Morgunblaðið - 24.08.1950, Síða 1

Morgunblaðið - 24.08.1950, Síða 1
192. tbl. — Fimmtudagur 24. ágúst 1950 Prentsmiðja Morgunblaðsina 37. árgangur Þau ilýja styrjöldina. S-Kóreukonan ber litla drenginn sinn burt frá stríðsgnýn- um. Hun verður líka að rogast með það lítilræði, sem hún hefir getað tekið með sjer að heiman. Á eftir henni geng- m- ungur maður með ósjáifbjarga öldung á bakinu. Kommúnistallokkar allra landa eru verk- færi í höndum Rússa Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. LUNDÚNUM, 23. ágýst. — Miðstjórn bresku verklýðsfjelag- c'hna sakar Rússa og Kominform um að róa að alheimsbyltingu raeð aðstoð kommúnistaflokka allra landa. Kommúnistaflokkarnir cru fimmta herdeild Segir í ályktun miðstjórnar- innar á þessa leið: „Af reynslu undanfarinna ára er verklýðs- hreyfingu Bretlands og annara landa ljóst, að í öllum þeim lqndum, þar sem starfandi eru kommúnistaflokkar, skapa Rússar og kominform af þeim fimmtu herdeild, sem þeir beita fyrir sig í baráttunni fyrir heimsbyltingu“. Borgarastyrjaldir að undirlagi Rússa „Niðurrifsstefnan verður að hverfa. Víta ber harðlega, og berjast gegn þeirri ósvinnu, að koma af stað borgarastyrjöld- um í þágu erlendrar stjórnmála og árásarstefnu“. Verkfall járnbraufar- sfarfsmanna óleyst OTTAWA, 23. ágúst. — Verk- fall járnbrautarstarfsmanna er óleyst í Kanada. Yfir 120 þús- undir manna eiga í .verkfalli, en það veldur ýmsum erfiðleik- um sem vænta mál, svo að boð- að hefur verið til aukaþing- fundar. Kemur þingið saman á þriðjudag, en þeir þingmenn, sem búa langt í burtu frá höf- uðborginni, verða að fara flug- leiðis til þings. — Reuter. WASHINGTON: — í Bandaríkj unum eru um 200 þúsundir lækna, og er þá einn læknir fyr- ir hverja 740 íbúa að meðaltali. Snarpar orustur, en litlar breytingar í S - Kóreu Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. TOKÍÓ, 23. ágúst. — í dag geisuðu grimmilegar orustur norð- ur af Taegu, sem er önnur stærsta borgin í höndum sunnan-- manna. Síðdegis í dag gerðu lýðveldismenn þarna gagnáhlaup og náðu þá aftur hæðum nokkrum, sem þeir höfðu ný misst. Harðir bardagar á suðurvígstöðvunum. Eigi að síður þykja ástæður lýðveldismanna háskasamlegar á þessum vígstöðvum. Einnig á| suðurvígstöðvunum eiga þeir í j sem haft hafa sig í frammi bak vök að ver jast þar sem innrás-1 við víglínuna. arherirnir sækja afar fast á. — Samt hefir þeim tekist að halda stöðvum sínum þar. Lýðveldismenn vinna nú að því að uppræta leyniskyttur, Hdenauer aukningu veldanna Wesíerling er á leið fil Lundúna CAIRO. 23. ágúst. — Wester- ling, höfuðsmaður, sá er stóð fyrir uppreistinni gegn stjórn Indónesiu sællar minnar, kom á Farouk-flugvöllinn með ástr- alskri flugvjel í kvöld. — Er hann á leið frá Singapoore til Lundúna. Að beiðni _yfirvald- anna fer hann hjeðan aftur í kvöld með annari flugvjel, en hann ætlaði. Verður dvöl hans hjer þannig stytt um 6 stundir, þar sem stjórnin óskar ekki eftir nærveru hans. —Reuter. biður um talarlausa hernúmsliðs vestur- í Vestur - Þýskalandi Vili, að þýskt lögreglu- lið gæti landamæranna Varnir Þýskaiands fil afhugunar í Bandaríkjunum. ! Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. BONN, 23. ágúst. — Adenauer, forsætisráðherra V-Þýska- lands og Schumacher, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, eru báðir á einu máli um, að varnir V-Evrópu verði ekki efldar í skyndi að neinu marki nema með aukningu bandaríska hernámsliðs- ins í ’ Þýskalandi. Skoðanir þeirra beggja hneigjast í þá átt, að endurvígbúnaður Þýskalands eða stofnun öflugs lögreglu- liðs sje út af fyrir sig ekki viðhlítandi lausn á öryggismálum landsins. áldrei fleiri pílagrímar fil Rómar en nú RÓM — Árið helga það, sem nú stendur yfir, er 25. í röðinni. Hinn 30. júní s.l., er af því var fyrra misserið, höfðu fleiri kom ið í pílagrímsferð til Rómaborg- ar en nokkurt ár í sögu kirkj- unnar, eða 1,3 milj. — Flestir pílagrímanna hafa .gengið á fund páfans, Píusar XII. Hafa þeir ýmist fengið