Morgunblaðið - 04.08.1950, Blaðsíða 6
6
T1
WORGUNBLÆÐIB
Föstudagur 4. ágiist 1950
fdorMiniltlðdtb
vim.linMim ,-|R DAGLEGA LlFINU
Otg.: HI. Arvakur, Reykjavlk.
rramkv.stj.: Sigfús Jónsson.
titstjóri: Valtýr Stefánsson (&byrg8aim,l
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson.
luglýsingar: Arnl Garðar Kristinsson.
Ristjóm, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstrœti 8. — Sími 1600.
Lesbók: Arni óla, aimi 8043.
Axkriftargjald kr. 14.00 á mánuði,
t lauaaaðla M aura aintakið. 83 aura meO Lcsbók.
„Brjóstvörn friðarins“
og Stokkhólmsávarpið
FIMTA HERDEILDIN hjer á landi hefir gefist upp við áróð-
tir sinn með Stokkhóbnsávarpið. Hann hefir ekki svarað
kostnaði. Svo tiltölulega fáir, sem hafa kært sig um, að skrifn
undir skuldbindinguna um það, að þjóna kommúnista-
flokknum til skemdaverka, eftir fyrirskipunum austanað
Foringjar hinnar íslensku Fimtu herdeildar hafa þó gert
tilraunir til þess, sýnt viðleitni í þjónustunni, í því sem öðru
Eftir að upplýst var orðið hvað Moskvastjórnin ætlaðist
til af þeim mönnum, sem ljetu tilleiðast að skrifa undir
ávarpið, hefir fjöldi manna á Norðurlöndum afturkallað
undirskrift sína. Þ. 30. fyrra mánaðar hafði t.d. einu dag-
blaðanna í Kaupmannahöfn borist tilmæli frá 14.567 undir
skrifendum, að blaðið gengist fyrir því, að nöfn þeirra yTðu
strikuð út af undirskriftalistunum.
★
Frá því hefir verið sagt áður hjer í blaðinu, að aðalmál
gagn Moskvastjórnarinnar, „Pravda“, hefir lýst því yfir,
að Moskvastjórnin líti svo á að allir þeir, sem undirrita
ávarp þetta skoðist skuldbundnir til þess að vera reiðubúnir
til skemdaverka gegn þjóð sinni, þegar Fimtu herdeildirnar
í Vestur Evrópu æskja þess. í löndunum vestan Járntjalds
er undirskriftasmölun 'þessi því liðskönnun kommúnista-
flokksins.
Austur í Rússlandi þarf enga slíka líðskönnun, ellegar
rjettara sagt, hún er óframkvæmanleg. Vegna þess, að þar
þorir enginn, sem hirðir um líf og limi, annað en að hlýða
íyrirskipunum stjórnarvaldanna í einu og öllu M.a. að skrifa
undir þetta ávarp, þegar þess er óskað á æðstu stöðum.
Fyrst í stað lagði Sovjetstjórnin ekki áherslu á, að láta
Rússa eða fólkið í Leppríkjunum skrifa undir. Það var ekki
fyrr en innrás kommúnista í Suður Kóreu hófst með rúss
neskum vopnum, að komin var röðin að alþýðunni þar eystra
kominn var tími til að uppnefna hina rússnesku einræðis-
stjórn sem „verndara friðarins“.
Jafnskjótt og rússneskar fallbyssur voru notaðar til frið-
rofanna í Kóreu, var hafin hin svonefnda „friðarsókn“ í
Rússlandi, með fundahöldum, brauki og bramli, þar sem því
var haldið fram, að Moskvastjórnin væri „Brjóstvörn frið-
arins“ eins og Pravda komst að orði, en Jósep Stalin væri
hinn ljómandi merkisberi friðarsóknarinnar. Þess var ekk'
getið í því sambandi, að hinn holdi klæddi friðarengill hafði
viðurkent, að hann gæti stöðvað styrjöldina í Kóreu, en
kærði sig ekki um það.
