Morgunblaðið - 06.04.1950, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 06.04.1950, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 6. apríl 1950 HOKGUnBLAOltí a Engin leið þekkf fii að verjast atomsprengjunl Bann við árásarstyrjöid, sem fram- fylgt væri af Sameinuðu þjóðunum, er leiðin til verndar friðnum í heiminum Myndin er tekin er Bandaríkjamenn gerðu lilraun með atomsprengju sem vopn gegn her- skipum. — Örvarnar sýna þrjú skipanna, sem notuð voru við tilraunirnar, en önniím eru þeg- ar horfin í sprengjumökkinn. rás er einnig að ræða, er ríki, sem verður fyrir því að annað ríki veldur því minniháttar ágangi, sem ekki er viljandi gerð eða getur að dómi hlut- lausra manna ekki kallast yf- irgangur eða árás, — svarar með því að beita hernaðarað- gerðum, undir því yfirskyni að um sjálfsvörn sje að ræða. Bann við áyásum var til, en var algerlega dauður bókstafur Alveg fram á 19. öld voru hernaðaraðgerðir þjóðanna oft ekki annað en „riddaragam- an“, borið saman við stórstríð seinni ára. Fastar reglur giltu um hlutleysi óbrevttra borg- ara og þeim var oftast hlíft. En í seinni styrjöldum, sjerstak lega, heimsstyrjöldunum, beindust árásirnar mjög að ó- breyttum borgurum. Bannið við árásum var til, sbr. Pjóða- bandalagsreglurnar, en það mátti kallast dauður bókstafur. Ekkert var gert til þess að hindra stríðsáætlanir og árásir Itala á Abbesiniu, árásir Jap- ana á Kína o. fl. o. fl. Arásar- þjóðirnar voru af stjórnendum sínum æstar upp í að trúa þeirri fjarstæðu að um hetju- dáðir væri að ræða „með því að verja föðurlandið“. En sann leikurinn er hinsvegar sá, að hjer var um villimannlegar á- rásir að ræða sem eru ekki hetjudáðir, heldur hreinn og beinn glæpur. Þessa skoðun ætti að kenna öllum, ekki síst æskunni, sem erfir þann heim, sem nú logar í sundurlyndi. Keynslan frá Hirosima Þær lexíur, sem menn lærðu af atom-árásunum á Hirosima og Kagasaki, ættu að geta sann að þjóðunum að ef aftur verður barist í heiminum, verður um gjöreyðingarhernað með at- omvopnum að ræða. Hinar nýju vatnsefnissprengjur eiu margfalt ægilegri en „gömlu'* atomsprengjurnar. Þekking dr. Thirring á krafti vatnsefni,- - sprengjunnar hefir orðið t ik þess að hann berst nú af alefli fyrir friðnum í heiminum. En þrátt fyrir allt telur hann í ð rannsóknir Ameríkumanr. .1 á kjarnorkunni muni draga úr ófriðarhættunni, en ekki auka hana. „Þvi ægi- legri sem hin nýju vopn verða, því minni líkur eru á striði.'1, segir hann. Hin nýja vatnsefní,:< sprengja, sem verður þúsunrí sinnum sterkari en plutonium sprengjurnar, verður árásaf- ríkjum sú. aðvörun, sem þarf til þess að þau sjá að sjer. og halda friði. „Jeg er sannfærður um að Bandaríkin munu ek/i nota sprengjuna til árásar, heldur geyma hana sem vio- vörun til árásarmanna, um ai.5 halda friðinn“, sagði dr. Thirr- ing að lokum. HJER birtist grein um atom- styrjöld og friðarbaráttu, eftir frjettaritara Reuters í Vín. — Byggist greinin á frásögn aust urríks prófessors að nafni Thirring, sem getið hefir sjer frægðarorð fyrir vísindastarf- semi á sviði eðlisfræði. — Á valdaárum nasista fjell dr. Thirring í ónáð og var bannað að kenna við háskólann í Vín. Hann notaði þá tímann til rit- starfa og undirbjó tvær bæk- ur um friðarstarfsemi, sem mikla athygli hafa vakið, önn- ur þeirra er bókin „Homo Sapiens“, sem margir munu Eftir Huber Harrison, frjettaritara Reuters. EINN færasti sjerfræðingur Austurríkismanna í atomrann- sóknum, Hans Thirring, ljet ný- lega í ljós þá skoðun sína, að eina vörn þjóðar, sem yrði fyr- ir atom-árás, væri gagnárás með atomvopnum. — Að vísu kynni þjóð, sem yrði fyrir at- om-árás að vera dæmd til gjör- eyðingar, en hún gæti samt, á meðan hún væri að farast, eyði- lagt andstæðinginn, svo