Morgunblaðið - 26.04.1950, Síða 5
Miðvikudagur 26. apríl 1950
MORGUNBLAÐIÐ
9
iíjaitan
ÞEGAR jafnaldrar manns taka
að gerast sextugir hver af öðr-
um, þá fer ekki hjá því, að mað
tir fari að hugleiða hvort ell-
in kunni að vera farin að nálg-
ast mann ískyggilega. Þá er að
taka því. En varast, að láta
hana koma sjer á óvart.
í dag er það Kjartan Thors
$em á sextugsafmæli. En hon-
um er engin hætta búin fyrst
um sinn frá hendi Elli kerl-
Ingar. Því naumast hefi jeg
kynnst nokkrum manni, sem er
eins óumbreytanlegur og hann.
Þegar jeg lít til okkar fyrstu
kynna fyrir rúmlega 40 árum,
hefir hann kannski nokkrum
hárum færra á kollinum. Og
þau, sem þar eru, hafa kannski
tekið á sig ljósari lit. En að
oðru leyti er hann alveg eins,
feins í -útliti, eins í laginu, í
eins fötum, o. s. frv. Að minsta
kosti eru fötin eins sljett og
feld og þau voru þá. Og hann
gengur með kærustunni sinni
„suður með Tjörn“, með sama
fögnuðinum og þá, enda þótt
þau sjeu búin að vera gift í 35
Ór. —•
Viðmót hans er alveg eins,
og það var þá, sama óskeilula
lcurteisin, smávegis glettni og
hýmni, einkum gagnvart þeim,
sem ætla sjer eða reyna að
hreykja sjer óþarflega hátt eða
þykjast vera meiri menn en
þeir eru.
Því Kjartan er eins og allir
vita, sem til þekkja, ákaflega
^ fii lætislaus maður, varast eins
og heitan eld að trana sjer fram
að fyrra bragði. En þegar hann
finnur, að aðrir ætlast til þess
að hann taki að sjer að leysa
feinhver verk af hendi, stór eða
gmá, eða hann er til þess kvadd
Ur, þá er það segin saga, að
hann leggur sig allan fram til
þess óskiptur, að þau verði óað-
finnanlega unnin frá hans
hendi. Hann er maður framúr-
Bkarandi athugull og samvisku-
samur. Þessvegna hefir hann
líka verið kvaddur til for-
ínensku og forráða í mörgum
fjelögum og samtökum, einkum
meðal útgerðarmanna.
Formaður Vinnuveitendafje-
lags íslands hefir hann verið
elt frá því það fjelag var stofn-
Ðð. Vegna hins almenna trausts
óem hann riýtur, hefir hann,
sem formaður þessa víðtæka
og þjóðnýta fjelagsskapar, leitt
það gegnum brim og boða byrj-
nnaráranna.
Allt frá því við vorum skóla-
piltar, hefir það verið sjerkenm
Kjartans, að hann hefir haít
líka tilhneigingu til, og ánægju
af að líta á hvert mál frá fleiri
hliðum. Hafði hann þá jafnan
á takteinum sjónarmið okkar
unglinganna og eldra fólksins
Síðan hefir hann lagt rækt við
þann hæfileika sinn að meta
Og vega mismunandi sjónarmið
og gefur sjer allgóðan tima til
þess, þegar svo ber undir. Því
oft fylgir hann þeirri góðu
reglu, að „flýta sjer hægt“ að
jþví marki, sem hann hefur sett
Bjer.
Sem forystumaður í fjelags-
skap vinnuveitenda og athug-
ull og sanngjarn málamiðlari í
deilum milli atvinnu-stjetta eða
hagsmunasamtaka, hefir Kjart-
íin Thors oft á undanförnum
Thors framkvæmdastjóri sextugur
árum, unnið þjóð sinni ómetan-
legt gagn.
Að samningaborðum hefir
hann komið, sem fulltrúi vinnu
veitenda, eða þeirra manna,
sem sumir leggja áherslu á að
kalla hið íslenska „auðvald".
En oft hefir farið svo, að þeir
menn, sem komið hafa, honum
ókunnugir, til þeirra funda, og
talið það skyldu sína, að vera
honum sem andstæðastir, hafa
ekki treyst sjer til að vera ó-
vinir hans, þegar persónuleg
kynni voru komin til greina.
Sanngirni og tilhliðrunar-
semi áhrifamanna eru megin-
stoðir lýðræðis og velfarnaðar
með frjálsri þjóð. En þessi skap
einkenni hafa verið rík í fari
Kjartans frá fyrstu tíð. Þess-
vegna hefir honum einmitt oft
orðið vel ágengt, við að greiða
úr flóknum málum, og leiða
deiluaðila til sætta.
Þar kann og að koma til
greina, staðföst þolinmæði
Kjartans, sívakandi gerhygli
hans og stilling, sem aldrei bil-
ar í viðmóti, hvað sem inni fyr-
ir kann að búa. Og sá siður
hans hefir og eflt vinsældir
hans og álit, að hann lofar
aldrei neinu öðruvísi en hann
telji sjer fært að efna loforð-
in til fulls, og meira til. Ann-
ars finnst honum þau ekki full-
efnd.
