Morgunblaðið - 11.05.1950, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 11.05.1950, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 11. maí 1950. HÓTELSKORTURINIi Fáein oro í ssmhandi Framh. af bls. 1. löndum, þar sem við vitum, að hann er stundaður með góðum hagnaði. Það vill einnig svo vel til, að við vitum, að hótel eru þar mörg og góð. Samanburður þessi leiðir eink um tvennt í Ijós, gistihús í þess um löndum greiða ýmist engan eða lítinn veitingaskatt, og þau hafa öll drjúgar tekjur af sölu öls, áfengis og vína. Veitingaskatturinn. Ef menn fara aftur til árs- ins 1933, virtust þessi mál hafa verið í öllu betra horfi en þau eru í dag. íbúar Reykjavíkur voru um það bil helmingi færri, fjögur hótel voru þ ástarfandi í bænum, og glæsilegasta hótel landsins, Hótel Borg, var þá ný- lega tekið til starfa. Stór skemmtiferðaskip komu hjer ái lega á ytri höfnina, og við höfð- um vafalaust meiri gjaldeyris- tekjur af erlendum ferðamönn- um þá en nú. Árið 1933 var kreppuár, og ríkissjóður þurfti mikið fje, til þess að geta staðist útgjöld sín. Þegar töluvert var liðið á þingtíma, áttuðu þingmenn sig á því, að þingið hafði engar „verulegar tilraunir gert, til að afla fjár með nýjum sköttum“. Margir af þessum þingmönn- um nutu þá þegar góðrar gest- risni á Hótel Borg og munu hafa talið, að þar væri um að ræða biómlegan atvinnuveg, sem væri aflögufær. Má sjá þess ljós merki af greinargerð Jónasar Jónssonar fyrir frumvarpinu um veitingaskattinn, að veit- ingasalirnir á Hótel Borg fyafa einkum verið hafðir í huga og etnkum starffæksla þeirra á kvöldin. Þannig segir í grein- argerðinni: „Það fólk, sem eink um sækir á veitingastaði, er einhleypt fólk, ef það hefir pen- íngaráð, sem ekki hugsar um að spara fje sitt, en eyðir fjenu jafnskjótt og það aflast til þess að veita sjer skemmtanir og lífsþægindi. Að öðrum þræði ntunu veitingastaðirnir og sótt- ir af fólki, sem hefir nokkur fjárráð og þarf þessvegna ekki að neita sjer um lífsþægindi". Takið við því, góðir sjómenn, verkamenn, verslunar- og skóla fólk, sem ekki eigið heimili,"þar sem störf ykkar þarf að vinna, eða komist ekki heim til ykk- ar í matartímanum, — þarna er ykkur rjett lýst, eða hvað? Ekki er um það að villast, að ríkissjóður hefir á þessu ári ver ið í mikilli fjárþröng eða þing- menn mjög tímabundnir, þar eð þessi forsenda frumvarps- ins var á þingi tekin sem góð og gild vara og sætti engum andmælum. Sú var önnur forsenda frum- varpsins, að tekjuöflunarleið þessi væri notuð í „næstu lönd- um“, og var það rjett — þó með þeirri athugasemd, að hún þótti bráðlega ófær, og hefir ^katturinn fyrir löngu síðan ver ið felldur niður alls staðar á Norðurlöndum að undanskiíd- um skatti af sölu áfengis og vína. Með ofangreindum rökum var þessum atvinnuvegi einum allra atvinnuvega á íslandt gert að greiða 10% veltuskatt í ríkis ajóð. Einnig er vert að athuga það, að við álagningu skatts- ins virðist það fyrirtækið hafa vetið haft fyrir augum, sem besta möguleika hafði til að greiða hann, Hótel Borg, eina gisti- og veitingahúsið á öllu iandinu, sem löggjafinn hefir veitt almennt leyfi til áfengis- og vínveitinga. Upphæðir þær, sem gisti- og veiíingahúsin hafa greitt ríkis- sjóði í veltuskatt þennan á und anförnum árum, nema því sem hjer segir: Ar Kr. 