Morgunblaðið - 11.05.1950, Side 4

Morgunblaðið - 11.05.1950, Side 4
4 MORGVNBLAÐIÐ Fimmtudagur il. maí 1950. Blekkingar BLEKKNIGAR mannanna nú á ] ?4ímum eru eitt af alvarlegustu málum nútímans. Menn stunda það af fremsta megni að blekkja bæði sjálfa sig og aðra, og .svo langt er gengið í þessum biekk- ingum, að sjálfu þjóðfjelaginu í heild er stofnað í voða. Okkur mannlegum verum er gefin skinsemi og ótakmarkað frjálsræði. Og á þeim grunni byggja margir þá skoðun sína, að þeir sjeu einfærir um að stjórna þessum jarðhnetti okkar, án nokkurrar íhlutunar nokkurs annars máttar, einn vill stjórna honum á þennan hátt, hinn á annan hátt. En úr þessu verður svo togstreita um þau mál, sem okkur ber skylda til að leysa, og ' því verða þau aldrei leyst á heil hrigðum grundvelli. Og það lít- ur út fyrir að menn geri sjer ekki grein fyrir, hvað þetta er hsettu íeg stefna. En jeg vil spyrja: Halda menn, áð þeim sje gefin skynsemi og friálsræði til þess að nota þannig sh'kar náðargjafir? Jeg held að það sie óhætt að neita því ein- dregið. Enginn skynsamur mað- ur getur neitað því að til sje ann- ar máttur í tilverunni, sem ræð- ur yfir okkur, að minstakosti er það ægileg þvermóðska og heimska að neita því. Þessi mátt ur er hinn Guðdómlegi máttur tilverunnar, sem stjórnar alheim- i'num. Og hann ætlast áreiðan- lega til. að vjer notum skyn- semi vora og frjálsræði á þann hátt, sem öllum jarðarbúum er fyrir bestu. I þessum mætti er innifalið lögmál tilverunnar, og þetta lögmál er ekki hægt að brjóta, án þess að það hafi slæm- ar afleiðingar. Lögmálið hefnir þess grimmilega, þó án þess að skerða frjálsræði vort. Refsingar fylgja öllum lögmálsbrotum. En í þessum tilfellum erum vjer látnir hegna oss sjálfir. Vjer köllum refsinguna yfir oss með breytni vorri. en hegningin kemur fram eins og hvert annað tilfelli í lífi voru. Vjer vitum ekki af því, að vjer erurn að taka út hegningu fyrir eit.thvert afbrot, og vjer þykjumst máske ekki vita til þess, að vjer höfum brotið neitt af okkur. Þó kemur hegningin. Hinar óumflýjanlegu afleiðing- ar af gjörðum vorum koma á- valt fram í einhverri mynd. Og vjer erum að blekkja sjálfa oss með því að halda, að þetta sje ekki svona. Sjálfsblekking er rkaðleg fvnr oss sjálfa. En sá, sem reynir að blekkja aðra, verð ur áreiðanlega fyrir margfalt þyngri refsingu. Þannig er hinu kærleiksríka óhagganlega lög- máli rjettlætisins varið. Eins og ieg hefi áður sagt, er oss gefið frjálsræði til að velja og hafna. Sn vjer veljum oft rangt, vegna þess 'trausts, sem ^jer höfum á sjálfum oss. Vjer teljum oss oft langt yfir það hafna að leita hjálpar æðri mátt- nrvalda, til að leysa vandamál- in; þarna erum vjer einnig að blekkja sjálfa oss. Og margir eru þannig haldnir af sjálfselsku, að þeir telja öðrum trú um, að þeir í ’eu þeir einu sem geti ráðið best framúr vandamálunum. — Þeir telja öðrum trú um, að það sie sprottið af kærleika til þeirra, rð þeir berjist fyrir málunum á þennan og þennan hátt. Þetta p" að blekkja aðra. Því þeir vita bað vel, oð það er ekki aðal- J-ínrni málsins, heldur til að afla þ?im sjálfum betri aðstöðu í líf- i-'u. án tillits til heildarinnar. . Þetta er sorgleg reynsla okk- ar mannanna barna. því miður þ“kkjum vjer of lítið hinn sanna kærleika, vjer byggjum lífs- grundvöll vorn altof mikið á efn- nútímans ishyggju, sjálfselsku og þröng- sýni, í stað kærleika, rjettlætis, sannleika og víðsýnis. Og margir segja: Vjer þekkj- um ekki þennan kærleiká, sem altaf er verið að minnast á. Vjer sjáum ekkert annað en ranglæti í heiminum. — En hver skapar ranglætið? spyr jeg. Vjer gerum það sjálfir! Það er mitt svar. — Ef vjer höldum oss eigi á braut- um