Morgunblaðið - 20.06.1950, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.06.1950, Blaðsíða 6
9 MORdUWBLAÐIB Þriðijudagur 20. júní 1950. JttagmiHðMfc Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. I Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgSarm.J Frjettaritstjóri: íyar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ristjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Áskriftargjald kr. 14.00 é mánuði, innanlands. 1 lausasölu 80 aura eintakið. 85 aura með Lesbók. Fögur er hlíðin I FYRSTA hefti nýja Stefnis, tímarits Sjálfstaeðismanna ritar Árni G. Eylands mjög merka grein um landbúnaðinn, iem hann nefnir: Fögur er hlíðin. Slíhar hugvekjur eiga erindí til margra. Árni bendir á, ,,að nú er svo komið, að þjóð vor er eigi lengur bændaþjóð, nerna að litlu Ieyti. Nú býr eigi nema Vs hluti þjóðarinnar í sveitum og fæst við búskap, og af starfsorku þjóðarinnar er jafnvel talið, að ekki sje nema 1/7 hluti landsmanna bændalýður. Á þetta að halda þannig áfram?“ Grein Árna stefnir að því að rökstyðja að þetta megi ekki og þuríi ekki að halda svo áfram. Hinsvegar er honum ljóst að það þarf margt að breytast til betra, ef svo á ekki að verða. Hann bendir á, hversu hjeraðaskólarnir hafa brugðist hlutverki sínu og segir m. a.: „Ótrúlega mikill fjöldi af nemendum hjeraðsskólanna hefur í raun og veru lokið þar burtíararpróíi úr sveit sinni og úr bændastjettinni.“ í grein sinni vekur Árni athygli á hugvekju um landbún- aðinn, sem hinn merki stjórnmálamaður, Jón Þorláksson, ritaði fyrir 22 árum. Skulu orð Jóns tilfærð hjer, þar sem þau eru vissulega lærdómsrík. Hann segir: „Það er nú viðurkennt af öllum hugsandi mönnum í land- inu, að næsta og stærsta verkefnið, sem fram undan liggur a sviði efnahagsmálanna er viðreisn landbúnaðarins. Fram- kvæmd þeirrar hugsjónar er margtþætt mál, og engin úr- iausn í'æst utan með samstarfi einstaklinga og þjóðfjelags- heildar. Veigamesta þáttinn í viðreisnarstarfinu verða þó einstaklingarnir að leggja til. Þeir verða í rauninni að vinna allt verkið. Bændastjettin verður sjálf að rækta jörðina, ala upp kvikfjeð og byggja húsin yfir menn, skepnur og jarðargróða á bændabýlunum. Ef bændastjettin í Víðustu merkingu, þ. e. vinnandi fólkið í sveitunum, ekki vinnur þe:si verk, þá verða þau ógerð En það er þjóðíjelagsheild- arirmar að gera þær ráðstafanir, sem þarf til þess að rækt- unin, ef rjett er framkvæmd, geti borið arð, þar á meðal fyrst og íremst að leggja hjálp til nauðsynlegra samgöngu- bóta, svo að afurðum jarðarinnar verði fundinn markaður. svo að bióðrás viðskiftalífsins geti líka náð til bændabýl tr.na úti um allar sveitir lands Öllum forvígismönnum landbúnaðarins er það ljóst, að búnaðurinn verður að taka stórkostlegum breytingum, til þess að komast í hliðstætt horf við aðra nútíma-atvinnuvegi. Ræktun jarðarinnar þarf að verða undirstaða búskaparins, og það fullkomin jarðrækt. Húsun býlanna er annað mikla viðfangsefnið. Það verður að ætlast til mikils af þeirri kyn- slóð bændastjettarinnar, sem kemur íslenska landbúnaðin- um í fullkomið nútímahorf, eftir kyrrstöðu 30 kynslóða. Hugur ræður háífum sigri, segir máltækið og er alveg satt. Ef bænddastjettin fær sig ekki til að trúa því, að hún geti innt af hendi viðreisnarstarfið, þá gerir hún það ekki heldur. Þá halda bændurnir áfram að senda börnin sín til sjópiássanna jafnóðum og þau eru orðin vinnufær, og þar með stendur allt í stað. Ótrú eða veik trú á landinu og kost- um þess er gömul í garði hjá okkur, og þótt hún hafi hjaðnað öálítið síðustu áratugina, þá er afar auðvelt fyrir hvern, sem vill að magna þann þjóðaranda aftur, einkanlega ef ; r .erði hallar eitthvað í bili. Og einmitt núna síðustu árin er þaö orðin tíska sumra manna, sem standa svo framarlega, t.