Morgunblaðið - 20.06.1950, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.06.1950, Blaðsíða 2
2 MORGVNBLAÐl® Þriðijudagur 20. júní 1950. 1' Ungir Sjálfstæðismenn eninnast 20 ára afmælis rneð hátíð á Þingvöilum Fu 1 llrúaráðsftindur n. k. fistudag ■LNGIR Sjálfstæðismenn efna til fjölbreyttra hátíðahalda á IÞingvöllum um næstu helgi í Jilefni af 20 ára afmæli Sambands vngra Sjálfstæðismanna. Fara hátíðahöldin fram í Valhöll og heíjast kl. 5 s.d. á laugardag. Daginn áður, eða n.k. föstudag, verður haldinn í Reykjavík jfulltrúaráðsfundur SUS og sitja hann fulltrúar frá fjelögum ngra' Sjálfstæðismanna úr fiestum kjördæmum landsins. — tvlun fundurinn marka stefnu ungra Sjálfstæðismanna í lands- trálum, og einnig verða skipulagsmál samtakanna rædd. jFuIltrúaráðsfundurínn * FulJtrúaráðsfundurinn hefst ikl. 10 árd. á föstudaginn. Mun ■þá formaður SUS flytja skýrslu um starfsemi Sambandsins og jgera grein fyrir því helsta, sem i.iú er á döfinni hjá samtökun- um. Á þessum fundi er einnig gert ráð fyrir því, að fulltrúar íiinna einstöku fjelaga flytji jstuttar skýrslur um starfsemi -sins fjelags. Að þessu loknu verður fund- arhlje, en fundur hefst aftur kl. i s.d. og verður þá rætt um ;: jórnmálaástarfdið og gerðar lyktanir í einstökum málum. Um kvöldið verða svo skipu- Sagsmál samtakanna rædd. — Vinnist ekki tími til að ljúka störfum fulltrúaráðsfundarins á fostudag, verður fundinum hald i'ó áfram á laugardagsmorgun, og lokið í síðasta lagi um há- iegi á laugardag. Hátíðin i Þingvöllum. Á Þingvöllum hefjast hátíða- höldin með fundi í Valhöll kl. '5 s.d. Munu þar ýmsir forustu- raenn Sjálfstæðisflokksins og tyrrverandi formenn SUS flytja ræður. Frá kl. 7 til 9 verður o.atarhlje, en þá hefst hátíðin ■ ð nýju. Flytur formaður SUS þá sfutt ávarp, en síðan verða ýmiss skemmtiatriði og að lok- am dansað til kl. 2 e. m. Þar sem hátíðahöldin fara ham í Valhöll, er ekki unnt að taka á móti nema takmörkuð- um fjölda fólks, en þegar er vitað um mikla þátttöku frá mörgum fjelögum ungra Sjálf- . íæðismanna víðs vegar að af landinu, er því alveg nauðsyn- iegt fyrir þá, sem ætla að taka þátt í hátíðahöldunum, að hafa - em allra fyrst samband við ; krifstofu Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og láta skrá sig, og þar verða einnig gefnar nánari upplýsingar um alla tilhögun Ihátíðahaldanna. Orðuveifingðr 17. júní FORSETI ÍSLANDS hefur þann 17. júní í tilefni komu söng- :fiokks frá konunglegu óperunni ,í Stokkhólmi sæmt eftirtalda menn fálkaorðunni: Joel Berglund óperustjóra og .Arthur Hilton framkvæmda- ,stjóra óperunnar, stórriddara- ikrossi og Kurt Bendix, riddara- kirossi. Þá sæmdi forseti íslands «ama dag eftirtalda menn ridd- arakrossi fálkaorðunnar: Bjarna Snæbjörnsson, lækni, Hafnarfirði, Ölaf H. Jónsson, Tbónda, Eystri-Sólheimum í Mýrdal, Ríkarð Jónsson, mynd- höggvara og Tómas Jónsson, Uorgarritara, Reykjavík og Þor- iAein Þorsteinsson, alþingis- og ■oýslumann. Dalasýslu. V.'ASHINGTON — 21 unglingi — 10 piltum og 11 stúlkum —• írá 18 Evrópulöndum hefur verið Þoðið til sex víkna dvalar í jBandaríkjunum í sumar. Norrænir kirkju- málaleiðlopr á ísiandi NÝLEGA komu til landsins fimm kirkjumálaléiðtogar : af hinum Norðurlöndunum. Þeir eru dr. Manfred Björkquist, Stokkhólmsbiskup, Kristian Hansson, skrifstofustj. í norska kirkjumálaráðuneytinu. próf. Regin Prenter frá guðfræðideild inni við háskólann í Árásum, Vaino Marijanen, prófastur í Abo í Finnlandi og Harry Jo- hansson, forstöðumaður við eku menisku stofnunina í Sigtún- um í Svíþjóð. Kirkjuleiðtogar þessir eru hingað komnir á veg- um ekumenisku stofnunarinnar, en það eru samtök, sem vinna að því að sameina kirkjur hinna ýmsu landa. Þeir munu sitja hjer kirkjuþing og flytja fvrirlestra. Á sunnudaginn kem ur mun Björkquist Stokkhólms biskup prjedika í Dómkirkjunni og prófessor Regin Prenter í Laugarneskirkj u. Fyrirlestur dr. Hurwifz um ákvörð- un refsinga í GÆR flutti erindi í hátíðasal Háskólans hinn kunni refsirjett arfræðingur dr. jur. Stephan Hurwitz, prófessor við Kaup- mannarhafnarháskóla. Fjallaði erindið um ákvörðun refsinga. Hann gat þess að kenningar refsirjettarfræðinga nútímans um tilgang refsingu væru, að hún ætti að miða að því að draga úr afbrotum, bæði al- rnennt og einnig bægja hverj- um einstökum afbrotamanni frá því að drýgja afbrot í annað sinn. En í reyndinni kemur .refsing oft fram sem einskonar hefnd og hegning. Refsing er ákveðin í samræmj við það, hversu af- brotið hefur verið hættulegt eða valdið miklu tjóni. Taldi dr. Hurwitz. að þetta stafaði af því að refsifræðin hefði ekki enn komist að neinum endanlegum niðurstöðum um, hvernig á- kvarða bæri refsingar í þeim tilgangi einum að hindra frek- ari afbrot. Hann gat síðan ým- issa nýjustu kenninga um þetta efni, en ekki væru þær óbrigð- ular. Dr. Hurwitz sagði að afbrota- fræði (kriminologi) væri helsta leiðin til að rannsaka, hvaðá á- hrif refsingar hefðu á afbrota- mann. Hann gat þess, að um nokkur ár hefðu verið haldnar í Bandaríkjunum nákvæmar Framh á bK 8. ÞjóðhálíðahöEdin úti á iandi ÚT um land var þjóðhátíðardags- ins víða minnst, svo sem venja er til. Yoru þar ræður fluttar. sung- ið, upplestur, dansað o. fl. Víða var keppt í íþróttum og er sagt frá helstu úrslitum í þeim á öðr- um stað í blaðinu. Akureyri Þjóðhátíðin á Akureyri fór fram á sjerstöku hátíðasvæði við íþróttahúsið, en þangað kom um 1500 mann skrúðganga, laust fyr- ir kl. 2 er hátíðin hófst með sjer- stakri fánahyllingu skátanna. Þá voru ræður fluttar, og flutti Brynleifur Tobíasson lýðveldis- ræðuna. Milli ræíkia og af og til sungu karlakórarnir og lúðra- sveitin ljet og til sín heyra. Um kvöldið var dans stiginn á Ráð hústorginu og í samkomuhúsun- um. Bændaglímu háðu Akureyring- ar við Þingeyinga og unnu Þing- eyingarnir. —• Þá sýndi kvenna- flokkur leikfimi. Keflavík 17. júní-hátíðahöldin x Kefla vík hófust laust eftir hádegi við Fánastöngina -— fáni er aðeins dreginn þar