kærleikans, sem elskar alt og alla, þá köllum vjer yfir oss ranglætið, og söfnum í kringum oss illum öflum, sem gera oss ennþá verri, og leiða oss ennþá meira af rjettri leið. Vjer týnum Guði og njótum þessvegna ekki hans hjálpar. Vjer framköllum hin illu öfl oss til framdráttar. Því þau geta hjálpað oss í augna blikinu til þess að verða rík og voldug. En af því að hið illa yf- irvinnur aldrei hið góða, þá verð ur þetta ekki varanleg lífsgleði. Sá, sem stígur viljandi eða óvilj- andi út í eld, hann brennir sig. Þannig verður hver og einn að taka á móti afleiðingum gerða sinna, hvort honum líkar það bet- ur eða ver. Það getur enginn skotið sjer undan hinu rjettláta lögmáli til- verunnar. Á öllum sviðum lífs- baráttunnar í heiminum sjer maður þess ótvíræðan vott, að efnishyggjan er mest í hávegum höfð, hún er dýrkuð. af eldmóði, — og ekki er þetta land vort neinn eftirbátur í því efni. En hún er undirrót als hins illa, þótt þrjóska mannanna vilji ekki við það kannast, að sú stefna leiði til glötunar. Þá er það samt svo. Vjer erum altaf að blekkja sjálfa oss. Vissir flokkar manna reyna að blekkja aðra með fag- urigala um það, að þeir sjeu að vinna fyrir þjóðarheildina, með því að berjast á móti öllum góð- um málefnum, jafnvel á móti kristindómnum. I stað þess að taka höndum saman við þá menn, sem líklegastir eru til að geta unnið að þjóðar heill. Þeir eru svo blindir af efnishyggj- unni, að þeir siá ekki voðann, sem er framundan. Þessir menn eru aðeins að berjast fyrir því að'ná betri aðstöðu fyrir sjálfa sig í lífinu. Og eru því að blekkja bæði sjálfa sig og aðra. Það eru sem betur fer margir menn til hjer á landi, sem vilja vinna á grundvelli kærleikans að þióðarheill, en þeir eru of fá- liðaðir, því miður. Og þær hug- siónir eru ekki heldur á nógu traustum grundvelli byggðar hjá mörgum. og aðalveilan hjá þeim er í því fólgin, að þeir leggia hatur á hina, sem ekki vil.ia fylgia þeim að málum. Þar með eru þeir að blekkja siálfa sig, því þetta er ekki hinn hreini kær- leiksgrundvöllur. Það þurfa því allir að endurskoða huparfar sitt og' hrekia allar blekkingar á brott. ef vel á að fara. Og vinna í bróðurlegum kærleika að al- bióðarheill, og nota hinn Guð- dómlega kærleikasmátt í þeirri baráttu sier til aðstoðar. Þjóðin barf öll að taka hönd- um saman og hrinda þessum blekkingarvef af höndum sjer, bá vinnur hún sigur, annars er hún glöttið. Loftur Bjarnason. BERGUR JÓNSSON Málflutningsskrifstofa Laugaveg 65, »itui 58?3 Hæturaksfurssimi B.S.R. er 1720 „Líf og Lis)" NÝTT RIT með þessu nafni hóf göngu sína núna fyrir hátíðina. Er það gefið út af tveimur ung- um og áhugasömum mönnum, sem báðir fást við kennslustörf. Annar þeirra hefir stundað há- skólanám í blaðamennsku vestur í Ameríku svo árum skiftir við góðan orðstír, en hinn málanám í Bretlandi um skeið, auk þess, sem hann hefir hlotið að fá góða undirstöðumenntun hjá föðtxr sínum, hinum þjóðkunna snill- ingi, Sigurði skólameistara á Akureyri. Mætti því mikils af þessum ungu mönnum vænta, enda ber ritið það með sjer, að þeir vita nokkuð af sjer, svo að sumum gæti fundist, að það nálgist yfirlæti. En trúað gæti jeg því, að rit þetta verði lesið af mörgum með allmikilli for- vitni og er það vel, því efalaust má msrgt gott um rit þetta segja, því það er verkandi og lífgandi, og fylgir þvi talsvert hressandi andblær, enda þarf það að vera, svo það kafni ekki undir nafni. — En hinsvegar verður því ekki neitað, ýmislegt má að ritinu finna, og þá helst það, að þarna kennir allmikils yfirlætis og jafnvel sjervisku svo úr hófi keyrir. Forystugrein ritsins heitir „Gengið á vit Kiljans“ og er þetta bráðskemmtilegt viðtal við skáld ið á