Morgunblaðið - 23.08.1950, Síða 6

Morgunblaðið - 23.08.1950, Síða 6
6 MORGUTSBLÁÐIÐ Miðvikudagur 23. ágúst 1950 llliwptnMafrife Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ristjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Askriftargjald kr. 14.00 á mánuði, innanlands. í lausasölu 60 aura eintakið. 85 aura með Lesbók. ' Þáttaskil í Kóreu f í Í>Á TÆPA tvo mánuði, sem styrjöldin í Kóreu hefur stað- íð, hefur innrásarher kommúnista frá Norður-Kóreu verið í svo að segja stöðugri sókn. Hersveitir Norðanmanna, sem undirbúið höfðu ofbeldisverk sín vendilega og með hinni mestu leynd, hafa sótt lengra og lengra suður Kóreu- Skagann og er nú svo komið að Suður-Kóreumenn og her Sameinuðu þjóðanna hafa aðeins lítinn skika af landinu á sínu vaidu *wmm •Þetta er það, sem kommúnistar um allan heim eru látnir kalla „innrás Bandaríkjanna og Suður-Kóreumanna í Norð- úr-Kóreu“. í tvo mánuði hafa blöð kommúnista um allan heim keppst við að segja þjóðum heimsins frá þessari grimmdarfullu innrás í Norður-Kóreu!!! Aldrei hefur brjálaðri og tilgangslausari áróðri verið iiáldið uppi en þeim, sem felst í þessum málflutningi komm- únista. Aldrei hefur heilbrigðri skynsemi fólksins verið sýnd jafn hyldjúp fyrirlitning. Er nú þannig komið að eng- inn, ekki einn einasti maður með fullu viti, getur trúað þessum geðbilunaráróðri kommúnista. En nú virðast vera þáttaskil í Kóreustyrjöldinni. Suð- úr-Kóreumenn og hjálparsveitir Sameinuðu þjóðanna hafa hingað til verið á stöðugu undanhaldi fyrir ofbeldisliði kommúnista. Sunnanmenn voru liðfáir og óviðbúnir. Sam- finuðu þjóðirnar voru einnig óviðbúnar árásinni. Það hefur tekið langan tíma að flytja nægilega öflugt hjálparlið til Kóreu, ásamt nauðsynlegum vopnum. Nú er hinsvegar svo komið, að sókn kommúnista virðist vera stöðvuð. Sunnan- menn og hjálparlið Sameinuðu þjóðanna hefur nú fengið töluverðan liðsafla og sókn kommúnista er að stöðvast. - Allar líkur benda til þess að sú spá McArthurs hershöfð- ingja, að Bandaríkjamenn muni ekki láta hrekja sig í sjó- inn, muni rætast. Fyrsti sigur Sameinuðu þjóðanna í Kóreu héfur þannig orðið varnarsigur. Annar sigur var óhugsan- legur eins og allt var í pottinn búið. Innrásarherinn hlaut að vinna fyrstu lotuna. En taflið er að snúast við. í tvo mánuði hafa kommúnistar sótt fram með ofurefli liðs og rússneskra vopna. Á þeim tíma hefur hinn liðfái her Sunn- ánmanna og Sameinuðu þjóðanna reynt að tefja tímann roeðan beðið var meiri liðsafla og varnartækja. Flugher þeirra hefur að vísu verið athafnasamur og eyðilagt sam- göngutæki, járnbrautir, vegi og brýr að baki innrásarhern- um. Er það tekið að valda honum miklum erfiðleikum. Fram til þessa tíma hafa Bandaríkjamenn borið hita og þunga varnarinnar í Suður-Kóreu. Margar aðrar þjóðir inn an vjebanda Sameinuðu þjóðanna hafa að vísu heitið virk- um stuðningi sínum. Sá stuðningur er nú óðum að berast til landsins. Flugher og floti margra þjóða er þegar