Morgunblaðið - 04.08.1950, Page 10
V
(
10
UORGVNBLAÐIÐ
Föstudagur 4. ágúst 1950
iiiiitiiiiiiiimii
FramhaSdssagan 2
miiiiiiiiiiiiiiiMiHiMtiiiimiiiiiiiiiiiiiMiiiiiMiiiiMiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiimiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiii>'
FRÚ MIKE
Eftir Nancy og Benedict Freedman
ýiiiim»i»iiiimiiiiiMnimmmimimmMMimmiiimiiimiiiiiiiiiimimmmimiiiiiiiiilMmiiiiiiMMiiiiiiiiiMiiimmiiMMiiiiiMiiiMiiMiMm»MiliilriMililí«ii»miMMlMiiiíimiii t»"
hann? Hvað myndum við tala
um? Átti jeg að kalla hann John
frænda eða bara frænda eða
.... ? Ætli hann sjé hjerna. Jeg
gat varla trúað því — John
Kennedy, bróðir mömmu.
En þó jeg gerði ráð fyrir að
hann væri þarna, myndi hann
þá þekkja mig? Jeg þreifaði á
borðanum; hann var þarna enn-
þá. En kannske hefur hann
ekki fengið brjefið frá mömmu,
þar, sem hún sagði honum frá
borðanum bláa. Sumir sögðu,
að jeg væri lík mömmu. Jeg
vonaði, að hann myndi þekkja
mig. Jeg tók spegil upp úr tösk-
unni og færði borðann yfir á
vinstri vangann.
Tíu mínútum seinna stóð jeg
á ‘stöðvarpallinum, þegar hár
og grannur, dökkleitur maður
kom til mín, brosti og sagði:
„Katherine Mary“?
Jeg hljóp upp um hálsinn á
honum og kyssti hann. Síðan
leit jeg á hann: „Jeg vona, að
þú sjert John frændi“, sagði jeg.
„Já, jeg er John frændi
þinn“. Síðan leit hann á mig.
„Alveg eins og mamma þín“.
Hann horfði stöðugt á mig. „Er
það siður ungra stúlkna í Bost-
on“, spurði hann rólega, „að
hafa tvær slaufur í hárinu“?
„Jeg setti aðra í á síðustu
mínútunum, því jeg vissi ekki
úr hvaða átt þá kæmir“. John
frændi var með stóra kápu úr
kanínuskinni handa mjer. Jeg
fór í hana utan yfir mína kápu
og mjer hlýnaði strax. — Jeg
klifraði upp á sleðann og sett-
ist á vísunda skinn og breiddi
annað yfir hnjen. Vísundaskinn
in fóru í taugarnar á Juno. —
Hann beit í hornið á einu þeirra,
rykkti því fram og aftur og
ýlfraði illilega.
•linilMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIMIMIIIIIf
Jeg snýtti mjer, því jeg ætlaði
ekki að gráta. En gráturinn
hætti ekki við það. Jep opnaði
nestispakkann, sém mamma
hafði gefið mjer. Jeg hafði
geymt hann, ef eitthvað óvænt
kæmi fyrir. Kökurnar voru
orðnar uppþornaðar. Jeg borð
aði þær og grjet svölítið meira-
vegna þess að þetta voru mínar
uppáhaldskökur. Jeg kunni líka
að búa þær, en bara ekki svona
vel. Mamma sagði að jeg hefði
deigið ekki nógu þykkt. En
þarna sat jeg borðandi sæta
brauð og grjet. Nokkru síðar
var jeg búin með allar kökurn
ar, 24, svo jeg vissi að jeg hafði
grátið lengi.
„Regina, Regina“. Við vorum
komin í stóra borg með húsum
og görðum alveg að teinunum
hundum og fólki og lítill dreng-
ur stóð og veifaði í áttina að
lestinni. Litli drengurinn var
svo mikið klæddur og yfirfrakk
inn var svo þröngur, að það
virtist, sem hann mundi rifna
ef hann veifaði svona ákaft
Mig langaði að gráta einnig
vegna þessa drengs, en jeg gat
það ekki Hann var of feitur
til þess að vera svangur og of
mikið klæddur til að hann gæti
verið fátækur.
