Morgunblaðið - 22.08.1950, Blaðsíða 8
s
MORGVNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 22. ágúst 195G
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ristjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Lesbók: Árni Óla, sími 3045.
Áskriftargjald kr. 14.00 á mánuði, innanlands.
t lausasölu 60 aura eintakið. 85 aura með Lesbók.
Atburðurinn
í Þorgeirsfirði
ÞAÐ ER fráleitur misskilningur, sem fram kemur í blaði
kommúnista s. 1. sunnudag að frásögn Morgunblaðsins af
strandi hins rússneska skips í Þorgeirsfirði hafi miðað að
því að „æsa til tortryggni“ gegn hinum rússnesku sjómönn-
um, sem þarna voru skipreika og í nauðum staddir. ís-
lendingar spyrja ekki að því, hvert þjóðerni þeirra manna
sje, sem lenda í sjávarháska við strendur lands þeirra. Þeir
spyrja engrar spurningar annarar en þeirrar, hvernig hægt
sje að bjarga hinum nauðstöddu mönnum og verða þeim
að öðru leyti að liði.
Þetta er heldur engrar þakkar vert, heldur sjálfsagt og
eðlilegt. Það er þegnskaparskylda að koma til liðs við fólk
x sjávarháska og íslenska þjóðin teldi sig bregðast skyldu
sinni ef hún ljeti undir höfuð leggjast að gera allt sem í
hermar valdi stendur til bjargar mannsh'fum, hvenær, sem
hún á þess kost að leggja fram krafta sína til þess, og
hvaða fólk, sem í hlut á. Svo sjálfsagt er þetta að óþarfi er
að hafa fleiri orð um.
Af þessum ástæðum brugðust allir íslenskir aðiljar skjótt
við er ósk barst um það að komið yrði til liðs við rússneskt
skip, sem strandað væri norður í Þorgeirsfirði. Það vakti
hinsvegar töluverða furðu, hvernig skipverjar á hinu strand-
aða skipi brugðust við aðstoð íslenskra björgunarmanna.
Frá því hefur verið skýrt að hinir rússnesku skipbrots-
menn vildu helst enga aðstoð þiggja af íslendingum og
tveir skipverjar gerðu sig jafnvel líklega til þess- að verja
sig með sveðjum, er skipsmenn af íslensku björgunarskipi
hugðust bjarga þeim úr hinu strandaða skipi.
Eins og að líkum lætur var tilgangur hinna íslensku
björgunarmanna sá einn að gegna þeirri skyldu sinni að
vinna venjulegt björgunarstarf.
Það er þessvegna ekkert undarlegt þó að íslenskur al-
menningur eigi bágt með að skilja framkomu hinna erlendu
sjómanna. Sú undrun byggist ekki á neinni „rógshneigð“
eins og blað kommúnista ræðir um. Það hefur yfirleitt ekki
hent á íslandi að björgunarsveitir hafi mætt slíkri tor-
tryggni við björgunarstörf sín.
Hvaða hugmyndir hafa þessir útlendingar um íslenskan
drengskap, íslenska gestrisni og hjálpsemi? Hvað hefur þeim
verið sagt um þessa hluti?
Þessar spumingar eru alls ekki óeðlilegar og þær spretta
alls ekki af óvild í garð hinna rússnesku sjómanna. Þær
eru aðeins eðlilegt viðbragð íslendinga gagnvart mjög ó-
venjulegum aðstæðum.
Rússneska þjóðin og íslenska þjóðin eru mjög fjarlægar
hvor annari og fjarskyldar að uppruna og hugsunarhætti.
Óhætt er að fullyrða að almenningur í löndum þeirra kjósi
þó ekkert frekar en góða og vinsamlega sambúð og við-
skipti sín á milli. Þær vilja áreiðanlega miklu fremur stuðla
að aukinni þekkingu á högum hvor annarar en ala á mis-
skilningi og úlfúð.
