Morgunblaðið - 11.05.1950, Side 7

Morgunblaðið - 11.05.1950, Side 7
1 Fimmtudagur 11. maí 1950. MORGUNBLAÐIÐ 7 Frh. af bls. 6 ódýrar líeygeymslur, er til Jengdar lætur. Auövitað þarf að haga því svo, að þær sjeu sem allra næst þeim gripahúsum, er um er að ræða á hverjum stað, Svo ekki þurfi að fiytja vothey- ið d.ag hvern að neinu ráði. Loks hafa sumir haft það ráð, að láta vothey í horn á hey- hlöðu og girða á tvo vegu með timbri og járnplötum og getur það gefist vel. Enn má telja það votheyinu til gildis, að það sparar geysi- mikið hlöðurúm og er það mjög mikili kostur. Fyrir votheyinu fer mjög lítið móts við þurr- hey. Jeg leyfi mjer nú enn á ný að skora á ykkur, góðir menn og bræður, íslenskir bændur um land allt: Gefið vctheysgerð- inni fyllri gaum en nokkru sinni fyrr og hættið eigi fyrr en til eru votheysgeymslur eigi minna en fyrir helming heyskapar og helsí fyrir tvo þriðju hluta hans á hverjum sveitabæ í landinu og allsstaðar þar sem heyjaöfl- un er um hönd höfð. Það er ófyrirgefanleg sóun að láta hinn dýrmæta sumarfeng verða að litlum eða helst engum teljan- legum notum, sjálfa lífsbjörg bændastjettarinnar og um leið landsins barna allra. Þegar oss lærist, að nota heyjafenginn í fullu gildi, mun skiljast betur en áður, hversu landið okkar blessað er auðugt að gæðum og stórgjöfult um leið. V. Um hríð var hafinn geysileg- ur áróður fyrir súgþurrkun og hafa allmargir bændur víðs- vegar komið sjer upp súrþurrk unarkerfum og sumum gefist vel, öðrum miður eins og geng- ur. Að koma sjer upp súgþurrk un kostar mikið fje, nokkrar þúsundir króna á hverjum stað og svo er víst, að miklum hluta bænda yrði það ofvaxið eins og við horfir, fyrir kostnaðar sakir. í heyhlöðurnar þarf að setja sjerstakan útbúnað, svo þarf aflvjel, sem einnig kostar mikið og loks bensín eða hrá- olíu til að blása loftinu gegnum heyið. — Það er mjög langt frá því að mjer komi til hugar að lasta þessa heyverkunaraðferð, hún getur orðið til mikillar hjálpar, þegar til alls er vand- að vel og allrar vandvirkni gætt meðan á þurrkun stendur. En ef þetta væri bjargráð, er öilum þorra bænda um sirm varnað' þess fyrir kostnaðar sakir, að koma þessum tækj- um upp hjá sjer. Og meðan gjalaeyrisástandinu er ámóta háttað og nú er, er næsta von- lítið, að auðið væri að útvega allt, sem til þarf. Þessvegna verður einnig á- reiðanlega að taka til annara ráða almennt sjeð og sem betur fer, eru þau til. Nú er það svo, að eigi má flytja heyið í hlöðu til súg- þurrkunar fyrr en það er orðið talsvert visað, helst hálfþurrt, en það kostar einhverja snún- ínga á heyinu og því meiri von er um góðan árangur, þeim ir.un þurrara sem það er. Sje nú hey, sem er álíka vis- að og hæfilegt. þykir ti! súg- þurrkunar, sett í cinfalt sæti (ekki tvísætt) og breitt vcl yf- ir það og þess gætt vandlega, að yíirbreiðslan r.