Lestin nam staðar og jeg
fylgdi fólkinu eftir, sem fór út
til að ganga um og-rjetta úr
limum sínum. Það var hræði-
legá kalt Mamma hafði aldrei
þorað að láta mig fara út í slík
an kulda vegna þess að hún ótt
aðist að það gæti verið verra
vegna brjósthimnubólgunnar.
Jeg vonaði að svo væri ekki.
Jeg fór sð verða hrædd um að
jeg mundi verða veik, þegar jeg
kæmi til John frænda. — Jeg
starði á póstkortin, sem stillt
var til sýnis, í þeirri von að
myndir af sólsetri, fjöllum og
hafi myndu hafa örfandi áhrif
á mig. Jeg hjelt áfram að hugsa
um mömmu og furðaði mig á
því, hvort jeg nokkru sinni
kæmist aftur heim.
Það var búið að taka til í
klefanum mínum, en jeg gat
hvergi komið auga á körfuna,
sem Juno var í. Jeg leitaði jafnt
á mögulegum, sem ómöguleg-
um stöðum, undir koddanum og
bak við gluggatjöldin. Jeg hljóp
fram í vagninn og til baka,
kastaði mjer á magann og kíkti
undir kojuna. Og þarna var
karfan v'ð hliðina á ferðatösk-
unni minni. Jafnvel þó jeg tæki
hana nndan rúminu, vissi jeg,
að hún mundi vera tóm.
Lestin rann af stað, og jeg
varð lostin skelfingu við þá til-
hugsun, að kannske væri Juno
undir lestinni. Jeg hóf æðis-
gengna leit undir bekkjum, í
farangrinum og alls staðar. —
Gráhærður maður stöðvaði
mig: „Ef þú ert að leita að
svörtum fuglahundi, þá er hann
hjá lestarverðinum. Hann bar
hann burtu þessa leið“.
Jeg hljóp af stað. Maðurinn
var ennþá að tala, en jeg gat
ekki beðið. Ef til vill höfðu þeir
skilið hann eftir. Þá væri hann
núna að ráfa rammvilltur kring
um stöðina. Lestarhjólin hjuggu
hraðar og hraðar.
Loks fann jeg Juno í aftasta
vagninum. Hann sat þar á aft-
urlöppunum og strangi dyra-
vörðurinn rjetti til hans kjöt-
bita. Jeg leit grimmdarlega á
vörðinn, en allir hlutu að sjá,
að hann var alls ekki strangur.
★
Það var komið snemma til að
vekja mig, en jeg var þó vökn-
uð. Við vorum nærri komin á
ákvörðunarstað og jeg, þurfti
margt að gera. Fyrst tók jeg
upp rauðköflótta kjólinn minn^
sem jeg hafði sparað á leiðinni.
Nú þótti mjer vérst að hafa ekki
notað hann, því hann var allur
í brotum, sem jeg náði ekki úr.
Hann var búinn að liggja í
ferðatöskunni í 30 daga.
Jeg kembdi Juno, tók síðan
fötin mín og fór inn í snyrti
klefann. Mjer fannst jeg líta
mjög vel út í nýja kjólnum,
þrátt fyrir krumpurnar. Rauð-
hært fólk klæðir oftast illa
rautt, en hár mitt var það brún
leitt að segja mátti að það væri
jarpt. Jeg reyndi að taka það
upp í hnakkanum og greiða það
þannig, að það myndaði töluna
8, en þannig greiddi mamma
alltaf. En þetta var erfiðara en
jeg bjóst við, því hár mitt er
hrokkið og vont að eiga við
það. En þegar mjer löks tókst
það, leit jeg út fyrir að vera
minnsta kosti 18 ára. Jeg varð
að skemma hárgreiðsluna með
því að setja borða í hárið. John
frændi átti að þekkja mig á
stórum, bláum hárborða.
