Morgunblaðið - 11.05.1950, Side 11

Morgunblaðið - 11.05.1950, Side 11
Fimmtudagur 11. mai 1950. MORGUJSBLAÐIÐ 11 HINN 29. apríl s. 1. var Skarp- hjeðinn Þorkelsson hjeraðslækn- 3ir í Hafnarlæknishjeraði jarð- sunginn frá Bjarnarnesskirkju í Nesjum í A.-Skaftafelssýslu. — Andlát hans bar snöggt að föstu- daginn 21. apríl s. 1. Skarphjeðinn Þorkelsson var fæddur hjer í Reykjavík 15. febr. 1912. Foreldrar hans voru Þor- kell bátasmiður Guðmundsson og kona hans Signý Guðmunds- dóttir. Er móðir hans dó 1918, var hann tekinn í fóstur af þeim hjónum Bergþóru Bjarnadóttur og' Sæmundi Þórðarsyni og hjá þeim dvaldi hann þar til hann fór til lækningastarfa út á land. Skarphjeðinn lauk stúdentsprófi 1932 frá Menntaskólanum í Reykjavík með góðri I. einkunn. Embættisprófi í læknisfræði lauk hann við Háskóla íslands með I. einkunn árið 1940. Árið 1938 hafði hann verið settur hjer aðslæknar í Reykjafjarðarlækn- ishjeraði. Hesteyrarlæknishjerað var honum veitt 1941 en frá 1943 hafði hann veitingu fyrir Hafnarlæknishjeraði. Árið 1940 kvæntist Skarphjeð- inn Láru Sesselju Björnsdóttur. Þeim hjónum var sex barna auð- ið, en af þeim lifa fjögur föður sinn. Leiðir okkar Skarphjeðins lágu snemma saman til leika og náms. í leiknum var hann tápmikill, lipur og snar, svo að af bar. Fjör hans og hugkvæmni gerðu hann að eftirsóttum fjelaga. Allt nám var honum auðvelt, svo að í barnaskóla var hann ávallt með þeim hæstu í sínum bekk. Eitt sinn kom jeg með honum ásamt fleiri fjelögum inn í bóka- verslun Sigurðar Kristjánssonar í Lækjargötu. Sigurður var þar sjálfur innanbúðar. Eitthvað vor- um við að blaða í bókum og bók- salinn gaf sig á tal við okkur. f lók búðardvalarinnar sneri Sig- urður bóksali sjer að Skarp- hjeðni og sagði: „Það býr mikið í þjer, drengur minn“. Líkast til hefur þessi atburður fest mjer í minni af öfund. Öfund yfir því að velmetinn borgari tók Skarp- hjeðinn úr hópnum og veitti hon um fram yfir okkur hin vitnis- burð sinn. Við jafnaldrarnir öf- unduðum Skarphjeðinn af mörgu. Hann náði að fara hin erfiðustu fimleikastökk fagur- lega eftir fáar tilraunir. Hann var vel sundfær, svo að engum tókst að elta hann uppi í eltinga- leik í laugunum. Fjölda bóka hafði hann lesið, þar á meðal all- ar fslendingasögur, löngu fyrir innan fermingu. Hann ljek snemma vel á orgel og allt nám var honum leikur. ísl. stílar villu lausir og ritgerðir hans oftar lesnar upp af kennaranum en okkar hinna. 'Hinir umhyggjusömu fóstur- foreldrar Skarphjeðins sáu einn- ig, að margt bjó í honum og settu hann til mennta. í menntaskóla bar enn meir á hinum margþættu gáfum Skarp- hjeðins. Hugur hans átti fjöl- þætt verkefni. í ritgerðum hjá Jakobi Jóh. Smára, fyllti hann oft síður stílabókarinnar með skáldlegu hugarflugi, sem Jakob Jóh. Smári hafði gaman af að lesa upp fyrir okkur, um leið og hann skilaði stílum. Þá átti Skarphjeðinn það til að láta fjúka í kviðlingum og stundum tók hann sig til og orkti undir fórnyrðingslagi. Hann var áreið- anlega efni í góðan rithöfund. En hann var barn umbrotatíma, nýjungar á öllum sviðum, margt að skynja og margt að kanna og því þaut hann oft í orði og verki frá einu í annað og títt bjó svo mikið inni fyrir hjá honum eða hann sá lífið í öðru Ijósi en við skólafjelagar hans, að við skild- um hann ekki. Hvað hefur valdið því að Skarphjeðinn valdi læknisfræð- ina til háskólanáms, veit jeg ekki, mjer þótti það ólíklegt val af hans hálfu. ísl. fræði, fagur- fræði eða hljómlistarnám hefðu staðið í rjettara hlutfalli við