1934 102.250.14 1935 90.648.38 1938 79.533.70 1937 82.572.79 1938 95.905 01 1939 102.610.91 1940 174.002.04 1941 292.587.59 1942 283.070 95 1943 440.728.10 1944 495.118.75 1945 1.389.105.93 1946 1.965.807.53 1947 2.132.619 89 1948 2.694.522.84 Samtals kr. 10.421.084 55 Má geta þess hjer, að Hótel Borg kostaði á sínum tíma 1 miljón og 300 þúsund krónur, en hótel af svipaðri stærð sem h.f. Skjaldbreið hefir áhuga á að reisa, en hefir ekki tekist að afla lánsfjár til, er gert ráð fyrir að muni kosta 8 miljónir. Síðan veitingaskatturinn var lögfestur hefir ekkert hótel ver ið reist hjer í Reykjavík, Hótel ísland hefir brunnið, en í notk un hefir verið tekið eitt setu- liðsbraggahótel og stúdenta- garður að sumarlagi. Síðan veitingaskatturinn var lögfestur hafa gisti- og veitinga húsin barist í bökkum fjárhags lega, ef frá er skilið, sjoppu- tímabil" stríðsáranna, sem eng um var til sóma. Söluskatturinn Með dýrtíðarlögunum tveim ur frá áramótunum 1947—1948 og 1948—1949 var lagður á 2 og 3% skattur á veltu svo að segja allra atvinnufyrirtækja landsins. Tvö prósent skattur- inn gildir um smásölu, sem venjulega mun vera skilgreind þanhig, að það sje sala á litlu magni eða smáum skömmtum af vörum beint til neytend- anna. Þrjú prósent skatturinn gildir hinsvegar um „aðra sölu“, og hefir skattstofan kos- ið að telja veitingasölu til þess flokks og innheimtir 3% veltu skatt af veitingasölu. Er nú um þetta deilt í máli, sem rekið er hjer fyrir fógetarjettinum. Allt útlit er fyrir, að löggjaf inn hafi alveg gleymt því, að gisti- og veitingahúsin greiddu þegar við lögfestingu dýrtíðar laga.nna 10% veltuskatt. — Er söluskattur dýrtíðarlaganna sem sje lagður á „heildarand- virði vöru“, og það túlkað þann ig af skattstofunni, að sölöskatt urinn er innheimtur af veit- ingaskattinum og einnig af sjálfum sjer, þar eð söluskattur inn er innifalinn í andvirði veitinga, sbr. tilkynningar verð lagsstjóra þess efnis. Atvinnu- vegur hessi greiðir því veltu- skatt af veltu sinni að viðbætt- um tveimur veltusköttum öðr- um og þannig alls rúmlega 13% í veltuskatt. Fyr má nu rota en dauðrota. Ol- og vínveitingar Tekjur norskra gisti- og veit ingahúsa af þessum veitingum námu á árinu 1948 30 miljón- um. Þar af var hagnaður af sölu' áfengs öls 10 miljónir en 20 miljónir af sölu áfengis og vína. Þó eru veitingar þessar háðar meiri takmörkunum í Noregi en víðast hvar annars staðar á meginlandi Evrópu. — Þannig eru leti til áfengis- veitinga aðeins veitt í bæjun- um, Oslo, Hamar, Drammen, Tönsberg, Bergen og Trond- heim. Leyfi til vínveitinga eru hinsvegar veitt í 24 bæjum og leyfi til veitinga á áfengu öli í 38 bæjum. Leyfi til vínveit- inga eru veitt gisti- og veit- ingahúsum í 14 sveitum, en leyfi til ölveitinga gisti- og veit ingahúsum í 6 sveitum lands- ins. Þeir Norðmenn, sem kynnt hafa sjer þessi málefni, telja þetta samt sem áður ekki nægi- legt. Þannig segir þekktur norskur sjerfræðingur á þessu sviði, Dr. Scarlett, í bók sinni „Norge som turistland“: „Þeg- ar þess er gætt, að ein helsta tekjulind gistihúsa erlendis er veitingar á öli, vínum og á- fengi, og að þessar tekjur hó- telanna eru verulega takmark- aðar af áfengislöggjöfinni, er engin furða þótt hótelrekstur í Noregi sje ennþá á fremur lágu stigi, og sparifjáreigendur