Morgunblaðið - 22.08.1950, Page 14

Morgunblaðið - 22.08.1950, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 22. ágúst 1950 1 minniiiiimii) Framhaldssagan 15 tiiiitiiMiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiniMiiiai iiiMiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiii* FRI) MIKE Eftir Nancy og Benedicf Freedman iiiiiiiiiiiiiiaiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiistimiiiiiiiiiiiiiiiiiaiiiiaiiiiiiiiiiMiiiiiMiiiiiiiiiiiMMimiiiiMMmmmMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiM n* „Það er einn þessara heimsku legu siða Indíánanna, sem hvítir menn, sem lifa meðal þeirra, taka upp. Þig hryggir að hafa lagt gildru fyrir bjórinn, svo að })ii skilur eftir einhvern þann tiluta af honum, sem þú getur verið án á þeim stað, sem hann lifði, svo að andinn, sem leitar á fornar slóðir, finni hann. og iskilji að veiðimaðurinn hafi iðr ast verka sinna.“ Mike talaði eins og hann tryði þessu. Eti Idvað hann var undarlegur mað- txr! „Jeg hef horft á veiðimann, «em eftir að hafa veitt bjór í ^gildru, vann klukkustundum raman að því að höggva gat á frosna bjóratjörn, til að koma þangað niður hluta af því, sem hann hafði tekið.“ Loðinn líkami hangandi á nærri sundurslitnum framlöpp- um. og fálki, sem var að kroppa og slíta augun úr vesalings dýr- inu.... Orð hans voru áhrifa- rík. Þau höfðu fallið eins og tjald fyrir þessa mynd í huga inínum. Hann tók um báðar tiendur mínar. Honum leið illa, jeg fann að svo var. Og við höfum átt svo yndislegan dag eaman. Jeg gerði mjer upp bros og leit síðan á hann til að sýna honum, að jeg brosti. Jeg vissi ckki, að við vorum svona ná- lægt hvort öðru. Andlit mitt var vott af tárum, en hann heygði sig yfir mig og kyssti ínig. Jeg barðist ekki á móti. Þetta var tilfinning, sem jeg ckki áður hafði þekkt — til- finning sem varð að sælu. 4. kafii. í heila viku hafði jeg sífellt verið að biðja John frænda um leyfi til að fara með Mike á dansleik, sem O’Malley hjelt. Og eina svarið, sem jeg l'jekk var. „Jeg verð að hugsa um það.“ Jeg varð ólundarleg og það varð John frændi var við. „Hvað er að þjer. Kathy?“ fiagði hann. „Trúir þú ekki að jeg ætli að hugsa um það?“. Jeg varð fokvond. „Þú hef- ur verið að hugsa um það dag og nótt í heila viku,“ sagði jeg. „Það er furðulegt að þú skulir hafa haft tíma til að sinna naut gripunum og öðrum störfum þínum.“ „Jahá,“ sagði hann. „Hvenær er dansleikurinn?“ „í kvöld.“ „Jeg býst ekki við að móðir þín vilji, að þú ekki eldri en þetta, sjert að hlaupa út á kvöldin á dansleiki, jafnvel þó að þú farir með lögregluþjóni, svo að jeg verð að fá meiri tíma til að hugsa um málið.“ Hann sneri sjer að dyrunum. „En hafðu föt þín tilbúin, ef svo skyldi vilja til að....“ Þegar Mike kom að sækja mig var John frændi ennþá að hugsa málið. Hann sagðist segja mjer álit sitt, þegar við kæm- um heim aftur. Við hlógum bæði meðan Mike söðlaði hestinn. „John frændi þinn,“ sagði Mike, „segir aldrei neitt ákveð- ið. Hann fer alltaf kring um málefnið.“ Við riðum af stað eftír aurug- um veginum. Fínn, leiðinlegur rigningarúði 14- í loftinu. Jeg þreifaði sí og æ á hnakktösk- unni, til að fullvissa mig um að ekki læki inn í hana. í hnakk- töskunni var kjóllinn, sem jeg ætlaði að vera 1 á dansleiknum. Hann vap vandlega vafinn utan um dagblöð, svo að ekki settust brot í hann. í skinnbuxunum og blússu, sem gerð var úr bjór- skinni, leit jeg út eins og ungur bróðir Mike, en fyrir aftan hnakkinn hafði jeg klæðnað, sem mundi gefa til kynna, að jeg væri kvenmaður. Hann var blár með stórum fellingum og aðskorinn í mittið. Og bláu skóna, sem áttu svo vel við kjólinn, hafði jeg sett á botninn í söðultöskunni, svo að kjóllinn yrði ekki fyrir neinu hnjaski, Hávaðinn og skvaidrið frá hlöðunni hans O’Malley