýna písl- j arsöguna á hverju ári. Hreyfði ' hann þessari hugmynd sinni ' eftir að hafa verið viðstaddur lieikana i Oberammergau. I Framh. á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.