Morgunblaðið - 06.04.1950, Blaðsíða 1
16 síður og Lesbók
37. árgangut
80. tbl. — Fimmtudagur 6. apríl 1950.
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Bandaríkin fækka starfs-
liði sínu í hjáríkjunum
Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter.
WASHINGTON, 5. apríl. — Acheson, utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, skýrði frá því í dag, að utanríkisráðuneytið hefði nú
til athugunar að fækka vefulega starfsliði utanríkisþjónustunn-
ar í hjáríkjum Rússa í A-Evrópu. Ástæðan er sú, að starfslið-
inu er nú gert erfiðara um vik, svo að það fær vart unnið störf
sín óáreitt.
Sagði ráðherrann, að ráðu-1^
neytið athugaði nú viðhorfið í
hverju þessara landa um sig,
til að geta svo hagað gangi
sínum eftir þeim niðurstöðum,
er fengjust.
Fækkun starfsliðsins.
Var hann spurður að því,
hvað væri hæft í þeim frjett-
um, að starfsliði Bandaríkjanna )
í Búkarest og Búda-Pest yrði
fækkað um helming fyrir 1.
júní og lagt hefði verið fyrir
sendiráðin í Prag og Varsjá, að
fækka starfsfólkinu sem verða
mætti. Ráðherrann vjekst und-
an að svara þessum spurning-
um. t j
Rússar standa að baki.
Þá var ráðherrann spurður,
hvort hann teldi, að Rússar
ætluðu að neyða Bandaríkja-
menn til að verða á brott úr
hjáríkjunum. Svaraði ráðherr-
ann því til, að Rússar vildu
að minnsta kosti orna Banda-
ríkjamönnum undir uggum.
Skömmfunarvörur
LONDON, 5. apríl: — Webb,
matvælaráðherra Breta, skýrði
frá því í dag, að verð mundi
hækka nokkuð á tveimur vörú-
tegundum, sem skammtaðir
eru- Það eru smjör ’ög flesk.
Tito dansar við „hæstviria kjósendur“
„Kosningunum“, sem nýlokið er í Júgóslavíu, lauk á sama hátt og öðrum „kosningum“ ausí-
pn Járntjalds. Flokkur einræðislierrans lilaut mer öll atkvæðin — enda sá eini, sem fjekk að
þafa menn í framboði. Hjer er mynd af Tító, tekin skömmu fyrir kjördag. Hann er að dansa
við „hæstvirta kjósendur“.
Nauðungarvinna í Rúss-
landi er alvarlegt mdl
□--------------------Q
kemur nú ekki út í fimm daga.
Næsti útkomudagur þess er á
miðvikudag. — Lesbók fylgir
blaðinu í dag.
af
„Þrælarnir“ inna
hendi margvísleg
Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter.
WASHINGTON, 5. apríl. — Það er engum vafa undirorpið, að
milljónir verkamanna í Sovjetríkjunum verða að leysa af hendi
nauðungarvinnu. Þetta eru menn, sem af einhverjum ástæð-
um finna ekki náð fyrir augum valdhafanna í Moskvu. Þessir
menn eru fullkomlega þrælkaðir. Verða þeir að irvia af hendi.
allskonar námugröft og aðra vinnu, sem erfiðust þykir og
háskasamlegust.
Einn úr hópi dæmdrn
Einkaskeyti til Mbl. frá
Reuter.
PÁFAGARÐI, 5. apríl: — Blað
ið í Páfagarði, Osservatore, skýr
ir frá því í kvöld, að seinustu
áreiðanlegu frjettir, sem feng-
ist hafi af Mindszenty kardí-
nála og líðan hans, sjeu frá móð
ur hans, er heimsótti hann í
fangelsið í september s. 1.