En hvernig er aðstaðan til þess að skapa slík kynni og
þekkingu? Hún er vægast sagt mjög erfið. Rússland er
Iokað land. Landamæri þess eru ekki aðeins lokuð heldur
er rússnesku þjóðinni bannað að hlusta á erlent útvarp.
Allra bragða er freistað til þess að koma í veg fyrir að hún
fái fregnir af því, sem er að gerast í heiminum.
Hvaða áhrif hefur þetta á hugmyndir rússnesks fólks um
aðrar þjóðir og lönd? Um það höfum við enga áreiðan-
lega vissu. Heilbrigð skynsemi segir okkur aðeins að það
hljóti að leiða til tortryggni og margvíslegs misskilnings.
Þessvegna þarf tregða og tortryggni hinna nauðstöddu skip-
brotsmanna í Þorgeirsfirði út af fyrir sig ekki að valda var-
enlegri undrun íslendinga. Hún er eðlileg afleiðing inni-
lokunarstefnunnar, sem gefur vanþekkingu og hleypidómum
byr undir báða vængi. Það, sem gerðist í Þorgeirsfirði er
e. t. v. aðeins smækkuð mynd af því, sem er að gerast í
hinum tvískipta heimi í dag.
>limlllM^ ÚR DAGLEGA LlFINU
ÍSLENSKIR MINJAGRIPIR
NOKKRIR Frakkar stóðu fyrir utafi glugga
verslunar hjer 1 bænum, sem selur minjagripi.
Frakkarnir töluðu mikið saman, böðuðu út hönd
unum og hristu höfuðin með fettum og brettum
eins og þeim er títt. Ekki veit jeg hvað olli
æsing þeirra, en er jeg gekk að glugganum, éftir
að útlendingarnir voru farnir til að skoða minja-
gripina, sem vafalaust áttu sinn þátt í hugar-
æsing ferðafólksins, var hægt að reka grun í
hvað hafði verið á.seiði.
Þarna voru sem sagt hinir furðulegustu gripir
til að fara með heim til minningar um dvöl á
fslandi.
•
KJÖRGRIPIR ÚR KRÍT
SNJÓHVÍTUR krítarhaus af Ludwig gamla
Beethoven stóð á heiðursstað í glugganum og
horfði sorgmætt andlitið, en mikilúðugt, móti
viðskiptavinunum. Ekki var hægt að sjá bet-
ur én að á næsta leiti við tónsnillinginn væri
engin önnur en Florence Nightingale — konan
með lampann. — Þá má ekki gleyma veggskildi,
eftirlíkingu af dönsku landslagi, eða englunum
hans Michael Angelo, sem voru endurfæddir í
krít (litaðir), en svo illa hafði tekist til í steyp-
unni, að- annar þeirra hafði orðið holgóma.
•
SJÓVETLINGAR OG
SILFURBERG
NÚ VÆRI synd að segja, að það, sem nefnt
hefur verið, væru einu munirnir, sem þarna er
hægt að kaupa til minja um íslandsdvöl. Hær;t
er að fá sjóvetlinga og illa gerðan ask. Rúna-
kefli er og til sölu.
Og hvaða máli skiptir það hver fjárinn hefur
verið ristur á keflið. Það skilur hvort eð er eng-
inn rúnir lengur og allra síst útlendingar.
Ekki má heldur gleyma silfurberginu. — Það
er viðbjóðslega skítugt.
•
HVERJU HVÍSLAÐI FRAKKINN?
HVAÐ VORU Fransararnir að hvíslast á um
og pata þarna fyrir framan minjagripasölu-
gluggann? — Það er ekki gott að vita, en verið
gæti, að einhver hefði sagt sem svo, eru nú ís-
lendingar farnir að apa eftir Rússunum. /Etli
þeir eigni sjer Beethoven, ungfrú Nightinggale
og englana hans Michele?
Það væri ekki svo slæmt, þótt slíkt breiddist
ut um lönd, En hitt væri verra, að þessir gripir
flæktust víða, sem íslensk list. — Slíkt gæti
gert okkur verulegt ógagn.