gáf- ur hans. Til náms Skarphjeðins í Háskóla eða læknisstarfa þekkti jeg ekki. Á ferðum mín- um um læknishjeruð hans varð jeg var við hlýhug fólksins til h j eraðslæknisins. Jeg átti ferð um Hesteyrarhjer að 1942 og var þess þá áskynja, að hjeraðslæknirinn var dáður af fólkinu fyrir það hve dugteg- ur hann var að ferðast um veg- laust og torfarið hjerað og hve fljótur hann var að bregða við í vitjanir. Síðsumars 1945 var jeg á ferð í Hornafirði. Það var orðið álið- ið kvölds, þegar jeg kom að lækn ishúsinu. Allt var þar uppljóm- að. Söngur og hljóðfærasláttur ómaði í móti mjer. Læknishjón- in höfðu boð inni fyrir söngkór- inn, til þess að kveðja tvo hljóm- listarmenn, sem höfðu verið á ferð um sýsluna. Hjeraðslæknir- inn stjórnaði söngkór, ljek undir fiðluleik og einsöng. Þetta kvöld sá jeg Skarphjeðin Þorkelsson njóta sín. Hann var frumkvöðull alls, stjórnandinn og skáldið. Þar austur frá fjekk hljómlistargáfa hans útrás. í Höfn í Hornafirði æfði hann og stjórnaði söngkór, samdi ljóð og lög, og gaf út 12 lög raddsett fyrir karlakóra. íbúar Hafnarlæknishjeraðs sýndu hinum látna hjeraðslækni sínum virðingu og einlægt þakk- læti, með því að gera útför hans sem virðulegasta að Bjarnarnes- kirkju. Sú athöfn verður sorgar- ljettir eftirlifandi konu og börn- um, fósturforeldrum og systkin- um, og verðugur krans um minn- ingu læknis og hljómlistar- manns, sem fjell í valinn um ald- ur fram. Blessuð sje minning þín, þeim líkn, sem lifa. Þorsteinn Einarsson. — Minningarorð Framh. af bls. 10. síðari ár leið hann af hjartasjúk- dómi, er hann hafði gengið með í 40—50 ár, þótt lítt á bæri þar til á efri árum. Svo kom burt- fararstundin þögul og fyrirvara- laus eins og leiftur, án rúmlegu eða langra þjáninga. Utförin fór fram þann 29. nóvember frá Lan grills útfarastofu og kirkju Sel- kirk safnaðar, að viðstöddum hans nánustu og fjölda fólks. — Indriði, sonur hans hafði komið flugleiðis frá Kyrrahafsströnd til að vera viðstaddur útför föður síns S. Ólafsson. - Lítil athugasemd Framh. af bls. 4. hann varð oft og tíðum að vinna nótt með degi, því að störfin við kaupfjelagið voru svo mikil og aðkallandi að hvergi mátti slaka á eða gefa eftir með tíma. Alla daga unnið langt fram á kvöld, til kl. 11 og oft lengur. Allir áttu þeir það sameiginlegt, sem til Kristmundar leituðu ráða, að þeir þurftu aðstoðar við til að ráða fram úr vandamál- um sínum og sinna. Hinir sem tilheyra niðurrifs og bröskur- um, munu ekki hafa átt nema eina ferð til Kristmundar, því að þeim gaf hann engin ráð. Oll ráð og störf Kristmundar bera með sjer líf, yl og vor. Já, það á kannske ekki við að minn ast þess hjer, en jeg geri það nú samt. Þegar Kristmundur var lítill drengur þá beindust leikir hans að því, að byggja hús og smíða skip. Og svo hag- ur var hann strax sem drengur, að orð fór af, sem hefur geymst til þessa dags. Ag jeg skýt þessu inn hjer, er aðeins til þess, að minna á hve giftusamlegt það var, að Kristmundur tók við Verslunarfjelagi Hrútfirðinga, er það var að lognast út af, þar voru nóg verkefni fyrir mann- inn, sem strax í æskuleikjum sínum byrjaði að byggja, bæta umhverfi sitt. Aldrei hefur samvinnuhreyf- ingunni í Hrútafirði legið eins mikið á að eignast öruggan, fórnfúsan hugsjónarmann, sem þá, er Kristmundur tók við þess um málum. Enda bar hann gæfu til að þoka þessum málum svo vel fram, að við burtför hans stóð Kaupfjelag Hrútfirð- inga á hátindi sínum. Eftir að Kristmundur fór frá Kaupfjelaginu árið 1934, hafa þessir menn verið þar