fram- arlega sem atomvopn væru fyr- ír hendi til gagnárásar. Það er ekki um neinar varn- arráðstafanir að ræða, er komið gætu að gagni gegn atomspreng íngum, nema hótun um að nota slíkt á móti. Bann við árásarstyrjöldum Eina leiðin til þess að forðast þriðju heimsstyrjöldina, er að gera samkomulag þjóða í milli um að banna árásarstyrjaldir. Thirring skrifaði nýlega um þessi efni og segir þar á þá leið, að í stað þess að banna atom- vopn sje skynsamlegra að banna og' koma^ veg fyrir yfir- gang einstakra þjóða. Síðan 1914 hefur yfirgangur einstakra þjóða leitt til tveggja stór- styrjalda. í upphafi var um yfirgang að ræða einungis af hálfu eins eða að minnsta kosti fárra ríkja, en síðan fóru fleiri að taka þátt í deilunum og þeg- ar svo styrjöld braust út gátu þeir raunverulegu árásarmenn sannfært þjóðir sínar um að þær væru að verja hendur sín- ar. Til þess að koma í veg fyrir slíkt er mjög nauðsynlegt að draga mjög ákveðin takmörk milli þess annarsvegar, er um landamæraskærur og' minnihátt ar ósamkomulag er að ræða og og hinsvegar þess ér um raun- verulegar árásir og yfirgang er að ræða, sem rjettlæta sjálfs- varnar aðgerðir. Til þess að slíkt megi takast þarf mjög að skýrgreina hvað það er, sem einkennir árásar- styrjaldir. Hlutlaust vald, sem skæri úr því hvenær um órjettmætan yfirgang er að ræða Þar eð árásarþjóðir hafa þrá- faldlega ráð,ist á friðsamar þjóðir undir því yfirskini að þær væru að verja hendur sín- ar, er nauðsynlegt að koma á fót alþjóðlegu yfirvaldi, sem gæti starfað hlutlaust, sem ætti úrskurðarvald um það, hvenær um saknæmar árásir væri að ræða, og sem, jafnframt gæti skorist í leikinn umsvifa- laust. Að koma slíku yfirvaldi á laggirnar væri áreiðanlega ekki erfiðara en að setja á lagg- irnar nefnd, sem hefði eftirlit með atom-vopnum, en það hef- ur verið lengi á döfinni hjá Sam einuðu þjóðunum. Sjerhvert ríki, sem beitir hernaðaraðgerðum utan sinna eigin landamæra, hefur efa- laust gerst segt um árás, og það ber að líta á þáð, sem ábyrgt fyrir árásina og verður að taka öllum afleiðingum glæpsins. Á ákvörðunarvaUli Sameinuðu þjóðanna Dr. Thúring hefir þessvegna stungið upp á því, að Austur- ríska sendinefndin á þingi Sameinuðu þjóðanna leggi þá tillögu fyrir S. Þ„ að árásar- hugtakið verði skýrt og að skip uð verði hlutlaus nefnd, sem geti hvenær sem er verið reiðu búin til þess að rannsaka deil- ur og árásir, sem skoðast gæti sem ofbeldi við friðsamar þjóðir. — Dr. Thirring segir að slíkar aðgerðir af hálfu S. Þ. geti að sjálfsögðu ekki full- komlega tryggt frið í framtíð- inni. En ekki sje vonlaust um að slíkt spor myndi mjög treysta friðinn í heiminum. Skýring dr. Thirring’s á árásarhugtakinu Dr. Thirring hefir skýr- greint árásarhuktagið svo: — Þá er um árás að ræða af hálfu ríkis, er það tliefnislaust ræðst yfir landamæri annars ríkis með her rnanns og vopnabún- að, hvort sem er á landi, sjó eða í lofti, og framkvæmdir þar hernaðaraðgerðir, eða reynir að vinna undir sig lönd annars ríkis eða troða upp á aðrar þjóðir stjórnarháttum, sem þær óska ekki eftir. Um á- BANDARÍSKIR vísindamenn halda því margir hverjir fram, að engar varnir sjeu til gegn vatnsefnissprengjunni. Þeir segja, að hægt sje að ltoma henni á laun inn í borgir óvinarins og sprengja hana þegar hentir ur fjarlægð. Á efri myndinni sjest vatnsetnissprengjan — eins og vísindalegir ráðunautar banda- rískra blaða hafa giskað á að hún verði úttits. 1) sýnir sprengi- hleðsluna (þungt vatn), 2) er af uraniumkveikjunni og 3) :er gibkurinn. Á neðri myndinni sjest hluti af New York. I sbkri síórborg á vatnsefnissprengjan að geta gereytt öllu á 16 km. svæði, en áhrifa hennar mun gæta í allt að 45 km. fjarlægð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.