NÚ ER EKKI BANNAÐ
NÚ DETTUR engum í hug að banna. — Þ';gar
heiðurinn er í veði. Það getur hver og einn sett
upp krítarfabrikku og framleitt skrípamy.ndir
af andans mönnum liðinna alda, eða aulum, eftir
vild og kallað íslenska minjagripi.
Það er dásamlegt að vita til þess, að íslensk-
an leir er hægt að nota í fínasta postulín, eins
og sagt var í blaðaviðtali á dögunum. Ætli það
væri ekki munur að framleiða holgóma engil
úr dýru, íslensku postulíni, en krít?
Ætti ekki að minnsta kosti skilja þessa muni
frá öðrum íslenskum minjagripum og kalla t.d.,
ja — nútimalist?
GÓ» BYRJUN Á
FEGURÐARSAMKEPNI
FÓLKIÐ ER enn að tala um fegurðarsamkepni
Fegrunarfjelagsins og virðist sýnast sitt hverj-
um um aðferðina, sem viðhöfð var, er fegursta
stúlkan var valin. — Það er ekki nokkur vafi
á að hægt er að hafa befra fyrirkomulag á
dómnum.
En menn verða að athuga, að þetta er í fyrsta
skifti, sem slík fegurðarsamkepni fer fram hjer
í bænum. Áður hefur aðeins verið dæmt eftir
ljósmyndum og er það að sjálfsögðu ennþá frá-
leitara, en þessi aðferð, sem nú var viðhöfð.
Þetta lagast altsaman og verður betra næst.
•
SÚRA SKYRIÐ
NOKKRAR húsmæður hafa kvartað yfir súru
og vondu skyri,, sem verið hafi á markaðnum
undanfarið. Er jeg spurðist fyrir um þetta í
skrifstofu Mjólkursamsölunnar í gær, hvort
kvartanir þessar væru á rökum reistar og hvern-
ig á því stæði, ef svo væri, var svarið þetta:
„Jú, það hafði sloppið út ein sending með
skyri, sem var orðið skemt og eitthvað af því
hafði fyrir vangá farið út til neytenda“.
En fullyrt var, að ekki væri meira í verslun-
um af þessu slæma skyri. — Gott að heyra það.
Okpvnic eífir
1%. y |J I 5* sóknarpresf að Reynivöllum
i.
ÞAÐ ER ekki svo oft, sem við
fáum hlutina ókeypis, og eigi síst
þá, sem verulega er í varið. —
Flest er selt og langoftast fyrir
dýra dóma. Og því hærra verði,
sem þeir eru torfengnari og dýr-
mætari. Oftast er það svo, að
hlutirnir eru selðir, en ekki gefn-
ir og er það í rauninni ekki til-
tökumál, því að allir verða að
lifa.
Ef við viljum fara á söng-
skemmtun, hljómleik, kostar
sætið kr. 15,00—25,00, eftir því
hvar þau eru í hljómleikasaln-
um. Við að hlusta á og sjá sænsku
óperuna, Figaro, munu sætin
hafa kostað frá kr. 45,00—75,00,
eftir sætagæðum. Þetta finnst
mörgum tilvinnandi, en menn
verða þó að hafa peningana hand
bæra. Margir verða þó að neita
sjer um þessar skemmtanir. Þó
allir vildi og hefði ráð á að sækja
þessar skemmtanir, rúmast í
hvert sinn aðeins lítill hópur,
miðað við fjöldann allan og yf-
irleitt verður sveitafólkið útund-
an og í þorpum og bæjum út um
land, er miðað er við Reykjavík.
Mætti þá í tvennum skilningi
segja: Margir eru kallaðir, en
fáir útvaldir.
II.