Gljúfrasteini. En fyrirsögn- ina kann jeg ekki við, þar sem hjer er þverbrotin forn málvenja, því vafalaust ber ekki að skilja þetta svo, að greinarhöf. hafi haft á burt með sjer nokkuð af viti skáldsins, þegar hann kvaddi að Gljúfrasteini. En háðfugl einn virðist hafa skilið þetta þannig, því hann kvað: Það gengur á gullforða Breta. Nú er gengið á Kiljans vit. Því hefir Steingrímur stolið, og stend jeg því höggdofa - og bit. Önnur höfuðgreinin í ritinu heitir „Existensíalisminn“ og er það þýðing. Greinin er í sjálfu sjer góð, en málið finnst mjer bara óþarflega tyrfið. Þá kemur þarna saga eftir ungan höfund, Ingimar Erl. Sigurðsson, með löngum formála eftir annan rit- stjórann. Það skal viðurkennt, að saga þessi er mjög laglega skrifuð, þegar það er haft í huga, að höf. er kornungur skólanem- andi. En hinsvegar hygg jeg, að það sie vafasamur greiði, sem ritstjórinn gerir höf. með hinum langa (og mjer liggur við að segja ósmekklega) formála. — Þarna þeytist ritstjórinn á harða soretti á milli tveggja skauta: Á öðru skautinu er hlaðið óstjórn- legu lofi á drengsnáðann, höf- und sögunnar, en á hinu skautinu eru bornar á borð feimnislausar svívirðingar um hinn mæta mann, Björn Guðfinnsson, sem jeg hefi álitið að vera mesta ís- lenskumann nútímans. Það munu aðrir mjer færari dæma um verk Björns Guðfinnssonar. En hinu vil jeg leyfa mjer að halda fram, að hið mikla lof um höfund sög- unnar, geti verið hinum unga manni stórhættulegt. Það gæti jafnvel komið alveg í veg fyrir það, að hæfileiki hans þroskist eðlilega með vakandi sjálfgagn- rýni. Ekkert er verra veganesti ungum mönnum en oflofið. Það sannaðist best á skáldinu Ólafi Jóh. Sigurðssyni. Og ef ekkert verður úr þessu unga skáldi, Ingimar Erl. Sigurðssyni, þá er jeg ekki í vafa um, hvar orsak- anna er að leita. í ritinu eru margar smágrein- ar, allar læsilegar og sumar á- gætar. Svo er þarna eitt kvæði, eftir mann af þingeyskum ætt- Framh. á bls. 11. Lítil athugasemd um sögu Kaupffjelags Hrútfirðinga JEG varð ekki all-lítið hissa pegar jeg las í Samvinnunni ræðu þá, er sjera Jón Guðnason frá Prestbakka flutti í Reykja- skóla á síðastliðnu vori í tilefni af 50 ára afmæli Kaupfjelags Hrútfirðinga á Borðeyri. Óneit- anlega er þó ræða þessi vel stíl- uð og má margt gott um hana segja, en þar sem henni er ætl- að að varpa ljósi yfir hálfrar aldar sögu kaupfjelagsins, þá finnst mjer vægast sagt furðu gegna, að ekki skuli vera þar minnst með einu orði þess manns, sem gegndi þar kaup- f jelagsstjórastarfi um 17 ára seltið, eða fullan þriðjung þess tíma, sem ■ fjelagið á að baki sjer. Það héfur ennfreraur verið mjer undrunarefni að enginn skuli hafa vakið máls á þessu, því að jeg hjelt að enginn Hrút- firðingur, sem eitthvað hugsar um slík fjelagsmál sem þessi, væri búinn að gleyma Krist- mundi Jónssyni nje því starfi, sem hann hefur innt af hönd- um í þágu kaupfjelagsins. Þegar Kristmundur tók við fjelaginu, sem þá var nefnt „Verslunarfjelag Hrútfirðinga“ var það að heita mátti -í dauða- teygjunum. Vöruinnkaup þess voru þá gerð að all-verulegu leyti við Riis-verslun, og það örlitla kjötmagn, sem fjelagið hafði þá yfir að ráða, var að miklu leyti selt til framleiðend- anna sjálfra. Þessu þurfti auðvitað að breyta, sem allra fyrst, enda tókst vonum fyrr. Fjelagið tók örum framförum, og það mun tæplega ofsagt, að við burtför Kristmundar þá hafi kaupfje- lagið staðið á hátindi sínum. — Var það þá búið að leggja að velli í mjög harðri samkeppni hina öflugu Riis-verlun, sem þarna var búin að standa ör- uggum fótum marga áratugi. Kaupfjelagið festi þá kaup á öllum lóðum og húseignum Riis verslunar og var þar með orðið eitt um alla verslun á