ö orðum þeirra er gaumur gefinn, að reyna að koma sjer i mjúkinn hjá bændastjettinni, með því að tala fögur orð rí þá nauðsyn á viðreisn landbúnaðarins, sem allir eru s mmála um, en reyna jafnframt að læða inn þeim skoð- unurn, að auðvitað geti þessi viðreisn ekki borið sig, ef lán sjeu tekin til hennar, þá sje ómögulegt að greiða fulla vexti aí þeim, ekki tjái að hugsa sjer neitt gjört til umbóta' á bý.’unum nema styrkveiting komi til, o. s. frv. Útbreiðsla og efling þessarar gömlu ótrúar á kostum landsins er versta verkið, sem nú er verið að fremja hjer í landinu.“ Það er næsta eftirtektarvert að lesa þetta nú, eftir 22 áif A.ugljóst er, að betur væri komið, ef sama trú á hlutverki landbúnaðarins hefði víðar ríkt en hjá Jóni Þorlákssyní og s .ma festa í skoðunum. Víhmii thrifa: R QAGLEGA LÍFINU SANNKÖLLUÐ ÞJÓÐHÁTÍÐ SJALDAN hefir verið almennari þátttaka í í hátíðahöldum 17. júní, en einmitt í ár. Er það fyrst og fremst veðrinu að þakka. því betra gat það ekki verið hjer í Reykjavík og ná- grenni. Gaman var að horfa á fólkið dansa á Lækj- argötunni og Lækjartorgi. Allir í góðu skapi og ekki nema einn og einn dóni, sem gerði sitt til að eyðileggja gleðina fyrir hinum. En þær tilraunir munu ekki hafa tekist. — Drykkjulæti sjást nú svo að segja ekki 17. júní, því það þorir enginn að brjóta helgi dagsins. KUNNUM ILLA VIÐ OKKUR í HÓP EKKI var hægt að gera við því, að til þrengsla kom sumstaðar á götuhornum, bæði kring- um dansinn og á Arnarhóli. Furðulegt er að sjá, hvernig fólk hagar sjer, þegar það lendir í þrengslum á götum úti. Það grípur sumt fólk eitthvert æði, — sennilega það, sem kallað hefir verið inni- lokunartilfinning. Fólkið ryðst eins og það getur og virðist hafa það eitt í huga að komast út úr þvög- unni, hvað sem það kostar. • UNGLINGARNIR VERSTIR MEST ERU óþægindin af unga fólkinu í troðn ingi. Flestir unglingar baða út öllum öngum, ýta og pústra, sem mest þeir mega. Aldrei heyrist unglingur í Reykjavík biðja afsökunar, þótt hann hrindi fólki til, eða troði því um tær. Og það er svo sem ekki bara á þjóðhátíð- um, sem Reykvíkingar troða á hvers annars tám og hrindast á. Þetta skeður á hverjum degi, t. d. í kvikmyndahúsunum, þegar farið er inn og út og í hinum dæmalausu hljeum • VANIR AÐ HAFA VÍTT TIL VEGGJA SÁLFRÆÐINGAR gætu ef til vill skýrt þessa óþægilegu tilfinningu, sem virðist grípa ís- lendinga í margmenni. Kannske er það vegna þess, að við höfum lifað í þúsund ár í landi, þar sem ekki hefir verið þröngt um okkur. Hjer hefir verið hátt til lofts og vítt til veggja í íslenskum fjallasölum. • HIN SÁLRÆNA SKÝRING ÞETTA KANN að vera fullkomlega gild sál- sálræn skýring á því, að við högum okkur eins og ruddar á mannamótum. En hitt verð- um við að gera upp við okkur sjálf, hvort rjett væri að taka upp lífsvenjubreytingu i þessu efni, eða ekki. Þá verður að koma því inn hjá æskulýðn- um að hann komist ekki lengra í lífinu, eða fljótar með því að hrinda og vaða blint inn í hópinn. Heppilegra sje að taka allt með gát. • . i VEL SKREYTTIR VERSLUNARGLUGGAR MARGIR kaupmenn í bænum skreyttu sýn- ingarglugga sína einkar smekklega á þjóðhá- tíðardaginn. Höfðu margir lagt mikið efm og fyrirhöfn í þetta verk, en það setti sinn svip á borgina og hátíðablæ mikinn. Götuskraut var yfirleitt allsstaðar smekk- legt mjög og þjóðhátíðarnefndinni til sóma, hvernig gengið var frá öllu. Umgengni al- mennings var einnig með ágætum og til sóma. En minna má flaggstangareigendur á, að ekki þykir það kurteisi, nje virðing við fán- ann að hafa hann að hún eftir miðnætti. • IIVERSVEGNA ÞARF AÐ ÞOLA .? GAPANDI rúsirnar við Kirkjustræti og Tjarnargötu, sem búnar eru að standa til stórskammar og lýta, á þriðja ár — trassa- skap bifreiðaeftirlits ríkisins, eða þeirra manna sem þar stjórna, að þeir hlýða ekki að láta gera ný merki og hversvegna er þolað að fótgangandi brjóta, æ ofan í æ, umferðar- reglur við ljósmerkin, en bifreiðastjórar eru tafarlaust sektaðir fyrir samskonar brot, ef til þeirra sjest? Sextíu ára leikafmæli Friðfinns Ouðiónssonar FRIÐFINNUR GUÐJÓNSSON er elsti leikari landsins. í haust verður hann áttatíu ára, í dag, 20. júní, á hann sextíu ára leik- afmæli. Tvítugur stóð hann á