Morgunblaðið - 06.04.1950, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.04.1950, Blaðsíða 12
12 MORí.ft iVBí. 4ÐIB Fimmtudagur 6. apríl 1950 — Heðal annara orða Frh. af bls. 6 - Nauðungarvinna Fyrstu tilraunrr borgarbúa til að lýsá þjánmgu Krists voru meira af vi.lja en mætti gerð -ar. En með hverju árinu hafa villur verið leiðrjettar og gall- ar lagfærðir. Áhuginn vex, og bændumir spá því, að nú verði pislarsagan sýnd með meiri á- hrifamætti tn nokkru sinni fyrr. • « FÓLKIÐ LIFIK HLTJTVERK SÍNT FOLK, sem gjeð hefir leikana í Sezze, segir, að bað undri á því miskunnarlausa raunsæi, er einkennír þá: Sorg, hryggð, beiskja, von- leysi og örvæntingarkvíði læri- sveinanna seinustu daga Krists, kvöl Krists, er.hann á í hel- stríðinu — allt. það miskunnar- leysi, sem óbrytið almúgafólkið tjáir í leik "tn.up- Það er stór- fenglegt. Gamall veitihgamaður sem fer með hlutvérk eins fari- seanna komst svo að orði við mig: „Jeg skal segja yður, við leikum ekki pislársögu Krists, við lifum hana. Við gerum þetta fyrir sjáifá okkur, en ekki aðra“. Fríkiikýimálin EINKENNTEIÆG finnast mjer blaðaskrifin úm nýja Fríkirkju söfnuðinn Aðalatriðið í þessu máli, virði.-t mjer ofur einfalt. I»að átti alls engiin nýjan söfn- uð að stofi-.a. Sjera Erail átti að sætta sig við úrslitin eins og hinir um- sækjendumir. Fríkirkjnsöfnúðinn í Reykja- vík átti að ha;da áfram að starfa með Öllii sinu sóknarfólki eins og fyrr Hvers vegr.a mynduðu yfir 2000 kjósendur (2012) sr. Þor- gríms Sigurðssonár á Staðar- stað ekki nýjan sÖfnuð 1945, við kjör sr. Jóns Auðúns, sem dóm- kirkjupres .a? Ragnar Benediktsson. Frh. af bls. 1. helst út fyrir, að Rússar dæmi í þrælkunarvinnu alla þá menn sem af einhverjum ástæðum, mætti kalla andstæðinga kom- múnismans. Rússneska leynilögreglan (M VD), hefur umsjá þrælkunar- vinnunnar í sínum höndum. Talið er, að ,,ríkisþrælarnir“ inni af hendi áttunda hluta skóg arhöggsins í landinu og 10% búsáhalda og húsgagna og 40% allrar krómframleiðslunnar sjeu þeirra verk. Síðan 1938, hafa þeir grafið 34 þess gulls, sem Rússland hefur gefið af sjer. - Sigm. Sveinsson Framh. af bls. 11. Hann gengur nú um sem manna -sættir, skrifar greinar, þegar hann kemst ekki undan því vegna innri hvatningar, vitjar sjúkra og skemmtir þeim með lestri og viðræðum og er albú- inn til þess að gera hverjum manni greiða. Hann leitast við að vekja áhuga manna á því, sem hann telur þjóðinni til bóta. Hann meðan hann stendur við og þegar hann er farinn finna þeir, að „af honum bæti gustur geðs og gerðarþokka stóð.“ En það er líka annað, sem fylgir honum: andblær víðsýnnar sálar, sem leitast daglega við að hreinsa Hf sitt og auðga að kærleika. Og þetta er hið ágætasta í lífi Sig- mundar. Ef margir af íbúum þessa bæjar væru jafngagnteknir af þessu áhugaefni og hann, jafn hreinskilnir, drenglundaðir og ósjerplægnir, þá mundi Reykja- vík verða ný borg og fleiri hugsa um, hve mikill vandi sje að lifa blessuðu lífinu. Svo bið jeg Guð að blessa hið áttræða afmælisbarn. Jakob Kristinsson. EF LOFTUR GETVR ÞAÐ EKKI I>Á HVER ? IJtboð Tilboo óskast í leigu á Gamla Stúdentagaröinum til gistihússhalds frá 4. júní til 25. sept. n. k. — Tilboð- um sje skilað til skrifstofu Stúdentagarðanna eigi síðar en 15. apríl — Nánari upplýsingar gefa Ttristján A. Kristjánsson, sími 6482 og Jón P. Emils, sími 4789. STJÓRN STÚDENTAGARÐANNA Haraldur Sigvaldason spunameisiari fimmtugur. HARALDUR SIGVALDASON spunameistari á Álafossi verð- ur 50 ára n. k. laugardag 8. apríl. — Hann fæddist að Múla í Miðfirði, V.