Morgunblaðið - 26.04.1950, Page 12
12
MORGUNBLAÐIB
Miðvikudagur 26. apríl 1950
Kommitaisfar gegna
ekki embæffum í
Bandaríkjimum
WASHINGTON, 25. apríl —
Rannsóknarnefnd öldungadeild
-arinnar kom saman til lokaðs
fundar í dag. Var yfirheyrslum
yfir Louis Budenz haldið áfram.
Maður þessi, sem áður var
kommúnisti, hefir borið, að leið
-togar flokksins hafi tjáð sjer,
að Owen Lattimore. sjerfræð-
ingur í Austurlandamálum,
væri fjelagi í „kommúnista-
sellu“. Lattimore prófessor hef-
ir synjað fyrir með eiði.
Úr horni republikana mátti
heyra í dag. að varlegt væri að
reiða sig á fullyrðingu Tru-
mans, er hann í gær staðhæfði,
að engir kommúnistar væri
framar í embættum hjá ríkinu.
GítS gleraugn eru fyrir 611u.
Afgreiðum flqtt gleraugnarecept
og gerum vi8 gleraugu.
Auguc jijer hvílið meö gler-
Biigu frá
TÍLI H. F.
Au»iurstræti 20.
aMHIMfflllllllMIIIUIimMMMIIMIIfMMIIIMIIIIIMVfMRM
Kaupi gull]
OS SILFUR
Læsta verði.
Sigurþór, Hafnarstræti l |
MMUIIIIIIIIIIIIIIIIIl IIIIIUIIllllMIHIIIIfllllllllllllllllllll
iiiiiiiiiifii.iuiiMMiiiiiiciiiiHiuimiiiifn
Herjeppi
til sölu og sýnis í portinu hjá
Sendibílastöðinni, milli 7 og 9
í kvöld.
Tsaldaris gagnrýnir
sfjórn Plasfyras
AÞENA, 25- apríl. — í dag fóru
fram í þinginu umræður um
stefnu grísku stjórnarinnar. —
Foringi stjórnarandstöðunnar,
Tsaldaris, kvað nauðsyn krefja,
að staða Rússa á Balkan væri
athuguð áður en Grikkir endur
skoðuðu sambúðina við Júgó-
slavíu.
Tsaldaris gagnrýndi stjórn-
ina fyrir linkind þá, sem hún
sýndi uppreisnarmönnum, með-
an kommúnistar „ógna enn ör-
yggi landsins“. — Kvað hann
flokk sinn, Þjóðflokkinn,
mundi greiða atkvæði gegn
stjórninni, er hún leitaði trausts
í þinginu á morgun (miðviku-
dag). — Reuter.
- Berlín
Framh. af bls. 1.
vesturhluta borgarinnar, þar
sem mönnum þykir uggvænt
um, að þeir muni fara ófrið-
lega. Hafa enda verið gerðar
ráðstafanir til að koma í veg
fyrir, að þeir brjótist þangað
með valdi.
— Meðal annara orða
Framh. af bls. 8.
Samt skemmdist eitt skip,
sem vann að því að slæða, þeg-
ar tundurdufl sprakk.
Átta menn af áhöfninni
meiddust, einn hættulega, en
hann hjarði þó. En tundurdufla
slæðarinn var svo illa leikinn,
að ekki var hægt að gera við
hann.
•MIIIIIMfMII
iiMMMiiMiMiiniMinina
1 Nýtt
j Gólfteppi
| til sölu. Stærð 3x3}4, Hofs-
Í vallagötu 20, kjallara kl. 5—7
! í dag.
'IVnilllllllMMIIIMMMtlllllllll
4ra herbergja íbúð
í nýju húsi í Hafnarfirði (góS-
um stað) til sölu ef viðunandi
verðtilboð fæst. Tilboðum sje
skilað til afgr. Mbl. fyrir lok
þessa mánaðar merkt: „Góður
staður — 970“.
1. maí boðskapur
kommúnisfa
í ÞJÓÐVTLJANUM í gær var
þess getið, að Vinnan, tímarit
það, er kommúnistar rændu, er
þeir fóru úr stjórn Alþýðusam-
bandsins, væri nýkominn út, og
hefði Jón Rafnsson, hinn af-
dankaði framkvæmdastjóri Al-
þýðusambands íslands, tekið
við ritstjórn af Sigurði Róberts
syni vini sínum.
Þeir, sem fylgst hafa með
störfum Jóns Rafnssonar innan
alþýðusamtakanna, og fylgst
hafa með ráni tímaritsins,
munu ekki undra þessi ritstjóra
skifti.