Móður hans vísað, frá
Rjett á eftir var kardínálinn
fluttur úr fangelsinu í Guyito-
foghaz, og móður hans, sem ætl
aði að heimsækja hann þangað,
var sagt, að hún mætti það
ekki. /
Leyna heilsufari
kardinálans
Seinna komast ýmsar fregn-
ir um kardínálann á kreik.
Ungversku kommúnistarnir
hafa aldrei viljað segja bisk-
upum landsins um heilsu hans,
hafa aðeins gefið í skyn, að hún
væri góð,
III líðan
Nú mun hinsvegar svo kom-
ið, að sálarástand kardínálans
er næsta bágborið, og allt bend
ir til, að hann þjáist líka af
illkynjuðum hjartasjúkdómi.
^Þeir þræla
Taldir verða hjcr nokkrir
hópar manna, sem einkum
fylla flokk þessara ríkisþræla.
1. Menn, sem höfðu á hendi
ábyrgðarstöður í Eystrasalts-
löndunum.
2. Ýmsir fjelágar andkomm-
únistaflokkanna, sósíaldemó-
krata, frjálslyndra, smábænda,
og menn.úr samtökum Gyðinga-,
í þeim löndum, sem Rússar
telja sig eiga með.
3. Iðnrekendur, kaupmenn,
eigendur stórhýsa, skipaeigend-
ur, menn, sem hafa verið í ut-
anríkisþjónustunni og vensla-
menn þeirra, sem flúið hafa úr‘
landi.
Andstæðingar kommúnista
Með öðrum orðum, þá lítur
Framh. á bls. 12.
Vinnudellan í Dan
mörku er leyst
Kommúnistar beita menn
blekkingum og reyna að
æsa tii mótmælaverkfalla
Einkaskeyti til Mbl.
'KAUPMANNAHÖFN, 5. apríl. — Danskir verkamenn hafa
’nú greitt atkvæði um málamiðlunartillögu sáttasemjara ríkis-
ins í vinnudeilunni. Með tillögunni voru 215,279, en 158,191 á
móti. Einnig vinnuveitendurnir samþykktu tillöguna með yfir-
gnæfandi meirihluta atkvæða. Þessi lausn málanna á að
tryggja vinnufrið í landinu um tveggja ára skeið.
<»--------‘---------------------
Moldvörpurót kommúnista.
Kommúnistar gert allt, sem í|
þeirra valdi stendur til að koma1
af stað mótmælaverkföllum til
að ónýta sættirnar, en verður
lítið ágengt. í dag.lögðu hafnar-
verkamenn á nokkrum stöðum
niður vinnu. Lugu kommúnistar
því í verkamennina, að víðtæk
verkföli hafnarverkamanna
yæru hafin og töldu þá þannig
ó að leggja niður vinnu.'
Erindrekum Kominform
skjátlast.
Gerðardómur mun fá mál
þeirra manna, sem lagt hafa út
í mótmælaverkföllin, til með-
íerðar, ef þeir hefja ekki vinnu
undir eins aftur.
Blaðið Sócíaldemókraten seg
jr í dag, að erindrekum Komin-
form í Danmörku skjöplist, ef
þeir halda, að þeir geti notað
sáttina til að koma af stað óróa
í landinu. — Páll.
Sakamál gegn
Woffgang Hedler
KIEL, 5. apríl: — Hinn opinberi
ákærandi í Schleswig skýarði
frá því í dag, að Wolfgang
Hedler yrði dreginn fyrir saka-
máladómstól í Schleswig hinn
26. þ. m. Hedler hefir verið vik
ið af þingi, enda þótt hann hafi
áður verið sýknaður af sak-
aratriðum, Gyðingaofsóknum
og nasisma. Hedler verður á riý
ákærður fyrir að hafa haldið
ræðu í sept. s. 1., sem fjand-
samleg hafi verið Gyðingum.
— Reuter.
Bretar kaupa þurrkuð egg.
LONDON — Um þessar mundir
semja Bretar um kaup á 30 til
40 milljón pundum af þurrkuð-
um eggjum í Bandaríkjunum.