kaupfje- lagsstjórar: Fyrst Pjetur Sig- fússon, er tók við starfinu af Kristmundi. Var hann mjög vinnusamur og góður skrifstofu maður, en kunni aldrei vel við sig á Borðeyri. Þá tók við kaupfjelaginu Kjartan Guðjónsson, ættaður þar úr sveitinni, hvers manns hugljúfi og drengur hinn besti, en því miður bar fjelagið ekki gæfu til að njóta hans lengi. — Hann fór frá Borðeyri árið 1945 eftir þriggja ára starf við fje- lagið. Næstur honum kom Ing- ólfur Jónsson frá Prestbakka, ljúfmenni hið mesta, sem vildi allra vandræði leysa, en hins vegar dvaldi hann ekki við þennan starfa nema hálft ann- að ár. Þá, eða um haustið 1946 tók Jón Gunnarsson við kaup- fjelaginu. Kom brátt í ljós, að hann er starfsmaður góður og reglusamur í hvívetna, er von andi að kaupf jelagið megi njóta starfskrafta hans og hæfileika sem lengst. Föstudaginn langa, 1950. Borðeyringur. — Landsmó! hesfamanna Framh. af bls. 8. hagnýtu störf, eins og margir virðast hafa áhuga fyrir. Það, að varðveita hestinn og hans góðu hæfileika, og glæða áhuga fyrir honum á ný, er í raun og veru að varðveita einn þátt íslenskra þjóðhátta og það ekki þann sísta. Ari Guðmundsson. Enn nm hneialeika- keppnina við Dani GUÐMUNDUR ARASON hefurj fundið sig knúðann til að svara nokkrum atriðum úr grein minni, er jeg skrifaði um hnefaleikamót KR og Ármanns 17. mars s.l. Að sjálfsögðu er ekki nema eðlilegt, að hann skýri sjónarmið sitt og reyni að rökstyðja dóma sína, sem sætt hafa nokkurri gagnrýni.1 Hitt er síður fallið til að auka virðingu hans, að hann hefur va,- J ið þá leið að umgangast stað-( reyndir á nokkuð ljettúðugan hátt, svo ekki sje meira sagt. Jeg mun ekki kíta við G. A. um auka- atriði, eins og hvort einhver at-' burður hefur gerst nákvæmlega í einu horni hringsins eða ekki, eða annað sem ekki skiptir máli. Á fundi hnefaleikadómara, sem Hnefaleikaráð Reykjavíkur boð-J aði til í tilefni af dómum G. A., I viðurkenndi hann, í umræðum j um leik Jóns Norðfjörðs og Frede Hansen, að hann áliti að brot Jóns væri óviljandi, þar sem hann hafi eigi heyrt í bjöllunni. j Ennfremur að umrætt högg Jóns hafi ekki haft úrslitaþýð- ingu í leiknum. Er þá ekki dálítið hæpið að byggja dóminn á því að Daninn hafi sagt höggið hafa; gert sig óvígan, án þess að láta tímann milli lota líða fyrst? Það því fremur sem þetta virtist vera eini möguleiki hans til að „vinna“ leikinn. G. A. vitnar í Sænskar hnefaleikareglur, máli sínu til stuðnings, en í tilvitnun hans er rætt um meiðsli, og á því ekki við hjer. Þess ber og að gæta, að hjer gilda hnefaleikareglur Í.S.Í., en þar segir að gefa skuli tvær aðvaranir áður en keppanda sje vísað úr leik. Vitanlega getur verið um undantekningu að ræða ef framið er gróft brot vísvitandi, en svo er ekki hjer, að dómi G. A. sjálfs. G. A. gefur í skyn, að hann hafi óttast slæma dóma í dönsk- um blöðum, en sá ótti virðist þó hafa rjenað fljótt, því í næsta leik kveðúr hann upp annan dóm ekki síður vafasaman, Dönum andstæðan. Jeg er hræddur um að fáir leggi trúnað á þessa skýr- ingu og þó síst þeir, sem best þekkja til. í vörn sinni fyrir dómnum í leiknum milli H. Rasmussen og Jens Þórðarsonar, segir G. A„ að læknir mótsins, Úlfar Þórðarson, hafi sagt að högg það, er felldi Danann, hafi verið bringspalar - högg (solar plexus). Þetta er al- rangt. Ú. Þ. sagði að höggið gæti ekki verið solar plexus, því ein- kenni þess væru allt önnur, en allar líkur bentu til að um of djúpt högg hefði verið að ræða. G. A. gaf þá skýringu á þessum ummælum sínum, að um prent- villu væri