Jón Rafnsson sýndi það þeg-
ar hann var erindireki og síð-
an framkvæmdastjóri Alþýðu-
sambands íslands, hve gjörsam-
lega hann skorti annaðhvort
þekkingu eða vilja í hinni fag-
legu baráttu verkalýðsins. Er
forustumenn verkalýðsfjelag-
anna á þeim árum ræddu við
Jón um ýms vandamál sinna
fjelaga, var ætíð efst í huga
hans, hvað þessi og hin vanda-
mál gætu komið kommúnistum
best að liði í hinni pólitísku
baráttu, hvað sem hinni faglegu
baráttu liði. Málgagn Alþýðu-
sambandsins hefir hann bæði
fyr og síðar misnotað í þágu
kommúnista. Að vísu eiga lýð-
ræðisflokkarnir Jóni Rafnssyni
eitt gott að þakka, það er, að
hann hefir vísað mörgum ung-
um og ötulum mönnum í fje-
lagsmálum, veginn frá kom-
múnistum til lýðræðisflokk-
anna. Nú á hann að stýra hinu
ritaða máli kommúnista í verka
lýðsmálum, verði þeim að
góðu!
IIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIMIIIIIIIIIIMIf llllllllllllllllll*
Íbúð j
Við óskum eftir einu herbergi
og eldhúsi. Ef einhver vildi *
sinna þessu, þá hringi vinsam- (jj
lega í síma 5342 frá 1 til 5 i
dag. j-
•iniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiMMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii
I 4ra—5 herbergja
Ibúð
| óskast, má vera í smíðum. Skipti j
| á húseign í Hafnarfirði kemur j
| til greina. Tilboð sendist afgr. j
jj Mbl. fyrir lok þ.m. merkt: j
= I „Smiður — 971“.
Veldur hver ú heldur
VERÐLAG á matvörum og öðr
um heimilisnauðsynjum hefur
hækkað til mikilla muna á und
anförnum árum. Hefur margri
húsmóðurinni reynst erfitt, að
láta tekjur heimilisins hrökkva
fyrir gjöldunum.
Að sjálfsögðu fer verðlag á
erlendum vörum enn hækk-
andi, vegna gengislækkunarinn
ar. Að vísu verður greidd verð
lagsuppbót á öll laun. En á því
leikur enginn vafi, að menn
þurfa að sýna meiri fyrir-
hyggju í peningamálum á kom-
andi árum, en verið liefur um
skeið.
Aukin fyrirhyggja í f jármál-
um þarf ekki að skerða lífskjör
og lífsánægju tnanna.
Við þekkjum öll dæmi þess,
að sumar f jölskyldur geta kom-
ist lengi og vel af með fje sitt,
en hjá öðrum hverfa pening-
arnir, án þess að af þeim hafi
orðið verulegt gagn. Veldur
hver á heldur.
Það er algengt að húsmæður
segja eitthvað á þessa leið:
„Jeg get ekki sparað meira en
jeg geri. Jeg eyði engu í ó-
þarfa og kaupi ekkert nema
nauðsynjavöru. Hvað get jeg
þá sparað?“
En húsmóðir, sem kaupir
ekkert nema nauðsynjavöru, er
ekki alltaf góð búkona. Til þess
þarf meira. I hverju er henni
þá áfátt?
Þessu er ekki auðvelt að
svara. Hjer veltur ekki á einu
heldur ótal mörgu.
Hagsýn búkona kaupir góð-
an mat, en ekki dýrari en þörf
er á, hagnýtir allar matarleif-
ar, hirðir vel um föt heimilis-
fólksins o. s. frv. Húsmóðirin
hefur mörg verkefni með hönd
um. Mörg þeirra sýnast ekki
stórvægileg í fljótu bragði. En
safnast þegar saman kemur.
Húsmæður eiga við fleiri
örðugleika að etja en það eitt,
að halda hyggilega á þeim pen-
ingum, sem varið er til kaupa
á matvörum og öðru þ. h.
Ymsar venjur hafa komist í
tísku á síðasta áratug, sem eru
heimilunum kostnaðarsamar.
Sem dæmi má nefna að gerð-
ar eru heimskulegar kröfur um
fatnað skólabarna. Skóladreng
ir ganga flestir í jakkafötum,
sem bæði eru dýr og óhentugur
klæðnaður við leiki. Svipuðu
máli gegnir um fatnað stúlkna.
