Morgunblaðið - 11.05.1950, Síða 6

Morgunblaðið - 11.05.1950, Síða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 11. maí 1950. I. EIGI er því að neita, að um þessar mundir sverfur hart að íslendingum vegna óvenjulegra gjaldeyriserfiðleika og ekki sýnna, en að enn skyggi á álinn fyrst um sinn og jafnvel meir en orðið er. Ber margt til þess. Aflavonir sjávarútvegsins hafa árum sam an brugðist tilfinnanlega vegna aflatregðu og lækkandi verð- lags á íslenskum sjávarafurð- um, en um þær munar mestu i útflutningsversluninni, eins og er, og ekki útlit fyrir, að úr því rætist fyrst um sinn, nema síð- ur væri. Þj’óðirnar, sem við oss hafa skift, sem eru að rjetta nokkuð við úr eymdum og alls- leysi heimsstyrjaldarinnar, reyna sem eðlilegt er að verða sem fyrst og að sem mestu leyti sjálfum sjer nógar. Af því leiðir, að vjer íslendingar eig- um æ óhægar um vik með sölu á útflutningsafurðum vorum, að minnsta kosti meðan vjer ekki getum staðið á samkeppn isfærum grundvelli, að því er tekur til vöruverðs og vöru- gæða miðað við aðrar þjóðir, er á svipaðan hátt leita viðskifta á sínum útflutningsafurðum í þeim löndum, sem helst eru sölu- og viðskiftavonir. Af tregðu.nni á gjaldeyrisöfl- un frá útlöndum leiðir það, að eigi kemst þjóð vor hjá því að neita sjer um margt, sem hún áður gat veitt sjer, meðan svo við horfir, sem er. II. ’ Útlendur áburður, útlend.ar fóðurvörur,'Vjelar til landbún- aðarstarfa og fleira hefir und- anfarin ár verið allverulegur liður í gjaldeyriseyðslu lands- manna. Er við búið, svo bráð- nauðsynlegt sem þetta er, að verði fremur hjer eftir en verið hefir, að nema við nögl. En um málefni landbúnaðarins og ís- lenskra bænda verður mest- megnis rætt í erindi þessu. En mundi þá allar bjargir * bannaðaðar? Fjarri fer því. — Ýmislegt hefir bændastjettin í hendi sjer til úrlausnar og úr- bóta, þó eitthvað af því, sem neínt var, bregðist að meira eð- ur minna leyti. Hún hefir, sem betur fer, ýmislegt i hendi sinni til að bjarga sjer með, ýms ráð, sem tæplega geta brugðist, en eru um leið einföld og örugg og sem treysta má. Hjer verður aðeins á það bent, sem reynslan, sem er ó- lygnust, hefir sýnt, að allir bændur geta fært sjer í nyt. Og þó hjer verði ekki um neina nýja speki að ræða, þá er góð vísa aldrei of oft kveðin. Og svo mikið er víst, að enn vant- ar stórkostlega mikið á, að bændur almennt hafi fært og síst,til hlýtar, þessi ráð í nyt. Og jeg fullyrði, að fari bæpd- ur almennt og trúlega eftir hin- um eirvföldu ráðum, er hjer verður á minnst, velti það ekki á miljónum, heldur miljóna- tugum króna árlega yfir land allt, i hvort íslenskir bændur fara almennt eftir þeim eða ekkií. Enginn bóndi hefir ráð á að sækja það til útlanda og r sjer ey auka þannig á hin stórkostlegu gjaldeyrisvandræði, sem hann hefir heima hjá sjer og alger- lega á sínu valdi, auk þess, sem það er stórkostlegur menn ingarvottur af hálfu bóndans, að nota það, sem hann á, í stað þess að kasta því frá sjer sem einskisnýtu, en reisa sjer marg- oft hurðarás um öxl með því að kaupa það dýrum dómum frá útlöndu.m, sem hann á heima hjá sjer eða þess í gildi. Að svo mæltu sný jeg mjer að efninu: III. Ilmur úr grasi. Er hann ekki yndi vort