að ræða, sem þó auð- sjáanlega er nokkuð sjerstæð, enda hefur G. A. ekki hirt um að leiðrjetta hana fyrir lesendum. G. A. segir með nokkrum þótta, að hann hafi leitað álits dómara til stúðnings dómi sínum, en ekki til að láta dæma fyrir sig. Ef til vill lýsir þessi setning honum betur en hann hefur ætlast til. M. ö. o.: „Ef þið dæmið eins og jeg, er allt í lagi, annars tek jeg ekki mark á ykkur“. G. A. full- yrðir ranglega að álit mitt hafi ekki verið nægilega ákveðið, en viðurkennir þó að jeg hafi talið höggið of djúpt. En þrátt fyrir andstætt álit tveggja dómara og læknir lýsir hann því yfir, að dómarar hafi dæmt umrætt högg löglegt. Áleit G. A., þrátt fyrir allt, þægilegra að skjóta sjer bak við meðdómara sína um dómsúr- skurð sinn? En samkvæmt skýr- ingum G. A. á áðurnefndum dóm- j arafundi, verður honum bara i mismæli, sem hann auðvitað fann enga ástæðu til að leiðrjetta! G. A. virðist setja allt sitt traust á sænsku hnefaleikaregl- urnar, og vitnar enn í þær með því að birta eftirfarandi spurn- ingu og svar, sem hann segir að þeir noti við dómarapróf: „Hvað ber hringdómara að gera, ef keppandi er sleginn út með ólöglegu höggi og einn utan- hringsdómari sjer það, en ekki hringdómarinn sjálfur? Svar: í þessu tilfelli ræður úrskurður hringdómara.“ Ætti þessi „prófspurning" og svar að takast sem dæmi um gáfnafar íþróttamanna og skýr- leik í hugsun, er jeg hræddur um að ýmsir myndu brosa í laumi. Slegið er föstu að brot sje fram- ið sem einn dómari sjái, en spuit að því, hvað sá skuli gera sem ekki sjer (hringd.), og svarið er (ekki hvað hann eigi að gera), heldur að hans úrskurður ráði! Er hægt að ætlast til að menn taki svona þvælu alvarlega? Á hinn bóginn get jeg ekki sjeð hvaða lið Guðmundi getur orðið að þessari speki, nema það sje ætlan hans, að sýna fram á, að víðar sje pottur brotinn en hjer, og skal jeg ekki deila um það við hann. Hins vegar finnst mjer Svíum sýnd vafasöm kurteisi með svona „þýðingum“. Öðru í grein G. A. sje jeg ekki ástæðu til að svara nánar, og er umræðum um dóma G. A. lokið að minni hálfu, nema annað gefi tilefni til. Jón D. Jónsson. r>Líf ogllsf Framh. af bls. 4. um, Sverri Haraldsson, og ef satt skal Segja, þá vakti það meiri athygli hjá mjer en nokk- uð annað í ritinu. Að mínum dómi er kvæði þetta frábærilega gott og heilsteypt listaverk. •—• Kemur mjer það ókunnuglega fyrir, ef höfundur sá, á ekki fleira í fórum sínum, sem erindi á til almennings. Hjer er ber- sýnilega þroskaður snillingur á ferð, þótt fátt eitt hafi birtst eft- ir hann hingað til, „Jeg er nú góð fyrir utan alla galla“, sagði kerliiigin. Eips má segja um ritið „Líf og list“. Og það hefir hver maðUr gott af því að lesa það. Ritið er prentað á svo ljelegan pappír, að slíkt er því alls eklri samboðið. Vafalaust stafar það af gjaldeyrisörðugleikum, og þá er ekkert um það að fást. Ekki get jeg neitað því, að jeg bíð með nokkurri óþreyju eftir næsta hefti. Benjamin Sigvaldason. Krunniiimmiiiiiia Kaupi gull OG SILFDR hæsta verði. iiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiniiiMiM | MÁLFLUTNlNGSr I SKRIFSTOFA Einar B. GuÖmundsson, = Gulilaugur Þoriiksson, Austurstræti 7. Símar 3202. 2002, Skrifstofiitínii U. 10—12 og 1—5 £ ^ iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii 11111111111111111111111111111 iiiiiiiiiiiiiuiia •llllllll■lllllllll••lll■lltl■lll■lllll■•llllll■l•lllllllll■ll^lll■• HURÐANAFNSPJOID og IIRJEFALOKUR Skiltaserúin SkóiavörSusiís 8.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.