Alþýðublaðið - 19.06.1920, Side 4

Alþýðublaðið - 19.06.1920, Side 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ Xoli konangnr. Eftir Upton Sinclair. Þriðja bók: Pjónar Kola konunqs. (Frh.). „Þeir sem sé bíða, Percy. Bíða matar og vatnslausir, að öðru leyti en því, að sumir þeirra hafa kannske átt ofurlitlar leyfar eftir af miðdagsmat sínum. Nú eru liðnir þrír og hálfur dagur síðan sprengingin varð, og altaf bíða þeir. Loftið versnar með hverjum tíma. Þeir anda að sér eitruðu andrúmsloftinu. Þá tekur í höfuðið, æðarnar tútna út á ennum þeirra, tungan þornar og springur af þorsta, þeir liggja aðframkomnir á jörðinni. Þeir vita ekki hvað I þeir hafa legið þar lengi. Þar er engin skifting dags ©g nætur. — þeir eru grafnir marga kílómetra inni í fjallinu. En það, sem heldur þeim við, er vonin, trúin á það, að vinir þeirra og félagar ofan- jarðar reyni aftur og aftur að brjótast til þeirra, unz þeir geta bjargað þeim. Þeir þora ekki að rífa niður stíflurnar, af ótta við það, að eiturloftið drepi þá á augnabliki. En þeir vita, að björg- unarmennirnir muni koma og rífa þær niður, og þeir leggja hlust- irnar við, til þess að heyra til axanna og mölbrjótanna. Þannig er ástandið, Percy". Enginn svaraði. Hallur leit af einum á annan. Allra augu störðu á hann. „Minstu þess, Percy, að þessir menn niðri í námunni eru lifandi verur eins og þú. Þeir þjást, eins og þú sjálfur getur þjáðst — á likama og sál. Þar er gamall maður, íri, sem á veika konu og átta börn, er bíða þess að fá vitneskju um, hvort hana er lífs eða Iiðinn. Eg þekki konu, er bíður ofanjarðar, sem á bónda sinn og tvo sonu kviksetta þarná. I þrjá og hálfan sólarhring hafa konurnar og börnin beðið við námugöngin. Eg hefi verið þar, og séð þau ráfa um, frávita, grát- andi og full örvæntingar. Eg hefi séð þau sitja með lútandi höíði og hendur í kjöltu sér, hreyfing- arlaus, eins og styttur af sorginni sjálfri. Eg hefi séð þau fórna höndum og hrópa bölvun yfir glæpamanninn, sem lætur ástvini þeirra farast. Það varð þögn. Svo sagði Harrigan? „Hvaða glæpamann Eg skil þig ekki“. „Já, þú trúir því víst varla, en það hefir ekkert verið gert til þess, að hjálpa þessum veslingum. Loftdælunni hefir verið komið fyrir, en hún hefir ekki verið sett af stað. Þessi þorpari hefir látið fjalir yfir uppgönguna og breitt striga yfir. Með fjölum og segl- dúk hefir hann lokað fuliorðna menn og drengi inni, svo þeir deyja»af eiturloftinu". Skelfingarhrollur fór um sam- kvæmisgestina. íjvert stejnir? Fyrir grein þá, sem nýlega stóð í „Vfsi“ með þessari fyrirsögn, á höfundurinn sannarlega þökk og heiður skiiið, því það, sem þar er sagt, eru sannarlega orð í tíma töiuð. Eins og ástandið er nú hjá oss, og einkum að því sem lög- reglueftirlit snertir, þá virðist sem öll siðmenning sé að hverfa, eða svo virðist að minsta kosti vera hér í höfuðborg rfkisins, og bendir hin dæmalausa grein Dr. Arnar í Morgunbl. þreifanlega til slíks. Eg ætla mér ekki að rita langt mál í þetta sinn, en aðeins leyfa mér að beina þeirri spurningu til hins háæruverðuga biskups og prestastéttar landsins yfir höfuð, hvort þeim finnist nú ekki tími til kominn, að taka í taumana með hina skaðlegu og stórhneyksl- anlegu sunnu- og helgidagavinnu, sem orðin er, ekki einusinoi bæj- arskömm, heldur þjóðarskömm. Þó vitanlega öll lög séu brotin, sem eðlilegt er, þar sem engin eða þá ónóg lögragla er, þá ætti það ekki að vera íost regla, að níðast á helgideginum, eins og gert er, alveg að nauðsynjalausu. ÖU helgidagavinna ætti að afnem- ast með öllu, að viðlagðri þungri refsing, ef út af er brugðið. Hver hefir leyfi til að láta vinna á helgi- degi? Enginn. Hvaðan getur lög- reglustjóri fengið heimild til að leyfa vinnu á helgum dögum? Hvergi. Hvar í heimi mundi ann- áð eins hneyksli viðgangast, ann- arsstaðar en hér, í hinum skríls- lega, siðmenningarsnauða bæ, að togarar séu fermdir og afifermdir, er þeir koma af veiðum, á sunnu- og helgidögum? Ef skipstjórar geta ekki komið inn á sunnudög- um öðruvísi en til að trufla og skerða ró helgidagsins, þá er bezt fyrir þá að vera kyrra á hafinu; enda held ég að væri nær fyrir þá að veita hásetum sinum hvíld. Mundi skipstjórum leyfast slíkt í Englandi? Ef skipstjóri skipar að vinna á sunnudegi, eiga menn ekki að hlýða, nema í lífsnuuðsyn. Ef útgerðarmenn skipa að láta vinna á sunnudegi, þá á skipstjóri að vera svo sjálfstæður, að segja nei. Hér þarf að taka alvarlega í taumana, áður en hinn sorglegi vottur um sálarlausa peninga- græðgi, sem hin sívaxancti helgi- dagavinna er, dregur þjóðina enn dýpra niður í skarnlð. Eins og nú er komið, þá er ekki nema um tvent að gera, annaðhvort að af- nema með öllu sunnu- og helgi- daga — því svona má það ekki iengur til ganga — eða þá fram- fylgja stranglega kröfum þeim, sem óhætt má fullyrða að stór meirihluti þjóðarinnar fer fram á, að stór refsing sé þeim gerð, sem á nokkurn hátt skerða eða trufla helgi hvíldardagsins. Til var helgi- dagalöggjöf, ónóg þó, en hún er víst dottin úr sögunni. Burt með alla sunnu- og helgi- dagavinnu og það strax. Eins og nú er, erum við í fyrirlitningu og hafðir að háði og spotti hjá öllum siðuðum þjóðum. Þið verkstjórarl Neitið algerlega að lcalla nokkurn mann til vinnu á sunnu- og helgi- dögum; til þess hafið þið fulla heimild; £n með því að láta vinna og fá menn til að vinna á þeim dögum, brjótið þið sjálfir og eruð orsök í að aðrir gera það, sem þeir eiga ekki að gera. i 16. júní 1920. Sagax judex. Aths. Blaðið vill eigi meina greininni upptöku, þótt það sé henni eigi að öiiu leyti sammála. Ritstjóri og! ábyrgðarmaður: Úlafur Friðriksson. Prentsmiðjan Gutenberg,

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.