kom- ' íun þangað. Landher er á leiðinni. - Heimurinn hefur fyrr sjeð svipaða sögu gerast. Árið 1939 hófu hinir þýsku nasistar skyndiárás á Evrópu óvið- búna og vopnlitla. Hvert landið á fætur öðru fjell fyrir cfurvaldi hinna þýsku vopna. En taflið snjerist að lokum, hægt og bítandi. Niðurstaðan varð alger og ægilegur ósigur r.asismans og árásaraflanna. Um það þarf ekki að fara í neinar grafgötur að þróunin verður hin sama nú. í þetta skipti var það hinn alþjóðlegi kommúnismi, sem hleypti af stað fyrstu skotunum, hóf árásarstríð og kveikti þann eld, sem enginn veit, hversu mikilli útbreiðslu kann að ná. En niðurstaðan hlýtur að verða ósigur árásaraflanna, hins alþjóðlega kommúnisma og villimennsku hans. í fyrsta lagi vegna þess að árás hans er beint gegn yfirgnæfandi meiri- hluta mannkynsins, sem hefur yfir að ráða varnartækjum, sem tryggja honum sigur. í öðru lagi vegna þess að kommúnisminn er í andstöðu ýúð þá þróun, sem leiðir til fullkomnari, betri og rjettlátari þeims. Hann er spor aftur á bak til hinna myrku alda kúg- unar og yfirgangs. Hinn frjálsi heimur fagnar þáttaskilum Kóreustríðsins bg væntir þess að surtarlogi ofbeldisins verði sem fyrst íæfður. .. .. ku. btitái W ,l"">ÚR DAGLEGA LfFINU Á BERJAMÓ „Á BER JAMÓ er gamah... . “, segif í gömlu ís- lensku stefi. Og nú er berjatíminn kominn og berin verða þroskaðri, safameiri og betri með hverjum deginum, sem líður. Reykvíkingar munu vera þeirrar skoðunar, að gaman sje að fara á berjamó, ef dæma má eftir þeim fjölda, sem daglega fer úr bænum í berjaheiði hjer í nágrenninu og nær hámarki um helgar þegar fólkið á frí. Einkum eru það börnin, sem hafa gaman af að tína ber. • GAGNLEG SKEMTUN BERJATÍNSLA er líka gagnleg skemtun, því ber eru holl fæða. Sennilega ein vítaminauð- ugasta fæða, sem til er hjer á landi, ef trúa má vísindamönnunum. Margar húsmæður gera saft og gómsætt mauk úr berjum og geyma, sem forða til-vetrarins. í Noregi og víðar er berja- tínsla atvinnugrein og Norðmenn flytja út ber í allstórtHn stíl, auk þess, sem þau eru mikið notuð heima fyrir. Þótt ekki'sje komíð svo langt, að við höfum gert ber *ð útflutningsvöru er hjer um að ræða gagn og gaman, sem sjálfsagt er að efla eftir föngum. «* YFIRTROÐSLA OG OKUR LANDEIGENDUR í nágrenni höfuðstaðarins amast sumir við fólki, sem fer um land þeirra og tínir ber. Er það út af fyrir sig skiljanlegt, að menn kæri sig ekki um, að ókunnugt fólk vaði um land þeirra og taki þar verðmæti og geri eftilvill landspjöll um leið. — Er ekkert að segja við því þótt amast sje við yfirtroðslum. En hitt er jafn fráleitt, ef menn ætla að gera sjer berjatínslu almennings að fjeþúfu og bók- staflega okra á henni. — Það á að fordæma. • SKAÐLEGT TÍNSLUVERKFÆRI EINHVER hugvitsamur náungi hefur fundið upp verkfæri, sem kallað er „berjatína". Verk- færi þessi munu fást víða í verslunum. En þetta er sagður skaðræðisgripur. Kunningi minn, sem er vel að sjer um alla ræktun, íullyrðir, að