Þegar jeg hafði bundið slauf-
una á borðann, var mikið eftir
af honum. Jeg náði í skæri í
klefa minn og fór síðan aftur í
snyrtiklefann þar sem spegill-
inn var. Jeg reyndi slaufuna í
öðrum vanganum ög síðan í
hinum, fram á enninu og aftur
á hnakka, en alls staðar fór
hann illa við þessa hárgreiðslu.
Kvenfólkið streymdi inn í
klefann til að klæða sig og
tróðst að speglinum. Jeg varð að
ákveða, hvar jeg ætlaði að hafa
borðann. Jeg setti hann hægra
megin og fór síðan til klefa
míns. Gamli Skotinn kvaddi
mig með handabandi. „Þetta
hefur verið skemmtileg ferð.
Jeg vona að þú hittir frænda
þinn. Það gleður mig að hafa
kynnst yður, ungfrú O’Fallon".
Jeg kvaddi gamla manninn
og það greip mig einhver und-
arleg tilfinning. Tilfinning, sem
maður finnur aðeins þegar
kvaddur er einhver, sem hefur
verið manni til skemmtunar, og
víst er að maður hittir hann
aldrei aftur í þessum heimi.
Þegar jeg kom í sæti mitt,
batt jeg borða á Juno. — Nú
vissu allir að jeg átti hann, svo
tilagngslaust var að láta hann
vera í körfunni.
Lestin hægði ferðina. Glugg-
arnir voru þaktir frostrósum,
svo ekkert var hægt að sjá, en
jeg vissi að við vorum komin
til Calgary.
John frændi, John frændi . . .
jeg reyndi að ímynda mjer
hvernig hann væri eftir nafn-
inu. Hár og dökkleitur og
grannur í analiti, hafði mamma
sagt. Hvað myndi verða, ef
hann væri ekki á stöðinni? Hvað
myndi jeg þá gera? Ef hann
kærði sig ekkert um að jeg
kæmi? Og ef honum geðjaðist
ekki að mjer?
Lestin hafði numið staðar.
Jeg þreif Juno og stakk honum
í körfuna.
Hvað átti jeg að segja við
Vöruhapp-
drætti
Nú er síðasti
endurnýjunar-
dagurinn.
Dregið verður
a morgun um
720 vinninga
kr. 172,800,00
að verðmæti
VlllMMMMIMMIMIMMMIIMMIIIIMMMIMIMMMMIMIIMMMIIir
•■IIIMIIIIIIIIIIMIIIMIMIIIIIIÍIIIIMIIMIIIIIIIIMMIIIMIMIIIII
Ilafnarf jörður
Guðjón Steingrímsson, lögfi,
Málflutningsskrifstofa
Reykjavíkurvegi 3 — Sími 9082
Viðtalstírui kl, S—7.
QltlllllllllllMlMlllflHMMMIIIIMIIIIIMIIIIMIMiHMIIMllKUB^
|Bl0fgH8ttK)l[ðfaíbi>$k
Nótt í Nevada
Frdsögn af ævintýrum Roy Rogers
9.
— Veistu, að það stendur í blöðunum í morgun, hrópaði
Jason náfölur og með augun galopin, — það stendur, að
eimreiðarstjórinn hafi fundist myrtur við stýrið.
Farrell yppti öxlum kærleysislega.
— Já, sagði hann. — Við urðum að slá hann af. Mað-
urinn var svo vitlaus, að hann ætlaði að verjast. En auð-
vitað var það algjörlega vonlaust fyrir hann móti okkur
— Já, jeg aðvaraði ykkur, hrópaði Jason, með titrandi
röddu. — Jeg sagðist ekki vilja láta blanda mjer í morð.
— Nú, hvað er með það, þú ert þegar orðinn meðsekur..
Þú ræður, hvað þú gerir.
