Morgunblaðið - 23.08.1950, Side 10
10
MORGUTSBLAÐIÐ
Miðvikudagur 23. ágúst 1950
F.....Framhaldssagan 16
■iiiiiiiiiiiiiiitiiMimiinimiimuiiiiinufmxN
imimmmiin;
FRO mike
Effir Kancy og Benedicf Freedman
HHHHinimmiiiiiiiiniiiiiiimiiHnnniiimiimniiiiHmnnimnniininiMiiiiniiiiiuiiinmrinnniiiiiiniiiiimniiuniiiiiiniiuniiiiiiiuiimiiuiiiminiiiiiiuiiiniiniiii n*
Nótt í Nevada
Frásögn af ævintÝrum Roy Rogers
22.
Annað, sem Lína hafði ekki getað vitað, var að skömmu
áður en hún kom á skrifstofuna, hafði Mörður komið þang-
að. Hann sagði Farrell, að hann hefði verið að njósna um
Roy. Hann hafði þegar orðið nokkurs vísari, elt hann og
Línu út að gömlu námunni, þar sem þau höfðu stigið af
baki og rannsakað gamla fatagarma.
Farrell kreppti hnefana, þegar hann heyrði þetta.
Svo gekk Lína inn í skrifstofuna. Hún byrjaði á ræðu
þeirri, sem hún var búin að æfa sig vel á að segja. Hún
sagðist þurfa að fara frá bænum strax á morgun og hún
rnátti til með að fá peningana sína strax.
1
Það er Roy Rogers, sem hefur sent þig hingað, var það
ekki? tók Farrell lævíslega fram í fyrir henni. — Við lát-
um ekki leika á okkur.
Þegar hann sagði þetta með frekjulegri og ákveðinni rödd
kom fát á hana og hún sagði lágt: — Ha, Roy, nei, hann
sendi mig ekki.
Þá öskraði Farrell: — Þið voruð ekkert að flýta ykkur x
gær. Og svaraði hún þá svo lágt, að varla lieyrðist: — Nei,
við vorum’að ákveða þetta rjett áðan.
— Jeg hef líka ákveðið, að.... sagði Farrell illmannlega.
— Já, Mörður, það er best, að þú takir hana og bindir hana
á stól í næsta herbergi. Jeg kæri mig ekkert um að svona
stelpur eyðileggi allar mínar áætlanir. ,
VfirrFSfOfh
nnnjohqumkcklliaxx^
Við Mike horfðum á Mac
Gregor bola ganga reigingslega
og fullar hroka framhjá George
Bailey á leið til dyranna. —
Stúlkan hálf hljóp með honum.
Bailey hreyfði sig ekki; hið
dökka andlit hans var sviplaust.
MacGregor opnaði dyrnar og
svalur gustur streymdi inn. En
stúlkan hafði snúið sjer við og
horfði á George Bailey. Andlit
hennar var sviplaust. MacGre-
gor sló á*öxl hennar, en það var
eins og hún fyndi það ekki. —
Hann hvíslaði einhverju að
henni, en stúlkan stóð hreyf-
ingarlaus. Hann roðnaði og
barði stúlkuna fast og snöggt
í_andlitið.
Allir horfðu á George Bailey.
Hann gekk fram eftir gólfinu,
rólegum, en ákveðnum skref-
um. Munur hans var hálfopinn,
hendi hans skalf.
„Ekki að nota hnífa, George“,
sagði Mike.
Mac Gregor boli beið, hallaði
sjer dálítið fram og sveiflaði
hnefunum, sem voru þungir
eins og sleggjur. Stúlkan kast-
aði sjer á hnje og greip um
handlegg hans. Mac Gregor
Þeytti henn frá sjer og hún
fjell á gólfið, stutt frá okkur
Mike. Það blæddi úr annari
vör hennar og stórt ör var á
höku hennar.
„Gerðu eitthvað, Mike“, sagði
jeg eggjandi. • „Settu hann i
fangelsi“.
„Já, já, í fangelsi“, sagði
stúlkan kjökrandi og hjelt fast
um hendi mína. „Hann drepur
hann, hann drepur hann!“
George Bailey átti nú ófarin
um 10 fet. Hann stansaði dá-
lítið óstuðugur og hikaði, en
MacGregor stökk á hann um
leið og hahn rak upp öskur,
sem kom mjer til að skilja,
hvers vegna hann hafði fengið
viðurnefnið „boli“. — Höggin
dundu, Mike og tveir aðrir
gengu að þeim, sem flugust á og
slagsmálunum var lokið á sama
augnabliki. „Bolinn“ hafði feng
ið stórt blæðandi- sár á hægri
handlegginn, en George Bailey
lá á gólfinu, hrissti höfuð sitt
og virtist dálítið ruglaður. —
Mennirnir tveir hjálpuðu hon-
um á fætur og gengu með hann
á brott, en Mike stóð fyrir fram
an MacGregor og talaði til hans
lágri röddu.
