Morgunblaðið - 13.04.1950, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 13.04.1950, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 13. apríl 1950 MORGUXBLAÐIÐ Sigurður Pjetursson: iíltlllplÁ p'f Jorðvegsgerlar þýðingarmiklir fyrir ræktunina ALLIR þekkja grænu blettina við beitarhús og eyðibýli, sem haldast áratugum saman. þó þar sje aldrei borið á. Tún hinna fornu Grænlendinga sjást enn langar leiðir, í hlíðum grænlenskra fjalla. Gerlagróð- ur, sem eitt sinn hefir komist þar í jörð, hlýtur að valda því, að frjósemi er þar meiri en í umhverfinu. Fyrir nokkru fór jeg fram á það við Sigurð Pjet- ursson, gerlafræðing, að hann skrilaði grein um jarðvegsgerla. Grein hans birtist hjer. V. St. Rannsóknir skammf á veg komnar RITSTJÓRI þessa blaðs hefir farið þess á leit við mig, að jeg skýrði hjer frá því, sem mjer væri kunnugt um gerlagróður í íslenskum jarðvegi. Það skal strax tekið fram að jeg hefi ekki af miklu að taka í þessum efnum, því að þekking bæði mín og annarra á íslenskum jarðvegsgerlum er næsta lítil. Um jarðvegsgerla almennt er aftur á móti talsvert vitað, og er hægt að heimfæra margt af því upp á íslenska staðhætti. Jarðvegsgerlafræðin, sem fræði grein, er aðeins fárra áratuga gömul, en hún hefir þegar skil- að miklum hagnýtum árangri, einkum í sambandi við ræktun belgjurtanna. Ennþá er gerlagróður í ís- lenskum jarðvegi mjög litið eða nær ekkert rannsakaður. Hjer á landi, sem annarsstaðar, er jafnan látið nægja að efna- greina jarðveginn, því að enn- þá kunna menn betur að meta ástand og hæfni jarðvegsins eftir efnagreiningu en gerla- greiningu. ítarlegar gerlagrein ingar á jarðvegssýnishornum eru því yfirleitt sjaldan fram- kvæmdar, nema þegar um sjálf stæðar vísindalegar rannsóknir á slíkum hlutum er að ræða. Gerlarannsókn á jarðvegi get- ur þó tvímælalaust altaf gefið mikilsverðar upplýsingar til viðbótar efnagreiningunni. Gerlar undirstaða jarðræktar Það má segja, að gerlarnir sjeu undirstaða allrar jarðrækt ar, eða öllu heldur ómissandi hlekkir í þeirri keðju orsaka og afleiðinga, sem heldur lífinu við hjer á jörðu. Efnabreyting- arnar í jarðveginum orsakast að miklu leyti af gerlum og sveppum. Allskonar lífræn efni, sem byggð eru upp í líkömum plantna og dýra, hverfa fyrr eða síðar aftur til jarðarinnar, leysast þar upp eða rotna fyrir tilverknað gerlanna og verða þannig á nýjan leik tiltækileg næring fyrir plönturnar. Önnur mjög þýðingarmikil starfsemi jarðvegsgerla er binding köfn- unarefnis úr loftinu, og verður komið að henni síðar. Mikil fjölbreyfni Þar sem hin rotnandi efni, sem í jarðveginn berast, eru mjög margskonar og gerlateg- undirnar oft talsvert sjerhæf- r Leiðbeíningar Olafs Jónssonar komi að notum ar, þannig að ein tegund lifir á þessu og önnur á hinu, þá er skiljanlegt að fjölbreytnin í gerlagróðri jarðvegsins geti orðið mjög mikil. Það væri því mjög mikið og vandasamt verk að hreinrækta og ákveða allar þær gerlategundir, sem eru starfandi í einu jarðvegssýnis- horni. í stað þess að gerlagreina sýnishornið er því oft farið þannig að, að mælt er magn og afkastageta vissra gerlaflokka í heild, t. d. með þvi að bland- að er í sýnishornið ákveðnum efnum og fylgst með því, hversu fljótt þau umbreytast eða hverfa- Mikill gerlagróður í frjósömum jarðvegi Yfirleitt fer það saman, að jarðvegur sje frjósamur og í honum sje mikill gerlagróður. í góðri gróðurmold er algengt að finna um 100 miljónir gerla í hverju einu grammi. í sýnis- hornum af mold úr gömlu, sæmilega vel ræktuðu íslensku túni, sem jeg hefi rannsakað, reyndist gerlafjöldinn vera 3— 20 miljónir pr. 1. g. Var það í lok ágústmánaðar, en auðvit- að fer gerlagróður jarðvegsins mjög eítir árstíðum. Gerlasnauður jarðvegur er ekki frjósamur. í súrum og mjög votum jarðvegi er lítið af gerlum. Því er það að jurtaleif- ar geymast svo vel í sumum mýrum og