ái vel yfir hverja sátu og alveg niður að jörð móti aðalúrkomuátt og látið standa þar nokkurn tíma, t. d. 1 % tii 2*2viku, þornar það af sjálfu sjer af loftstraumnum einum, jafnvel í rosa og rigningartíð og má eftir þann tíma flytja það inn í hlöSu óskeinmt og ilmar.di. Þstta vsit jeg með vissu að er. Fn auðvitað er tryggast. og enda nauðsvnlegt til þess einnig botnarnir verði þurrir, að bylta um sátunum einu sinni, þannig, að boínani- ir vcrði efsíir. Þetta er að vísu nokkur aukavinna, en mjög fljótlegt og borgar sig prýðis- vel. Sje hjer um stórgert hey að ræða, t.d. sáðgresi, þorr.ar fyrr í sætiau en ella, en þó hjer sje uxn töðugresi að ræða eins og gerist á gömlu túnuímm, tekst þetta afbragðsvel í hvaða tíð má heita, sem er, og er skemmst á að minnast að á sumrinu 1949 i öllurn óþerrinuni, gafst þetta ágæta vel. — Méð þess- um 'hætti losnar bóndinn við afarmikinn tilkostnað við súg- þurrkunarkerfi, við bensín eða hráolíueyðslu, o. s. frv., en hef- ir aftur á móti sitt allt á þurru. Ef aflvjelin bilar, getur verið allt í voða og verður þess- vegna að gera hlje á blæstrin- um, ef til vill er verst gegnir, meðan henni er ekki komið aft- ur í lag. . Með þeim hætti, sem lýst hefir verið, bjargar bóndinn lífsbjörg sinni með einföldum og ódýrum ráðum og varnar um leið fyrir sitt leyti þjóðar- vanda vegna útvegun alls, sem til súgþurrkunarinnar þarf. Enginn heilvita maður lætur niður hráblautt hey í súgþurrk un, heldur meir eður minna visað. Bóndinn verður að eyða talsverðri vinnu í að visa eða hálfþurrka heyið hvort sem er og verður hjer þessvegna all- mjótt á mununum, í stað þess að kosta stórmiklu til við súg- þurrkunar útbúning og að láta aflvjel blása lofti í gegnum lieyið með aðkeyptu eldsneyti, notar bóndinn án allra milli- Iiða sjálft' útiloftið og lætur náttúruna sjálfa um að blása því í heyið, sem smýgur gegnum heyið og milli strá- anna og þurrkar þau svo lítið ber á. Þó að einhverja aukavinnu kostaði fram vfir hitt, að þu.rrka hejúð með þeirri aðferð, sem hjer hefir vérið lýst, þá losnar bóndinn við til- finnanlegan kostnað ella, og sem honum hefði verið efna- lega um megn, og öllum þorra bænda, en um þurrkun á heyi með þeim aðferðum, er jeg hefi lýst, er þegar komin ör- ugg reynsla og hún talar svo skýru máli, að enginn fær á móti mælt. Þeim mótmælum hefir verið hreyft, að snöggir eða snarpir vindar geti velt um sætinu eða feykt af yfirbreiðslunum, en þá ber auðvitað nauðsyn til að vera vel á verði og- hressa við sætið hið allra fyrsta, sem olt- ið hefir ínn koll og mun lang- oftast íakast vel. Við ölíu verð- ur eigi sjeð. Þessvegna cr sjálfsagt, að láta í vothey og þurrka jöfn- um höndum, eigi aðeins í úr- komu og óþurrkatíð, heldur einnig í góðri tíð. A með þess- um bætti,, hvernig sem viðrar, heyjaafla bændanna ^að verða að mestu eða öllu borgið og sem hið hsilnæmasta fóður, sem kostur er á. Þessvegna fyrsta boðorðið: Farið snemina að slá. í öðru lagi: Notið votheysverkunina og keppið að því scm takmarki, að vothaysgeymshirr ar rúmi h'íhning og allra helst tvo þriðju hluta heyjaaflans. — I þrioia lagi: Gleymið ekki að Ufeiða yfir þurrhcyið, hvort sem verið er að jnirrka það og búið að koma upn í sæti eða galta til að verja það skemmd- um og hrakn.ingi í skúrum eða fyrir áfalli- í fiórða lagi: Troð- ið vel úí við a!la veggi votheys hlöðunnar jafnátí og heyið er Hutt þangað og jafnið vel yfir í hvert eitt sinn. Betra er að sjálfsögðu að flytja í votheyshlöðuna’í þurru veðri eða milli skúra en í aus- andi rigningu cg er best, að sem minnst vatn sje í því. Enn vil jeg minna á eitt, sem eigi er lítilsvirði: Geymið eigi lengur sæ!i eða galta, bó yfir- breitt sje, er það er orðið þurrt, en’ hjá verður komist. — Ef heyið er geymt lengi, til dæmis nokkrar vikur, á túni eða engjum, dofnar það, veðr- ast og