Morgunblaðið - 26.04.1950, Síða 1
16 síður
37. árgangui
92. tbl. — Mið'vikudagur 26. anríl 1950.
Prentsmiðja MorgmiblaCsina |
Leifaði að flugvjeiinni, sem Rússar grönduðu
FYRIR nokkrum dögum var liætt leitinni að bandarísku flugvjelinni, sem talið er sannað að
skotin liafi verið niður, er hún var á leið til Kaupmannahafnar. Þessi flugvjel, sem er með björg-
unarbát á belgnum, tók þátt í leitinni.
Samsteypustjórn
kuþólskra og frjáls-
iyndra hugsanleg
Stjórnmálaflokkar Belgíu
eru ekki á eitft sáttir
Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter.
BRÚSSEL, 25. apríl. — Leopold konungur hefur boðist til að
afsala sjer völdum um stundarsakir í hendur Baudouin, 19 ára
svni sínum, en hann vill engu lofa um, að hann hverfi úr landi,
tr Baudouin hefur tekið völdin. Telur konungurinn, að þess-
konar loforð bryti í bága við konungtign sína.
Sundurskotið flug-
vjelarhjél í Eysfrasalti
STOKKHÓLMI, 25. apríl.*
— Fiskibátur hefur fundið
flugvjelarhjól undan Got-
landi að sögn sænska flug-
hersins. Hefur fundur þessi
verið settur í samband við
flugvjelina bandarísku, er
hvarf laugardaginn í páska
vikunni, er hún var á æf-
ingarflugi milli Wiesbad-
en og Kaupmannahafnar.
Það, sem mesta athygli
vekur í þessu sambandi,
er, að hjólið er sundurskot-
ið. Bandaríkjamenn full-
yrða, að Rússar hafi skot
1 ið flugvjelina niður og
krefjast skaðabóta.
— Reuter.
Kommúnistar æsu til
verkfalls í Antwerpen
Hafa fengið fyrirskipun
um það frá kominform
Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter,
ANTWERPEN, 25. apríl. — í dag hófu 16000 hafnarverkamenn
í Antwerpen í Belgíu verkfall. Ellefu kommúnistar, sem æst
ha.fa til uppþota, hafa verið teknir höndum, og er þar á meðal
einn þingmaður þeirra.
Aukakosningar i
Skollandi í gær
LONDON, 25. apríl — í dag
fóru fram kosningar til þings í
kjördæmi einu í Skotlandi.
Þingmaður Verkamannaflokks-
ins þar er nýlátinn, en hann
hafði 613 atkvæði fram yfir
frambjóðanda Ihaldsflokksins í
vetur. Kjósendur eru um 40
þúsund. Urslit munu kunn á
morgun (miðvikudag).
—Reuter.
Frjetfamenn hand-
ieknir í Búkaresl
BÚKAREST, 25. apríl — í dag
voru handteknir 2 frjettamenn
Vesturlandablaða í Búkarest í
Rúmeníu. Fór handtaka þeirra
fram í sambandi við rjettar-
höld yfir 5 Rúmenum, sem sak-
aðir eru um njósnir og fleira.
Einn sakborninganna lýsti því
fyrir rjettinum í dag: að frjetta-
mennirnir 2 væri erindrekar og
frjettasnápar fyrrverandi yfir-
manns bresku upplýsingaþjón-
ustunnar í Rúmeníu.
—Reuter.
"*Æsti til verkfalls.
Þingmaðurinn, Frans van den
Branden, æsti hafnarverka-
menn til þess í gær, að þeir,
gerðu andmælaverkfall til að
koma í veg fyrir aífermingu
Bandaríkjavopna, sem flutt
verða til Belgíu í samræmi við>
Atlantshafssáttmálarm.
Hróp og grjótkast.
Að æsingatilraunum komm-
únistanna loknum reyndu verka
lýðsleiðtogar jafnaðarmanna og
kaþólskra að koma vitinu fyrir
verkamennina, hvöttu þá til að
leggja ekki niður vinnu, en við
þá varð engu tauti komið. Voru
menn þessir hrópaðir niður og
steinum varpað að þexm.
í gær lentu kommúnistar
tvisvar r'kasti við lögregluna.
Tveir lögreglumenn og einn
kommúnisti særðist í átökum
þessum.
Að forsögn kominfcrm.