mynda þar svörð eða mó. Við framræslu á slíku landi örvast starfsemi gerlanna í moldinni, einkum þó ef lika er borið á kalk til að eyða sýr- unni. J arðvegsgerlar í nýræktina Aðalviðfangsefnið við ný- rækt er að koma af stað sem yfirgripsmestum efnaskiptum í jarðveginum með hjálp jarð- vegsgerlanna. Bestu ráðin til þess eru, auk framræslunnar, að losa vel jarðveginn og bera í hann húsdýraáburð eða önn- ur rotnandi efni. Þegar efna- skiptin eru komin af stað er hægara að halda þeim við. Því meiri jurtagróður, því meira berst að jafnaði af úrgangs- efnum niður í moldina. Við það vex gerlagróðurinn, rotn- un og köfnunarefnisbinding örvast og því meiri næring verður handa jurtunum. Frjó- semi helst jafnan lengi í jarð- vegi, ef hún er eitt sinn hafin og ekki er flutt of mikið í burtu af uppskerunni. Blettir, sem leitt sinn hafa verið ræktaðir, en síðan látnir afskiptalausir, halda oft frjósemj sinni ára- tugum saman. Má sjá merki þess i túnum og við fjárhús á gömlum eyðijörðum. Tvennskonar köfnunarefnisgerlar Köfnunarefnisgerlar í jarð- isáburð. Um aðrar belgjurtir,, eins og t. d. ertur og flækju, hefir það komið í ljós, að ágætt er að rækta þær með höfrum sem grænfóður. . Þó að merkilegt megi virðast, þá er eins og hin dýrmæta reynsla tilraunastöðvanna í þessum efnum sje ekki hagnýtt Sigurður Pjetursson. vegi eru aðallega tvennskonar. Annarsvegar þeir köfnunarefn- isgerlar, sem lifa og starfa í sjálfum jarðveginum, og hins- vegar þeir köfnunarefnisgerl- ar, sem að vísu geta lifað í jarð- veginum, en starfa aðeins að vinnslu köfnunarefnis í sam- vinnu við æðri plöntur, þannig að gerlarnir lifa á meðan í hnúðum á rótum plantnanna- Gerlar af fyrrnefnda flokknum munu vera í flestum jarðvegi, en fjöldi þeirra og starfsemi fer mjög eftir kringumstæðunum. Þeir þekktustu af þeim eru af áettkvíslinni Azotobacter, og finnast þeir víðast hvar í rækt- aðri jörð. Hefir starfsemi þeirra mjög mikla þýðingu fyrir jurta gróðurinn. Sjerstakar ráðstaf- anir, til þess að auka starfsemi þessara gerla, eru sjaldan gerð- ar. Hinar almennu ræktunarað- gerðir eru jafnan það hentug- asta, sem gert verður þeim til vaxtar og viðgangs. m Belgjurtir bæta jarðvesjnn Ráðstafanir til hagnýtingar köfnunarefnisbindandi gerla við ræktun belgjurta eru mjög víða gerðar. Helstu fóður-jurt- irnar, sem ræktaðar eru á þennan hátt, eru smári, lúzern- ur (alfalfa), ertur, flækja og lúpínur. Er það algengast nú orðið, að fræ af þessum jurt- um sje smitað með viðeigandi rótarhnúðagerlum um leið og sáning fer fram, til þess að tryggja plöntunum þann mögu- leika, að geta hagnýtt hið ó- bundna köfnunarefni loftsins. Er með þessu sparaður hinn mjög eftirsótti og dýri köfnun- arefnisáburður. Tilraunir Ólafs Jónssonar Hjer á landi hafa verið gerð- ar allrækilegar tilraunir með ræktun belgjurta, einkum þó smára, en hvítsmárinn er sú belgplöntutegund. sem hentug- ust er hjer til ræktunar í var- anlegu graslendi. Hafa tilraun- ir Ólafs Jónssonar í Ræktunar- stöð Norðurlands sýnt og sann- að að hægt er að rækta hjer hvítsmára með ágætum árangri og spara stórlega köfnunarefn- af bændum. Ekki er það þó af því, að niðurstöður tilraun- anna sjeu ekki birtar. Ólafur Jónsson skrifaði t. d. ítarlega1 I greinargerð um sinar tilraunir, og gaf þær út í bók, sem ekki er stærri en svo, að gllir bænd- j ur munu geta leyft sjer að ( kaupa hana. (Belgjurtir, Akur-j eyri 1939). En það er eins og fræðilegar greinar, sem skrif- aðar eru blátt áfram og æsinga- laust, veki ekki eftirtekt. — Þeim hættir við að hverfa í hinu stjórnmálalega og óraun- sæislega moldviðri, sem þyrlað er upp í áróðursskyni. En nú er lögð meiri áhersla á barátt- una á milli stjetta þjóðfjelags- ins, en baráttuna við að efla verðmæta handa þjóðinni úr skauti náttúrunnar. Rannsóknarför um Suðvesturland Síðastliðið sumar fór jeg víðsvegar um suðvesturland