Dýrar venjur' hafa skapast í
sambandi við samkvæmi, skemt
RlinilllMlllllllllllllflMlllllllllllltlllllllM
nrDniliniMMMIMIIMMCMIIIMIMin
MjU-kbl
Eftir Ed Dodd
I
•••T J>IIIJIIMIl!llllllliiiii|iHilMIIIMIMIR«IIIMII*
IIIMIIimilllligilllliailMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII||||||inj5
anir o. þ. h. T. d. framreiðsla
hins svonefnda „kalda borðs“,
sem mjög er í tísku.
Eins og öllum er kunnugt eru
f jármál þjóðarinnar 1 mesta
öngþveiti, svo grípa varð til
þess örþrifaráðs að lækka ís-
lensku krónuna. Litlar vöru-
birgðir eru til í landinu. Við
verðum þess vör daglega.
Ráðstafanir Alþingis og ríkis
stjórnarinnar eru ekki einhlít- .
ar til að ráða bót á þessum
málum.
Hver íslendingur verður að
leggja sig fram eftir bestu getu •
ef vel á að takast. Þetta gerir
hann best með þvi móti, að
halda betur á fjármunum sín-
um en hingað til, ekki einungis
peningum, heldur einnig mat-
vælum, klæðnaði, húsgögnum,
eldsneyti o. s. frv.
Afkoma og heilbrigði þjóð-
fjelagsins er fyrst og fremst
komin undir dugnaði og for-
sjálni einstaklinganna og fjöl-
skyldnanna. Ef einstakir menn
ráða ekki við fjármál sín, safna
skuldum að óþörfu og komast
í kröggur, orkar það á allt þjóð
arbúið. Ef almenningur er hirðu
laus um fjármál sín getur hann
ekki búist við að kjörnir full-
trúar hans á þingi gæti í hví-
vetna forsjálni um fjármál þjóð
arinnar. Alþingismenn eru full-
trúar þjóðarinnar og semja sig
að hugsunarhætti hennar.
Sigríður Haraldsdóttir.
— Fyrir alla muni pabbi.
Farðu að koma.
— Bíddu Tona.
— Vísundur. Það er skepna,
eem mig hefur alltaf langað til
að reyna mig við.
— Það má aðeins skjóta
gömlu nautin og þau hafa ver-
ið merkt með hvítri málningu
á krúnunni, svo að þau eru auð-
þekkt.
— Heyrðu Tona, þú skaltj ............. sem jeg vona að
hvetja pabba þinn til að vera hleypi mesta grobbinu úr þess-
kyrran hjer og svo förum við um Markúsi.
á vísundaveiðar á morgun. Mjer
datt skyndilega nokkuð í hug
Frh. af bls. 7
Þótt ekki sje enn orðið ljóst
hvaða lið falli niður í III. deild, :
þefur þegar verið skorið úr þvi
hvaða lið flytjist upp.
Nyrðri deild. — í nyrðri hlut-
anum hefur Doncaster Rovers
borið sigur úr býtum en í þeim
syðri Notts County. Árangur Don
caster er aðallega þakkaður írska
landsliðsmanninum P. Doherty,
sem talinn er einn besti innherji
sem Bretland hefir alið. Svipuðu
máli gegnir með Notts County,
en potturinn og pannan í því liði
hefur verið hinn þekkti miðfr.h. .
Englands, Tom Lawton, sem
keyptur var fyrir 2 árum fyrir
20.000 sterl.pund.
Neðstu lið í 2. deild:
West Ham 40 12 11 17 49-56 35
Q. P. R. 41 11 12 18 38-54 34
Bradford 40 10 11 19 49-72 31
Plymouth 40 7 16 17 41-61 30
Á laugardag fór fram úrslita-
leikur skosku bikarkeppninnar í v
Hampdenvellinum í Glasgow
milli East Fife og Glasgow Rang-
ers. Sigraði Rangers með 3:0 og
hreppti bikarinn í þriðja sinn í
- Skóli K.F.U.M.
Framh. af bls. 9.
Sundlaugaveg 9B (úr C.-
deild).
Skólinn á miklum og almenn
um vinsældum að fagna um
land allt, og sóttu þangað síð-
astliðið skólaár nemendur úr
fjarlægustu byggðarlögum
landsins. Þykir nemendum og
aðstandendum þeirra mikið
hagræði að því, að hægt skuli
vera að stunda þarna fjöl-
breytt nám samhliða atvinnu
eða námi í sjerskólum. — Það
hefir á undanförnum árum
færst mjög í vöxt, að nemend-
ur hvaðanæva af landinu sæktu
nám í skólanum.