í tilkynningu jafnaðarmanna,
sem gefin var út í kvöld, segir
m. a., að tilgangur þessa verk-
falls og annarra þeirra, sem
stofnað hefur verið til í sama
skyni, sje sá, að veikja baráttu-
mátt Vesturveldannu í hugsan-
legri styrjöld við Rússa. Eng-
inn vafi er á því, að til verk-
fallanna er stofnað að fyrirlagi
kominform.
Jafnaðarmenn vilja *
Leopold úr landi
Jafnaðarmenn eru formæl-
endur þess, að konungurinn
verði á burt úr landinu, er son-
ur hans hefur tekið við völdun-
um af honum, en kaþólskir eru
hinsvegar sama sinnis og kon-
ungurinn að því leyti, að þeir
telja ekki viðeigandi, að hann
sje á þann veg hrakinn úr ætt-
landi sínu.
Áfellast konunginn
í kvöld átaldi Buset, forseti
i
jafnaðarmanna, konunginn
harðlega fyrir að ónýta af á-
settu ráði samningaumleitanir
stjórnmálaflokkanna þriggja,
þar sem þeir hafi leitað lausn-
ar. ,,í morgun bað van Zeeland
Samsteypustjórn ekki
ólíkleg
í kvöld komst heilbrigðis-
málaráðherrann; sem er úr
flokki frjálslyndra svo að orði:
„Frjálslyndir menn í Flæm- j
ingjalandi munu aldrei sætta
sig við, að Leopold konungur
verði rekinn í útlegð. Við get-
um ekki fallist á sjórnarmið'
jafnaðarmanna að þessu leyti. •
Eftir frjettum að dæma nú í
kvöld, er ekki ólíklegt, að kom-
ist á sarnsteypustjórn frjáls-
lyndra og kaþólskra undir for-
sæti van Zeeland.
Fióttinn frá Ilainan
flokkana að svara boði Leopolds
játandi eða neitandi. Engin
málamiðlun kom þannig til
greina“.
| Lundútium, 25. apríl. — Þjóðernts
sinnar gjalda mikið afhroð á Hainan
ey. Er sýnt, að þjóðernissinnar verða
að skilja eftir eða ónýta mikið af
lnrgögnum á eyrtni.
Frjálslyndir greiða afkv.
með íhaídsmönnum
LONDON, 25. apríl. — Á morg-
un (miðvikudag) fer fram at-
kvæðagreiðsla í neðri málstofu
breska þingsins um fjárlaga-
frumvarpið. Þingmenn frjáls-
lyndra, 9 talsins, tilkynntu í
kvöld, að þeir mundu greiða at-
kvæði með íhaldsflokknum um
tvö atriði frumvarpsins. Annað
þeirra er um skatt á bensíni.
— Reuter.
Ungkommúnistar vll}a
enn komast til V-Ber-
línar um hvitosunnuna
Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter.
BERLÍN, 25. apríl. — Æskulýðsfjelagsskapur kommúnista í
A-Þýskalandi hefur sem kunnugt er farið þess á leit, að 500.000
ungkommúnistar fengju leyfi til að fara í hópferð til v -Berlínar
um hvítasunnuna. í dag ítrekuðu kommúnistar þessa málaleitan
i brjefi til Ernst Reuter, borgarstjóra V-Berlínar.
Skipasmíðar minnka
LONDON, 25. apríl — Fyrstu
3 mánuði ársins hefir smíði
kaupskipa minnkað í Bretlandi.
Hinsvegar hafa smíðar þeirra
aukist í ýmsum öðrum löndum
miðað við seinustu 3 mánuði
ársins 1949. Mest hefir aukn-
ingin orðið í Frakklandi
Fara kommúnistar þess á leit,
að mega not« Olympíuleik-
vanginn, sem er á hernáms-
hluta Breta, til fundahalda á
þessari „friðarstefnu“, sem þeir
svo kalla.
Láta ljúfmannlega.
Leiðtogi æskulýðsfylkingar
kommúnista, staðhæfði í brjefi
sínu, að „friðarganga okkar
hefir ekki í hyggju að b'rjóta
sjer braut gegnum V.-Berlín.
Fullyrðingar þess efnis, að við
ætlum að fara með óiriði, er^
rakalaus ósannindi“.
Ekki aufúsugestir.
Hingað tii heíir ekki þótt
koma til mála, að leyfa komm-
únistum að fjölmenna svo til
Frh. á bls. 12.