Morgunblaðið - 11.05.1950, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 11.05.1950, Qupperneq 1
II HörHair IMafsson lögiræS^ngur: lótelskorturinD stuiur if bvi uð bou eru rek Hótel Skjaldbreið? ? Gjaldeyristekjur. • Að undaníörnu hafa birst greinar í dagblöðunum, þar sem á það hefur verið bent, að við Islendingar gætum haft verulegar gjaldeyristekjur af kornu erlendra skemmtiferða- manna hingað til lands. i Þannig birtist í Morgunblað- inu 22. apríl s.l. viðtal við Ás- björn Magnússon, erindreka ís- lensku flugfjelaganna í Kaup- mannahöfn. Tekur Ásbjörn það djúpt í árina, að hann full- yxðir að tekjurnar af komu erlendra ferðamanna hingað til lands, muni geta orðið þriðji stærsti gjaldeyristekjuliður landsmanna. Þetta telur hann hinsvegar, að' geti ekki orðið, fvrr en við höfum eignast nægilega mörg og hentug hótel, og er þar alveg sammála mörgurn ágætum rnönnum, sem um þessi mál hafa ritað. Þörfin fyrir hótel. En þörfin fyrir fleiri og betri hótel er ekki einungis aðkall- andi vegna erlendra skemmti- ferðamanna, heldur einnig vegna landsmanna sjálfra. Er fjarri því, að við getum full- nægt þörfum innlendra ferða- rhanna. Nægir að minna á eft- irfarandi staðreyndir um Reykjavík: Hótelherbergi eru nú 112 hjer í bænum með 180 rúmum, þar með talinn Gamli stúdentagarðurinn, sem ein- ungis starfar tæpa 4 mánuði ársins. Eru sum þessara her- börgja mjög ófullkomin. Hótelherbergjum hefur þann ig fjölgað um aðeins 8 og rúm- um um 22 síðan Hótel Borg var reist fyrir 20 árum síðan. A sama tíma hcfur íbúum höfuð- staðarins fjölgað um 27 þúsund og íbúum landsins í heild um 30 þúsund. Vegna þessarar mannfjölg- unar og ennfremur vegna stór- kostlegra endurbóta, sem orðið hafa á samgöngum innanlands, er gestakoma til Reykjavíkur jafnan margfalt meiri en hún var fyrir 20 árum síðan. Það er þannig ljóst, að hótel, ef reist væru, mundu hafa næga viðskiftavini, innlenda og cr- lenda. Hversvegna hótel eru ekki reist. . Það mætti því ætlá, að hó- telrekstur hjer á landi væri mjög arðvænlegur atvinnu- vegur. • í brjefi, sem póst- og síma- málastjóri og vegamálastjóri rituðu atvinnu- og samgöngu- niálaráðuneytinu 18 apríl 1943, telja þessir aðilar, að hjer á landi sje ekki hægt að reka sæmileg hótel nema með fjár- hagslegri aðstoð ríkisins. í tillögum, sem Ferðaskrif- stofa rikisins sendi atvinnumála ráðuneytinu um þessi mál fyrir skömmu síðan, segir svo í grein argerð fyrir tillögunum: — „Reynslan sýnir ,að inenn vilja ckki að óbrcyttum aðstæðum leggja fje sitt í hótelrekstur“. Er í tillögum þessum gei't ráð fyrir, að stofnaður verði sjer- stakur sjóður, í því skyni, að styrkja starfsemi gistihúsanna. Þeir, sem borðað hafa á Fje- lagsheimili verslunarmanna i Vonarstræti, munu hafa veitt því athygli, að rekstur þess hefur á undanförnum árum verið í höndum þriggja manna, sem allir hafa gefist 'upp við rekstur matsölunnar. Hefir hvert sæti hennar þó jafnan verið skipað gestum. Sá, sem síðast hafði rekstur matsölunn- ar með höndum, lagði fvrir verð lagsstjóra vottorð um það, að hann hefði á 6 mánaða tímabili á s.l. ári tapað 40 þús. kr. — Hótel Valhöil á Þingvöllum, sem starfrækt hefur verið af fielagi þekktra veitingamanna ;,íðan á lýðveldishátíðarárinu 1944, hefir sefið óverulegan hagnað einungis tvö árin. ReksturshalH Hressingarskál- ans, hjer í Austurstræti, sem rekinn er á besta stað cæja1'- ins af bráðduglegum vcitinga- manni, var á s.l. ari um 20 þús. krónur. Hótel Kaupfjelags Eyfirðinga á Akureyri, sem hefur óvenju góöa aðstöðu til hagkvæmra vörukaupa, hefir verið rekið með halla á undanförnum ár- um, og svipaða sögu munu flest íslensk gisti- og veitinga- hús hafa að segja. Meira að segja Hótel Borg, sem eitt allra gisti- og veit- ingahusa á landinu hefur leyfi til almennra vínveitinga, hefur ekki getað lagt fyrir nægilegt fje til nauðsynlegra endur- bóta. Það er þannig deginum ljós- ara, að rekstur gisti- og veit- ingahúsa hjer á landi, er ekki arðvænlegur atvinnuvegur, þó að undanskildum nokkrum kaffistofum, sem með sjerstak- lega hagkvæmu fyrirkomulagi, á rekstrinum munu hafa gefið nokkurn arð. Verður afleiðing- anna tæpast mjög lengi að