Morgunblaðið - 11.05.1950, Page 10

Morgunblaðið - 11.05.1950, Page 10
*■"•***» 10 MORGUISBLAÐIÐ Fimmtudagur 11 maí 1950. — Oft er þörf, en nú er nnnðsyn Frh. aí bls. 7 Jiað sjónarrnið bcr oss öllum að virða og í rauninni komumst við alls ekki hjá því. VIII. Eitt af því, sem þarf árlega að kaupa frá útlöndum í geysi- stórum stíl, er kartöflur og ann- ar jarðarávöxtur, er hjer getur vel vaxið. Án efa hafa íslensk- ir bændur mjög gengið fram hjá kartöfluræktinni. Ákaflega víða um landið eru fyrirtaks skilyrði fyrir kartöflurækt og ætti ekki að þurfa að sækja þær til útlanda að neinu ráði. Að vísu getur kartöflurækt- in brugðist að meira eður minna leyti á óhagstæðum sumrum, en önnur uppskera getur einn- ig brugðist bæði hjer og í öðr- um löndum. Mannfæðíri á' 'tírn'Unau einstöku heimilum á ekkrsem áður var, að koma hjer tilfinnanlega að sök. Nú er það úr móð að stinga upp garðana með skóflu, moka götur og því urn líkt, einnig að liggja niður í görðunum og reyta arfanii með höndunum eða með arfasköfu, sem þó var bæði hægara og fljótvirkara. Nú eru hestar látnir plægja garð- löndin, eða dráttarvjelar, og herfa þau. Með fljótvirkum að- ferðum eru hestar, ef þeir eru til, látnir gera rákir, þar sem kartöflunum er raðað í og þeir látnir ausa yfir mold og svo má allt láta eiga sig nokkrar vikur. Víða eru nú orðið til kartöflu upptökuvjelar. Eru þær hið mesta þarfaþing og ætti að vera til sem víðast. Með því að nota þær, verður kartöfluupptakan margfalt auðveldari og fljót- virkari. Með því að plægja nýja og nýja bletti, þarf ekki svo mjög að óttast aríann og sje um frjóa jörð að ræða, sprettur þar vana lega vel í sæmilegum sumrum (auðvitað með hæfilegum á- burði), en þcssir sáðreitir verða svo fyrirtaks sáðreitir fyrir nýja túnrækt. Það er alls ekki vansalaust fyrir oss íslehdinga að verða að kaupa dýrum dómum frá út- löndum þessa bráðnauðsynlegu manneldisjurt, kartöflurnar, er einatt kemur hingað skemmd á markaðin/i, en eiga völ á fyr- irtaks landi á öllum þorra bæja víðsvegar um land allt í þessu skyni, ekki öllu óálitlegra til kartöfluræktar - en grasrækt- ar. — Þessvegna ætti það að vera liður í nýjum þegnskap við þjóð fjelagið að hefja nýja allsherj- arsókn um aukna kartöfíurækt allsstaðar, þar sem slíku verður við komið. Með því mundi spar ast í stórum stíl gjaldeyrir fyr- ir erlendar kartöflur og þar með draga sem því næmi úr vand- ræðum og gjaldeyrisskorti. IX. Nú er verið að heita á alla þegna þjóðfjelagsins úm þegn- skap í aðsteðjandi og yfirstand andi þjóðarvanda. Með öðrum hættí en að bregðast hjer vel við verður viðreisnarstarfið næsta erfitt og jafnvel vonlít- ið. — í framangreindum hugleið- ingum hefir verið bent á ein- föld ráð til að nota sjer gæði landsins sem mest án þess að þúrfa að sækja meira en fyllsta nauðsyn krefur til ánnara þjóða. Hjer veltur ekki á litlu, held ur miklu, milljónum króna og milljónatugum ár hvert og munar fámenna þjóð um minna, eina fámennustu þjóð veraldar. Meginskilyrði hins nýfengna sjálfstæðis er efnalegt sjálf- stæði. Með því að fara illa og gálauslega að ráði okkar, gæt- um vjer glatað sjálfstæðinu og þá væri ver farið en heima set- ið. — Öll eiga landsins börn að leggja sitt lóð á vogarskálina og stuðla að því með drengskap og þegnhollustu, að vjer fáum varðveitt hin dýrmætu rjett- indi, sem einu sinni glötuðust fyrir handvömm og ósamlyndi innanlands, en þurfti eigi minna en nálega sjö