þar sem tínan sje notuð vaxi ekki ber framar. — En menn sækjast eftir þessum tínum, þar sem berjatakan er fljótvirk- ari, að alt að því helming, að sögn, en ef tínt er með fingrunum einum. Sje þetta rjett með farið ættu menn að neita sjer um áð nota verkfærið. • NOTUM BERJATÍMANN VEL ' AÐ ÖÐRU leyti er ástæða til að hvetja Reyk- víkinga til að nota sjer berjatímann vel og fara eins oft og þeir koma því á berjamó. — Takiö börnin með. Þau eru oft dugleg og drjúgt, sem þau tína, þótt talsverður hluti af afrakstri ferð- arinnar fari beint upp í litlu munnana. Ef vel er tint ætti það að spara gjaldeyri, sem annars færi í erlent ávaxtamauk og hollur er heimafenginn baggi, eða er það ekki svo, sem máltækið segir? BRJEF UM FÁNANN ORÐIN, sem hjer fjellu á dögunum um meðferð - þjóðfánans, virðast hafa vakið athygli. Gott er það, því tilgangurinn með þeim var sá einn, að' fá menn til að gefa þessu máli meiri gaum en hingað til og bæta úr augljósum ágöllum. Hús- vörður hefur skrifað um málið og segir m.a.: „Jeg hefi veri'ð að hugleiða orð yðar, Víkverji góður, um hve erfiðlega gengur að fá almenning • til að draga fána að hún á flaggstöngum sínum '■ á hátíðisdögum. Það er vissulega lofsverður ár- angur, sem náðst hefir með skrifum yðar fyr og síðar. En svo var það önnur hlið á þessu máli, sem jeg vildi árjetta enn betur. • A SJÁLFUM HÆSTARJETTI „ÞAÐ ER vissulega ekki nóg að draga fána að hún á hátíðisdegi. Það verður líka að taka hann niður að lokinni hátíð. En á því vill oft verða nokkur misbrestur, þar sem dæmi eru til, að fánar hánga uppi, jafnvel á opinberum bygg- ingum, yfir nótt og fram á næsta dag. „Jeg var að sjá það síðastliðinn laugardags- morgun, er jeg kom á fætur, að á nokkrum hús- um hafði fáninn verið skilinn eftir uppi alla nóttina. Meira að segja á byggingu sjálfs hæsta- rjettar við Arnarhvol, var þessi svívirða framin. Betra að hengja ekki upp flagg, en að fara þannig að‘. Gott væri að fá fleiri husverði í lið með okk- ur, sem viljum vekja virðingu fyrir þjóðfán- anum. Þeir eru einmitt mennirnir, sem mæðir einna mest á i þessum efnum. Þjjóðverjar þekkja leyndardóm iyrsta flokks knattspyrnu Fram (2) 3 Þjóðverjar (1) 6 (Ríkarður 3) (Gauchel, Ahlbach 3, Warth, Oden) ÚRVALSLIÐ Rínarlandanna hóf keppnisferð sína hjer í gærkvöldi með leik gegn Fram. Veður var hið ákjósanlegasta, norðaustan andvari og bjartviðri, svo að ekki verður við náttúruöflin sak- ast um hve aðsókn að leiknum var lítil, aðeins rúmlega 3000 manns sóttu hann. Strax í upphafi varð bert að hjer er á ferð lið, sem þekkir leyndardóma fyrsta flokks knatt spyrnu til hlítar, tæknin slík, að hjer hefur sjaldan sjest önnur eins knattmeðferð, og samleikur svo hraður og nákvæmur, að oft var engu líkara en þeir væru að fífla andstæðingana. — Sjerstak- lega var leikur þríhyrningsins, Hilbert, Gauchel og Warth, skemmtilagur og flest markanna voru undirbúin af þessum þrem- ur. Þjóðverjarnir hófu leikin.i með