skrælnar að utan í þurrkatíð eða fúlnar í botninn við of langa geymslu og miss- ir það við hvorttveggja nokk- uð af fóðurgildi sínu og verk- ast ver í hlöðu. Það er eitt atriði við súg- þurrkun, sem er fyrirtak, hvort heldur heyið á að súgþurrka eða þurrka á venjulegan hátt, og það er að setja álíka grind- ur í hlöðubotninn og haga því svo til, að loftið geti leikið um heyið að neðan. Þá er miklu síður hætt við ofhitnun í hey- inu. Þetta verkar þá eins og súgþurrkun að vissu marki og hefir á þetta verið bent í bún- aðarblaðinu Freyr fyrir nokkr- um árum og borgfirska reynslu, sem hefir gefist vel. Þetta er þá kostnaður í eitt skifti fyx-ir öll. Náttúran sjálf leggur til vindinn (blásturinn) alveg ókeypis. VI. Það má segja með sanni, að bó oft sje þörf, þá sje nú nauð- syn fyrir íslenska bændastjett að gera sig sem allra mest ó- háða hinni mislyndu veðráttu um heyskapartímann og rán- dýrum, erlendum gjaldeyri eða öflun aðfengins fóðurs innan- lands. Þá það er kostnaður í búi bóndans, hvort heldur hann kaupir fóðurmjöl frá útlöndúm eða síldarmjöl, löngum í stórum stíl. Og þó hjer verði ekki með öllu komist hjá kostnaði, er fyrr gilt, en valið sje. Það má með sanni segja, að nú sje komið að vitjunartíma íslenskrar bændastjettar. í því ao nota sem allra mest örugg, einföld ráð, sem hver bóndi hefir í hendi sinni til að koma heyjaflanum, sjálfri lífsbjörg sinni frá bráðum og ella óhjá- kvæmilegum skemmdum, sýn- ir hann að þessu leyti hinn sanna manndóm og hinn sanna þegnskap um leið, og þegar verulega skyggir í álinn eins og nú, er hjer bæði skylda hans og sæmd að bregðast vel við. Endalaus austur aðkeyptra er- lendra fóðurvara á ekki leng- ur rjett á sjer í þéssu bless- aða, kostaríka landi, sem legg- ur til hið allra besta, þegar rjett er að farið. Dollarinn fer að verða dýr úr þessU og sterlings- pundið, og á Marshall-gjöfum eða Marshallhjálp lifum vjer fráleitt lengi, hvorttveggja er aðeins stundaríróun. Notið heldur útiloftið, sem kemur sjálft ókeypis, til að þurrka heyið og votheyshlöð- urnar alveg miskunnarlaust og beitið þeim aðferðum, sem á hefir verið bent. Það mun eng- an svíkja, ekki bændurna, ekki skepnurnar nje þjóðfjelagið í heild. Af bændanna hálfu yrði þetta einn liðurinn og hann eigi smár i viðreisnarviðleitni' þjóð- arinnar. Þá mundi þetta sann- ast fremur en nokkru sinni fyr, að bóndi er bústólpi, en bú er landstólpi. VII. Kjö.rorð þeirra tíma, er yfir standa og hefir verið um hríð er vjelar og aftur vjelar. Þeirra tala er orðin legíó á hin- um ýmsu bændabýlum um land allt, vjelar af ýmsu tagi og enn vantar fjöldann allan, svo að viðhlítandi þyki. Er við búið. að fyrst um sinn verði af gjald- eyrisástæðum erfitt um útveg- un á hinum ýmsu vielum og sýnt, að verð þeirra verður stórum hærra eftir gengisfell- inguna en áður, svo að fjöldi bænda verði því miður út und- an að miklu leyti. Meðan vjelarnar hafa um hríð verið taldar einskonar hjálpræði íslenskum landbún- aði, hefir hesturinn, sem eitt sinn var kallaður barfasti þiónn inn, eins og horfið í skuggann. Eigi kæmi mjer að óvörum, að hann kæmist aftur til meiri vegs og virðingar. Eiginlega er í rauninni ómissandi fyrir hvern-bónda, að eiga einnig ökuhesta, bæði ef t. d. drátt- arvjel hans bilaði, þá kemst hann í vandræði meðan hún er í lamasessi, ef til vill þegar verst