bíða úr þessu, — munu flest þessara fyrirtækja hætta starfsemi, er eigendur þeirra hafið etið upp sparifje sitt og lánstraust. Ekki er von til þess, að vel sje gert við viðskiftavinina, er eigendur fyrirtækjanna berjast þannig í bökkum fjárhagslega. Má á það minna, að þau eru flest í eigu veitingamannanna sjálfra, sem hafa lagt fje sitt í fyrirtækin, margir hverjir eftir margra ára starf hjá öðr- um, ýmist á sjó eða landi. — Hafa flestir þeirra ekki hlotið æfingu í öðrum störfum og geta ekki hugsað sjer að breyta um ævistarf. Hvað er hægt að gera? Hugsanlegt er, að ríkið taki þennan atvinnurekstur alger- lega í sínar hendur. Eins og nú er háttað fylgi manna við stjói'nmálaskoðanir hjer á landi, er ekki sennilegt, að sú tillaga mundi eiga miklu fylgi að fagna. Einnig er komið á dag- inn, að þær einu ráðagerðir, er uppi hafa verið á Alþingi um þátttöku ríkissjóðs i hótel- rekstri, hafa nú verið lagðar á hilluna. Miðuðust þær við eitt hótel, hjer í Rvík, en ríkisrekst- ur á þessu sviði mundi þurfa að taka í sínar hendur fjölda mörg gisti- og veitingahús þeirra, sem fyrir eru, og þyrfti til viðbótar að reisa mörg hótel, ef vel á að vera. Yrði þetta því mjög umfangsmikil starfsemi. En þar sem ekki virðist að- kallandi, eins og áður en bent á, að ræða hjer kosti og lesti ríkisreksturs á þessum atvinnu vegi, munum við að sinni láta öðrum það eftir. Ef okkur Islendingum er full alvara í því, að vilja greiða fyr- ir ferðamannastraumi um land- ið og hingað til l.ands, og erum á einu máli um, að til þess þurfi fleiri og betri gistihús, þá sýn- ist ekki vera um annað að ræða en að reyna að finna einhverjar leiðir til þess, að gera starf- rækslu gistihúsa að arðvænleg- nm atvinnuvegi. Meðan á stríðinu stóð, og all- margir menn höfðu mikla pen- inga undir höndum, voru stofn- uð hjer margskonar fjárfrek atvinnufyrirtæki, svo sem kvik myndahús, iðnfyrirtæki alls- konai' o. fl. o fl. Hikuðu menn Iu niei tupi ekki við að leggja sparifje sitt í þess konar atvinnurekstur, þar sem hann gaf góðan arð. Enn er til mikið sparif je, sem ýmist liggur ónotað í handröð- um eða er notað til atvinnu- reksturs, sem enga þjóðarþýð- ingu hefur. Ef hægt væri að gera hótelrekstur að arðvænleg um atvinnuvegi, er ekki nokkur vafi á því, að til hans mundi leita nægilegt fje, og munu þá rísa hjer upp mörg og' góð hótel, sem mundu skapa okkur skil- yrði til þess að feröast að hætti menningarþjóða um okkar eig- ið land og hafa e. t. V. verulegar gjaldeyristekjur af kðmu er- lendra skemtiferðamanna hing- að til landsins. Hvernig má auka tekjur gistihúsa? Á þessum síðustu og verstu tímum verðlagseftirlits og alls- konar hafta, kynni manni í fljótu bragði að sýnast. að gald- urinn væri sá, að fella úr' gildi verðlagsákvæði á hótelleigu og veitingar, eða taka upp rýmri verðlagsákvæði á líkan hátt og gert hefiv verið anri- ars staðar á Norðurlöndum. — Þannig hafa Norðmenn 'fellt niður verðlagsákvæöi um laus- ar máltíðir, brauð og kökur, en halda verðlagsákvæðum á öli og gosdrykkjum, föstu fæði, kaffi, te, kakó og rojólk, að ó- gleymdu áfengi og vínum. En veitingamenn eru allir á einu máli um það, að verðhækk anir mundu ekki kon.a að neinu haldi, — telja þeir þvert á móti ,að verðið sje orðið of hátt miðað við þá eftirspurn, sem er fyrir hendi. Þegar hjer er rætt um verð- hækkanir, er ekki átt við þær verðhækkanir, sem munu reyn- ast óhjákvæmilegar vegna geng isfalls krónunnar og ráðgerðar eru í lögum. Því er heldur ekki að neita, að sökum stórum minnkaðrar eftirspurnar og samkeppni um hana af þeirri astæðu, telja þeir eðilegast, að verðlagsákvæðin sjeu nú felld úr gildi. A. m. k. er þörf á gagngerðri endurskoð un. Þannig sýnist ekkert vit vera í því, að selja máltíð úr fiski, sem kostar kr. 1.65 pr. kg. sama verði og máltíð úr kjöti, sem kostar \kr. 10.30 pr. kg. — En ef ekki er haegt að auka tekjurnar með því, að hækka veilingaverðið, hvað er þá hægt að gera? Þessari spurningu verður e. t. v. einungis svarað með því að gera samanburð á siarfskjörúm þessa atvinnuvegs hjer á lahdi við starfskjör hans í öðfUm Framh. á bls. 2.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.