barst okkur til eyrna löngu áður en við sáum þangað heim. Þegar við riðum upp hæðina byrjuðu þeir, sem fyrir dansinum ljeku á nýju lagi og fiðlutónar yfir- gnæfðu hláturinn og masið. Það hætti að rigna augnablik og í vestri var svolítil glæta, þar sem máninn reyndi að brjótast gegnum skýjaþykknið. Mike stansaði við hlöðuna og sagði mjer að fara heim að bænum og skipta um klæðnað. En fyrst vildi jeg gægjast inn og sjá hvað dansinum liði. Fjórir eða fimm Indíánar stóðu við dyrnar. Þeir voru klæddir dökkbláum fötum, sem öll voru af sömu stærð, þó að Indjánarnir væru misstórir. — Mike opnaði dyrnar og jeg gægðist inn í stóran og dökk- málaðan sal. Örfáir olíulampar, sem ósuðu, höfðu verið hengdir upp í loftbitana og vörpuðu þeir daufri birtu yfir dansgólfið. — Gestirnir voru að dansa hraðan og fjörugan hringdans, en eftir því sem jeg komst næst voru 10 sinnum fleiri karlmenn en kvenmenn á gólfinu og tugir manna stóðu meðfram veggj- unum. Þrír fiðluleikarar Ijeku fyrir dansinum í hinum enda salarins, en við hlið þeirra sat kúreki með vasaklút um háls- inn og Ijek á gítar. Hringdansinum lauk og mið- gólfið varð autt. Hljómsveitin byrjaði á nýju lagi og jeg horfði á háan og herðabreiðan risa sveifla stúlkunni, sem hann dansaði vjð hring eftir hring. Hinir gestirnir horfðu á og klöppuðu og hrópuðu. Stúlkan, sem dansaði, var í perlu- skreyttum mokkasinum. Fætur hennar snertu varla gólfið og víður kjóllinn sveiflaðist út frá henni. Hún hallaði höfðinu aft- ur og lygndi aftur augunum. — Jeg varð óttaslegin og áköf og þráði að byrja að dansa sjálf. „Jeg ætla að hlaupa heim að bænum og fara í kjólinn minn“, sagði jeg við Mike og gekk út og Indjánarnir fjórir í bláu föt- unum litu glottandi á mig. — Mike kom á eftir mjer og augu hans leiftruðu. „Jeg kem með þjer“, sagði hann. Þegar við komum aftur hafði fjölgað nokkuð. Hvítir veiði- menn, kúrekar og Indíánar kepptu um að fá að dansa við þær fáu Indíánastúlkur, sem þarna voru. Jeg fann að horft var á mig úr hverju horni. Áð- ur en fyrsta hringdansinum mínum þarna lauk hafði jeg fesngið meir en tuttugu gíftingar tilboð. Jeg var eina hvíta stúlk- an, sem þarna var. Jeg fjekk aldrei tíma til að setjastniður og kasta mæðinni. Stundum átti að rífa mig úr örmum Mike. Stundum var tek ið fast utan um mig og andlit manna liðu framhjá — dökk Indjánaandlit, glampandi af svita, skosk andlit, rauð af hita og frönsk andlit, brosandi í laumi. — Hlátrasköllin yfir- gnæfðu öðru hverju dunandi danslagið og hlöðugólfið gekk í bylgjum undir iðandi fólksfjöld anum. Allt í einu heyrði jeg hvíslandi rödd Mike í eyra mjer: „Komdu hjerna til hliðar“, sagði hann og tók í hönd mína. „Það verða áflog hjerna bráðum“. Jeg leit þang'- að, sem Mike horfði, og sá föl- leitan mann, óstöðugan á fótum, standa fram við dyrnar og horfa á mannfjöldann, sem var að dansa. Sumir stönsuðu og horfðu forvitnislega á hann. — Hann hafði undarlega fjarrænt augnaráð, sem minnti á mann, sem gengur í svefni. Hann var ungur með svart, þykkt hár. „George Bailey“, sagði Mike. „Og MacGregor boli er hjerna með stúlku“. „Hvaða stúlku? Hver er Mac Gregor Boli? Hvar? En jeg fjekk brátt svar við spurningum mínum. Næstum allir höfðu hætt að dansa og gangbraut myndaðist eftir miðju gólfinu. í öðrum enda salarins sá jeg risann, sem verið hafði að dansa þegar jeg fyrst gæðist inn í salinn. Hann var Skoti, þrjár álnir að hæð með rautt, úfið hár og óhreint skegg. í hinum enda salarins stóð George Hailey. Hann horfði ekki á MacGregor nje heldur Indjánastúlkuna, sem stóð við hlið hans og náði honum ekki nema í brjóst. Hann horfði á Mike og það mátti sjá að hann var óánægður með að athyglin skyldi beinast að sjer. Lágt skvaldur barst frá mannfjöld- anum. Einhver flissaði og spil- ararnir