Morgunblaðið - 20.06.1950, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.06.1950, Blaðsíða 12
' rCÐURÚTLIT. FAXAFLÓIt N-stinningskaldi, LjcttskýjaS. FRÁSÖGN af þjódhátíðinni 17q júní. Bls. 2.__________________] 4 'j JÖRUTÍU og sjö íslendingar vcrða æfðir til að taka við flug- ttmferðarstjórn og öðrum stöðum á Keflavíkurflugvelli í stað Bandaríkjamanna, sem nú hafa þau störf með höndum. Þar af fara 27 á námskeið í Bandaríkjunum og hafa tveir íslendingar þegar lokið námi í flugumferðarstjórn vestra, en fjórir eru við liáiri í Ameriku. Samkvæmt Keflavíkursamningnurn ' Þessi áætlun er í samræmi úið Keflavíkursamninginn, sem gerður var við Bandaríkja- rnenn 1946, þar sem svo er rheðal annars ákveðið, að kenna r kuli íslendingum störf við flug . vallarstjórn með það fyrir aug- úrn, að íslendingar taki sjálfir við rekstri vallarins. Gert er ráð fyrir að þessir 47 Islendingar hafi lokið námi á liremur árum og nær náms- cætlun þeirra yfir tímabílið frá 1949—1951. fTveir liafa lokið námi Tveir íslendingar hafa þegar lokið námi í Bandaríkjunum og eru þeir komnir í störf á Kefla- vikurflugvelli. Eru það þeir Bjarni Jensson og Guðj. Bjarna son. Vornþeir á fjögra mánaða námskeiði vestra og stóðust próf með ágætum. Hinir fjórir, sem þegar eru byrjaðir nám vestra eru Júlíus Jóhannesson frá Akur- fcyri, Stefán Linnet, Jóhann Guðmundsson og Guðmundur Matthíasson, allir frá Reykja- vík. Allt eru þetta ungir menn '• aldrinum frá 23 til 27 ára. — ÍNámskeiðin í Bandaríkjunum í.tanda yfir frá 7 vikum upp í 15 mánuði, eftir því hvaða störf piltunum eru ætluð er þeir l:oma heim. 20 manns fá æfingu hjer á Keflavíkurflugvelli og verða teknir á námskeið eftir því, sem við verður komið á næstunni. Önd fjekk „lögreglu- aðsfoð" á Lækjar- forgi í gær Sænsku söngvar- arnir kveðja .4ÆNSKI óperusöngflokkurinn sýndi í gær kl. 4 í síðasta sinn Brúðkaup Fígarós“. Að sýn- ingu lokinni gekk fram Guð- ‘augur Rósenkrans, þjóðleikhús ntjóri. Avarpaði hann sönggest- •’ ia, þakkaði þeim fyrir kom- xina. Afhenti hann Kurt Bendix híjómsveitarstjóra blómkrans '"■g söngvuru.m blómvendi. Að •olium bað hann áhorfendur að hrópa ferfalt núrra fyrir söng- gestunum. Stðan ljek svmfóníu hljómsveitin sænska þjóðsöng- inn. Þvínæst tók til máls Albin Johansson, formaður sænsku óperunnar. Hann þakkaði fyrir bann mikla heiður. sem íslenska Þjóðleikhúsið hefði sýnt : ænsku óperunni, með því að bjóða henni í þessa fyrstu gesta söngför. Einnig bakkaði hann raikille°,a þær góðu viðtökur, sem Svíarnir hefðu hlotið hjer. Athöfninni lauk með því, að K-ikinn var íslenski þjóðsöngur- i.m. í gærkvöldi var sænsku söngv urunum haldið skilnaðarhóf að Kótel Borg. Var þar glatt á l jalia, söngur og ræðuhöld. Svíarnir fara snemma í dag til Pvlbióðar, flueleiðis með Geysi, Lugvjel Loftleiða. MJÖG óvenjulegir vegfarendur lögðu í gærdag leið sina um Miðbæinn. Vöktu þeir mikla at- hvgli og aðdáun þeirra sem þá sáu. Þetta var stolt önd með átta fallega unga sína. — Lögreglúmenn og borgarar, að- stoðuðu þessa fallegu f jölskyldu við að komast suður á Tjörn. Öndin mun hafa verpt í húsa garði einhversstaðar við Lind- argötúna. í gærd.ag vildu ung- arnir óðir og uppvægir komast í vatn. Vappaði öndin af stað norður Lindargötuna, út á Arn arhólstúnið, har byrjuðu erfið- leikarnir. BíLiumferðin fram- undan var svo æðisgengin, að öndin sá ekkt á hvern hátt hún myndi geta komist með ung- ana klakklaust suður á Tjörn. — Og þarna stóð hún með ung- ana, sem hver í kapp við ann- an heimtuðu að komast í vatnið, þeir fengu ekki skilið, að hætt- ur væru bví samfara að kom- ast þangað. En öndin vissi hvað að henni sneri, um þau tíðu umferðaslys hjer í bænum. Og ógjarnan vildi hún hafa á sam- viskunni átta. andarungalíf, og var því betra að fara sjer að engu óðslega, hugsaði önd- in, þegar hún horfði á alla bíl- ana. En nú kom hjálpin. — Ungir menn buðust til að hjálpa henni. Hún átti fvrst í stað erfitt með að skilja þessa góðsemi mannanna og snerist til varnar. — Þeir ráku hana af stað út að Hverfisgöt- unni. Hræðsla ungnnna varð nú meiri og meii i Yfir gctuna kom ust þau öll, og út