að hún á þjóðhátíð ardaginn klukkan 2, og er kjör- in til þeirrar athafnar einhver sá, er þjóðhátíðarnefnd vill sjerstak lega heiðra. Að þessu sinni var það yngsti skipstjórinn og um leið sá aflahæsti á síðustu vertíð, Óskar Ingibergsson, skipshöfn hans af m.b. Ólafi Magnússon, bar fánann í skrúðgöngu að stönginni og stjórnuðu skátarnir því. Á meðan fáninn var borinn að stönginni söng kirkjukórinn fsland öðrum skorið — nákvæm- lega klukkan 2 var svo fáninn dreginn að hún og mun það vera stærsti fáni landsins (8 metra langur), á eftir var svo þögn í 1 mínútu, sem rofin var með þjóð söngnum. — Var þessi athöfn öll mjög hátíðleg og virðuleg. Þessu næst flutti Hermann Eiríksson, skólastjóri, ræðu fyrir minni dagsins. Þá hófst guðsþjónusta. Að lokinni guðsþjónustu hófst kappleikur á íþróttavellinum. Hafnarfjörður Þjóðhátíðarhöldin í Hafnarfirði eru þau fjölmennustu, sem þar hafa farið fram, enda mættu all- ir, sem vetlingi gátu valdið. Hóf- ust þau við Ráðhústorgið en síðan fór þar fram íþróttakeppni, að henni lokinni var gengið í skrúð- göngu að Hörðuvöllum, en þar fór aðalhátíð dagsins fram. Var skrúðgangan afar fjölmenn og margir fánar í henni bornir. Að- alræðuna flutti Emil Jónsson, alþm., en síðan fóru fram ýmis- konar skemmtiatriði og karlakór- ar sungu. Um kvöldið var svo stiginn dans á Strandgötunni og dansað af fjöri miklu. Ilúsavík Þjóðhátíðin hófst með skrúð- göngu um bæinn og söng karla- kórinn við sjúkrahúsið. — Síðan var messa hlýdd í kirkjunni. — Aðalhátíðin fór fram á Höfðan- um. Þar flutti aðalræðuna Júlíus Havsteen. Þá gekk fram Fjall- konan og flutti kvæði. Karlakór- inn söng á milli ræðna og skemti- atriða. Hófust þess næst skemti- íþróttir ýmiskonar og um kvöld ið var dansað á Hafnaruppfyll- ingunni og í samkomuhúsunum. ísafjörður Þjóðhátíðin fój- fram á hand- knattleiksvelli íþróttabandalags ísfirðinga og flutti formaður bandalagsins, Haraldur Steinþórs son. aðalræðuna. Síðan hófst í- þróttamótið, sem var aðaluppi- staðan í hátíðahöldum dagsins, er lauk með almennum dansi í öllum samkomuhúsum bæjarins. álíðinni varS ÞJÓÐHÁTÍÐARDAGSINS rnunu tugir þúsunda bæjai'búa lengi minnast. Þann dag var hjer í bænum óvenjuleg veður- blíða. Allan daginn og langt fram á nótt, voru þúsundir prúð búinna Reykvíkinga á stjái á götum borgarinnar, en hámark- inu mun mannfjöidinn hafa náð um kl. 10 um kvöldið. Var þá giskað á að um 25 þúsundir manna væru á Arnarhóli, Lækj artorgi, og nokkrum aðliggjandi götum. Munu aldrei fyrr, jafn- margt fólk hafa verið saman- kornið við mannfagnað hjer í bænum. Hvert einasta atriði í hátíða- höldunum fór fram samkvæmtj Jóns Sigurðssonar forseta, vai? með athöfn lagður blómsvelgui’ frá foi'seta íslands. í nafni for- seta, sem dvelst erlendis, lögða hann handhafar forsetavaldsins forsætisráðherra, forseti Hæsta rjettar og forseti Sameinaðs Al- þingis. Um nónbil lauk athöfninni á Austurvelli og var þá gengiðS suður á íþróttavöll. Svo seiw venja er til, var staðnæmst við> leiði Jóns Sigurðssonar. Voru þar lagðir tveir blómsveigar. Annar frá Reykjavík, en hinw frá ÍSÍ og íþróttamönnuru landsins. Frá íþróttamótinu ext skýrt á öðrum stað hjer í blað- inu. JÓN PÁLMASON, forseti Sameínaðs þings, leggnr blómsveig við minnismerki Jóns Sigurðssonar. (Ljósm. Mbl.: Ol. K. M.