allra, taðan á túnun- um, er hún er í örum vexti, og grasið á útengi og heiðalöndum. Vjer öndum að oss þessum ilmi, teygum hann eins og sanna ódáinsveig. Hann hressir og endurnærir bæði líkama og' sál, er oss öllum sönn lífsins gjöf, eldri og yngri. Hann flæðir inn í sálir vorar sem sönn heilsu- gjöf frá gjafaranum allra gæða. Við skulum aðeins líta á skepnurnar, sem háma í sig grængresið, er það er í Vexti. Þær fyllast fjöri og þrótti. Þær bera það með sjer í útliti sínu, hve ákaflega vel þeim líður. — Hestarnir verða fjörugir og þróttmiklir í öllum hreyfingum og gljáandi í hárafari, kýrnar verða fjörugar og frjálslegar. Allt er þetta nægur vottur, tal- andi vottur um, hve ósegjanlega mikils virði er grasið sje í örum vexti. Græna grasið er áreiðanlega betra fóður (en nokkur kornfóð- urblanda eða síldarmjöl. Það mundi áreiðanlega fá fyrstu verðlaun í samkeppninni við hinar ýmsu aðrar fóðurteg- undir. Græna grasið er oss af Guði gefið til að nota það í tíma oss til lífsbjargar, reyna að afla þess í tíma til þess að það verði í sem fyllstu gildi. Og nú er hinsvegar heyjaöflun- in aðalundirstaða hins íslenska landbúnaðar og þessvegna fyrsta og annað boðorðið og hið þriðja allt upp í hið tíunda, að færa sjer eftir megni í nyt þessa blessuðu Guðs gjöf. Þessvegna: í fyrsta lagi: ís- lenskir bændur, farið snemma að slá, svo snemma, sem nokk- ur er kostur á. Sumir drýgja þá höfuðsynd, að þeir draga von úr viti að byrja sláttinn, jafnvel fram að júlílokum eða fram undir júlílok. Þá er töðu- grasið orðið úr sjer vaxið meira og minna, á harðri leið til föln- unar og dauða, og úr sjer vax- ið er grasið ekki hóti betra til fóðurs en hrakningur. Og ef svo þetta úr sjer vaxna gras mætir hrakningi af völdum óþurrka, fellur það sí og æ í gildi. Það sakar engan veginn, þó taðan eða grasið á engjunum sje ekki fullsprottin. — Þetta kemur aftur með vöxtum og vaxtavöxtum í safaríkri og ilm andi hártöðu, en hana verður iwé einnig að slá við allra fyrsta tækifæri. Að eltast við einhverja pen- inga utan heimilis, t. d. vega- vinnu eða annað slíkt, en láta töðuna vaxa úr sjer á meðan, á alls engan rjett á sjer. Það er að fara fávíslegar krókaleiðir að eltast við vegavinnu eða aðr- ar snapir utan heimilis á sama tíma og taðan heima fyrir vex úr sjer og rýrnar si og æ að fóðurgildi-og verða svo til að_ bæta hið efnasnauða fóður með því að kaupa rándýrt erlent fóður, ef það er annars fáan- legt. Það er að fara langt yfir skammt að sækja fóður yfir víð lend úthöf en hafa margfalt betri kosta völ heima hjá sjer, á sínu eigin býli. Slíkt háttalag er einnig til þess að auka sjer sjálfum erfiði að þarflausu. Með því að fara hjer skynsamlega að ráði sínu, veitir bóndinn fyr- ir sitt leyti þjóðarheildinni kær kominn og mikilsverðan stuðn- ing, einmitt þann, er í valdi hans stendur. Að draga að byrja sláttinn von og úr viti, dæmir sig sjálft. Hinar örfáu vikur, sem eru heyjaöflunartíminn, líða hratt og hraðara en nokkur veit. — Hver dagurinn er þar harla dýr mætur og kemur ekki aftur. Þessvegna er blátt áfram skylda sjerhvers bónda að byrja sem fyrst að slá, nota hið gullna tækifæri og geta svo verið áð heita öruggur um hinn æski- legasta árangur. Þess