leiksviðinu á Akureyri í hlut- verki Vífils í söguleikriti Matthí- asar, Helga magra, sem Eyfirð- ingar sýndu 20. júní 1890 til að minnast þúsund ára byggðar í Eyjafirði. Góðu heilli ílendist Friðfinnur á leiksviðinu og nú er röðin komin að okkur að minn ast sextíu ára landnáms hans þar. Unga kynslóðin á ef til vill nokkuð erfitt með að átta sig á þýðingu Friðfinns fyrir íslenskt leiksvið. Síþustu árin hefir hann sjaldan sjest á leiksviðinu, en þó nokkrum sinnum hefir hann látið til sín heyra í útvarps-hlut- verkum. Veturinn 1935 og ’36 kvaddi Friðfinnur í raun og veru leiksviðið með því að leika Klinke sinnepskaupmann í Spanskflugunni, eitt sitt besta hlutverk, og eftir það hefir hann aðeins leikið tvö ný hlutverk. — Grímur innheimtumaður í Jósafat eftir Einar H. Kvaran er í rauninni lokahlekkurinn í ó- rofinni keðju um 150 hlutverka með sterkum persónulegum ein- kennum og langflest með sjer- kennilegum listblæ, sem gerir skýlt og bjart um nafn Friðfinns í hugum hinna eldri, er nutu list- ar hans meðan hann var upp á sitt besta. Persónutöfrar Friðfinns Guð- jónssonar sem leikara birtast fyrst og fremst í framúrskarandi skýrum og góðum raddfærum, viðbragðsflýti og glöggu auga og kímni, sem aldrei bregst. En allt þetta gefur samt ónóga hugmynd um þýðingu Friðfinns fyrir ís- lenskt leiksvið. Vitaskuld hefir hann afkastáð miklu starfi fyrir leiksviðið öll þessi ár og svo er rríildrí forsjón fyrir að þakka, að bæði hann og Gunnþórunn Hall- dórsdóttir eru í leikendatölu Þjóð Gunnþórunn og Friðfinnur. leikhússins á vígsludegi og hnýta þannig saman fortíð og nútíð. Og er þó enn ótalin þýðing hin mesta, sem Friðfinnur hefir fyrir íslenskt leiksvið. Hún felst í of- ur einföldum hlut. Hann kann að leika sitt eigið þjóðlíf. Fá dæmi um þessa kunnáttu Friðfinns verða talin skýrari en meðferð hans á hlutverki Jóns bónda í Fjalla-Eyvindi, þessu litla hlutverki, sem kemur fyrir í einum þættinum og síðan ekki meir. Friðfinnur hefir leikið það frá fyrstu sýningu leiksins hjer í Reykjavík og leikur það í kvöld í 118. sinn, þegar 4 afmælissýn- ingar á 2. þætti Fjalla-Eyvind- ar 1946 og ’47 eru taldar með. Gagnrýnandi eins og Bjarni frá Vogi, ljet svo um mælt eftir fyrstu sýningu leiksins, að sig fýsti til að kynnast betur karli þessum, Jóni bónda, góðglöðum í rjettunum ,og skáldið sjálft, Jó- hann Sigurjónsson, undraðist, er hann sá Friðfinn, hve mikið mætti fá út úr svo litlu hlutverki. Það, ’sem Friðfinnur fær út úr hlutverkinu, er hvorki meira nje minna en heilsteypt mannlýsing. Engin áhersla er röng, hvovki viðbragð nje handbragð falskt. Allt er hnitmiðað við íslenskan búandmann, afdalabónda, sem gleðst í hjarta og sinni yfir gróð- mætti moldar og sólar, sem æ fær ungu frjóvi líf. Sagan af kálfinum er kraftaverkasaga, jafn sjálfsögð og trúin á forustusauðinn og hvor ugt er skrök hjá Friðfinni. Hann handleikur svipu og hnakk, stút og hákarl af íþrótt. Allt er sund- urgerðarlaust og sjálfsagt í hon- um og á, lífsins gæði ekki undan- skilm, lconan, hákarlinn og brennivínið. Krafan, sem Matthías Jochums son gerði til íslenskra leikara 1879 er enn í fullu gildi sínu. — Hann sagði: ,,Ef dramatísk konst á ekki að verða til tómrar, ef ekki tvíræðrar skemmtunar, ef hún á að verða list, sem menntar, fegr- ar og íullkomnar þjóðlífið — eins og öii konst á að gjöra — þá verða menn að læra'að leika sitt egið þjóðlíf“. Fnðfinnur Guðjónsson hefur . með öllu starfi sínu á leiksviðinu sýnt hvers virði það er að verða við þessari kröfu. Það er þýðing hans hin mesta fyrir íslenskt leiksvið. L. S. Endurreisnln í Burma RANGOON, 19. júní. — Fram- leiðslustörfin í Burma eru nú smásaman að færast í eðlilegt horf, én stöðugur innanlands- ófriður undanfarin ár hefur mjög tafið fyrir endurreisn landsins. í dag var tilkynnt, að timbur væri aftur tekið að berast til Rangoon frá helstu timbur- framleiðsluhjeruðum landsins cg í, undirbúningi er að byrja á igullgreftri á ný. —Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.