aldir til að end- urheimta. Vjer lifum í --yndisfögru og gæðaríku landi, sem Guð hefir oss gefið og lítt numdu um leið. Það agar oss að vísu stund um með sín ísköldu jel, en á á langflestum stundum til blíðu, sem yljar sjerhverjum ættjarð- arsyni og dóttur inn að innstu hjartarótum. Öll eigum vjer stóra skuld að gjalda við þetta blessað land og Guð, sem gaf og gefur oss það enn í dag, X. Að lokum þetta: Hversvegna skrifar ekki sjálfur presturinn heldur um trúmál en búnaðar- mál? Því er til að svara, að boð- un orðsins og þjónustan af hálfu prestsins á að ná til lífs- ins alls að minni hyggju, hins veraldlega og hagsmunalega lífs eigi síður en hins andlega og siðferðilega, því allt er saman knýtt sem keðja og verður ekki aðskilið. Ef jeg sem þjónn orðs- ins gæti bent á einhver holl ráð, sem sóknarbörnum mínum og öðrum gæti orðið að ein- hverju liði í baráttu þeirra fyr- ir lífinu og þá hinni efnahags- legu einnig, tel jeg mig ekki hafa með öllu brugðist skyldu minni. Jeg hefi alls ekki leyfi til að þegja um þá hluti, sem mjer eru harla hugstæðir og jeg hefi von um að einhverjum gæti orðið að liði, ef jeg reyndi þar að halda merkinu á löfti á þá leið, að þetta gæti orðíð til þess að einhverjum liði betur, ef far ið væri eftir þeim ráðum, er jeg bendi á. Ef jeg þegði, hefði jeg hinsvegar brugðist skyldu minni. Guð, sem' hefir gefið oss landið og gæði þess, vill án alls efa, að vjer förum vel með það og þau og notum hvorttveggja á hinn besta hátt. Hann gefur fiskinn í sjónum og grasið á jörðinni og öll gæði. Hann gef- ur allt þetta til að nota það og njóta þess, en ekki til þess að vjer látum það oss úr greipum ganga fyrir handvömm eða hirðuleysi. Hann gefur oss allt þetta til þess oss geti liðið vel líkamlega og þessvegna fundið og játað því fremur, hve hann er góður. Og ástæða er yfirleitt til að ætla, að ýms beiskja til annara hverfi, öfund og illvilji að því skapi, sem mönnum líð- ur betur. Sjálfur er jeg bóndasonur og tel mjer heiður að, er alinn upp á sveitaheimili við sveitastörf og sveitaháttu. Svo hefir það orðið hlutskipti mitt í lífinu að starfa í sveit sem þjónandi prest ur rösklega hálfa öld meðal sveitafólks, sem jeg hefi lært að virða og unna. Loks hefi jeg einnig verið bóndi sjálfur í sveit, jafnframt því að vera þjónandi prestur nálega hálfa öld. Má engan undra, þótt mál- efni bændanna sjeu mjer næsta hugstæð. Og þó jeg hafi því mið ur ekki nema að oflitlu leyti getað farið eftir þeim fáðum, sem jeg hefi nefnt hjer, hefi jeg reynt að hafa augu og eyru opin fyrir reynslu annara og sannfærst æ betur og betur um margt, er til heilla má horfa íslenskri bændastjett. Um þetta hvorki get jeg þagað nje heldur má þegja, en tel það blátt á- fram lið í þeirri þjónustu, sem mjer ber að inna af hendi með- an má. Starfið er margt, en eitt er bræðrabandið, Boðorðið hvar sem þjer í fylk- ing standið, Hvernig sem stríðið þá og þá er blandið, Það er: Að elska, byggja og treysta á landið. Á vbrinngöngudag 1950. — Tvö skip Framh. af bls. 5. nú eignast stóran og fagran flota. Þó er hann enn ekki svo stór, að hann geti fullnægt þörfum Islendinga á eðlilegum tímum. En fullar vonir standa til að svo geti orðið þegar fram líða stundir. íslendingar meiga þó aldrei gleyma því, að Eimskipafjelag Islands hefir átt sína erfiðu tíma og að þá var það einhug- ur landsmanna og skjaldborg sú, sem þeir slógu um fjelagið sem fleytti því yfir brim og boða