eru því miður ekki allfá dæmi, að menn byrja ekki á heyskapnum fyrr en besti tím- inn er liðinn hjá, en hanga svo við' sláttinn fram eftir öllu, jafnvel fram að, eða fram yfir rjettir, þegar hið ilmandi gras er orðið' að liðónýtu fóðri og sjer þá til sannra leiðinda og htigarangurs. Hjer verða menn, þeir sem þannig haga sjer, að snúa við blaðinu og byrja nýtt líf blátt áfram. Menn mega ekki kasta skyldunni á tíðarfarið eða for- sjónina með það, sem þeim er sjálfum, en engum öðrum um að kenna. Þessvegna, íslenskir bændur um land allt: Farið svo snemma að slá, sem frekast er kostur á. Þess ber og í þessu sambandi að gæta, að fyrri eða fyrsti hluti heyskapartímans er venju lega hagstæðastur meðan sólin er hæst á lofti. Þessvegna fyrsta, annað og þriðja boðorðið, allt upp í hið tíunda: Farið snemma að slá, meðan grasið er í fyllstum blóma. £®SSS3 53 ® gullna tækifærið liðið hjá og kemur alls ekki aftur það ár- ið. Þá er ekki annað en að fara krókaleið að fá sjer aðkeypt fóðurmjöl til að bæta óþverr- ann, sem einu sinni var ilmandi gras og lífsins balsam. Nú er best að slá feitu og svörtu striki yfir ósómann, yf- ir glöp og vanrækslu hins horfna, en fara eðlilegar og skynsamlegar leiðir samkvæmt. lögum lífsins sjálfs, ekki aðeins í vanda hins einstaka, heldur og í þjóðarvanda eigi síður. IV. Þá komum við að nýtingu hins ilmandi grass. Fram til þessa hafa íslenskir bændur almennt og mjög verið háðir tíðarfarinu um sláttinn, en reynslan hefir sýnt, að sá tími er liðinn, að kvíða þurfi til muna, þótt skúr komi úr lofti eða óþerrikafli. Og þó íslenskir bændur komist ekki með öllu hjá skakkaföllum af hálfu hins mislynda veðurfars, á það marg falt minna að koma að sök en áður, ef rjett er að öllu farið. Þá kem jeg fyrst að votheys- gerðinni og votheysgeymslun- um. Þó allmikið hafi á síðari árum þokað þar í áttina og skiln ingur bænda allvíða glæðst á þörf slíkrar heyvinnuaðferðar, þá er enn því miður mjög langt í land, að íslenskum bændum hafi í heild sinni skilist, hvílíkt bjargráð felst í slíkri heyverk- unaraðferð. Gott vothey er hið hollasta fóður, sem verið get- ur. Það hefir reynslan marg- faldlega sýnt og sannað og hið öruggasta ráð til að bjarga dýr- mætum heyjaforða frá skemmd um. — Það gefur að skilja, að voíheyið verður því aðeins goít, að látið sje grasið óskemmt nið- ur í v.otheysgeymsluna, allra helst strax af ljánum, eða því sem næst. Það gefur og að skilja að hrakningur verður sama ó- metið, sami óþverrinn, hvort helduk hann er hirtur sem þurr hey eða látinn í vothey. Hann er búinn að missa allan kraft og fóðurgildi og verður slíkt tjón alls ekki með neinum ráð- um bætt. Það er komið, sem komið er. Stölcu bóndi er svo birgur að votheysgeymslum, að hann á rúm fyrir helming eða tvo þriðju hluta heyja sinna. Þetta er fyrirtak og til sannrar fyr- irmyndar. Margir eru hinsveg- ar svo aumir, að þeir eiga alls enga votheysgeymslu. Þetta er bæði skömm, eiginlega að marki, og skaði. Vel verkað vot- hey getur sparað geysimikið að keypt fóður (útlent og innlent). Og það er tilfinnanlegur auka- Hjer á þetta við: Tíminn hð- kostnaður við bú bóndans, hvort ur, trúðu mjer, — taktu mað- heldur hann verður að leggja ur, vara