Morgunblaðið - 20.06.1950, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.06.1950, Blaðsíða 1
I 37. árgangm 127. tbl. — Þriðjudagur 20. júní 1950. PrentsmlBja Morgunblaðsin* | Þau haia skilið við kommúnisia Þá er röðin komin að dráffarvjelinni LONDON — Tilkynnt er frá Moskvu, að það hafi ekki verið Bandaríkja- maðurinn Holt, sem fann upp dráttarvjelina, heldur Rússinn Fodor Blinov. Blinov gerði uppfinn- ingu sína 30 árum áður en Iíolt fjekk hugmyndina. — Reuter. 1,222,580,000 WASHINGTON, 19. júní — Tvær af nefndum öldungadeild ar Bandaríkjaþings samþykktu í dag að mæla með 1,222,500,- 000 dollara aðstoðarframlagi, sem Truman 'orseti hefur farið fram á til eflingar Atlantshafs- bandalaginu. Af framlagi þessu er svo til ætlast, að bandalagið fái 1,000 milljón dollara, en Suðaustur Asía, Filippseyjar, Korea, Persía, Grikkland og Tyrkland 222,500.000 dollara. —Reuter. MYNDIN er tekin í flóttamannabúðum, þar sem nú dveljast margir af þeim unglingum, sem „stungu kommúnista af“, eftir ,,hvítasunnuhátíðina“ í Berlín. Þessir piltar og stúlkur — og hundruð fjelaga þeirra — notuðu tækifærið til að strjúka yfir á hernámssvæði Vesturveldanna og þverneita nú að snúa aftur til Austur-Þýskalands. <100 mil}. dollara fjárveit- ing til atomspreng junnar? Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. WASIIINGTON, 19. júní. — Fullyrt var hjer í Washington í dag. að Truman forseti mundi mjög bráðlega biðja Bandaríkja- þing um 300 milljón dollara aukafjárveitingu til þess að hraða vinnu við vatnsefnissprengjuna. Samtímis þessu er skýrt svo frá, að bandaríska þingið hafi nli fullan hug á að hraða mjög vígbúnaði Bandaríkjanna. Mun hermálanefnd öldungadeildar- innar þannig hafa heimilað fiotanum að verja 350 milljón- um dollara til þess að full- komna fyrsta atomknúða kaf- bátinn og önnur vopn, sem mik il leynd hvílir yfir. LONDON. 19. júní. — Umræð- ur hófust á ný í dag í breska neðri málstofunni um fjárlaga- frumvarp stjórnarinnar. Búist er við skjótri afgreiðslu frumvarpsins. —Reuter. Heimsmeislarakeppnin í knaftspyrmi LONDON, 19. júní. — Breska liðið, sem taka á þátt í heims- meistarakeppninni í knatt- spyrnu í Brasilíu, lagði af stað þangað flugleiðis í dag. Það mun há fyrsta leik sinn næstkomandi sunnudag, og keppir þá við Chile. —Reuter. Hermáíará^sfefna SYDNEY. 19. júní. _ Slim marskálkur, yfirmaður herfor- ' ingjaráðsins Breta, fer í dag til Canberra til viðræðna við her- varnaráð Ástralíu. Yfirmaður átsralska herfor- ingjaráðsins verður viðstaddur viðræðurnar. .—Reuter. Fiota og fiugæfingar Brefa og Grikkja LONDON, 19. júní. — Þrír grískir kafbátar, bresk og grísk herskip og flugvjelar hófu í dag sameiginlegar æfingar á Eyja hafi. Æfingar þessa.r eiga að standa yfir fram að mánaðamótum. Bandaríkjamenn afhenda bækistöð á Grænlandi „POLITIKEN" skýrir frá því 15. þ. m., að Bandaríkjamenn hafi ákveðið að flytjast úr einni bækistöð sinni á vesturströnd Grænlands. — Bækistöð þessi hefir verið nefnd Bluie West Eight. Bandaríkjamenn, segir danska blaðið, hafa þá aðeins tvær stöðvar eftir á Grænlandi. Johnson, Bradley ræða við IVIacArthur í Tokyo TOKYO, 19. júní. — Louis ’ Johnson, hervarnaráðherra Bandaríkjanna, og Omar