Borðeyri. Ennfremur var þá stofnað úti- bú frá kaupfjelaginu á Óskaps- eyri við Bitrufjörð. Á þessum anna- og framfara- tíma kaupfjelagsins var Krist- mundur oft að standa með sára- lítið starfslið, og gefur það nokkra hugmynd um hvílíkur starfsmaður hann hefur verið, og hversu heill og óskiptur hann hefur í hvívetna gengið að starfi sínu. Um þessar mundir gengu ein hver hin erfiðustu verslunarár í garð. Söfnuðust þá all-miklar skuldir á meðal búandi manna um allt landið, en þrátt fyrir öll þessi ólög lánaðist Krist- mundi að stýra svo gegn því hafróti, að fjelagið komst heilt í höfn, og stóðst að bví leyti fullkomlega samanburð við mörg önnirr kaupfjelög, sem tal in voru miklu sterkari fjárhags lega- Eftir þessi erfiðu kreppuár, vildi það mikla óhapp til, að hið nýja verslunar- og íbúðarhús kaupfjelagsins brann til kaldra kola um hávetur. Var það fyrir frábært og ógleymanlegt snar- ræði kaupfjelagsstjórans, að honum tókst að bjarga höfuð- bókum kaupfjelagsins úr klóm eldsins með því að leggja líf sitt í hættu. Þetta handtak Krist- mundar Jónssonar, eitt út af fyrir sig, hefði nú á tímum nægt til þess, að sá sem það vann hefði hlotið æðstu orðu og ó- teljandi hrósyrði í ræðum og riti. En jafnvel um þetta hefur hvílt hin undraverða þögn, og má það undrun sæta. Það er ekki á mínu færi að meta það, hvort þetta óhapp hefur valdið kaupfjelaginu fjárhagslegu tjóni, þar eð þá var það nýlega búið að festa kaup á Riisversl- un, og vörur allar sæmilega vá- tryggðar. Hinsvegar gefur að skilja hvílíkt erfiði og tjón það hefur verið fyrir kaupfjelags- stjórann og heimili hans, því að þarna brann aleiga þeirra hjóna. Og aldrei get jeg að því gert að undrast, er jeg rifja þessa | tíma upp, hvað þau hjónin voru I lítið aðstoðuð í öllum þessum ' erfiðleikum þeirra, einkum þeg j ar jeg hugleiði það, að heimili þeirra var ávalt opið fyrir hverj um þeim, sem inn vildi ganga. Og ekki munu þeir vera fáir viðskiftamennirnir, sem þar hafa notið húsaskjóls, og begið spón og bita um lengri eða skemmri tíma, og um endur- gjald þurfti ekki að tala. Þau hjónin höfðu ekki ástæðu til að heimsækja nágranna sína eins. oft og þau hefðu óskað, enda voru þau bæði hlaðin annrík- um störfum, börnin mörg og gestir flesta eða alla daga. Og jeg þykist engum manni gera rangt til, þó jeg leyfi mjer að fullyrða, að Kaupfjelag Hrút- firðinga standi ekki í jafnmik- illi þakkarskuld við nokkurn mann eins og Kristmund Jóns- son, því jeg tel óvíst að líf þess hefði treinst fram á þennan dag, ef hans hefði aldrei notið við. Og enda þótt einhverjum kunni að finnast best viðeig- andi, að hið langa og stórmerka starf hans í þarfir Kaupfjelags- ins, og reyndar sveitarfjelags- ins í heild falli í gleymsku, og sje hvergi getið að neinu, bá er h'itt jafnvíst að fjöldamargir kunha að meta svo starf hans, sem verðugt er. Kynning mín af Kristmundi er á þann veg, að jeg virði og met hann mest allra þeirra manna er jeg hef þekkt um æv- ina. Og Jjeg veit að svo hefur verið með flesta eða alla, sem honum hafa kynnst og kynnast. Það var ekki óvanalegt, að leit- að var til Kristmundar með lausn á vandamáli, er var alveg óviðkomandi öllum verstunar- malum. Og aldrei var Krist- mundur svo stör'fum hlaðinn, að hann ljeti þá, er til hans leituðu synjandi frá sjer fara. Og alltaf leysti Kristmundur málin þann ig, að sá sem til hans kom, fór með Ijettari huga á burt aftur, og lausn vandamálsins bar það með sjer, að hjer hafði notið við húgsjónamanns, sem betur skildi alla framvindu lífsins en almennt er. En þessar frátafir Kristmundar við að leysa þessi mál, urðu þess valdandi, að Framhald á bls. H.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.