„Jeg gleymi sárinu“, sagði
„bolinn“, „en, ef jeg sje hann
aftur, skal jeg sýna honum í
tvo heimana“.
Hann snjeri sjer að stúlk-
unni: „Og þú, komdu!“ Hann
lagði handlegginn á axlir henn-
ar og við fengum báðar blóð-
slettur á okkur.
Hún kreisti hönd mína og
endurtók án afláts: „Farðu
ekki! Farðu ekki! Hann drepur
mig!“
„Láttu hana í friði“, sagði
jeg. „Láttu hana í friði, þú stóri,
viðbjóðslegi durgur. Það er ekki
erfittt fyrir mann, sem er eins
stór og naut, að berja svona
smávaxinn kvenmann“. Og jeg
tók utan um hana.
„Mike undirforingi, setjið
hann í fangelsi", grátbændi
stúlkan. „Hann lemur mig og
ógnar og hann hefur reynt að
drepa mig! Sjáið....“ Og hún
bar sig 'til að hneppa frá sjer
kjólnum í hálsmálið.
„Láttu hana í friði í nótt,
MacGregor“, sagði Mike, „og
forðu heim til þín“.
MacGregor muldraði eitthvað
og snjeri sjer í áttina að dyr-
unum. Blóðið rann niður eftir
handlegg hans, en hann skeytti
því engu.
„Hvernig er sárið?“, spurði
Mike.
Mac Gregor ruddi sjer braut
út, án þess að svara.
„Látið hann ekki fara!“,
hrópaði stúlkan.
„Shhh“, sagði jeg. „Hvað
heitir þú?“
„Mart“.
„Nú er allt í lagi, Mart“,
sagði jeg.
„Mike, undirforingi, setið
hann í fagelsi“, bað stúlkan.
Mike var reiðilegur á svip.
„Mike“, sagði jeg ergilega,
„gerðu eitthvað fyrir hana.
Þessi stóri boli! Jeg hefði viljað
sjá hann reyna að leggja hend-
ur á mig“.
Mike glotti. „Allt í lagi“,
sagði hann við stúlkuna, „lem-
ur hann þig?“
„Hann reynir oft að drepa
mig“.-
„Er allt búið á milli ykkar?“
„Jáw jeg vil ekki sjá hann
framar“
„Allt í lagi. Komdu þá í
fyrramálið og skrifaðu undir
kæruna, og þá tökum við hann
fastann“.
„Já, já“.
„Þú getur verið hjer i nótt.
Jeg skal tala við O’Malley.
Hann hefur eitthvert rúm
handa þjer“.
Mike gaf eldri konu merki.
Hún kom og fór með Mart á
brott. Hún hjelt fast í hendi
mína og endurtók: „Já, í fang-
elsi, í fangelsi“.
Jeg fylgdi henni með augun-
um, þar til dyrnar lokuðust á
eftir henni. Fiðluleikararnir
byrjuðu að leika með nýjum
krafti og reýndu að yíirvinna
óróann, sem allt þetta rask
hafði orsakað. En jeg hafði
misst allan áhuga fyrir hljóm-
listinni og dansinum.
„Mike“, hvíslaði jeg. „Ætlar
þú ekki að fangelsa þennan
mann?“
Hann brosti. „Hún kemur
ekki til að undirskrifa kæruna^
Hún verður ekki einu sinni
hjerna í nótt. Eftir klukkutíma
fe rhún heim til MacGregor“.
„Nei!“ hrópaði jeg skelfd.
„Þetta hefur komið fyrir áð-
ur“, sagði Mike rólegur. „Þær
fara alltaf aftur“
„Jæja“, sagði jeg og roðnaði
lítið eitt, „ef karlmaður myndi
einhvern tíma slá mig, ef hann
snerti við mjer með litla fingri,
myndi jeg ná í stærsta og beitt-
asta hnífinn fram í eldhús,
skerpa bitið í honum allan dag-
inn á hverfisteininum; og það
er trú mín, Mike Flannigan, að
maðurinn myndi ekki sofa lengi
í sama húsi og jeg“.
Mike rak upp skellihlátur og
sveiflaði mjer út á dansgólfið.
Jeg velti þessu fyrir mjer. —
Mjer geðjaðist ekki að skilnings
leysi Mike nje ruddaskap Mac
Gregors Jeg skyldi ekki heldur
veikleika stúlkunnar, ef hún
myndi fara aftur til hans og
margt fleira angraði mig. Jeg
geri því ráð fyrir að jeg hafi
verið dálítið kuldaleg við Mike.
Hann varð þögull og stuttu síð-
ar hjeldum við heim á leið.
„Að lokum rauf jeg þögnina:
„Þetta var skemmtilegur dans-
leikur og jeg þakka þjer fyrir
boðið“.