og athugaði smára bæði í útjörð, í gömlum túnum og í nýrækt. Var einkum gætt að rótarhnúð- um smárans, fjölda þeirra, stærð og lit, og borið saman við þroska plantnanna. Tekin voru mörg sýnishorn af rótarhnúð- um og hreinræktaðir úr þeim nokkrir gerlastofnar til nánari rannsókna. Þær rannsóknir eru önnur saga, sem bíður betri tíma. Hvítsmári fannst víða í óræktaðri jörð, einkum í hörðu eða dálítið sendnu valllendi. Er hann þar altaf lágvaxinn, enda mikið bitinn. Allsstaðar reynd- ist hann bera rótarhnúða, en þeir voru sumstaðar mjög smáir og grænir að lit, enda þótt komið væri fram í ágúst og september. Á nokkrum stöð- um, þar sem jarðvegur var góð- ur voru rótarhnúðarnir fleiri og stærri og ofurlítið rauðleit- ir, en það er jafnan talið merki þess, að gerlarnir í þeim sjeu starfandi. Sjex-staklega athygli vakti hin mikla útbreiðsla smárans á aurunum, norðvest- ur af Stóra-Dímon vestan Markarfljóts. Var þarna í gras- sverðinum 2—3 cm. þykkt vik- urlag frá síðasta Heklugosi og þunnt jarðvegslag ofaná. Þarna óx samt hvítsmári ágætlega og hafði mikla rótarhnúða. Köfnunarefnisáburðurinn hnekkir smáranum í gömlum túnum eru allvíða blettir af hvítsmára og reynd- ist hann þar allsstaðar bera vel þroskaða í'ótarhnúða. Nokkrir bændur íjetu í ljósi þá skoðun að smárinn hefði heldur minnk- að, en enginn gat bent á að hann hefði breiðst út. Er þett a vafalaust að kenna notkun til- búins köfnunarefnisáburðat. Það kom greinilega í Ijós, a) smárinn á víða í mjög miklurr ei'fiðleikum í samkeppni vi) grasið, sem vex honum yfir höfuð, þar sem borið er » venjulegt magn af saltpjetri. Smárinn er miklu lágvaxnari en grasið, svo að ef smáraplönt- urnar eru gisnar og mikið ; ■' grasi á milli þeirra, verður grasið algerlega yfirsterkara, það skyggir á smárann, sern verður kyrkingslegur og van- þroska. Væri ekki borinn þarn \ á köfnunarefnisáburður, munoi draga úr vexti grassins, þa:J yrði lágvaxnara, en smárinn, sem fær sitt köfnunarefni úr rótarhnúðunum, stæði betur a'd vígi, hann mundi vaxa o.' breiða úr sjer. Þar sem smár- inn hefir náð svo miklum þjett- leika. að aðeins lítið eitt e:f grasi vex innan um hann, þar heldur hann velli árum saman, enda þótt eitthvað sje borið \ af köfnunarefnisáburði. Myntí- ast þar hinir vel þekktu smára- blettir í túnunum. Einstak \ strjálar smáraplöntur fara aft- ur á móti í kaf og verða unöir í samkeppninni. Gras á túnurv er jafnan miklu lágvaxnara í seinni slætti en þeim fyrri, o.>; smárinn þá að sama skapi meira áberandi. Ef athugaður er gamai I smárablettur í túni, keraur i ljós að smáraplönturnar em tengdar margar saman met'i renglum, þ. e. plöntur, sem i fljótu bragði virðast vaxa ein- ar sjer, eru aðeins hluti a? miklu stærri plöntu. Út fm einni smáraplöntu vaxa skriðul- ar renglur rjett undir yfirborði jarðvegsins, en upp af þeina vaxa svo nýjar plöntur. Þann- ig breiðist. smárin út, og blett- urinn stækkar smátt og smátt ef sterkari gróður, t. d. þjett- vaxið gras er ekki í veginum. Það mun vera sjaldgæft acl smái'i beri fullþroskað fræ hjer á landi og breiðist út á þann hátt. í sumar fann jeg hjer t.d. hvergi smára, sem bar fræ. Smárinn þarf að vera í nýræktinni Það, sem sjerstaklega vakli fyrir mjer, þegar jeg fór að at- huga smárann í sumar, var að forvitnast um, hvernig honunx hefði reitt af í nýræktuðum túnum, en eins og kunnugt er, þá hefir verið algengt að setja hjer ofurlítið af smárafræi í grasfræblöndurnar. Þessi. í- blöndun smárafræs mun þó hafa fallið niður nokkur striðs- árin. Það kom mjög greinilega í ljós á þeim stöðum, sem jeg athugaði, að mestur smáragróð.-;. ur var í sáðsljettunum frá ár- unum 1938—1939. í -þessurjjX sáðsljettum, sem nú ypru 10—f 11 ára gamlar, voru sumsstaðe.r fallegir smárablettir, og höfðu plönturnar vel þroskaða rótar- Framh. á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.