á þjer. i út stórf je til fóðurmjölskaupa Enginn íslenskur bóndi skyldi eða síldar og síldarmjöls. Holl- framar drýgja þá, mjer ligg- ara fóður en gott vofhey verð- ur við að segja, dauðasynd að ur ekki fáanlegt fyrir nokkra draga að hefja sláttinn fram peninga. undir júlílok, því þá er grasið j Það sem gerir votheysgerðina farið að falla og að rýrna að enn auðveldari en áður var er mun að notagildi. Þá er hið það, að nú er fengin örugg \ reynsla fyrir því, að alls ekki er nauðsynlegt að fergja hey- ið með grjóti, sem er þó nokkur fyrirhöfn. Þetta á við um venju Iega íöðu. Ef um mjög stór- gert hey er að i-æða, er þessa fremur þörf og verður líklega ekki komist hjá því. Mörgum reynist fullnægjandi, að þekkja heyið að lokum með blautu torfi, svo eigi komist loft að og reynist það óskemmt upp í torf. Aðrir þekja það alls ekkj neitt og telja ýmsir, að það reyn ist einnig vel. En nauðsynlegt er, að síðast sje settur yfir hey- ið blautur arfi, sem er fyrir- tak eða vel blautt hey, tvö eða ■þrjú vagnhlöss til að mæta hugsanlegum skemmdum. Þegar vott hey er látið niður eða óþurrkað í votheysgeymsl- una, ber nauðsyn til að jafna vel heyinu yfir í hvert eitt sinn og þjappa því niSur mcð fót- unum svikalaust, með öllum veggjum sjerstaklega. Þetta et mjög áríðandi. Þetta er mjög fljótlegt og borgar sig vel. Þegar sláttur er haíinn er al- veg sjálfsagt að byrja þegar að lóta niður í votheysgeymsluna alveg jöfnum höndum og sumt er þurrkað. Eftir neinu er eigi að bíða. Þá verður hitt viðráð- anlegra, sem þurrka á. Og ber nauðsyn til að gera hvernig sem viðrar. Þó sje þerrir í dag á jeg enga vissu um, að svo verði á morgun. Með þessum hætti á eklti að verða skotaskuld úr því að þurrka hitt jafnvei í megnri óþurrkatíð með ráðum, er síðar verður að vikið. Með þessum hætti bjargar- bóndinn óhemju verðmætum frá eyðileggingu, sýnir um leið fyrirmyndar manndóm og forð- ar fyrir sitt leyti þjóðfjelaginu í heild sinni frá vandræðum út af útvegun gjaldeyris til fóður- kaupa frá útlöndum. Hjer á sannarlega við: Hollt er heima hvat og: Betra er hjá sjálfum sjer að taka en sinn bróður að biðja. Síst má gleyma gleði bónd- ans við að forða með skynsam- legum ráðum verðmætum frá eyðileggingu og að manndóm- ur hans forðaði honum frá veru legri hneisu, þeirri, að láta ó- metanleg verðmæti, er hann átti, ganga sjer úr greipum og verða að litlu ,eða engu gagni og loks gleði bóndans við þá vissu, að skepnunum, sem hon- um var trúað fyrir, líður prýð- isvel, að ógleymdri gleði hans yfir öruggri arðsvon, af því að hann sem hugsandi vera not- aði einföld ráð til að verða sjálf bjarga. Má vænta þess fullkomlega að í gjaldeyrisvandræðum þjóð arinnar verði þó allt kapp á það lagt, að útvega efni, er þarf, svo að bændur landsins geti komið sjer upp votheys- geymslum af líkri gerð og tiðk- anlegar hafa verið. Engin vand- ræði eru þó að bregða fyrir sig votheysgryfjum, er hlaðnar sjeu úr torfi að yeggjum og getur hey geymst þar vel, en þær vilja fljótt aflagast og er ó- hrjálegra að fást við hey þar. Steyptar votheysgeymslur, ef vel eru gerðar, endast mörg ár eða áratugi og þessvegna afar- Framh. á bls. 7,

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.