í garðinn við Stiórnarráðið. Þar barst meiri hjálp. Komu tveir lögregluþjón ar og nú komst verulegur skrið ur á ferðalagið suður á Tjörn. Grænt ljós kveiknaði Öndin gekk öruggum skrefum vfir og ungart^r í haiarófu á eftir. — Var nú auðvslt að komast það sem eftir var. vegna góðrar að- stoðar lögreglu og góðra hjálp- samra manna. Nokkrum mínút- um síðar lagði öndin á sund með hinn fríða barnahóp sinn, eftir margháttuð og taugaæs- andi ævintýri í Miðbænum. MYNDIN er tekin er skemmtiatriðin fóru fram á Arnarhóli. Frásögn af hátíðahöldunum hjer í Reykjavík og annars staðar er á bls. 2. (Ljósm; Mbl.: Ól. K. EL> KR ÍSLANOS- MEISTARI1950 Vann Fram með 1:0 ÚRSLITALEIKUR íslandsmóts ins fór fram í gærkvöld. Att- ust þar við KR og Fram. Leikar fóru þannig, að K.R. bar sigur úr býtum með 1:0 og vann ís- landsmeistaratitilinn 1950. — Þetta er í 13. sinn, sem KR verð ur íslandsmeistari. Fram hefur einnig unnið titilinn 13 sinnum, Valur 11 og Víkingur 2. Lokastaðan cr þessi: L U J T Mrk St KR...... 4 2 2 0 7:3 6 Fram .... 4 2 1 1 8:4 5 ÍA ....... 4 0 3 1 6:7 3 Víkingur .4112 8:11 3 Valur .... 4 1 1 2 5:9 3 * ^ Tyrkneskur prins á skemmtiferðalagi Vlaður drukknar á Viðeyjarsundi Heimdeliinqar fara í gróðursefningarför inn í Heiðmörk á morgun HEIMDALLUR, F.U.S., efnir til annarar skógræktarfarar inn í Heiðmörk á morgun kl. 5 V2, ef veður leyfir. Eins og áður hef- 1 ur verið getið um, var fjelaginu 1 úthlutað landi í Heiðmörk í vor og hafa verið áettar niður barrplöntur þar nú í síðustu viku. Verður því haldið áfrarn á morgun. Prins Osman Fuad. í GÆR kom hingað til lands með Heklu frá Skotlandi prins Osman í’uad, sem er af hinni gömlu tyrknesku soldánaætt Osmanna. Ef þessi ætt væri enn við ríki í Tyrklandi væri prins Fuad ríkiserfingi Tyrklands. — Hann er nú franskur ríkisborg- ari og er hann hjer á skemmti- íerðalagi. ÞAÐ slys vildi til á Viðeyjar- sundi aðfaranótt 17. júní, að Ingólfur Matthíasson, stöðvar- stjóri, í Gufunesi, drukknaði. Ingólfur hafði farið ásamt bróð- ur sínum til fiskveiða á smá- bát. Fóru þeir bræður upp 1 mannlaust skip, sem lá á sund- inu. en bátur þeirra losnaði frá skipinu og rak frá því. Ingólfur kastaði sjer þá til sunds til að ná í bátinn. en hafði áður sett á sig björgunarbelti. Allt 1 einu sá bróðir hans, sem beið í skip- inu, að Ingólfi fataðist sundiðf og að höfuð hans hnje niður í sjóinn. Bróðir Ingólfs setti þá einnig á sig belti og kastaði sjer í sjó- inn, þótt hann kynni ekki að synda. Tókst honum að ná bátn um og ná Ingólfi upp í bátinn, en þá var Ingólfur látinn. Bana- mein hans var hjartabilun. IngóHur Mat.thíasson var son ur Matthíasar Ólafssone \ fyrr- um alþingismanns. Har 1 lætur eftir sig konu og þrjú nörn. ' ‘ Sjúkraflug meS hraða Á LAUGARDAGINN var fár- veikur sjúklingur fluttur flug- leiðis frá Skálmarnesmúla á Barðaströnd til Reykjavíkur. — Maður þessi hafði fengið slærnt botnlangakast og lá lífið við að honum yrði komið sem fyrst á sjúkrahús. Aðstandendur hans hringdu til Flugfjelags íslands, sem sendi þegar vestur Kata- línaflugbát sinn. Flugstjóri var Anton Axelsson. Gott var í sjó, næri ládeyða við Skálmarnes- múla. Liðu aðeins 2V2 klukku- stund frá því að beðið var um flugvjelina, þar til sjúklingur-. inn var kominn inn á Landspít- alann. Uppskurður var þegar framkyæmdur á sjúklingnum og líður honum nú vel eftir at- vikum. Drengjemét Ár- manns í kvöld og I annað kvðW á ! íþróffavellinum í KVÖLD og annað kvöld gefsS Reykvíkingum kostur á a i sjá marga upprennaudi íþrótta- menn keppa hjer á íþróttovell- inum á drengjamóti Ármanns0 Keppendur eru alls 72 frá 12 iþróttafjelögum og hjeraí.rsam- böndum. í dag verður keppt í ÍO m, hlaupi, 1500 m hlaupi, há- stökki, langstök a, spjót’casti, kúluvarpi og lr00 m. boð- hlaupi. Það er engin hætta á uð keppnin verði ekki skemmti- leg á drengjamótinu, því á slik- um mótum koma alltaf ein-< hverjir á óvart með getu sinnu Þess má geta að í 80 n: laup* inu eru 32 skráðir keppc.idur. 'j. ' ;•. 4 r 47 Islendingar æfðir undir að laka við sföðum í Keflavík \ Arnarhóli 17. júni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.