Sömuleiðis ljet Pravda þess getið, að hundrað miljónir
manna hefðu undirritað hið glæsilega friðarávarp, sem kent
er við höfuðborg Svía. En þeir sem hefðu látið nöfn sín
undir ávarpið, hefðu með því skuldbundið sig til þess að
auka afköst sín í verksmiðjum og vopnasmiðjum Sovjet-
ríkjanna, til þess að auka styrk þjóðarinnar. En vitað er, að
Sovjetstjórnin hefir a. m. k. 3 miljónir manna undir vopn
um, og framleiðsla hennar er fyrst og fremst við það miðuð,
að þessi mikli her verði sem mest vígbúinn.
★
Þegar „friðarsókn“ sú, sem kommúnistar hafa efnt til,
í sambandi við þetta margumræddt ávarp, er skoðuð niður
í kjölinn, kemur það í ljós, að undirskriftasmölun sú sem
þeir hafa unnið að, er prófraun á það, hvaða fylgismenr.
þeir hafa í lýðfrjálsum löndum, sem þeir geta treyst til
hverskonar óhæfuverka sem þeim lýst.
En innan Sovjetríkjanna er „friðarsóknin" notuð, til þess
að herða á þrældómi verkamanna við vígbúnaðariðjuna.
Þó þessi tvöfeldni kommúnistanna, jafnt æðri sem lægri,
sje hverjum manni kunn orðin, haggar það ekki hlýðni og
auðsveipni Fimtu herdeildarmannanna. Enda verða þeir,
sem innritaðir eru í deildir herveldis, að hlýða boði og banni
yfirboðara sinna. Jafnvel þegar þeim er fyrirskipað að snúa
öllum sannleika við, segja það hvítt sem svart er, blóðuga
styrjöld frið, og vígbúnað sem ógnar öllum heimi „brjóst
vörn friðarins“.
KÍKT Á KIRKJUGLUGGA
ERLENDUR fræðimaður, sem hjer er á ferða-
lagi um þessar mundir kom að Hólum um
daginn. Hann hafði vitanlega mestan hug á
að skoða kirkjuna og þá einkum að innan,
ef þar skyldi vera að sjá einhverja gripi og
minjar um biskupana. — En fræðimaðurinn
— sem hafði ferðast þúsundir kílómetra m.a.
til að skoða Hólakirkju — varð að láta sjer
nægja að kíkja inn um glugga á kirkjunni,
því að kirkjan var læst og maðurinn, sem
hafði lyklavöldin var ekki heima og vissi
enginn á bænum hvenær hans væri von
heim.
•
Á AÐ LÆSA GUÐSHÚSUM?
ÞAÐ HEFUR illilega vantað blað í mína
biblíu, ef það stendur einhverstaðar í ritn-
ingunni, að læsa skulu guðshúsum fyrir gest-
um og |angandi. Kaþólskir menn læsa t.d.
aldrei kirkjum sínum.
•
ÞJÓFHRÆÐSLA
ER ÓÞÖRF
ÞAÐ ER vafalaust alveg óþarfí að læsa ís-
lenskum^ kirkjum. Ótrúlegt að það sje af
þjófhræðslu, sem íslensku kirkjunum er læst.
í fyrsta lagi er litlu að stela, víðast hvart, og
ekki ætti að hræðast spellvirkja. Og er þá
ekki nema ein ástæða eftir, en það er að
gestir, sem koma í kirkjurnar óhreinki gólfin.
•
LYKLATOLLUR
EN EF nauðsynlegt þykir að læsa kirkjum,
sem eru á sögustöðum, mætti krefjast lykla-
tolls og hafa þá jafnan til taks einhvern, sem
hefði lyklavöld og gæti opnað fyrir gestum,
sem skoða vildu sögustaðinn.
Það fyrirkomulag, sem nú er getur ekki
gengið. Ferðaskrifstofa ríkisins, sem hænir
gesti til landsins, getur ekki látið þetta mál
afskiftalaust. En varla kemur til neinnrar
þrjósku af hendi kirkjuhaldara í þessum efn-
um, er þeir hafa sjeð hve fráleitt það er, að
fólk komi langar leiðir að, hvort, sem er inn-
anlands eða utanfrá, til þess að kíkja í gegn-
um glugga!