„Já“, sagði hann.
„Mjer fannst allt mjög
skemmtilegt fólkið, Indjánarn-
ir og hljómsveitin“, sagði jeg.
„Já“, sagði hann.
Jeg sló í Rosie. Og ihú tóku
hestarnir að brokka.
„Þú talar ekki af þjer i
kvöld“, sagði jeg.
„Nei“.
„Og hvað ertu að hugsa um,
Mike Flannigan?“, spurði jeg.
Hann snjeri höfðinu og leit á
mig og byrjaði að tala, hratt,
en ákveðið.
„Þú heldur að jeg sje mann-
hatari og mjög strangur, og að
jeg myndi horfa upp á það, að
maður legði hendur á kven-
mann, án þess að jeg reyndi að
koma í veg fyrir það, en þú
þekkir ekki söguna, sem á bak
við það liggur, svo það er best
að jeg segi þjer hana, en þú
mátt ekki trufla mig fyrr en jeg
hef lokið við hana“. Hann tók í
taumana. Hestarnir hægðu ferð
ina og fóru aðeins fetið.
„Stúlkan heitir Marthe Ger-
maine. Móðir hennar var Ind-
jáni, en faðir hennar nokkurs-
konar kynblendingur, maður,
sem engum geðjaðist að —
hann vanrækti bæði konu sína
og börn og einn góðan veður-
dag hvarf hann alveg. — Þú
mannst eftir manninum, sem
stakk MacGregor með hnífn-
um, George Bailey, er hann
kallaður. Hann er Indjáni í aðra
ættina. Hann var áður fyrr ágæt
ur drengur, en hefur breytst
mjög. En þegar hann var ungur,
var hann myndarlegur, dugleg-
ur við vinnu og vinamargur. —
Hann varð ástfanginn af þess-
ari stúlku, Marthe, tók hana
heim til sín og þau bjuggu sam-
an. Þau voru ekki gefin sarnan
í hjónaband, því giftingar eru
ekki algengar. Jeg á við, að það
er ekki algengt, þegar maður
kvænist Indjánastúlku, að feng-
inn sje prestur og viðhafðir sjeu
aðrir giftingarsiðir. En George
unni hennj og var henni góður
og hún dáðist að honum, hafði
áhyggjur hans vegna og hugs-
aði um hann eins og konur gera
við menn sína. George átti fje-
laga, Mac Gregor bola, sem þú
sást, og svo lengi, sem George
var nálægt skipti hann sjer
ekki af stúlkunni. MacGregor
fyrirleit George; hann hefði
getað murkað úr honum lífið
með berum höndum. En George
var fjelagi hans, og MacGre-
gor kunni að gæta hagsmuna
sinna.
i
\
Eggert Claesserx
{ Gústaf A. SveinssoH
hæstarjeltarlögmen »,
| Oddfelloshúsið. Simi 2171
Allskonar lögfraeðistðrf
RAGNAR JÖN3SON
hœstafjettarlögmuVur.
Laugaveg 8, eími 7752
Lögfræðistörf og eignaumtýdo.
Et LOFTVR GETVR PAÐ EKKi
ÞÁ HVER?
Hættulegt ástand.
★
„Hversvegna komið þier svona
snemma á stöðin x, hr. Smith“, sagði
bifreiðastjórinn. „Það eru tveir tim-
ar þangað til lest yðar fer“
„Jú, skiljið þjer, þegar jeg kem á
stöðina, man jeg eftir öllu, sem jeg
hef gleymt að taka með mjer. Þess
vegna verð jeg að koma hingað nógu
snemma til þess að hafa tima til að
fara heim aftur og ná í það, som
gleymst hefur.“
★
Prófessorsfrúin eignaðist son sam-
tímis þvi, sem bók eftir hana kom
út og hlaut góðar nndirtektir. Eitt
sinn er prófessorinn gekk inn i
kennslustofuna, niðursokkinn í hugs-
anir sínar um bók konu sinnar, sá
hann sjer til mikillar undrunar, að
stúdentamir höfðu skrifað með stór-
um stöfum á töfluna „Til hamingju1*
„Já“ sagði hann. „Það besta við
þetta er, að hún fcefur gert allt hjálp
arlaust."
Hlátrasköll heyrðust framan úr stof
unni við þessa athugasemd prófessor
ins.
„En jeg fullvissa ykkur um“, hjelt
prófessorinn áfram, „að hún á allan
heiðurinn af þessu. Þá litlu aðstoð,
sem hún hefur þegið, liefur prófessor
Jones veitt henni“.
iwiwinittrnnminiiiimninmitiMiiiMiiiiimii—
Sigurður Reynir Pjetursson
málflutningsskrifstofa
Laugaveg 10. — Sími 80332, ;
SKARTGRIPAVERZLUN
[ijK'-^'f N. A Q S ,.t- g Æ, T. I