-Hún. — Foreldr- ar hans, Sigvaldi Sveinsson bóndi í Múla og kona hans Sig- ríður Jósefsdóttir. er dó þá er Haraldur var 6 mánaða gamall. Sín fyrstu æskuár átti Har- aldur Sigvaldason á Bergstöð- um í Miðfirði, en 14 ára gamall kom hann til Valdimars Þor- varðssonar kaupm. og útgerð- armanns í Hnífsdal, og var hann í hans þjónustu í 14 ár, og mun þessi dvöl hans hjá hinum atorkusama fram- kvæmdamanni, sem Valdimar var, hafa mótað skap og festu Haraldar. Strax og jeg sá Harald Sig- valdason, og hafði haft samtal við hann, þá sá jeg, að hjer var óvanalega ábyggilegur maður á ferð. Hann lofaði ekki miklu en enti þess meira. Þessi ár sem Ilaraldur Sigvaldason hefur starfað hjá mjer hefur hann sýnt árvekni og dugnað fram yfir marga menn. Því það sann- ar, að maðurinn býr lengi að fyrstu gerð, og oft hefi jeg ósk- að mjer, að þeir þingmenn vor- ir og aðrir starfsmenn okkar, æðri sem lægri í íslensku þjóð- lífi, sem spinna örlagaþráðinn í voð okkar tilveru, hefðu sama áhugann og sýndu sömu skyldu -rækni og Haraldur, því hann hikar ekki við að fara á fætur klukkan 5 árdegis til þess að dagsverk vjelanna verði sem mest og hefur hann endurvakið mína daufu trú. að til væru enn menn í þjóðfjelaginu, sem hugsa meira um aðra en sjálf- an sig, en um leið er þessi skyldurækni cg áhugi frambor- inn fyrir alla þjóðina, því hag- ur einstaklingsins er hagur þjóðarinnar. Það er ekki einasta það að vjelin hefur. aldrei bilað hjá Haraldi, sem er einsdæmi í minni sögu, heldur er harrn hinn sjerstaæði uppalandi og fyrirmynd. Að maður getur bent ungling á hann sem fyr- irmynd í reglusemi og trú- mensku og hefur hann fengið margan unglinginn, sem ekki var fær annarsstaðar, en undir hans stjórn verða þeir nýtir og duglegir menn, og hefur það glætt hjá mjer þann trúarneista sem var að kulna út að enn má finna í þjóðinni og einstakling- um þann manndóm og mann- kosti, sem hefur skapað henni tilverurjett, og tel jeg hverjum ungling mikið happ, að komast undir hans leiðsögn, því jeg tel að slíkir mannkostir, sem Haraldur hefur fram að færa, sjeu að verða einsdæmi með þjóð vorri. En jeg hefi átt því láni að fagna að hitta fyrir marga á- gæta menn, sem hafa veitt mjer gleði. Og jeg vona að Haraldur Sigvaldason eigi eftir enn í mörg ár að ávaxta sína ágætu mannkosti, þó ekki verði hjá mjer, þá annarsstaðar og óska jeg þess að hann komist í náin kynni við sem flest ungmenni, því hann er sannur ljósberi á vegi þeirra. Haraldur er giftur Steinunni Snæbjörnsdóttur frá ísafirði og á hún afmæli sama dag og Har- aldur, er hún samhent honum um prúðmensku og reglusemi í hvívetna. Þau eiga einn son, Sigvalda, 8 ára og ala upp fóst- urson. Að Álafossi kom Haraldur árið 1943 og hafði hann þá fyr- ir nokkrum árum kynt sjer ullarvinnslu með kembi og spunavjelavinnu á Akureyri, um nokkurra mánaða skeið og hafði hann löngun til þess að komast betur inn í það starf, sem verður honum ævinlega til sóma og mjer og öðrum til heilla. Með bestu óskum og ham- ingju með daginn og öll ókom- in ár. Sigurjón