erfiðleikanna. Enn getur farið svo, að Is- lendingar verði að slá slíka skjaldborg um óskabarn sitt, Eimskipafjelag íslands, og væri því ekki rjett nú, á þessum tímamótum, að heiðra minn- ingu gamla Gullfoss, og allra þeirra sem honum stýrðu, gegn um þykkt og þunnt, og hylla nýja Gullfoss og bjóða hann vel kominn, með þeirri heitstreng- ingu, að láta aldrei „sundrung deifð nje doða“ verða þess valdandi að Eimskipafjelagi íslands vegni illa. Sláum slcjaldborg um óska- barnið okkar, hvenær sem þarf, og brjótum því leið gegn- um erfiðleikana hvað sem á gengur. Það mun Eimskipafjelag Is- lands launa vel. Að lokum óska jeg Eimskipa- fjelagi • íslands allrar blessun- ar í lengd-og bráð. Kristján Karlsson. jmllllllllllllllllMMIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIimiMIIIIIIIMItlll ALUMIHIUM KRISTJÁNSSON n.F. Augturstræti 12. Sími 2801. imimiimimmimmimmimiimmmmmmmiimmmmmimiimiiimm Miztnmgaa,os:ð < ' .. Sigurður ludriðasoza f. 14. júlí 18G3 — d. 25. nóv. 1949 Svo er um ævi öldungmanna sem um sumar- sól fram runna: hníga þeir á hausti hjervistardags hóglega og blíðlega fyrir hafsbrún dauða. Stríð er starf vort í stundar-heimi, berjumst því og búumst við betri dögum; sefur ei og sefur ei í sorta grafar 'sálin — í sælu sjest hún enn að morgni. Jónas Hallgrímsson. EKKI verður hjer reynt að rekja ætt Sigurðar langt fram, þótt nokkur gögn til þess sjeu fyrir hendi; en traust og gott fólk virð- ist standa að honum í báðar ætt- ir. Föðurfaðir Sigurðar var Jón Jónsson er bjó á Núpi í Laxár- dal, en amma hans var Ingibjörg Ingjaldsdóttir frá Stórugröf Ingjaldssonar. Sonur þeirra Indr- iði, faðir Sigurðar kvæntist Sús- önnu, dóttur Jóhanns bónda Jóns sonar á Holtastöðum og konu hans, Medóníu Guðmundsdóttur frá Móbergi. Hálfbræður Sús- önnu voru Kristján ríki í Hóls- seli á Hólsfjöllum, Lárus, fyrrum sjómaður, en síðar trúboði; enn á lífi í Reykjavík, háaldraður, og Jónas, prjedikari í Winnipeg, er andaðist þar á unga aldri. Bróðir Jóhanns á Holtastöðum, móður- afa Sigurðar, hjet Jónas, en sonur Jónasar, Hjálmar að nafni, var faðir Jónasar Leó, föður sjera Hjartar J. Leó. Meðal barna Jó- hanns á Holtastöðum var einnig Sigurlaug, gift Halldóri Jónssyni. þau fluttu vestur um haf og bjuggu í Winnipeg. Indriði, faðir Sigurðar, bjó 30 ár ekkjumaður á Ytri-Ey. Var Indriði góður búhöldur talinn. Tvær systur Sigurðar eru á lífi: Ingibjörg (Thorarinsson) Thor- son, ekkja í Vancouver, B. C. og Sigurlaug Indriðadóttir á íslandi. Sigurður ólst upp hjá foreldr- um sínum og varð snemma dug- Iegur og. þróttmikill, eins og hann átti kyn til. Ungþroska fluttist hann til austurhluta Bandaríkjanna og dvaldi þar um 10 ára bil, lengst af í Boston. Á þessum árum stundaði hann aðal- lega sjómennsku á fiskiskipum frá Gloucester, en um lengri tíma frá Boston á stórum dráttarbát- um, er sigldu með ströndum, milli Boston og New York og fjarri staða. Á dvalarárunum vestra að þessu sinhi, varð hann íslendinga lítið vart; oft hefur hann þá einmana verið að hætti ókunnugra manna í framandi landi. Um nokkra hríð varð hann að dvelja á sjúkrahúsi, og átti við heilsubrest að stríða nokkra hríð. Mun dvölin hafa þjálfað hann í margri merkingu. Á þess- um árum náði hann góðum tök- um á ensku máli. Að 10 árum liðnum hvarf hann heim til ís- lands. —- Þar kvæntist hann ár- ið 1902 Þuríði Sigfúsdóttur Odd- sonar frá Meðalnesi í Fellum í Norður-Múlasýslu. — Árið 1904 fluttu þau