gripu til fiðlanna og gerðu tilraun til að láta dans- inn byrja að nýju. (IMMMMMMIIIMMIMIIMIMMIIIIIIMMMIIIIIMIIMIIIIIIIMMMMV BARNALJ ÓSMYNDASTOFA Guðrúnar Guðnumdsdóttur er í Borgartúni 7. Simi 7494. ÚIBIfllIMIIIMMMIMMtMllMMIIlM 1111199 MlMIMlllIlllÍllllMIIMI Nótt í Nevada Frósögn aí ævintýrum Roy Rogers Lína stóð á öndinni af hryllingi og spenningi. — HvaQ ætlar þú að gera í málinu? — Það er ekki nema eitt, sem liggur fyrir. Við verðuna að handtaka hann. Það getum við samt ekki gert, fyrr ení við höfum nægar sannanir fyrirliggjandi á hann. Og Lína, sagði hann, og tók utan um handlegg hennar. — Þú getur hjálpað okkur til að afla sannana. — Já, jeg er strax reiðubúin að veita hjálp mína til þess} sagði hún. — Hvað viltu, að jeg geri? — Ríddu strax upp í bæ, sagði Roy. — Farðu á skrifstofu Jasons lögfræðings. Segðu honum, að þú sjert að fara burt úr Silfurborg á stundinni og þurfir undir eins og fá pen- ingana. Minnsta kosti ekki seinna en snemma í íyrramálið, Ef þeir láta þig sleppa, þá áttu strax eftir þetta að fara yfir á lögreglustöðina og þú verður að muna allt, sem fyrir kem- ur og segja mjer það seinna. — En jeg vil láta þig vita þaðf áður en þú leggur upp í þessa för, að þetta er mjög hættuleg för fyrir þig. Þú verður að aðgæta það, að þú ert í lífshættu allan tímann, þangað til við höfum handtekið þorparana. — Þá vil jeg allt til vinna, að þeir verði handteknir sem fyrst, svaraði Lína og ljet sjer hvergi bregða. —■ Jæja, vertu þá blessuð. Farðu það sem jeg hef sagi þjer. Jeg þarf að fara í öfuga átt. Þarf að koma við annars- staðar á leiðinni. En jeg hitti þig seinna uppi í borg. Vertu blessuð og gangi þjer vel. Lína var einstaklega óheppin í sinni ferð til skrifstofu Jasons lögfræðings. Ýmislegt hafði farið öðru vísi, en þaU Roy höfðu reiknað með. Skömmu áður en hún kom á skrif- stofuna, höfðu tveir atburðir gerst þar. Fyrst var hringt til Farrells og einhver sagði honum, að Roy og fjelagar hans ætluðu að senda annan nautgripahóp með járnbrautinni £ kvöld. HYbttT* fmd*ucjlu./nko^íi ASfXXA, „Flýttu þjer með snærið, inað iir, jeg er að verða þreytt“, * Edward Moore: Jeg veit ekki, jeg spyr ekki, hvort það sje synd eða sekt í þessu hjarta. Jeg veit bara, að jeg elska þig, — hvað sem þú ert. ★ Neyðarbjöllunni var hringt í hrað- lestinni, og hún nam staðar svo skyndilega, að einn vagninn fór út af. Ungur maður varð mjög æstur yfir töfinni, sem af þessu hlaust og spurði lestarvörðinn, hve langur tími myndi líða éður en þeir gætu lagt af stað að nýju. „Nokkrar klukkustundir“, svaraði hinn. „En jeg ætla að gifta mig í kvöld“, hrópaði maðurinn. Lestarvörðurinn leit á hann íhug- andi og sagði: „Segið mjer eitt. Er nokkur möguleiki á því, að það hafi verið þjer, sem hringduð neyðarbjöll- unni?“ ★ „Karl bað mig að giftast sjer, og gera sig að hamingjusamasta mann- inum í heiminum“. „Og hvort ætíarðu heldur að gera?“ ★ Kaupmaður sendi heildsala skeyti og bað haann að senda sjer mikið af vörum. Heildsalinn sendi svarskevtiá „Get ekki orðið við ósk yðar, fyrr en þjer hafið borgað það, sem þjer skuldið mjer“. „Get ekki beðið svo lengi“, svar-i aði kaupmaðurinn“, tek pöntunina til baka“. ★ Lögfræðingur: „Hvað skeði eftiT að ákærði sló yður?“ Kærandi: „Hann gaf mjer þriðja höggið“. Lögfr.: „Annað höggið, meinið þjer“. Kærandi: „Nei, jeg gaf honum ann að höggið". Kaupmaður: „Pianóin okkar vond? Nei, jeg held nú síður. Við seljum tylftir af þeim“. Vantrúaður viðskiptavinur: „Á hvað mikið tylftina?“ 7........................ j § \ Klukkan I Auglýsingar, 1 z 3 sem birtast eiga í [ sunnudagsblaði ) £ í sumar, þurfa að vera | komnar fyrir iklukkan 6 1 | á íöstudögum. •lllllllMMlllIlllllllllIIMIIIMIMIIIIIIIMIMIIIllMIMIMMIIIim

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.