Bradley hershöfðingi, yfir- maður bandaríska herfor- ingjaráðsins, en þeir eru nú staddir hjer í Tokyo, ræddu í dag við MacArthur hers- höfðingja, yfirmann hernáms liðs Bandaríkjamanna í Jap- an. Á morgun (þriðjudag) mun John Foster Dulles, ráðunautur Bandaríkjastjórn ar um utanríkismál, sitja fund með þeim Johnson, Bradley og MacArthur. — Ræða þeir möguleika á frið- , arsamningi við Japani. —Reuter. Páissgarður iordæmir riðarherferð‘ komna Þéir mundu ekki hika við að beita atomsprengjiunni Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter- RÓMABORG, 19. júní — Blaðið „Observatore Romana“ I Páfa- garði rjeðist í dag harðlega á hina svokölluðu „friðarherferð“ kommúnista, sem hófst í Stokkhólmi í s.l. mánuði. Lýstj blaðið því yfir, að þrír ítalskir bisliupar, sem kommúnistar fullyrð.j. að undirritað hafi friðarávarp þeirra, hafi sjálfir ncitað þessu. , Enginn kaþóliki" bætir blaðið við, „sem berjast vill fyrir friði, þarf að undirrita áskoranirnar, sem kommúnistar og banda-r menn þeirra hafa sarnið." Nehru á Ma!akkaskaga Skylda okkar. Blaðið segir ennfremur: „Við vinnum að friði, vegna þess að það er skylda okkar, og ef við gleymum þessu, getum við ekki haldið áfram að teljast til kristinna manna. „En kommúnistar þarfnast: ekki þeirra, sem síarfa fyrir friðinn á heimilum sinum, í þjóðf jelaginu, meðal þjóðanna. Þeir barfnast vjela; sem gegna, trúa og beriast samkvæmt fyr- irskipunum samviskulausra for ingja, sem jafnvel á rtjprgun, í nafni „verkalýðsins", mundu ekki hika við að sökkva veröld- inni í blóði, með öllum mögu- legum tækjum, þat á meðal atomsprengjunni“. Kveðjur þjóðhöBingja 17. júní ÞJÓÐHÁTÍÐARDAGINN 17. I júní bárust kveðjur til forseta KUALA LUMPUR, 19. júní. —] íslands frá Frederik IX. Dana- Nehru, forsætisráðherra Ind-! konungi, Mohammed Resa Pah- lands, kom í dag til Kuala lavi Iranskeisara, N. Svernilc Lumpur, en hann er nú í opin- berri heimsókn til Malakka- skaga. —Reuter. forseta forsætisráðs æðstaráðs Ráðstjórnarríkjanna og Harry S. Truman Bandarík.iaforseta. Bradley hershöfðingi. Ráðstefna um Schuman- áætlunina hefst í dag Fulitrúar irá Frakklandi, Belgíu, Hollanfi, Luxemburg, i'alíu og Vesfur Þýskalandi Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. PARÍS, 19. júní — Á morgun (þriðjudag) hefst hjer í París ráðstefna sú, sem franska stjórnin hefur boðað til um Schuman- áætlunina svokölluðu. Eftirfarandi lönd munu senda fulltrúa á ráðstefn- una: Frakkland, Belgía, Hol- land, Luxemburg, ítalía og Vestur-Þýskaland. Vestur-þýsku fulltrúarnir ræddu í dag við Adenauer for- sætisráðherra og tóku við fyr- irmælum hans. Þá var og boðað til þingmannafundar um ráð- stefnuna, og voru þar mættir um 100 þýskir þingmenn. Bretar munu ekki senda full- trúa á ráðstefnuna, en það er aðalinntak Schuman-áætlunar- innar, að þungaiðnaður Vestur- Evrópu verði sameinaður undir eina stjórn. Skyidi Sfalin fásf fil þen! MOSKVA, 19. júní — Æðsta ráð Sovjetríkjanna samþykkti í dag næð sam- hljóða atkvæðum að fara þess á leit við „ráðherra- ráðið“, sem er undir for- ystu Stalins marskálks, að það haldi óbreytt sfram að gegna stövfum ríkisstjóm- arinnar. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.