til Canada; þau settust að í Selkirk, Man. Konu sína missti hann í apríl 1905. — Þann 1. ágúst 1911. gekk hann að eiga Guðrúnu Sigríði Pálsdóttur Jóns- sonar frá Kjarna í Geysisbyggð í Nýja-íslandi, lifir hún mann sinn. Börn hins látna eru hjer talin eftir aldursröð: Sússanna Ingibjörg, d. 20. mars 1936; Indriði Jón, kvæntur Björgu Magnúsdóttur Jóhannes- sonar, New Westminster, B. C.; Aðalheiður, Mrs. J. Bjarnason, Gimli; Pálína Sigríður, Mrs. B. - Walterson, Selkirk; Wilhelm Reginald, kvæntur Irene Carson, Selkirk; Lárus Thorgrímur, ög Raymond Sigurjón, báðir heima hjá móður sinni. Af nærri 10 ára allnáinni kynn- ingu af Sigurði dylst mjer ekki að hann hafði náð miklum og haldgóðum þroska í reynsluskóla lífsins. — Ævi hans hafði verið nokkuð breytileg og hafði þrosk- að hann mörgum mönnum frem- ur. Hugarafstaða hans og fram- koma bar einkenni hins heil- steypta og þjálfaða aldurhnigria íslenska manns; en ekki er það ávallt að hófstillt rósemi fylgi fullorðins- og elliárum. Dvölin heima á Islandi hafði orðið styttri en hann hafði til ætlast að hún yrði. Virtist hon- um þar færri vegir opnir til fram sóknar, en hugur hans hafði þráð og eftir vonað. Er vestur kom öðru sinni settist hann að í Selkirk-bæ, og átti hjer ósírtna dvöl í full 45 ár. Hann þekkti baráttu þess manns, sem sviptur er ástvini og einn stendur uppi með móðurlaus börn. Þegar hann efndi til heim- ilis á ný, var hann tekinn að kenna lífsþreytu er fullorðins árin færa. Hann eignaðist góða konu og indælan lífsförunaut. — Hún varð börnum hans, jafnt og þeirra, eigin móðir, Það var hlýtt og bjart um heimili þeirra; — heimilið aðlaðandi, andi þess vonglaður og öruggur þrátt fyrir sjúkdómsföll er stundum báru þar að dyrum. Þar áttu öldrrið tengdaforeldri hans athvarf ár- um saman. Vinir og kunningjár áttu þar góða komu jafnan vísa. Bæði hjónin áttu sinn þátt í því að gera heimilið aðlaðandi. Þau voru ávallt auðug af þeim verð- mætum, sem samúð, tryggð óg bróðurhugur skapar. Börn þeirra urðu þeim gott sámverkafólk og þeim til gleði. — Sambandið i stækkandi ástvinahópi var jafnan óvenjulega traust og hjartfólgið. Sigurður var gæddur prakt- ískum starfshæfileikum, og hvar sem hann vann ávann hann sjer tiltrú manna. Yms störf hafði hann með höndum á sinni löngu dvöl hjer í bæ. Um mörg ár starf- aði hann á Selkirk Mental Hospital og gat sjer þar góðan orðstír fyrir trúmennsku og skilning á störfum sínum. Það var óvenjulega bjart um hann á efri árum hans, enda fann maður naumast til þess að hann væri maður aldurhniginn, oli því karlmennskulund hans og hug- arró, en jafnframt samúðarfull og^óbrotleg umönnun konu hans; börn hans og tengdafólk gerði sitt til að auka á gleði hans. — Hann las allmikið og'fylgdist af áhuga með því sem var að ger- ast. Hann átti góða greind, vár hgaorður, þótt lítið á bæri; átti glöggt irínsýni og skilning á öðr- um mönnum, var glaður og vin- samlegur, en fastur fyrir og ljét ógjarnan af skoðun sinni. Hann átti mjög glögga kímnigáfu, er hann þó beitti með mestu varúð. Hann hafði unun af blómum og lagði rækt við þau, átti jafnan góðan garð, er hann ræktaði með alúð og iirrihyggjusemi. Hann var vel hagur; á efstu æviárum smíð- aðí hann mikið af haglega gerð- um fuglabúrum, er hann óspart gaf vinum sínum, yngri og eldri. — Óbeygður og karlmannlegur gekk hann til hinstu stunda. Hin Framh. á bls. 11. #

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.