vilji ekki hætta fje sínu í þennan atvinnurekstur". Telja Norðmenn útilokað að starfrækja gistihús með sama sniði og þeir gera í dag og bæta þau, ef þau ættu að missa þær tekjur, sem þau hafa af öl-, áfengis- og vínveitingum. Verðlagsyfirvöld Danmerk- ur leyfa gisti- og veitingahús- um sínum að leggja 75—190% á öl, áfengi og vín og Sviss- lendingar 80—120%. Veltu- skattur á áfengis- og vínsölu var nýlega hækkaður í Dan- mörku upp í 30%, og hefir það leitt til þess, að margir veit- ingastaðir þar í landi hafa hætt starfsemi sinni. Þannig hefir „Vivex“, sem margir íslend- ingar munu kannast við, verið lokað. Má af þessu marka, hversu þýðingarmikil tekju- lind veitingar þessar eru fyrir danska veitingastaði. Til gamans má skjóta því hjer inn í, að einn helsti bind- indisfrömuður Dana, Adolph Hansen, ritari sambands danskra bindindisfjelaga, ljet svo um mælt í viðtali við Ber- lingske Tidende, að hækkun skattsins hefði haft það í för með sjer, aðv fólk drykki nú meir á heimilum sínum en áð- ur. Taldi hann þá þróun mál- anna mjög varhugaverða. Tillögur til úrbóta Öllum ætti þannig að vera ljóst, hversvegna hótelrekstur hjer á landi er ekki arðvæn- legur atvinnuvegur, hvers- vegna menn vilja ekki „að c- "breyttum aðstæðum" leggja fje sitt í hótelrekstur, — þar sem atvinnuvegur þessi er hvort tveggja í senn, þrautpínd ur með sköttvm og sviptur þeirri tekjulind, sem þýðingar- mest er íalin erlendis. Tillögur sambandsins eru í stuttu máli þær, að veitinga- skatturinn verði algjörlega felldur niður, eða breytt þann- ig, að hann verði í raun og veru sá „Iúxusskattur“, sem til var ællast í uppbafi, t. d. með því móíi, að hann verði eingöngu innheimtur af öli, sterkum drykkjum og vínum, en ekki af neinum matvælum. íslendingar hafa — guði sje lof»— ekki talið það „luxus“ hingað til, að fá sjer óbreyttan mat, að borða. Við leggjum einnig til, að þeim gisti- og veitingahúsum, sem þýðingu hafa fyrir inn- lenda og erlenda ferðamenn, og settir eru þar í sveit. sem áfengi er selt á annað borð, verði veitt leyfi til vínveit- inga, annað hvort sterkra drykkja eða ljettra vína. Er eng in ástæða til annars en að horf ast í augu við þá staðreynd, að á þessum stöðum er hægt að fá keypt sterk vín — en ekki Ijett vín — á svo að segja hvaða tíma sólarhrings sem er. — En það er ekki selt í glasatali held ur fölskutali, minnst heil flaska, og af þv íer engin veit- ingaskattur greidur. Við leggjum einnig til, að hjer verði leyft að brugga og veita veikt öl. Eru allir, sem vit hafa á, á einu máli um það, að óvíða í heiminum sjeu betri skilyrði til að gera gott öl en hjer á íslandi. Ætti það að geta orðið þýðingarmikil útflutnings vara og geta selst jafnvel og danskur Carlsberg sem er nú seldur í Síam og á Suðurnesj- um. En það er annað mál. En til þess að koma málum þessum í viðunandi horf hjer á landi, þarf fleira en mörg og góð hótel, ef seinna lýsingar- orðið er eingöngu notað til að lýsa húsakynnum. Verður e.t.v. tækifæri til þess að ræða það síðar. F. h. Sambands veitinga- og gistihúsaeigenda, Ilörður Ólafsson. lögfræðingur iiiniimiiiMiii Herrá- og ttrengjavesti ullarvörubCðin Laugaveg 118. iiimiiiiiiiiiiii iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii«fi*fiiiiiia*i* iiiiiiiiiitiMiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimimiiiiiiiii Kauphöllin ei miðátcS verBbrjefaviðskift- anca. Simt 1710. ^iiiiiiMMiaiiMiiiuaiiiniMinnniinvuiiiiiiifmuiifiiMm EF LOFTUR CETUR ÞAÐ EKKl ÞÁ UVEli ? á Rangárvðllum S U M U M Rangæingum bykir minna varið í þessa bók, en þeir hugðu, að vera mundi. Kemur tvent til. í fyrsta lagi þykir húti of vilhöll, í öðru lagi halda sum- j ir, að Keldur og Guðmundur á Stóva-Hofi sjeu meginhlutinn af hinni margvæntu sögu Rangæ- inga. Að vísu er vandi að skrifa . um sjer viðkomandi og samtíma- (fólk og ekki ieynir sjer gamla spakmælið: ,,að römm er sú taug 1 o. s. frv“, því höfundurinn, sem verið hefur stórbóndi í Haga í Gnúpverjahreppi, síðar Engey og nú lengi rithöfundur í Reykjavík, ber þó, að því er virðist mesta hlýju til fæðingar- og uppeldis- staðar síns. En höfundurinn er, að minnsta kosti méðal hinna merkustu, sjerstaklega vegna hinnar frábæru eljusemi við að grafa upp allar hugsanlegar heirn ildir. Björn Þorsteinsson frá Selsundl hefur skrifað mjög skemmtilega um bókina Keldur og telur hana mjög merkilega, en hann er öllil kunnugur þar um slóðir og orð- inn merkur fræðimaður, þó ung- ur sje. Alveg er það víst, að hefði ekk| búið á Keldum jafneljusamt og að mörgu leyti framsýnt fólk núi í 3 ættliði a. m. k., þá væi ia Keldur ekki til, því þá hefði túa og kirkjugarður orðið eitt svöðu- sár. Garðahleðslan einmitt með því lagi, sem haft var, hjálpaði mikið og svo sífeldur mokstur og keyrsla hvar sem sandurinn stað- næmdist. En kunnugir vita, að það koiri í hlut núverandi Keldnabræðra, að skera torf og flytja alllangt til að tyrfa með Hólavöllinn og roi- in norðan í túninu, einnig að þeii? voru ekki langt á legg komnii', þegar þeir fóru að moka hvar- vetna þar sem sandur safnaðisfe og aka honum á hjólbörum i læk- inn. Svo kom sá stórmerki brauí- ryðjandi Gunnlaugur heitinra Kristmundsson og Ijet gera girö- ingu fyrir norðan túnið og al 1» langt austan við það og í<3 nokkru yfir túnið þvert. Lag >i Skúli á Keldum mikla vinnu I þessa girðingu, því hann vildi eiga túnið sitt sjálfur, sem eðíi- legt var eftir allt stritið og um- hyggjuna fyrir því, að bjarga þ l frá algjörri eyðingu. Nú vonr.rr maður, að túnið sje verndað uira alla framtíð, nema ef svo skyld® illa tiltakast að Hekla gamla tæk| upp á því að spúa óþarflegsj þykku vikur- og öskulagí yfig þetta svæði, svo sem eftir 1 ölcj eða svo. Eða verða kannske vís» indin komin svo langt þá, að þatí geti afstýrt eldgosum, án trúar'í Bæti fáeinum linum við um» þriðja ættliðinn, því hann er þ<3 í nokkrum fjarska. Þuríður á Keldum síðasta konu, Guðmundar, mun hafa veriiS mjög merk kona. Um hana fík+i sífeldur friður og ró, þrátt fyru* stjórn á mjög fjölmennu heimili, Líklegast þykir mjer, að hún hafl verið ekki lítill aðili í þvi, a'S skapa þann frið og þá ró, serra maður varð svo oft aðnjótandi f Keldnakirkju og Keldnabænum. Guðmund Brynjólfsson man jeg; ekki sjálfan, því hann var ný- dáinn þegar jeg mundi fyrst til. Aldrei heyrði jeg illa urn hanra talað, sem var ekki ótítt um þ ý sem betur voru stæðir, nema þú helst það, að hann hefði vanvirfi suma embættismenn. Vafalausti hefur Guðmundur verið góður býí -maður á þeirrar tíðar mæli- kvarða, því annars hefði afkomapj Framh. á bls. 9.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.