sjerstaka á- heyrn eða margir saman. Munu dæmi til, að hann hafi tekið á móti 50.000 frá 3^ löndum í einu. Dularfullf hvarf þýsks embæffismanns KARLSRUHE, 23. ágúst. — Lögreglan hefur nú til rann- sóknar hvarf dr. Ottos Nikolaus, skrifstofustjóra fjármálaráðu- neytisins í Wurttemberg-Bad- en. Yfir 200 lögreglumenn leita í nærliggjandi sveitum. Þykir ekki ósennilegt, að unninn hafi verið á !nnum glæpur af stjórn málaástæðum. Menn vita vel, að hann hefur fengið hótunar- brjef að undanförnu. —Reuter Miklar loftvarnaræfing- ar í Brússelríkjunum Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. BRÚSSEL, 23. ágúst.r— Fyrir dyrum standa nú þriggja daga loftvarnaæfingar á vegum Brússelbandalagsins. Munu þær verða frá föstudegi og fram á sunnudag. Tillaga um einokun á tóbaki feld í Strassborg STRASSBORG, 23. ágúst. — Efnahagsnefnd Evrópuráðsins hafnaði i dag tillögu, sem Tyrk- ir og Grikkir báru fram í sam- einingu um einokun á tóbaki. til að afla stofnuninni tekna. Aftur á móti afrjeð nefndin að leita ráða til að koma tyrk- neskri og grískri offramleiðslu í verð. — Reuter. Rússar sleppa manni, sem þeir rændu í vefur BERLÍN, 23. ágúst. — Yfirvöld Bandaríkjamanna í Berlín skýrðu frá því í dag, aðryfirvöld Rússa í borginni hefði nú látíð lausan mann að nafni Alfred Yankow, sem hvarf 17. apríl. Segja Rússar, að hann hafi far- ið um hernámssvæði þeirra skil ríkjalaus. Sjálfur segir hann, að erindi-ekar Rússa hafi ginnt sig frá V-Berlín. — Reuter. '#„Árásir“ í Frakklandi, Hollandi og Belgíu Landvarnanefnd bandalags- ins héfur skýrt frá því, að bandarískar sprengjuflugvjelar muni „gera árásir“ á staði í Frakklandi, Belgíu og Hollandi. Að öðru leyti verður hvorki lát- ið uppi um stund nje stað árás- anna. Risaflugvirki verða með Er 'risaflugvirkjun ætlað að taka þátt í þessum æfingum. Þá er og búist við, að bandarískar orustúflugvjelar, sem eru í V- Þýskalandi, taki þátt í þeim. Morðingja Lahauf er ákaff Seifað BRUSgEL, 23. ágúst: — Það ættu varla að líða margar stund ir áður en gengið verður úr skugga um, hverjir myrtu Juli- en Lahaut, leiðtoga kommúnista í Belgíu. Skýrði maður sá, er stjórnar leitinni, að morðingjun um tveimur, frá'þessu í kvöld. — Reutér. Efling lögreglunnar nauðsynleg. -Á fundi, sem Adenauer átti með frjettamönnum í morgun, lýsti hann yfir því, að nauð- syn bæri til, að herafli banda- manna í V-Þýskalandi yrði auk inn eins fljótt og auðið væíi. Þá lagði hann og áherslu á, að efla þyrfti lögreglu V-Þýskalands, til að skapa andvægi gegn víg- búnaðinum á rússneska her- námssvæðinu. er ætlað væri að kollvarpa V-Þýskalan(ii. Vill ekki þýskt varnarlið. Schumacher sat fund með frjettamönnum seinna í dag. — Hann lýsti þeirri skoðun sinni yfir, að V-Evrópa yrði ekki var in með öðru móti en því, að verulegum hluta herafla lýðræð isríkjanna væri safnað 'saman í V-Þýskalandi. Hins vegar gat hann ekki fallist á þá tillögu Adenauers, að komið yrði á fót v-þýskum „varnarsveitum“. Sagði, að þar væri um endur- vígbúnað landsins að ræða. Ekki þýskur her. Adenauer lagði áherslu á, að hann færi ekki fram á, að kom- ið yrði á fót þýskum her á borð við þann, sem tók þátt í sein- ustu styrjöld, heldur vildi hann fá „varnarsveitir“ til að gæta landamæranna. Skyldi þær búnar vopnum frá bandamönn- um. Bæri mönnum að gera sjer ljóst, að ekkert gæti komið í veg fyrir 3. heimsstyrjöldina annað en það, að kommúnistum yrði komið í skilning um, að þeir fengju ekki auðunnin sig- ur. — Til athugunar í VVashington. Acheson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, skýrði frjetta- mönnum frá því í dag, að þátt- ur Þýskalands-í endurvígbúnaði Norðurálfunnar væri til ræki- legrar athugunar í Washinton. Gaf sig fram RÓM: Einhver skæðasti stiga- maður Sikileyjar heitir Frances- co Mortillaro. Hefir hann nú gefið sig fram við yfirvöldin. Er talið, að hann hafi framið tvö morð, gert tuttueu og átta morð tilraunir og framið 16 rán.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.