Nú er það ein tegund skemmt-
ana, sem fólkið getur fengið
ókeypis. Það eru lifandi raddir
fólksins sjálfs. Með því að syngja
saman, helst margt fólk í senn,
eiga menn kost á ósvikinni, heil-
brigðri skemmtun. Hún er að
vísu með nokkuð öðrum hætti
en völ er á í söngsal, þar sem
farið er með margraddaðan söng,
vandlega æfðan eða hljómsveit
með mörgum hljóðfærum. AI-
þýðusöngurinn er eðlilega með
öðrum hætti. Það er oftast um að
ræða smálög, sem farið er með,
einfaldir ættjarðarsöngvar og
því um líkt, sem fólkið kann og
syngur og leggur hver fram það,
sem hann á, sumir meira, aðrir
minna eins og gengur. í þessum
söng felst fegurð og þróttur og
með sínum sjereinkennum, er
margir syngja saman, tíðum
heillandi fagur og allt ókeypis.
Enginn, er þar til nær, er af-
skiftur. Allir eiga þar sömu hlut-
feild. Ekkert hljóðfæri jafnast á
við söngrödd mannsins. Hún á
sinn hreim, sem lætur ljúft í
eyrum og gagntekur löngum með
sínu yndi.
III.
Þegar margir syngja saman,
eru þar venjulega úrvalsraddir
innan um, aðrar gæddar minni
fegurð. Allt til samans myndar
það eina lífræna heild, þar sem
samstilltir eru hugir fólksins með
einum huga, einni sál. Og í sam-
stillingunni fellst án efa hinn
mikli og dásamlegi leyndardóm-
ur. Þar kemur hver til dyranna
eins og hann er klæddur. Þar
kemst eigi að nein vandfýsni,
engar fyrirfram gerðar kröfur
um óaðfinnanlegan fluttning,
hver einstakur syngur af hjart-
ans lyst og löngun, sjer til yndis
og ánægju.
IV.
Á fjölmennum mannfundum,
þar sem þúsundir manna, jafn-
vel tugir þúsunda eru saman-
komnar, eins og t. d. 17. júní ár
hvert í Reykjavík, hefir Páll
ísólfsson hvatt fólkið til að taka
undir, og á hann þakkir skilið
fyrir. Að mestu leyti mun þetta
því miður hafa mistekist og jafn-
vel svo, að aðeins fáeinir móts
við fjöldann allan hafa farið að
beiðni hans. Þar hefði einmitt
verið tækifæri til að veita sjer
skemmtun, sem munaði um og
hana ókeypis. Hefði hinn mikli
fjöldi tekið undir, hefði það á-
reiðanlega snortið flestra hugi og
orðið hrífandi og ógleymanlegt.
Á slíkri þjóðhátíð framvegis
ætti fólkið ekki að láta slíkt
tækifæri ónotað. Þá mundi sann-
ast, að hjer sje ekki um neinn
hjegóma að ræða, heldur dýr-
mætan veruleika og sönnun þess,
hvað fólkið á í sjálfu sjer, og
getur, ef rjett er á haldið, öðr-
um veitt og notið sjálft í senn.
V.
Einn prestur hjer í Reykjavík
hefir tekið upp nýjan og fagran
sið, sem mætti verða öðrum prest
um til eftirbreytni. Hann er söng-
elskur og raddmaður ágætur. —
Eftir að sjálfri messunni er Iok-
ið, en áður en út er gengið, bið-
ur hann fólkið að syngja vers,
er hann tiltekur í hvert sinn.
Margir taka þar undir og miklu
fleiri en í messunni sjálfri. Jeg
efast ekki um, að þessum gáfaða
og áhugasama presti takist smám
saman að fá fleiri og fleiri í hóp-
inn og jafnframt að koma á hjá
sjer sönnum safnaðarsöng í mess-
unni sjálfri og mætti svo aðrir
prestar og söfnuðir fara að hans
dæmi.
VI.
Fyrsta skrefið til að venja
fólkið á að syngja saman, er að
koma á sönnum safnaðarsöng í
kirkjum landsins. Þegar því tak-
marki væri náð, og það þarf alls
ekki að vera uppi í skýjunum,
heldur fagur veruleiki, er fyll-
ing tímans kemur, mundi . það
einnig hjálpa til þess, að mönn-
Framh. á bls. 12,