—O—
Nokkrum klukkustundum seinna komu Roy og Cookie,
báðir klæddir í fatagarma niður í svæðið við járnbrautina
þar sem flækingar og flökkulýður hjeldu til skammt frá
Silfurdal. Þessir skrítnu náungar ’hefðu ábyggilega stein-
þagað, ef lögreglan hefði spurt þá í þaula, en nú, þegar
tveir „flækingar“ Roy og Cookie bættust í hópinn í görm -
um sínum, þá kjaftaði á þeim hver tuska. Nokkrir þeírra
höfðu verið meðferðis lestinni, þegar hún var rænd, er.
þeir gátu litlar nýjar upplýsingar gefið.
Á bakaleiðinni upp í Silfurdal sáu þeir, skammt fyrir
utan bæinn tvær stúlkur, sem voru í bifreið og aftan í bif
reiðina var tengdur yfirbyggður vagn, sem mátti nota sem
svefnherbergi.
Það virtist sem þær hefðu haft næturdvöl í vagninum
um nóttina og voru nú að leggja af stað upp í Silfurdal.
— Við skulum reyna að ná þeim, sagði Roy. Þær virðast
einmitt vera á leið upp í bæ. Svo hlupu þeir þangað.
En bæði Roy og Cookie höfðu gleymt, hvað þeir voru
illa klæddir og flækingslegir. Þegar stúlkurnar sáu þá
rálgast, þessa flækinga, urðu þær dauðhræddar og stukku
upp í bifreiðina eins fljótt og þær gátu og settu vjelina af
stað.
rnjo^iqLLrikc^
Tobbi: „Hefir Elín frænka aldrei
giftst?“
RikH: „Hún giftist að tveim þriðjtí
, einu sinni. Hún var mætt og prestur
inn var mættur, en maðurinn ljet
ekki sjá sig“.
CIMMMMMIMMMMIMIMIIMIMIMMMMMMMIMMIIIMinMMira
VerkstæSiS
Tjarnargötu 11
verður lokað til
14, ágúst, vegna
sumarleyfa.
HIIIIIIIIMIIIIIIIItllllllllMIIIIIIIIIIIMIIIIMIIIMIIIMIIIIIIIIUi
WIIIIIIMIIMIIMmmillMIIMMMIMMIhrtMUmMIMmym1—
Sigurður Reynir Pjetursson
málflutningsskrifstofa
Laugaveg 10. — Sími 80332.
Formaður golfklúbbs sigraði einu
sinni í keppni, og klúbburinn hjelst
honum heiðurssamsæti.
Þegar hann þakkaði lyrir sig, sagði
hann, að hann væri irocg glaður yfir
heiðrinum, sem klúhhurinn hefði sýnt
sjer, og enda þótþ hann óskaði öllum
meðlimum háns hamingju og langr >
lifdaga, skyldi hann, ef einhver þeirra
dæi, taka að sjer að kosta útför hans.
— Það heyrðist hár skothvellur við
endann á borðinu, og það kom í ljós,
að Skoti nokkur hafði framið sjálfs
morð.
★
„Hvers vegna kaupið þjer ekki
blómvönd?" spurði blómsölustúlka.
„Þarf engan“, svaraði Smith og
hjelt áfram.
„Hvers vegna kaupið þjer ekki fyr-
ir konuna, sem þjer elskið?“
„Jeg get það ekki“, sagði Smith um
öxl. „Það myndi ekki vera rjett, jeg
er giftur maður, skiljið þjer“.
Fólksbíll
Vil kaupa góðan fólksbíl, helst enskan, eldri gerð en
’47 kemur ekki til greina, Tilboð merkt: „Góður bíll —
448“ sendist afgr. Mbl. fyrir mánudag.
Vil taka á leigu góðan
fióSEcs&íll
(án bílstjóra) í ca. viku tíma. Þarf að fá bílinn í næstu
viku. Tilboð merkt „Bílleiga — 449“ sendist afgr. Mbl.
fyrir laugardagskvöld.