gegnir og til að nota þá við minni háttar störf. Drátt.arvjelarnar útheiVnta viðhald, bensín og smurnings- olíur og allt er þetta dýrt. — Hestarnir þurfa að vísu fóður og þeir kosta allmikið, hvort sem þeir eru keyptir eða aldir upp, það er satt, en trúað gæti ieg því, að hestahaldið yrði öllu ódýrara. Að nota dráttarvjel- arnar til smásnúninga, held jeg nái ekki neinni átt. Sumir bændur, sem eiga dráttarvjelar eða jeppa, virð- ast helsb ekki vilja snerta hest- ana þó þeir sjeu tiL Þettá held jeg sje of langt gengið, auk þess sem með því lagi ganga dráttarhestarnir úr sjer vegn; þess, að á slíkum stöSum er alls ekki átt við temslu á hesturft til dráttar. > Sá háttur held jeg að áreið- anlega þurfi að komast afíur á, að nota hestana meira en ver ið hefir og við minni háttar störf, en spara heldur vjelaraíl- ið, sem verður líklegast of dýrt einvörðungu eða því sem næst. Með því að hlífa vielunum end- ast þær betur með góðri ura- hirðu að öðru leyti og með því sparast mjög mikið af rándýru og máske torfengnu eldsney i og fleira, er til þarf. Að vísu kosta aktýgi á drátt- arhestana ekki svo lítið eoa hestakerrur og plógar við hæíi hestanna. En allt þetta getur enst mjög lengi með góðri um- hirðu. Hestarnir kosta bóndann raunar nokkurt aukaerfiði, en hann verður efnanna vegra ekki síður að taka þann kosí- inn, sem honum er^ kostnaðar- minnstur og viðráðanlegastur. Þess ber einnig að gæta, s'S f jöldinn allur verði að nei’: i sjer að miklu leyti um þau gæði að eignast dráttarvjel og' viðeigandi tæki meðan svo við horfir í gjaldeyrismálum þ-jóð- arinnar, sem er. Jeg held, að, öllu athuguðu, að vert sje, að láta ekki nýja- brumið of mjög villa sjer sýn, en líta nokkru raunhæfara á þessa hluti sem aðra- Grunur minn er sá, að Jeppa- eign bændanna, verði þeim um of dýr, mörgum hverjum. Fyrst er verð Jeppanna, svo eru skátt arnir, bensín og smurningsoli- ur, viðhald og fleira. — Allt dregur þetta sig. saman, er til lengdar lætur. Loks þykja þeir ekki á borð við dráttarvjelarn- ar við landbúnaðarvinnu og er þeir fara að bila, vandast löng- um málið fyrir alvöru. Að taka til bílanna við hvern smásnún- ing, verður of dýrt fyrir bónd- ann og hann verður þó að gæta þess, að stilla sem mest öllu í hóf vegna efnanna eða því, sem búin gefa^af sjer. Að vísu má segja, að það komi ekki öðrum við, hvað menn láta eftir sier, ef efni þeirra leyfa, og þó: — Þetta kemur þjóðfjelaginu við, að nota ekki t. d. Jeppann eða bílinn á vondum vegum og tefla þar á tæpasta vað. Það kemur þjóðfjelaginu við, er rnenn fara vel eða illá með efni sín. Flestir verða einnig að verða án þessara hluta fyrst um sinn að minnsta kosti. Þessvegna verður það brot ai þegnslcap af hálfu bændanna við þjóðfjelagið sjálft, að stilla þessari vjelanotkun í hóf svo sem verða má. Að' labba til næsta bæjar virð ist enginn frágagnssök, þetta hafa íslendingar gert um nokkr ar liðnar aldir, eða að leggja a klárinn sinn, þó það kosti nokk uð meiri tíma að komast bæja á milli. Hitt verður að játa, að mörgum þykir gaman að setjast í jeppann eða bílinn og kom- ast leiðar sinnar um langa vegu á fleygiferð. Með því.að stilla bílanotkuitia nokkuð meira í hóf en verið ■_ hefir um hríð, sparast óhernju k mikill erlendur gjaldeyrir ogi: Framh. á bls. 10. 6

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.