•
RANNSAKAR ÆTT
CHURCHILLS
ÞAÐ VAR gaman að frá brjef á dögunum frá
vini okkar í þessum dálkum, hinum kunna
fræðimanni, dr. Jóni Stefánssyni. Hann er nú
kominn heim eftir fimm vikna dvöl í bóka-
safni British Museum, en þar hefur hann
sem kunnugt er dvalið meirihluta ævi sinnar.
Það er alltaf hressandi andi yfir brjefum
dr. Jóns. Nú er hann genginn í þjónustu
Churchills til að rannsaka ætt hans. Því
Churchill vill fá fyrir því sannanir, að hann
sje af ættum Normana. Og dr. Jóni verður
ekki skotaskuld úr því, þar sem hann er allra
manna fróðastur um sögu Normana.
er á leið til rúðu
DR. JÓN Stefánsson, sem ritaði hina vin-
sælu bók „Úti í heimi“ og sem varð metsölu-
bók fyrir jólin í fyrra, vinnur nú að öðru
hefti endurminninga sinna, sem væntanlega
kemur út í vetur.
En innan skamms hefur hann í hyggju að
leggja upp til Rúðu-borgar í Frakklandi til
að kynna sjer þar gömul skjöl, sem verið er að
afrita. Eru þau frá 10. og 11. öld og munu
varpa ljósi á Hróðólf í Bæ og ætt Winston
Churchills í Normandiu, segir dr. Jón.
Fyrir þá, sem ekki vita það, má geta þesS
til fróðleiks, að fræðimaðurinn, sem hefur
þessar ferða- og rannsóknarfyrirætlanir er
á áttugasta og áttunda ári.
•
ÞRÖNGT MEGA
SÁTTIR SITJA
Á DÖGUNUM hitti jeg erlendan gest, sem
hafði komið hingað með Heklu frá Skotlandi.
Spurði jeg hann hvernig ferðin hefði gengið.
Hann ljet ekki vel yfir. Sagði að skipið væri
of lítið fyrir alla þessa mergð farþega. Það
væri hvergi hægt að koma sjer fyrir. Best
væri þegar veður væri vont og margir sjó-
veikir.
En viðurværi og hjálpsemi skipverja í hví-
vetna taldi hann alveg einstaka. Hefði hann
ekki kynnst henni betri annarsstaðar og sama
sögðu allir farþegar, sem hann hefði talað
við. —
LITLI FERJUBÁTURINN
LJÓSMYNDIR af skipum gefa ekki ætíð
rjetta hugmynd um raunverulega stærð
farþegar, sem höfðu pantað sjer far með Heklu
þeirra. Þess vegna var það einu sinni er far-
til íslands, en aldrei sjeð skipið nema á aug-
lýsingamyndum, sögðu er þeir voru leiddir
um borð í skipið þar sem það lá í höfninni í
Glasgow:
— Þetta hlýtur að vera ferjubátur frá
stóra skipinu, sem á að flytja okkur til ís-
lands!
Húsmóðir skrifar um:
Sviksemi og hreinlætisskort í matargerð
í FRJETTABRJEFI um heilbrigð
ismál (júní-mán.), er mjög at-
hyglisverð grein, sem nefnist
„Matareitranir og matarmeðferð"
eftir próf. Níels Dungal. Jeg er
þakklát prófessornum fyrir að
rjúfa þögnina, og benda á það
sem miður fer í matvæla- og mat
argerð okkar, og hvað beri að
gera til þess að hún komist í
betra horf en nú er. Mjer hefur
fundist læknarnir of hljóðlátir
um þetta mikilsvarðandi mál, því
„matur er mannsins megin“ og
það er ekki sama hvað það er og
hver matbýr það, sem verða á
heilsu okkar til heilla.
Við húsmæðurnar höfum upp-
götvað fyrir löngu, að tilbúning-
ur á löguð(um mat, eins og t. d.
kjötfarsi, bjúgum, kæfu, pylsum
o. fl. hefur 'stórhrakað. Og nú hef
ur komið á daginn, að sumt af
þessum mátvælum getur verið
lífshættulegt, sbr. kæfuna frægu,
sem lagði fjölda fólks í rúmið.