Pjetursson, Álafossi. MMNMUllllltlHUIWIIIIIMUUUmillMIIIIIIIUIIIIIIHIHIIir Eggert Claessen | Gústaf A. Sveinsson | hœstarjettarlögmen. í I Oddfelloshúsið. Sími 1171 f Allskonar lögfræðistörf % Mairkdj & & £ £k Eftir Ed Dodd 1 wtpe ' LEAVING/ AAR. TRAIL. THAT'S ALL I CARE TO SAY/ iSH’T THERlr AMV7MHG WE CAN DO TO rtrtAKC Hlrtrt CHANGE HIS rtrtlNO? ] C.ALHOON WOULON'T tVEN 7ALK TO ME LET rtrtE IHINK. LJsZ mf r/me — Mjer þy-kir það leitt, herra Snúður, en ef þú ætlar að standa í vegi fyrir mjer, þá verð jeg að gera innrás. — H\?að hefur skeð, Rögn- valdur. Hversvegna hefur þjer snúist hugur. — Við erum að fara á stund- inni. Jeg kæri’mig ekkert að ræða þetta mál frekar. — Rögnvaldur vildi ekki einu sinni tala við mig um þetta. — Getum við ekkert gert til þess að fá hann ofan af þessu. — Við skulum hugsa málið, hugsa málið vel. Hvað kemur næst! ALLIR sannir karlar og kon- ur, sem hlustuðu á útvarps- ræður frá nýafstöðnum stúd- entafundi, munu aldrei gleyma öðrum málshefjanda þar, próf. Níels Dungal og hans and- kristnu vörn. Þar sem líka bók hans, „Blekking og þekking", um sama efni, var hrakin á eftirminnilegan hátt fyrir hann, af okkar leiðandi mönnum. -— Skyldi ekki hugsanagangur þessa mikla manns hafa orðið meira lífrænn og eftirbreytn- isverður, ef hann hefði borið meiri virðing fyrir sínu skírnar og fermingarheiti, en hanr. læt- ur skína í, í ræðu og riti. Annars sýnir framistaða prófesorsins, og játenda hans, að oft er þörf en nú er nauð- syn, að vera vel á verði, og kveikja ljós, sem logar skært í gegnum .það myrkveður, sem leitast er við að blása upp og blinda með augu sem flestra. Er annars ekki sorglegra en tárum taki, að konur og karlar, sem hlotið hafa virðingarsæti og unnið sig upp í þau fyrir til- styrk lands og þjóðar, og með því fengið möguleika til að framfleyta sjer og fjölskyldu sinni, eins og best verður á kocið, skulu ala þann snák við hjarta sitt, sem eitrar tilveru, frelsi og blessun vors ný- stofnaða nýðveldis? Dr. Helgi Pjeturss hefði sagt, væri hann á meðal vor, að sann. arlega væri þörf á æðra mætti, að vinna á móti hinu illa, og skorað á fjöldann að gera skvldu sína, áður en í óefni væri komið. í nýju Læknablaði, er minn- ingargrein um Matthías Einars- son yfirlækni. Kjarninn í lof- inu um þann þjóðlofaða lækni, og mikilmenni, er einmitt sá, í hvaða anda hann vann sín ógleymanlegu læknisstörf. Þar voru trú og visindi innilega sameinuð. í Mbl. eru vakningarorð S. J. eftirtektarverð. — Þar sem segir meðal annars, að; „flestum er að verða ]pað Ijóst, að íslenska þjóðin er um þessar mundir í ægilegum voða“. Hver er ástæðan fyrir þessum ótta, er kemur fram hjá hugs- andi mönnum þessa tíma? Forgöngumenn skóla- og menningarmála ættu ekki að sofa á verðinum, heldur hefjast handa, og vinna með krafti á móti vantrú og siðleysi. Oefað ætti íslenska þjóðin færri af- brotabörn og unglinga, ef bet- ur væri að þeirra kristindóms- fræðslu búið, af foreldrum og kennurum þeirra. Það er lífsnauðsyn, að göf- ugt fólk sje í kennara stöðum, er skilur hlutverk sitt og vill í öllu hið besta. íslendingar, sem látið ykkur góð málefni miklu skifta: Hafið hugfast: „Það varðar mest til allra orða, að undirstaðan rjett sje fundin“. 3. apríl 1950. Margrjet Símonardóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.