Mjer dettur , ekki í hug að
gera vini mínum, Kjartani, þá
skapraun á afmælisdegi hans,
að hlaða á hann neinu oflofi.
En einmitt vegna þess, hversu
hann er ófús á, að þakka sjer
eitt eða neitt, af því, sem hann
vinnur vel, þykir mjer ekki
nema eðlilegt, að minnast þess
fáum orðum, sem hann þráfald-
lega hefir unnið, til almenn-
ingsheilla, í samstarfi við aðra
menn, og sjaldan er þakkað
með nokkru, en aldrei full-
þakkað.
En úr því jeg minnist á
Kjartan get jeg ekki látið hjá
líða að geta um hina óskeikulu
snyrtimennsku hans, og sívak-
andi fegurðarþrá. Honum er
það í blóð borið, að elska það
sem fagurt er, og leita ánægju
í fögrum listum. Og svo er hann
reglusamur í smáu og stóru,
að hann getur ekki horft á, að
brotnar sjeu reglur snyrti-
mennsku hvorki í umgengni nje
viðskiftum. Er reglusemin einn
þátturinn í snyrtimennsku hans,
og hún einkennir allt líf hans
og' starf.
V. St
★
EINN af aðalforvígismönnum
íslenskra útvegsmanna, Kjartan
Thors, forstjóri, á sextíu ára af-
mæli í dag.
Á undanförnum 40 árum hef-
ur lífsstarf Kjartans Thors.ver-
ið nátengt öðrum aðalatvinnu-
vegi þjóðarinnar, sjávarútveg-
inum, og helgað honum á öllum
sviðum.
Kjartan Thors hefur lifað
þróunarsögu sjávarútvegsins í
landinu á mestu farmfarabraut
þessa atvinnuvegar, verið þátt-
takandi og forystumaður í hin-
um stórstígu framförum á sviði
sjávarútvegsmálanna, sem átt
hafa sjer stað á undanförnum
» «
Kjartan Thors.
áratugum. í þeim efnum hefur
krafta hans gætt jafnan til hins
besta og reynsla hans og þekk-
ing á málum þessum orðið
happadrjúg fyrir atvinnuveg-
inn, afkomu útvegsins og þá
um leið þjóðarinnar í heild.
Kjartan Thors hefur verið,
ásamt föður sínum og bræðr-
um, einn athafnamesti maður-
inn á sviði útvegsins, forstjóri
og meðeigandi eins stærsta út-
gerðarfjelagsins í landinu, stofn
andi elsta vinnuveitendafjelags
á íslandi, sem er Fjelag ísl.
botnvörpuskipaeigenda og for-
maður þess á þriðja tug ára,
formaður Vinnuveitendasamb. |
Islands frá stofnun þess, stofn- 1
andi, stjórnandi og formaður
Lýsissamlags ísl. botnvörpungaj
og Samtryggingar ísl. botnvörp'
unga og fyrsti formaður Lands- j
sambands ísl. útvegsmanna, I
auk óteljandi annara trúnaðar-
starfa.
Af þessu stutta yfirliti má
sjá, að nafn Kjartans Thors er
tengt \rið hinar merkilegustu
framfarir í málefnum sjávarút-
vegsins og sannar jafnframt, að
útvegsmenn hafa ævinlega sótt
mikið traust til Kjartans í
hverju máli, er varðaði heill og
hag þessa þýðingarmikla at-
vinnuvegar þjóðarinnar.
Þeir, sem kynnst hafa Kjart-
ani Thors, í samstarfi við hann
í hinum miklu hugðarefnum
hans og áhugamálum, er varða
sjávarútveginn, undrar það
ekki, hve mörgum og mikilvæg
um trúnaðarstörfum honum hef
ur verið falið í þessum efnum,
því að sannast mála mun vera,
að fáir, sem afskipti hafa haft
af málum þessum, sameina jafn
rnarga hæfileika og hann, til
þess að vera þar í fararbroddi.
Hin mikla lífsreynsla Kjart-
ans, skarpur skilningur óg dóm
greind, hollusta í ráðum og með
ferð rnála, traust og einurð í
framkvæmd ásamt óvenjulegri
prúðmennsku og glæsimennsku,
hvort heldur um er að ræða
innanfjelagsmál éða baráttu út
á við vegna hagsmunamála út-
vegsins, bæði að því er snertir
löggjöf eða samninga við fje-
lagssamtök launþega, hafa skip
að honum á þann bekk, sem
þeir einir sitja, er forystuhæfi-
leika hafa.
Jeg veit að Kjartani Thors er
ekki um það gefið, að á hann
sje borið lof, en skylt er að geta
þess, er hverjum ber.