> áður gerðri áætlun. Var fólk yfirleitt mjög ánægt með skemti atriðin, enda vel til vandað og allir í þjóðhátíðar- og sólskins- skapi, svo sem vera bar. Fánum skreyttur bær Bærinn var allur fánum skreyttur og í Miðbænum var ýmiskonar fánaskreytingum komið fyi'ir, svo sem venja er til. Það þótti t. d. mjög áferðar fallegt, að breiðir borðar, í ís- lensku fánalitunum, voru hengd ir á hin veglegu götuljósker í Lækjargötunni. Þetta þótti smekklegt. Á Austurveiii Hjer verða ekki taldir í röð einstakir liðir þjóðhátíðardags- skrárinnar, þar eð þess gerist Flóttafólk til Bandaríkjanua. WASHINGTON — Truman for- seti hefur staðfest lög, sem heim- ila 340,000 flóttamönnum að fá sjer búsetu í Bandaríkjunum. — Áður hafði innflytjendatalan verið bundin við 205,000. Arndís Björnsdóttir á svölum Alþingishússins. ekki þörf. En þeir, sem komu fram við hátíðahöldin, leystu sín verk vel af höndum. Skrúð- göngurnar úr Austur- og Vestur bænum voru sem vænta mátti afar fjölmennar og varð mikil þröng manna á Austurvelli, þar sem aðalhátíðahöld dagsins fóru fram. Flutti Steingrímur Steinþórsson forsætisráðherra, þjóðhátíðarræðuna af svölum Alþingishússins. Við fótstall Kvöldskemmtun á Arnartióii og Lækjaríorgi. Um kvöldið klukkan rúmiegcí átta, hófst á Arnarhóh aðai- skemmtun þjóðhátíðardagsins^ en þar flutti Gunnar Thorodd- sen borgarstjóri, ræðu. — Þ& söng Sigurd Björlíng óperu- söngvari, nokkur lög við miklat hrifninéu og auk þess komu fram Pjetur Jónsson og Guð- mundur Jónsson og loks Þjóð— kórinn, Karlakórarnir Fóst- bræður og Karlakór Reykja- víkur. Klukkan að ganga 11 hófst svo útidansleikur á Lækjartorgf og suður við Mæðragarðinn víS Lækjargötu. Hefir ekki á öðr- uni þjóðhátíðum hjer í faænum, verið jafn almennt tekið þátt í dansinum. — Áhorfendur vora mjög margir og stóðu þeir upp< við Stjórnarráð, í Bankastræt- inu, í Lækjargötunni og víðas , þar sem sjá mátti vel yfir. —» Var þarna samankomið þvílíkfe mannhaf, að ekki hefir annaf eins fjöldi sjest hjer samankom- inn. Sögðu gárungarnir, að svo þrönvt væri, að ekki væri rúm. til að þurka af sjer danssvitanra og yrði að fara upp á Arnarhóí! til þess. Á danssvæðinu. Dansað var af miklu fjörí fram til kl. 2 um nóttina og ali- an tímann var þarna gífurlegur* mannfjöldi. Börn voru jafnve! svo lengi og söfnuðu drengirnir saman gosdrykkjarflöskur.i og seidu þær síðan fyrir sæigæt?. í næsta veitingatialdi. Mikla ánægju vakti það, að lúðrasveit var ekið um nokkrar götur Miðbæjarins á stórum, skreytt- um vöruvagni og Ijek h-úrí göngulög, en dansfólkið fylgdi á eftir. — Ekkí bar mikið á Ölv- Framhald á bls.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.