Það er því krafa okkar húsmæðr
anna, að strax verði sett þau
ákvæði af heilbrifðisyfirvöldun-
um, að tilbúinn matur verði fram
leiddur á einum og sama staS. Þá
er auðveldara að hafa eftirlit
með því, að hann sje ósvikinn
og hreinlæti sje viðhaft. Við slík
störf á auðvitað að vinna kunn-
áttuf ólk.
Svo eru það nú matsölustaðirn-
ir hjer í bæ og úti á landsbyggð-
inni. Á ýmsum þeirra kennir
margra grasa, og margt er þar
brasað bak við tjöldin, sem lysti-
lega lítur út, en skaðar heilsu okk
ar vegna sviksemi og óvandaðra
vinnubragða. Grunsamlegir eru
oft rjettir eins og t.d. „gullach“
og „biksemad“, sem puntað er
uppá með steiktu eggi. Það er
víst ekki alltaf nýsoðið kjöt í
slíkum glásum, sem þó eru seld-
ar með uppsprengdu verði, en
geta valdið hinum afdrifaríkustu
afleiðingum, svo sem magapínu
og uppköstum. Verst er þegar
útlendir gestir verða fyrir slíkri
reynslu í sambandi við matar-
gerð okkar. En það kvað ekki
vera óalgengt.
Upp á síðkastið hefur tölu-
vert verið deilt á veitingastaði
hjer sunnanlands, sem flestir
útlendingar er hingað koma
sækja heim, þegar þeir skoða
eitt af þekktustu náttúruundr-
um okkar. Mjer finnst, að fyrst
beri að sjá til þess, að veitinga-
og gististaðir sjeu óaðfinnanleg-
ir, bæði hvað hreinlæti og mat-
argerð snertir, áður en farið er
að hæna hingað erlent fólk. —
Margir veitingastaðir úti á landi
eru prýðilegir, en svo eru nokkr
ir Ijelegir, sem koma óorði á
veitingastarfsemina í landinu,
og eru sannarlega ekki góð land
kynning.
Jeg hef oft velt því fyrir mjer,
hvort ekkert eftirlit sje með mat-
argerð á greiðasölustöðum úti á
landi. Mjer finnst undarlegt af
körlum og konum, sem enga
kunnáttu hafa á fcví sviði, leyfist
að stunda þá iðju, og jafnvel reka
hótel. Eítt er þó sameiginlegt með
góðu og Ijelegu matsölustöðun-
um: verðlagið. Þeir ljelegu
standa hinum sannarlega ekki að
baki í því.
íslendingar eru víst mjög um-
burðarlyndir. Alltof oft kemur
það fyrir, að framleiddur sje svik
inn og jafnvel eitraður matur.
En sjaldan eðg aldrei er minnst á
þá staði opinberlega, sem það
gera. Oft sjer maður í blöðunum
nöfn óhamingjusamra manna,
sem ýmsar skyssur hafa gert í
ölæði og vitfirring, og eru sann-
kallaðir aumingjar sem þurfa
hjálpar og lækningar við. En
þótt algáðir menn og konur leggi
næstum að velli fílhraust fólk,
með eitraðri kæfu og öðrum mat-
vælum, sem búin eru til af svik-
semi og óhreinlæti, er slíkra eit-
urbrasara ekki getið opinberlega,
svo fólk geti varað sig á þeim.
Ef það væri gert, væri það álit-
inn atvinnurógur. En jeg get nu
ekki betur sjeð, en slík fyrirtæki
eigi engan rjett á sjer. Ógeðsleg
er t. d. lýsingin hjá próf. Dungal
í fyrrnefndri grein, um konuna
sem hafði matsölu í Reykjavík,
og smitaði kostgangara sína hvern
af öðrum af taugaveiki, vegna
þess að hún þvoði sjer ekki um
hendur eftir salernisferð. Skyldi
matsölunni hafa verið lokað?
Mjer finnst að heilbrigðiseftirlit-
ið ætti að setja í eldhús matsölu-
staðanna og matgerðarfyrirtækj-
arma prentaðar áskoranir til fólks
Framh. af bls. 8.