Á undanförnUm 11 árum
hafa kynni mín af Kjartani
Thors og starfsemi hans í þágu
Fjelags ísl. botnvörpuskipaeig-
enda og Landssambands ísl. út-
vegsmanna verið þess háttar, að
jeg er sannfærður um, að út-
vegsmenn munu vera mjer sam
mála um það, að ekkert sje of
sagt unr störf hans í þágu út-
veg'sins af því, sem hjer hefur
verið getið.
Hugir samstarfsmanna hans
munu í dag dvelja hjá honum
og hans ágætu konu á þessum
merku tímamótum og árna hon-
um allra heilla með þakklæti
fyrir þau margháttuðu og
merku störf, sem hann hefur
innt af hendi til hagsbóta fyrir
sjávarútveginn, bæði á innlend-
um og erlendum vettvangi,
fyrr og síðar.
Sjálfur vil jeg leyfa mjer að
árna honum og heimili hans
alls hins besta i framtíðinni og
þakka honum fyrir það mikla
og góða samstarf, sem við höf-
um átt á undanförnum árum og
þó sjerstaklega það, hve hann
hefur jafnan gert sjer far um
að ráða mjer heilt og vel í því
trúnaðarstarfi, sem mjer hefur
verið falið að inna af höndum
innan samtaka útvegsmanna.
Heill þjer sextugum!
Jakob Hafstein.
★
EINN þeirra núlifandi manna,
sem mestan þátt hefur átt í fje-
lggslegri byggingu og starfsemi
útvegsmanna pg vinnuveitenda
í landinu, Kjartan Thors for-
stjóri, er sextugur í dag.
Þegar útvegsmenn um land
allt, stofnuðu með sjer heildar-
samtök, fyrir rúmum 11 árum
síðan, var Kjartan Thors sjálf-
kjörinn formaður og forustu-
maður samtakanna, enda hafði
hann mikla reynslu í þeim
efnum, því um margra ára
sketð~ hafði hann gegnt for-
mannsstarfi í stærsta útvegs-
mannafjelagi landsins, Fjelagi
íslenskra botnvörpuskipaeig-
enda.
Kjartan Thors var formaður
L.I.Ú. fimm fyrstu starfsár þess,
svo að í hans hluta fjell að stýra
yfir byrjunarörðugleikana, og
leggja grundvöllinn að starf-
semi þessari. Eftir að Kjartan
ljet að eign ósk af starfi sem
formaður L.Í.Ú., hefur hann átt
sæti í stjórn sambandsins, og
hafa samtökin notið hinna hollu
ráða hans og þeirrar þekkingar,
sem hann hefur á málefnum út-
vegsins, enda hafa honum ver-
ið falin mörg og mikilvæg störf
i þágu þessa atvinnuvegar, bæði
innanlands og utan.
Síðan jeg hóf afskipti af fje-
lagsmálum útvegsmanna, hef
jeg átt því láni að fagna, afl
njóta samstarfs við Kjartan
Thors, hinna hollu ráða hans og
leiðbeininga, og þannig kynnst
þessum ágæta manni, er jafnan
íhugar hvert mál til hins ítrasta,
tekur á hverju máli með festu
og einurð, en þó fullri gætni.
Þó að Kjartan Thors sje úr
hópi hinna svokölluðu stórút-
gerðarmanna, þá hefur hann
ávallt látið málefni og hags-
muni smáútvegsins mikið til sín
taka og er jafnan reiðubúirm
til þess að vinna að hagsmuna-
málum þeirra, engu síður 'fen
hinna.
Mjer er þvi sjerstaklega ljúft
á þessum hátíðisdegi hans a3
færa honum árnaðaróskir og al-
úðarþakkir, bæði mínar og heild
arsamtaka útvegsmanna fyrir
hið mikla og óeigingjarna starf,
sem hann á undanförnum ár-
um hefur lagt fram til heilla og
hagsbóta fyrir sjávarútveginn í
landinu.
Sverrir Júlíusson.
■
Stúlkur — atvinna |
Fyrirtæki hjer í bænum vill ráða: 3
1. Tvær stúlkur til að annast símavörslu. |
2. Tvær stúlkur við skrifstofustörf. Vjelritun og •
enskukunnáita nauðsynleg. J
Eiginhandarurosóknir asamt mynd, (er verður endursend) I
sendist afgr. Mbl. fyúr kl. 12 á hádegi, laugardag 29. j
apríl n. k. me.kt „XAFI — 969“. j
Bíll
Óska eftir að kaupa góðan bíl. Eldra módel en 1946, S
kemur ekki til greina. — Tilboð, er greini ártal og verð, »
sendist Morgunblaðinu fyrir mánaðamót merkt:
„Góður bíll“ — 0953. E
ATVINNA
Stúlka, vön afgreiðsiu- og skrifstofustörfum, og hefur j
Verslunarskólapróf, óskar eftir góðri atvinnu strax, eða S
1. maí. — Goð meðmæli eru fyrir hendi. — Tilboð merkt: •
„V ö n“ — 0949, sendist afgreiðslu Morgunbiaðsins fyrir «
föstudag. r
AUGLÝSING ER GULLS t GILÐl