hröðum upphlaupum, sem öll strönduðu á öftustu vörn Fram, ellegar rúnnu út í sandinn fyrir ljeleg skot. Skyndilega gerist síð- an hið óvænta, er Hermann send- ir langa sendingu inn á vítateig Þjóðverjanna, Ríkarður tekur við og — Fram hefur eitt yfir. Um stundarfjórðungi síðar kemst hann aftur í færi og skorar fram hjá aðvífandi markverðinum. —- Við mörkin færist aukinn bar- áttuhugur í Fram og veittist Þjóðverjunum erfitt að ná á ný þeim tökum á leiknurri, sém þeir höfðu I upphafi, en undir lok hálfleiksins ljek Gauchel á tvo varnarleikmenn Fram og skoraði. í síðari hálfleiknum höfðu Þjóðverjarnir lengstum undirtök- in og þess var ekki lengi að bíða, að mark yrði skorað. — Warth komst út undir hornfána og miðj- aði i þvögu við markið, en Ahl- bach tókst að „nikka“ knöttinn inn í hornið. Nokrum mín. síðar ljek Ahlbach í gegn um vörn F. og skoraði með föstu skoti undir stöng. Heldur dró af löndunum við þessi skyndilegu mörk og ekki bætti úr skák er Halldóri varð á sú skyssa að senda knött- inn beint fyrir fætur Warths, sem var ekki seinn á sjer að senda knöttinn í netið áður en Halldór fengi staðsett sig á ný. Nokkru síðar skoraði Ahlbach á ný með föstu jarðarskoti af 20 m., en Fram gaf sig ekki fremur en endranær og í einu upphlaup- inu fjekk markvörður Þjóðverj- anna á sig vítaspyrnu. í baráttu um knöttinn tók hann til þess ráðs að grípa um ökla Magnúsar, en Ríkarður skoraði með illverj- andi skoti úr vítaspyrnunni. Síð- asta mark leiksins skoraði Oden eftir mjög snögga skiptingu Warths og Gauchels. Allir Þjóðverjarnir eiga það sammerkt að búa yfir leikni á mjög háu stigi, sjerstaklega veitti maður athygli miðfrh., vinstri út- herjanum og vinstri framverði fyrir þá sök. Markvörðurinn er öruggur í gripi og hefur einhverja lengstu útspyrnu, sem við höfum sjeð hjer um árabil. Kom iðulega fyrír, áð knötturinn lenti út und- ir vítateig Fram. Nokkru eftir miðjan síðari hálfleik Vildi það óhapp tíl áð Jahn og Lárus skullu saman og varð Lárus að yfirgefa vöilinn. Kom Þórhallur Einarsson i hans stað. Lið Fram: Halldór, Karl, Guð- mundur, Sæmundur, Haukur, Hermann, Óskar, Ríkarður, Lár- us, Magnús, Karl Bergmann. Þýska liðið: Helmut Jahn, Rudi Voightmann, Hermann Osten, Jakob Milz, Georg Unkelbach, Babtist Hilgert, Rudi Gutendorf, Jakob Oden, Gunter Ahlbach, Jupp Gauchel, Firdl Warth. Dómari var Guðjón Einarsson. Álvarlegur mat- vælaskorfur í Indlandi DELHI, 22. ágúst: .— Nehr.u, forsætisráðherra Indlands, flutti útvarpsræðu í dag, vegna hins alvarlega matvælaástands í landinu. Kenndi hann um ó- hagstæðu veðri og jarðskjálftun um mjklu, sem urðu í síðastlið- inni viku. Nehru skoraði á þau fylki, er hefðu matvæli aflögu, að miðla hinum, sem ekki hefðu nóg. — Reuter. Mótmæli LONDON: Júgóglayar hafa sent Búlgörum mótmæli, vegna óviðeigandi framkomu búlgösku stjórnarvaldanna gagnvart Her- málafulltrúa Júgóslávíu i Siber- íu. —

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.